Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 40
Grænmeti og fiskur á pönnu 400 g ýsuflök 3 msk hveiti ½ tsk karrý eða fiskikrydd ½ tsk salt 2 msk olía ½ kúrbítur 8-10 sveppir eða lítil dós af niðursoðnum sveppum 1 rauð paprika eða ½ græn og ½ rauð 2-3 meðalstórar gulrætur nokkrir kvistir af brokkólí ca 5 cm blaðlaukur 4-5 hvítlauksrif 2 msk olía Skerið fiskinn í bita. Blandið sam- an hveiti og kryddi og veltið fisknum upp úr blöndunni. Snöggsteikið hann upp úr 2 msk af olíunni. Setjið hann á disk til hliðar og haldið honum heit- um. Flysjið grænmetið, skerið það í ræmur og linið það á pönnu í 2 msk af olíu, kryddið með sósunni og e.t.v. örl. salti. Leggið fiskinn yfir grænmetið og skreytið með grein af steinselju Sósa mangóchutney (green label) sojasósa Blandið saman mangóchutney og sojasósu og hrærið saman við græn- metið þegar það er full eldað. Magnið fer eftir smekk. Passið að hafa græn- metið örl. hart undir tönn. Berið fram með soðnum kartöflum og nýbökuðu brauði. Í þessa uppskrift má einnig nota það grænmeti sem til er í ísskápnum hverju sinni og eins má nota kjúk- lingabringur sem skornar hafa verið í strimla og snöggsteiktar á pönnu í staðinn fyrir fiskinn. Morgunblaðið/Ásdís Heimilisfræðikennararnir: Stefanía Valdís Stefánsdóttir og Halla Guð- mundsdóttir skiptast á uppskriftum og læra hvor af annarri. H ver kannast ekki við að koma heim eftir að hafa komið við í búð- inni á leiðinni úr vinnu og henda ólyst- ugum skyndirétti inn í ofn þar sem enginn tími gefst til almennilegrar matseldar? Eða koma inn úr dyr- unum, dauðþreyttur eftir erfiðan vinnudag, gersneyddur hugmyndum um hvað bera skuli á borð fyrir fjöl- skylduna eftir hálftíma eða svo? Stefanía Valdís Stefánsdóttir og Halla Guðmundsdóttir þekkja þessi vandamál vel, ekki endilega af eigin raun heldur frá fólki sem á það sam- eiginlegt að hafa undan því að kvarta að ekki sé ráðrúm til elda- mennsku í dagsins önn. Þær eru heimilisfræðikennarar og starfa báðar á sama kennslusvæðinu en hvor við sinn skólann, Stefanía sem aðjúnkt í heimilisfræðum við Kenn- araháskóla Íslands og Halla sem matreiðslukennari við Mennta- skólann við Hamrahlíð. Báðar hafa þær áralanga kennslureynslu að baki. Þær hafa kennt á öllum skóla- stigum og enn fremur á námskeiðum hjá ýmsum stofnunum og hópum og á eigin vegum. „Það má segja að við Halla séum að nokkru leyti sín á hvoru sviðinu hvað matargerð varðar,“ segir Stef- anía í spjalli við Morgunblaðið. „Hún hefur lagt sig meira eftir hátíð- armatreiðslu og er menntuð erlendis en ég leiðbeini einkum um þessa daglegu neyslu og hollustumiðaða matargerð. En við deilum reynslu, skiptumst á uppskriftum og lærum hvor af annarri.“ Hún segir að báðar hafi þær lagt sig eftir einföldum, fljótlegum og ekki of dýrum réttum sem líklegir séu til að falla vel að lifnaðarháttum nútímafólks. „Það virðist sem fólk sé undir miklu vinnuálagi og þessar fljótlegu, hollu og ódýru uppskriftir eru gripnar feginshendi, bæði af þeim ungu sem kunna kannski lítið fyrir sér í eldhúsinu og eins af þeim sem staðið hafa þar í 30- 40 ár.“ Hún segir að konur, sem hafi staðið ára- tugum saman í eldhúsinu séu oft orðnar óskaplega þreyttar og leiðar á eldamennskunni, auk þess sem þær séu engu síður tímabundnar en þær sem yngri eru. „Þær eru bæði þakklátar og ánægðar að fá þessar einföldu uppskriftir,“ segir hún og bætir því við að fólk verði oft á tíðum mjög undrandi og hissa yfir því hversu einföld og fljótleg elda- mennskan geti verið. Þær Stefanía og Halla féllust á að deila nokkrum uppskriftum með les- endum Morgunblaðsins. Þótt sumir þessara rétta séu tilvaldir sem hversdagsfæði sóma þeir sér allir svo sannarlega sem sparimatur, enda bæði ljúffengir og spennandi.  MATARKISTAN | Veisluréttir sem tekur enga stund að elda Einfalt, fljótlegt, ódýrt og hollt DAGLEGT LÍF 40 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Lax með kryddjurtum 500 g laxaflak ½ tsk salt ¼ tsk pipar 1 tsk franskt sinnep 1 tsk ferskur sítrónusafi ½ dl ferskt dill eða blandaðar ferskar kryddjurtir ½ dl rifinn ostur 1 eggjahvíta Setjið laxinn í smurt eldfast fat, saltið og piprið. Blandið saman sinn- epi, sítrónusafa, dilli og rifnum osti. Þeytið eggjahvítuna til hálfs og blandið varlega saman við allt hitt. Þekið laxinn með blöndunni og bakið hann í ca. 20 mín. Blandan myndar einskonar marengs yfir laxinn og þess vegna þarf að bera hann strax á borð þegar hann hefur bakast. Sósa 1 fiskteningur 1 dl vatn 1 tsk sítrónusafi 1 dl hvítvín eða mysa 1 msk sýrður rjómi salt og pipar sósujafnari Sjóðið saman vatn og fisktening. Smakkið til með hvítvíni, sítrónu, salti og pipar. Þykkið með sósujafn- ara og hrærið sýrðum rjóma út í sós- una. Berið sósuna fram með laxinum ásamt soðnum kartöflum og græn- metissalati. Flottasta fermingarstæðan frá Spilar MP3 og skrifanlega diska og er með 5 diska magasíni. Stafrænt útvarp með 30 stöðva minni, svefnrofi og fjarstýring Verð aðeins 32.900 Opnunartími: Mán-föst 11-18.30 Laugard 10-18 Sunnud 13-17 Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001 1 4 4 4 Ertu að leita þér að nýjum skóm? Harmonikkunámskeið - Byrjendur Kennari: Tatu Kantomaa, harmonikkuleikari 30. mars – 25. maí. 8 skipti. Þriðjud. kl. 18.00 – 19.00. Grænn kostur - matreiðslunámskeið Kennari: Sólveig Eiríksdóttir, Grænum kosti 23. og 24. mars. 2 skipti. Þriðjud. og miðvikud. kl. 18.00 – 21.00. Innritun og upplýsingar í síma 585-5860 www.namsfl okkar.hafnarfjordur.is Halló Norðurlönd - vinur í vanda Ertu að hugsa um að flytja til annars Norðurlands? Hefur þú siglt í strand í kerfinu eftir flutning? Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Skoðaðu heimasíðuna www.hallonorden.org, þar finnur þú mikilvæg netföng og símanúmer. 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.