Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 49

Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 49
Fréttir á SMS UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 49 sími 568 8181, www.jolahusid.com Jólahúsið af páska- og sumarvörum Ný sending Opið 12-18 virka daga, laugardaga frá 11-15. Skólavörðustíg 21a frá Williray Studio NÆSTU dagana og vikurnar munu um fjögur þúsund íslensk ungmenni ganga upp að altari Jesú Krists og lýsa því yfir frammi fyrir Guði og mönnum að þau vilji leitast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Játa þannig vonandi af einlægni og heilum hug í viðurvist margra votta að þau vilji þiggja eilífa sam- fylgd Jesú Krists. Staðfesta það að þau vilji leyfa hugarfari hans að hafa mótandi áhrif á líf sitt og af- stöðu til þess, skoð- anir sínar, umgengni við samferðamenn og á þær ákvarðanir sem taka þarf. Á slíkum tímamótum er sann- arlega ástæða til að gleðjast og fagna með fjölskyldu og vinum á viðeigandi hátt. Sameinumst í bæn fyrir fermingarbörnunum Þessi gleðilegu tímamót eru ekki einhver fjöldaafgreiðsla eða stimp- ilþjónusta, vottorð um útskrift úr kirkjunni. Og ekki heldur mann- dómsvígsla eða staðfesting þess að viðkomandi einstaklingur sé tek- inn í fullorðinna manna tölu. Held- ur játning þess að vilja þiggja það að vera barn, meðvitað barn Guðs. Með öllum þeim erfðarétti sem fylgir. Persónuleg yfirlýsing þess efnis að viðkomandi einstaklingur vilji tilheyra kirkju Krists jafnt gefandi sem þiggjandi. Ég vil því leyfa mér að hvetja ástvini ungmennanna og raunar alla kristna Íslendinga til þess að sameinast í bæn fyrir ferming- arbörnunum, þessum efnilegu, óendanlega dýrmætu ein- staklingum. Sameinumst um að biðja fyrir framtíð þeirra að Guð leiði þau í gegnum freistingar ævinnar og forði þeim frá öllu því sem kann að skaða þau. Biðjum hann að þau mættu finna tilgang sinn og eign- ast þá vonarríku framtíð sem sjálfur Guð ætlar þeim. Framtíð til heilla en ekki óhamingju. Að þau lifi lífi sínu meðvituð um það að þau séu óendanlega dýrmætir einstaklingar sem skapaðir eru til lífs, full tilgangs. Að þau mættu hvíla í þeirri trú að þau standi ekki ein heldur eigi staf til að styðja sig við, öxl til að gráta á, styrka hönd sem vill leiða, faðm sem getur borið, lifandi vin sem er með þeim í gegnum súrt og sætt, þykkt og þunnt. Huggara og græðara sem skilur þau og yfirgefur þau aldrei. Biðjum að við sem fullorðin erum mætt- um reynast bönunum og unglingunum okk- ar þær fyrirmyndir og vinir sem þau þurfa á að halda. Hvorki skeytingarlaus né ofurhetjur. Heldur raunverulegir, mann- legir vinir sem geta hlustað og verið til staðar, miðlað og gef- ið. Með því að biðja fyrir ferming- arbörnum þessa vors og börn- unum okkar yfirleitt þá erum við jafnframt að biðja fyrir framtíð þjóðarinnar. Að við mættum lifa saman í sátt og samlyndi sem mótast af hugarfari Krists, kær- leika, umhyggju og fyrirgefningu. Spurning dagsins, alla ævi Ættum við fermdir Íslendingar ekki einnig að nota tækifærið og endurnýja fermingarheitin okkar? Er það það sem við raunverulega viljum, að leyfa hugarfari Jesú Krists að hafa áhrif á líf okkar, skoðanir og ákvarðanir? Viljum við í raun þiggja samfylgd hans út ævigönguna og reyndar gott betur en það? Viljum við vera hans í lífi og dauða? Þetta er í raun og veru spurn- ing sem við stöndum frammi fyrir á hverjum einasta degi, alla ævi. Spurning sem við þurfum að gera upp við okkur dag hvern um leið og við stígum fram úr rúminu að morgni jafnt sem að kveldi er við leggjumst á koddann. Vilt þú halda áfram að leyfa Jesú Kristi að vera leiðtogi lífs þíns? Þiggja samfylgd hans? Hann er þarna ennþá. Samningur hans við þig verður aldrei felldur úr gildi. Jafnvel þótt þú hafir ekki beðið um hann. En þú getur sagt upp þínum hluta og hefur kannski gert það. En þú mátt vita að þú ert alltaf velkominn aftur. Þú átt frátekinn stað í faðmi frelsarans þíns Jesú Krists. Hann bíður þín með opinn kærleiksríkan og lífg- efandi faðminn sinn. Hann vill gefa okkur kjarngott nesti út í lífið. Fæðu sem varir ævilangt og reyndar gott betur. Hann er það bjarg sem við meg- um byggja líf okkar á, og treysta á, í lífi sem dauða. Hann hefur heitið okkur eilífri samfylgd. „Vertu trúr allt til dauða og ég mun gefa þér kórónu lífsins.“ Endurnýjum fermingarheitið Sigurbjörn Þorkelsson skrifar um trúmál ’Ættum við fermdir Íslendingar ekki einnig að nota tækifærið og endurnýja ferming- arheitin okkar?‘ Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur, fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju og forseti Gídeonfélagsins á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.