Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 70

Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 70
FRÉTTIR 70 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SENDIHERRA Spánar hefur sæmt Margréti Jónsdóttur, sér- fræðing við HR, krossi Ísabellu hinnar kaþ- ólsku fyrir hönd spænska konungsins. Orðan var veitt Margréti við hátíðlega at- höfn í Osló fyr- ir að vinna að útbreiðslu spænskrar menningar á Ís- landi og störf hennar sem vara- ræðismaður Spánar á Íslandi. Margrét vinnur nú að uppbygg- ingu tungumálatengds viðskipta- náms við Háskólann í Reykjavík sem hefst í haust. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem slíkt nám er í boði, segir í frétta- tilkynningu. Spánverjar sæma Mar- gréti Jóns- dóttur orðu Margrét Jónsdóttir VÉLASVIÐ Heklu hefur flutt til landsins Caterpillar-lið- trukk, og er hann sá fyrsti sinn- ar tegundar sem kemur til landsins. Trukkurinn eða bú- kollan, eins og trukkar sem þessi eru gjarnan kallaðir, ber 31,7 tonn en fullhlaðinn er heildarþyngd tækisins 61,5 tonn. Búkollan verður til sýnis á hafnarfyllingu fyrir aftan Þjónustumiðstöð Heklu, við Klettagarða 8–10, laugardag- inn 20. mars kl. 13–16. Sérfræð- ingar frá Caterpillar-liðtrukka- verksmiðjunum í Peterlee í Bretlandi verða viðstaddir og leiðbeina þeim sem áhuga hafa á reynsluakstri. Hekla sýn- ir Cater- pillar- liðtrukk MIÐSTJÓRN Bandalags háskóla- manna samþykkti á fundi sínum mið- vikudaginn 17. mars eftirfarandi ályktun: „Miðstjórn Bandalags háskóla- manna (BHM) lýsir yfir stuðningi við kröfu stéttarfélaga innan Al- þýðusambands Íslands gagnvart fjármálaráðherra um að félagsmenn þeirra njóti sama lífeyrisréttar og ríkisstarfsmenn innan annarra sam- taka launafólks. Þá hvetur miðstjórn BHM til þess að reglur um samskipti aðila á vinnumarkaði verði sam- ræmdar.“ Ályktun frá BHM ATVINNA mbl.isDILBERT mbl.is FASTEIGNIR mbl.is Láttu drauminn rætast í rúmi frá Stearns & Foster Langholtsvegi 111 • 104 Reykjavík • Sími 568 7900 • Afgreiðslutími virka daga kl. 11 – 18. og laugardaga kl. 11 – 15. Bandarísku hágæðarúmin frá Stearns & Foster eru heimsþekkt á meðal vandlátra kaupenda fyrir gæði og glæsileika. Rúmin eru hönnuð fyrir fólk sem vill aðeins hið besta. Þau veita réttan stuðning og tryggja vellíðan á hverri nóttu með sérhönnuðu gormakerfi, bólsturs - lögum og einstökum frágangi. Bandarísku neytendasamtökin hafa í mörg ár útnefnt rúmin frá Stearns & Foster sem „bestu kaupin“. Langtímafjárfesting í vellíðan. Við bjóðum ýmsar gerðir af rúmum og verðið er óvenju hagstætt miðað við gengi dollarans gagnvart krónu. Verið velkomin í verslun okkar. Einkaumboð á Íslandi: Hágæðarúm frá Stearns & Foster Í fyrsta skipti á Íslandi:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.