Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 32
LANDIÐ
32 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fljót | Leikfélag Siglufjarðar hefur
undanfarna tvo mánuði æft leik-
ritið Silfur hafsins. Höfundur þess
er Ragnar Arnalds, rithöfundur og
fyrrverandi alþingismaður. Leik-
ritið fjallar um upphaf síldveiða og
síldarvinnslu en í ár eru einmitt
liðin eitt hundrað ár síðan síldveið-
ar hófust fyrir alvöru hér við land,
þó svo að fyrstu síldinni væri land-
að árið áður. Þessara merku tíma-
móta verður einmitt minnst með
ýmsum hætti í Siglufirði í sumar.
Leikstjóri Silfurs hafsins er
Linda María Ásgeirsdóttir, en hlut-
verk eru sautján. Meirihluti leik-
aranna er að stiga á svið í fyrsta
skipti en vel gekk að manna leik-
ritið. Við sögu í verkinu koma
þjóðþekktir menn í bæjarlífinu á
Siglufirði. Má þar nefna séra
Bjarna Þorsteinsson og Hafliða
hreppstjóra. Leikfélagið fékk
Ragnar til að semja þetta verk sér-
staklega fyrir sig og var handritið
tilbúið síðastliðið haust. Áætlað er
að frumsýning verði 27. mars nk.
og munu þá fylgja nokkrar sýn-
ingar í kjölfarið en svo verður
verkið einnig sýnt í sumar í tengsl-
un við fyrirhuguð hátíðahöld.
Þegar fréttamaður leit inn á æf-
ingu á dögunum vildi svo heppi-
lega til að höfundurinn var á staðn-
um að fylgjast með leikurunum.
Síldveiðarnar
mörkuðu tímamót
Það var létt yfir hópnum og á
nýliðunum mátti heyra að þetta
væri mun skemmtilegra en þeir
bjuggust við fyrirfram. Aðspurður
um verkið sagði Ragnar að það
gerðist sunnudaginn 8. júlí 1903 en
þann dag komu Norðmenn í fyrsta
skipti með síld til Siglufjarðar og
þá byrjaði í rauninni nýr tími á Ís-
landi.
„Þessi dagur markar tímamót
ekki bara í atvinnusögu Siglu-
fjarðar heldur allrar þjóðarinnar.
Þegar við byrjum að salta síld
fylgir alveg gríðarleg peningavelta
inn í þjóðfélagið sem hefur áhrif
um allt land og er viss þáttur í
þessari bjartsýni aldamótakynslóð-
arinnar sem finnur að loksins er
kominn vindur í seglin. Þetta er
sýning sem er að verulegum hluta
byggð á sannsögulegum heimildum
en er svona frekar í léttum stíl,“
sagði Ragnar.
Þess má geta að Elías Þorvalds-
son, skólastjóri tónlistarskólans,
hefur samið tónlist við söngtexta
Ragnars og stjórnar hann
tónlistarflutningnum.
Brynja Svavarsdóttir, formaður
leikfélagsins, var afar ánægð með
að félagið skyldi ráðast í að láta
skrifa þetta verk fyrir sig. Það
hefði oft verið búið að ræða um að
gaman væri að láta semja eitthvað
sem gerðist í bæjarfélaginu. Og svo
í tilefni af þessum tímamótum
hefði þessu verið hrint í fram-
kvæmd.
Hún sagði einnig ánægjulegt
hvað margir hefðu verið tilbúnir
að aðstoða leikfélagið við þessa
uppfærslu en um þrjátíu manns
koma að þessu með einum eða öðr-
um hætti. Þetta ætti í raun við um
bæjarbúa almennt því nú væri ver-
ið að safna styrktarlínum í leik-
skrána og hefðu undirtektir verið
sérlega góðar.
Aldarafmælis síldveiða
minnst á leiksviði
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Síldarstemning: Hópurinn sem leikur í Silfri hafsins, að tveimur undanskildum, í lok æfingar á dögunum.
Laxamýri | Bullukollur er blað
sem gefið er út í Aðaldal og er að
koma út í fjórða sinn. Það væri
ekki í frásögur færandi nema hvað
útgefendurnir eru af yngri kyn-
slóðinni, þ.e. í 6. og 7. bekk Hafra-
lækjarskóla. Þetta eru þær Hall-
dóra Kristín Bjarnadóttir á
Aðalbóli og Sólrún Harpa Svein-
björnsdóttir á Búvöllum og segjast
þær stöllur hafa mikinn áhuga á
íslensku og þá sérstaklega rit-
gerðasmíð, ljóðagerð og einnig á
því að taka viðtöl við fólk.
Þær hjóla sjálfar með blaðið,
þegar það kemur út, í póstkassana
í hluta Aðaldals og upplagið er um
30 eintök og fer vaxandi. Viðtökur
hafa verið mjög góðar að þeirra
sögn og margir eru að spyrja um
þetta blað sem gaman er að fletta
enda víða komið við í efnisvali. Þar
má nefna brandara, föndur, ljóð,
sögur, viðtöl við fólk úr sveitinni,
auk þess ýmsar ráðleggingar, heil-
ræði og fróðleik.
Útgjöld eru nokkur en þær fá
300 kr. fyrir hvert blað í áskrift til
þess að standa undir pappírskostn-
aði. Ekki er þó meiningin að reyna
að græða á þessu og hafa þær
Halldóra Kristín og Sólrún Harpa
safnað í bauk fyrir Rauða krossinn
og aðra góðgerðastarfsemi, nokkr-
um krónum sem orðið hafa af-
gangs.
Verðlaun á Bessastöðum
Segja má að hér séu ekki við-
vaningar á ferð þó ungar séu þar
sem Sólrún Harpa vann til verð-
launa fyrir einu ári í smásagna-
keppni Æskunnar og Ríkisút-
varpsins fyrir smásöguna Sögulegt
sumarfrí og hefur hún birst í
blaðinu þeirra. Þá vann Halldóra
Kristín nýlega til verðlauna í sömu
keppni fyrir Litlu hetjuna sem er
saga af stúlku sem á fatlaða syst-
ur. Þannig hafa þær báðar farið á
Bessastaði og tekið við verðlaun-
um úr hendi forseta Íslands auk
þess sem Halldóra Kristín vann
nýlega upplestrarkeppni grunn-
skólanna í Suður-Þingeyjarsýslu.
Hvort þær hyggja á framabraut
á ritvellinum vilja þær ekki segja
mikið um, en heima eiga þær báð-
ar sögur og ljóð sem eftir eiga að
birtast þótt síðar verði. Blaða-
mennskan finnst þeim líka spenn-
andi og svo taka þær fúslega við
efni ef nemendur skólans vilja láta
í sér heyra.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Spennandi: Halldóra Kristín og Sólrún Harpa með eintak af blaðinu.
Kraftmiklar blaða-
konur í Aðaldal
Hvammstangi | Mörg félagasamtök
beina kröftum sínum að bættum
búnaði á heilbrigðisstofnunum á
sínu félagssvæði. Er oft um að ræða
mjög mikilvægan búnað, sem ella
væri erfitt að eignast.
Fyrir skömmu afhenti Félag
hjartasjúklinga á Norðurlandi
vestra Heilbrigðisstofnuninni á
Hvammstanga að gjöf sjálfvirkt
hjartastuðtæki af fullkomnustu
gerð. Tækið er lítið og handhægt og
hentar m.a. vel fyrir lækni á vakt að
grípa til, ef snögglega þarf að bregð-
ast við hjartastoppi.
Við afhendingu tækisins var boðið
upp á ókeypis blóðfitu- og blóðþrýst-
ingsmælinu á heilsugæslunni á veg-
um hennar og Félags hjartasjúkl-
inga. Á tveimur klukkustundum
mættu rúmlega 60 manns til mæl-
ingar eða um 5 % íbúa í læknishér-
aðinu. Nokkrum þeirra var vísað til
frekari skoðunar hjá heilsugæslu-
lækni. Fyrirtækið Lyra gaf heilsu-
gæslunni blóðfitu- og blóðsykurmæli
sem notaður var af þessu tilefni.
Morgunblaðið/KÁS
Ágúst Oddsson yfirlæknir, Helga Hreiðarsdóttir hjúkrunarforstjóri, Guðmundur Haukur Sigurðsson, Sigurlaug
Hermannsdóttir ásamt Hlyn Tryggvasyni og Bjarna Pálssyni úr stjórn Félags hjartasjúklinga, Norðurlandi vestra.
Gjöf til Heilbrigðisstofnunarinnar
Hvammstangi | Í vetur hefur verið
unnið að stefnumótun um atvinnu-
mál í Húnaþingi vestra, að frum-
kvæði sveitarfélagsins. Samið var við
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
og var Ásgeir Jónsson ráðinn verk-
efnisstjóri. Á haustdögum var boðað
til kynningarfundar og skipuðu þátt-
takendur sér niður í vinnuhópa; Bú-
setuhóp, Landnýtingarhóp, Tæki-
færishóp og Þekkingarhóp. Unnið
var að margvíslegri hugmyndavinnu
í hópunum og skilaði hver hópur
skýrslu um álit sitt á stöðu og fram-
tíðarsýn í málefnum héraðsins.
Laugardaginn 13. mars var svo
málþing um verkefnið í Félagsheim-
ili Hvammstanga. Iðnaðarráðherra,
Valgerður Sverrisdóttir, sat þingið
og ávarpaði það. Þar kynntu hóp-
stjórar sínar skoðanir sinna hópa og
verkefnisstjóri fór síðan yfir sameig-
inlegar niðurstöður hópanna og
sagði frá sínum skoðunum eftir
þessa hópvinnu. Margir gestir komu
til þingsins, forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar, Tryggvi Þór Her-
bertsson, alþingismenn, gestir úr ná-
lægum héruðum ásamt
heimamönnum. Talsverðar umræð-
ur urðu um málefnið, enda brýnt að
takast á við atvinnuuppbyggingu í
héraðinu.
Sveitarstjórn hefur ákveðið að
fylgja verkefninu eftir með tíma-
bundinni ráðningu ráðgjafa, til að
vinna úr ákveðnum hugmyndum sem
að fram komu í verkefnisvinnunni.
Morgunblaðið/KÁS
Atvinnumálin rædd: Heimir Ágústsson oddviti, Tryggvi Þór Herbertsson,
Valgerður Sverrisdóttir og Elín R. Líndal, formaður byggðaráðs.
Stefnumótun í
atvinnumálum