Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 51

Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 51 Kringlukast undirföt náttföt 20% afsláttur Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is                                  !      " #     ! $  $  #    % ! $"&   '%   %  (  !      !  R Í K I S S K A T T S T J Ó R IRSK #         ) #       DÆMISAGA af henni Diffu minni. Tíkin mín gaut hvolpum nýver- ið. Einn hvolpanna, lítil tík, lipur, veitti mér vænt- umþykju mikla. Flaðraði hún upp um mig og fagnaði, hve- nær er ég nálgaðist. Lauk þeim blíðuhót- um svo, að ég ók yfir löppina á greyinu. Linnti þá fleðulátum hennar, að sinni. Fróðleikur um reikningsskil Baráttumaður fyrir hvalveiðum hefur far- ið vel yfir reiknings- skil hvalaskoðunarfyrirtækja og gert grín að rekstri þeirra og upp- byggingu, eins og allri þjónustu við ferðamenn. Lítt ræddi hann veiðar á hval, og minna um vinnslu og ekkert um sölu á afurð- um hvala. Þó upplýsti hann, að munnvatn Japana streymdi stríð- um straumum, við það eitt, að heyra nafn baráttufrækins for- stjórans. Gróðavænleg atvinnugrein? Völd Hvalaforstjórans standa víða. Bankinn hans (bullandi samráð) lánar hvalaskoðunarfyritækjunum, olíufélagið hans (stjórnar- og sam- ráðsformaður) selur þeim elds- neyti, tryggingafélagið hans (líka í bullandi samráði) tryggir öll ósköpin. Aumingja hvalaskoðunin tekur þannig þátt í því að tryggja fjárhagslega afkomu hvalarans. Skrítin er hún veröld! Helst er á hvalaranum sjá og heyra, að heljargróða megi fá út úr hvalveiðum. Fjárhagsumsvif forstjórans benda ein- mitt til þess að gróða- vænlegt sé að binda skip við bryggju. Vit- leysingarnir sem eru að berjast að halda út hvalaskoðun ættu að binda skip sín hið snarasta og hirða síð- an gróða sinn, þegar hvalveiðar forstjórans hafa gert út af við hvalskoðunina. Það verða drjúgar auð- lindabætur, sem þar verður að fá. Við skemmtilestur á ársreikn- ingum Hvals hf. fyrir árið 2002 kemur þó í ljós, að fyrirtækið er hætt að græða! Tapið er 268 millj- ónir!! Tvöhundruðsextíuogátta millur!! Þrefalt tap allra hvala- skoðunarfyrirtækjanna á fimm ár- um! Þrátt fyrir opinbera styrki til Hvals hf. í gjafakvóta, eftirgjöf hafnargjalda, í sjómannaafslætti og ýmsum ívilnunum, þá er skuldaaukning sl. fimm ára 300 milljónir. Samtals eru skuldir í stórgróðahvalveiðifyrirtækinu, Hvalur hf, eittþúsundogeitthundr- aðmilljónir króna! Hvert erum við að fara? Hvalur hf. er eigandi fjögurra hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn. Markmið forstjóra þess er að hefja aftur hvalveiðar. Til að minnka áhrif hvalastofna, td. hrefnu, á fiskistofna þarf að drepa amk. 15.000 dýr við Ísland. For- stjórinn er tilbúinn til þess. Hann ætlar sjálfum sér 2-3% af útflutn- ingstekjum fyrir viðvikið. En hver ætlar að greiða kostnaðinn af þessum útrýmingarhernaði? Litla 2-3 milljarða! Útgerðin? Þú og ég? Hafró? En líklega er þetta kröfugerð hans vegna friðunar hvalastofna. Forstjórinn er kominn á þá hæpnu slóð að etja einni atvinnugrein gegn annarri. Þeim leik lýkur ekki við endalok hvalaskoðunar. Þegar ferðaþjónustan hefur verið svert í svaðið, verður einhver annar fyrir forstjóranum. Hvað segir dæmisagan um Diffu litlu okkur? Jú, hún segir okkur að vera ekki að flaðra upp um þá, sem aka stórum dýrum tækjum sem þeir ráða ekki við. Þeir aka aðeins á okkur og yfir, skaða okkur og meiða. Kvalinn hvalari eða kvalari hvala? Sigurjón Benediktsson skrifar um hvalveiðar og hvalaskoðun ’Forstjórinn er kominná þá hæpnu slóð að etja einni atvinnugrein gegn annarri.‘ Sigurjón Benediktsson Höfundur er tannlæknir á Húsavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.