Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ELSKULEGU leikhúsgestir, litlir, stórir, langir, stuttir, hnöttóttir og ílangir, ungir, gamlir, stelpur, strákar, kerlingar, karlar, dömur og herrar! Til hamingju með alþjóðlegan leikhúsdag barna. Einmitt á þessari stundu eru ef til vill börn á öllum aldri að hreiðra um sig í leikhúsum í Túrkmenistan og Timbúktú, Kúa- lalúmpúr og Kattegat til þess að fagna því að börn eigi leikhús. En til hvers er leikhús? Er leik- hús ekki bara gamaldags útgáfa af sjónvarpi, bíói, vídeói og DVD? Hentar það kannski aðeins fyrir ömmur og afa, langömmur og lang- afa? Er leikhús ekki bara til þess að þeir sem alltaf vilja vera að leika sér og geta ekki hætt því og fengið sér alvöru vinnu geti leikið sér í vinnunni? Er leikhús ekki bara fyr- ir fólk sem vill klæða sig í skrýtin föt í vinnunni og haga sér eins og asnar? Nennir einhver að koma í leik- hús? Er ekki bara nóg að kaupa DVD diskinn þegar hann kemur út? Hvaða rugl er annars þetta leik- hús? Og af hverju í ósköpunum þarf sérstakt barnaleikhús? Hafa börn nokkurn áhuga á leikhúsi? Vilja þau ekki miklu heldur liggja uppi í sófa heima hjá sér, borða snakk og góna á Simpson og Vini? Eða þarf kannski leikhús? Er leikhús ef til vill lífsnauðsynlegt fyrir sálina? Kannski er þetta svona og takið nú vel eftir: Ef við ætt- um frænku sem byði okkur að koma með sér til Kaup- mannahafnar að spássera um í Tívol- ínu, hjóla eftir Strik- inu, finna lykt af apaskít í dýragarð- inum og ferðast með hestvagni á Bakk- anum, myndum við segja: Nei takk, ég nenni ekki? Mynd- um við segja: Nei ómögulega. Ég ætla bara að vera heima og skoða bæklingana? Ég á fullt af blöðum um Köben og svo á ég líka spóluna? Myndum við segja: Það er alveg jafn skemmtilegt að horfa bara á spóluna um Kaup- mannahöfn? Nei, við myndum nátt- úrlega segja: Jú, þakka þér kær- lega fyrir, frábæra frænka! Hvenær á ég að mæta út á flugvöll? Þannig er það einmitt með leik- húsið líka. Við viljum koma á stað- inn - sjá og upplifa leikhúsgald- urinn. Já, ef það væri ekki til barnaleik- hús þá hefðum við aldrei verið í sama herbergi og Lína Lang- sokkur. Þá hefðum við aldrei séð ókurteisu systurnar Snuðru og Tuðru með berum augum. Þá hefð- um við aldrei komið í Hálsaskóg og þaðan af síður í Kardimommubæ. Við myndum aldrei fá að vita hvað væri í ógn- arstórum og undarlegum kassa og hefðum ekki fundið fýluna frá Prumpuhólnum. Við hefðum aldrei komið í Ævintýraskóginn með Dreitli njósnadvergi og aldrei hitt fyrir geimver- urnar Hatt og Fatt- við myndum ekki einu sinni vita hvernig þeir lítu út! Og við myndum ekki þekkja Siggu sjoppuræningja þótt við mættum henni á götu. Jú, víst þarf leikhús og sérstakt barnaleikhús er lífsnauðsynlegt. Leikhús er galdrahús. Í gömlu leik- húsi er skrýtin lykt, í nýju leikhúsi er líka skrýtin lykt, lykt af spennu, ekki hárspennu, heldur liggur eft- irvæntingin í loftinu. Maður fær sér kannski nammi - helst í bréfi sem skrjáfar í svo maður geti verið að passa alla sýninguna að það skrjáfi ekki í bréfinu um leið og maður nælir sér í mola. Maður finnur sæt- ið sitt, rétta sætið, þetta sæti sem maður er búinn að panta í gegnum síma og sjá fyrir sér í huganum. Mun ég heyra nógu vel í þessu sæti? Mun ég sjá allt og nákvæm- lega allt sem gerist á sviðinu? Mun ég þurfa að sitja langt til hliðar? Æ, ég vil ekki horfa á ská, ekki heldur niður og alls ekki upp því þá fæ ég hálsríg. Nei, það verður að vera rétta sætið, þetta eina rétta. Fyrst eru læti þegar allir eru að finna sér sæti, svo er kliður. Allir eru sestir. Tjaldið er fyrir sviðinu og hvað er á bak við þetta tjald? Er þetta galdratjald? Svo er myrkur og svo er þögn og allt í einu fer þetta tjald af stað og ævintýra- heimurinn opnast. Á þessu sviði getur allt gerst. Fólk getur flogið, sungið, sagt sorglegar og gleðilegar sögur og ferðast í gegnum tímann. Við förum með, af því að við erum leikhúsgestir, boðnir í ótrúlegt ferðalag, en samt sitjum við á sama stað í þessu frábæra sæti. Allt í einu snýr leikarinn sér út í sal og spyr: Hvað finnst ykkur? Skyndi- lega erum við með í sýningunni og það kunna krakkar svo sannarlega að meta. Komdu hingað! Farðu þangað! Passaðu þig á úlfinum! Skammastu þín! Harka Parka! Lilli! Vertu kyrr uppi í trénu! Jú, leikhúsið er lífsnauðsynlegt og börn eru besta leikhúsfólk í víðri veröld. Til hamingju með alþjóðlegan leikhúsdag barna og lengi lifi leik- húsið! Kristín Helga Gunnarsdóttir Alþjóðlegi barnaleikhúsdagurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir INN Í völundarhúsið - Ferð um höllina á Knossos er yfirskrift fyrirlestrar sem breski forn- leikafræðingurinn dr. Gareth Owens heldur í Odda, stofu 101, kl. 14 í dag. Dr. Gareth Owens hefur lagt stund á mínóísk fræði, frá bronsöld Krítar, frá málvís- indalegu sjónarhorni. Gareth verður einnig með fyrirlestur- inn Conversazione, Lista- mannaspjall, ásamt listamann- inum Alistair Macintyre kl. 14 á sunnudag í nýjum fyrirlestrar- sal í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Mínóísk fræði Sýningin Manyfacture eðaMargleiðsla verður opnuðí Nýlistasafninu í dag kl.17, en sýningin er afrakst- ur samvinnu átta listamanna sem kynntust í námi sínu við Listaka- demíuna í Malmö. Hópurinn sem stendur að sýningunni er skipaður Dorothee Albrecht, Can Altay, Kristinu Ask, Hyunjin Kim, Jacq- ueline Hoang Nguyen, Hönnu Styrmisdóttur, Christinu Werner og Christine Wolfe, en þau buðu síðan listafólkinu Marius Watz, V3TO, Byungjun Kwon, Koray Kantar, Emmanuel Nyberg, Kajsu Dahlberg, Haessen Chung og Wolfgang Breuer til samstarfs við sig. Aðspurt segist listafólkið hafa kynnst síðasta sumar í tengslum við nám sitt í gagnrýnum fræðum við Listakademíuna í Malmö, en að vinnan við sýninguna í Nýlistasafn- inu hafi verið unnin á síðustu fjór- um mánuðum og er þetta fyrsta sýningin sem þessi tiltekni hópur vinnur saman. Að sögn hópsins er útgangspukturinn í sýningunni hugmyndin um þekkingarmyndun eða þekkingarsköpun í listum. Þau benda á að í hefðbundinni þekk- ingarmiðlun sé oftast aðeins ein- blínt á vitsmunalega þekkingu og algjörlega litið framhjá bæði lík- amlegri og tilfinningalegri þekk- ingu. Á sýningunni má bæði sjá ein- staklingsverk og verk unnin í sam- vinnu tveggja til fjögurra ein- staklinga. „Við erum náttúrlega ólíkir einstaklingar með mismun- andi bakgrunn, þannig að við reyndum að hafa strúktúr sýning- arinnar afar opinn þannig að við gætum sameinað hin ólíku áhuga- svið okkar og túlkanir á þekking- arsköpun. Við erum samt að vinna innan ákveðins afmarkaðs ramma,“ segir Hanna Styrm- isdóttir. Jacqueline Hoang Nguyen bendir á að flestöll ef ekki öll verkin á sýningunni séu afrakstur þeirrar hugmynda- og hugar- flugsvinnu sem unnin var í tengslum við sýninguna og Krist- ina Ask tekur undir þetta og bend- ir á að í öllum verkunum megi skynja skýr hugmyndafræðileg og sjónræn tengsl. Auglýsingafrasar í nýju ljósi Verkin þrettán sem sjá má á sýningunni eru á báðum hæðum Nýlistasafnsins, en sýningin teygir anga sína víðar því eitt verkanna hangir fyrir framan Háskóla Ís- lands. Meðal verka sem sjá má á efri hæðinni er verk þeirra Christine Wolfe og Marius Watz sem nefnist Squeaky Happy Slog- an Machine. Aðspurð um verkið segjast þau nota tölvutæknina til að leika sér með auglýsingafrasa og afbyggja þá. „Lýsa mætti verk- inu sem orðaleik þar sem við for- ritum tölvu með slagorðum og auglýsingafrösum þekkra fyr- irtækja á borð við Coke, Burger King, Nike og MacDonalds og lát- um tölvuna síðan skipta út einu og einu orði úr frösunum með orðum úr fræðitexta sem gagnrýnir kap- ítalisma,“ segir Watz. Að sögn Wolfe forrituðu þau tölvuna með 600 auglýsingafrösum þannig að mögulegar samsetningar skipta hundruðum þúsunda. „Með því að greina frasana svona verður þú, sem áhorfandi, mun meðvitaðri um retórík auglýsinga. Í þessu nýja samhengi geta slagorðin t.d. allt í einu virkað fyndin eða óþægileg, stuðandi eða jafnvel birt kynþátta- fordóma,“ segir Waltz. Í hinum enda efra rýmisins er m.a. að finna verkið Christiania vs. Christiansborg eftir V3TO, en í því gefst sýningargestum færi á að hlusta samtímis á upptökur úr kynningarferðum um annars veg- ar Kristjánsborgarhöll og hins vegar fríríkið Kristjaníu í Kaup- mannahöfn. Einnig má sjá verkið Economy of Desire eftir Ask. Að- spurð um verk sitt segist Ask m.a. vinna með klisjur úr vísindaskáld- sögum. „Í vísindaskáldsögum birt- ist okkur einmitt dæmi um þær hugmyndir sem mannfólkið gerir sér um framtíðina. Þessar hug- myndir fólks um hvað sé mögulegt í framtíðinni eru hins vegar ávallt mótaðar af aðstæðum þess í núinu og endurspegla því alltaf veruleika þess hverju sinni.“ Að láta mynda sig í líki orms Opnunarhelgina verða ýmsar uppákomur í tengslum við sýn- inguna. Eitt verkanna á neðri hæð safnsins nefnist Knowledge Worm og í kvöld gefst sýningargestum einstakt tækifæri til að bregða sér í hlutverk þekkingarormsins. „Með þekkingarorminum vildum við finna léttari leið til að fjalla um þekkingarmyndun þar sem sýning- argestum gæfist auk þess kostur á að taka beinan þátt í verkinu. Þetta verk er nokkurs konar gjörningur þar sem gestir geta lát- ið mynda sig í líki ormsins og þannig bókstaflega tekið á sig hlutverk hans,“ segir Wolfe að- spurð um þennan sérstaka orm. Wolfe bendir á að myndirnar verði síðan bæði hengdar upp í Ný- listasafninu og setttar á Netið þar sem fólk geti nálgast þær á vef- slóðinni: www.unlekker.net/ knowledgeworm. „Auk myndatök- unnar munum við bjóða gestum epli að borða, en ormurinn er ein- mitt að éta sig gegnum epli á myndinni,“ segir Wolfe og bendir á hvernig eplið hafi löngum verið tákn þekkingar og upplýsinga, samanber hlutverk þess í kristinni hugmyndafræði. Annað kvöld kl. 19 verður sýn- ingargestum boðið upp á krítískt bingó sem er hluti af innsetning- unni Critical Bingo sem Can Altay, Kristina Ask, Hyunjin Kim, Jacq- ueline Hoang Nguyen og Emm- anuel Nyberg unnu í sameiningu. Að sögn Altays hjálpar bingóið fólki m.a. til að greina orðræðu bæði fjölmiðla- og fjarskiptafyr- irtækja. Í tengslum við sýninguna verður á morgun kl. 13 að auki haldin málstofa sem nefnist Jarð- tenging. Um er að ræða óformlega tilraun sem stendur í u.þ.b. fimm klukkustundir og felur hún í sér samvinnu safnsins og listamann- anna sem að sýningunni standa. Málstofan er skipulögð af aladin/ alkhemi, Bretlandi, í samvinnu við Rebekku Ragnarsdóttur hjá Ný- listasafninu, Maritu Muukkonen hjá NIFCA (Nordic Institute for Contemporary Art) og Manyfact- ure-listakademíuna í Malmö með stuðningi norrænu ráðherranefnd- arinnar. Uppákoman er opin öll- um, bæði áhuga- og fagfólki, en áhugasömum er bent á að skrá þátttöku sína með því að senda póst á netfangið: nylo@nylo.is. Að lokum má geta þess að síðar á árinu er ætlunin að gefa út bæði margmiðlunardisk og bók í tengslum við sýninguna Manyfact- ure eða Margleiðslu. Sýningin stendur til 4. apríl nk. og er opin miðvikudaga til sunnudaga milli kl. 14 og 18. Þekkingarsköpun í ýmsum myndum Listamennirnir sem standa að Margleiðni í Nýlistasafninu. Morgunblaðið/Sverrir Alliance française, Tryggvagötu 8 kl. 11 Árleg samkeppni í flutn- ingi ljóða fyrir framhaldsskóla- nemendur í frönsku. Átján nem- endur víðs vegar að úr framhaldsskólum landsins munu flytja utanbókar mörg af þekkt- ustu ljóðum franskra bókmennta. Norræna húsið kl. 14 Fjórðu og síðustu tónleikar í tónleikaröð Tónlistarskólans í Reykjavík á þessum vetri. Á efnisskránni eru eingöngu verk eftir Joseph Haydn. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.