Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 85

Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 85
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 85 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 3.50. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Ísl. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 2 og 4. Besta teiknimyndin Frábær teiknimynd frá Disney fyrir alla fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins! KEFLAVÍK Sýnd kl. 2. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Stórskemmtileg og sprenghlægileg gamanmynd með Eddie Murphy ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. 5ta HERDEILDIN spilar þjóðlaga- skotið pönk og á að baki eina plötu, samnefnda sveitinni, sem út kom haustið 2002. Kjarni sveitarinnar er í dag skipaður þeim Gísla „gím- aldin“ Magnússyni, Lofti S. Lofts- syni, Hermanni Stefánssyni og Gesti Guðnasyni og munu þeir, ásamt fleirum, kynna spánýja plötu sem heitir Áður óútgefið efni. Hermann segir blaðamanni frá því að hann hafi smátt og smátt gengið í 5tu herdeildina, byrjað á því að sækja tónleika þeirra stíft og einhverju sinni hafi hann svo leikið með sveitinni á banjó og fyrr en varði var hann orðinn með- limur. „Ég spila ýmist á banjó eða trommur,“ segir Hermann. „Tón- listin okkar er hrátt þjóðlagapönk og -rokk. En ástæðan fyrir því að ég gekk til liðs við þá félaga á sín- um tíma er sú að þarna sá ég sveit sem mér fannst ólík öllu öðru sem ég hafði heyrt. Það var eins og hljómsveitin kæmi frá annarri plánetu.“ Hermann segist vera alhliða fikt- ari í hljóðfæraleik. „Það er t.d. mjög skemmtilegt að spila á trommur. Þá þarf maður ekki að fara í líkamsrækt.“ Hermann segir að nýja platan sé órafmagnaðri en sú fyrri og var hún tekin upp í Veðurstofunni und- ir styrkri stjórn Boga Reynissonar. 5ta herdeildin hefur verið að kynna plötuna í þessari viku og verða formlegir útgáfutónleikar í kvöld á Grand Rokk. Hermann seg- ir að næst á dagskrá sé svo að taka upp nýja plötu enda mýgrútur af efni til. Sérstakir gestir Herdeildarinnar í kvöld verða Þórdís Claessen og Sonja Lind Eyglóardóttir. Um upp- hitun sjá Heiða og Heiðingjarnir og Jón Hallur Stefánsson. Aðgangs- eyrir er enginn. 5ta herdeildin kynnir nýja plötu á Grand Rokk Morgunblaðið/Kristinn Hér má sjá ¾ 5tu herdeildarinnar. F.v.: Hermann Stefánsson, Loftur S. Loftsson og Gísli „gímaldin“ Magnússon. Á myndina vantar Gest Guðnason. „Mýgrútur af efni“ Fyrsta atriði tónleikanna í kvöld hefst stundvíslega klukkan 21. 5taherdeildin.hlunkur.com STÓRSVEIT Mikes Pattons, Fan- tômas, mun hita upp fyrir Korn á síð- ari tónleikum sveitarinnar sem fram fara 31. maí, daginn eftir þá fyrri. Hér er á ferðinni sannkölluð of- ursveit en leiðtoginn, Mike Patton, gerði garðinn frægan með Faith No More á tíunda áratugnum. Þegar sú sveit lagði upp laupana hóf Patton að sinna hinum ýmsu hugðarefnum og var Fantômas hið fyrsta. Hann stofnaði t.a.m. Ipecac-útgáfuna sem gaf út fyrstu plötuna með sveitinni árið 1999. Meðfram Fantômas hefur hann svo starfað með Mr. Bungle, Tomahawk og gefið út sólóefni á merki Johns Zorns, þess mikla til- raunameistara. Með honum í Fant- ômas eru þeir Trevor Dunn, bassa- leikari Mr. Bungle, Dave Lombardo, fyrrverandi trymbill Slayer (var á Show No Mercy til og með Seasons in the Abyss) og síðan Buzz Osbo- urne, leiðtogi Melvins, hvorki meira né minna. Fantômas hafa lagt fyrir sig ævintýralega tilraunatónlist og er ekkert heilagt. Plata númer tvö, The Director’s Cut, innihélt t.d. út- úrsnúninga úr kvikmyndatónlist og í janúar kom svo út þriðja platan, Del- ìrium Cordìa, og var mikið búið að bíða eftir þeirri plötu. Hér er á ferðinni eitt 74 mínútna verk, myrkt mjög, þar sem komið er við í létthlustunartónlist, þunga- rokki, tæknói og heimstónlist. Þeir sem heyrt hafa eiga ekki til orð yfir snilldinni og nú eiga Íslendingar kost á að sjá hana og heyra í maí komandi. Fantômas spila á seinni Korn-tónleikunum Stjörnum prýtt hliðarverkefni Fantômas: Patton, Buzz, Dunn, Lombardo. Aukatónleikarnir verða 31. maí í Laugardalshöll. Forsala miða er í gegnum siminn.is en almenn miðasala hefst í verslunum Skíf- unnar í Kringlunni og Smáralind- inni sunnudaginn 4. apríl kl. 21. arnart@mbl.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6.10, 8 og 10.10. Ísl texti. Rafmagnaður erótískur tryllir frá framleiðendum „The Fugitive“ og „Seven“ f r r tís r tryllir fr fr l i „ itiv “ „ v “ AKUREYRI Sýnd kl. 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Frá framleiðendum Fast and theFurious og XXX KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. FRUMSÝNING FRUMSÝNINGFRUMSÝNING Kötturinn með hattinn Ekki eiga við hattinn hans. Ekki eiga við hattinn hans. Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Byggð á hinni sígildu bók sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Hinn frábæri Mike Myers (Austin Powersmyndirnar) fer á kostum í myndinni. Kötturinn með hattinn Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Byggð á hinni sígildu bók sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. Hinn frábæri Mike Myers (Austin Powersmyndirnar) fer á kostum í myndinni. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sprenghlægileg gamanmynd þar sem Ben Stiller og Owen Wilson fara á kostum sem súperlöggur á disco-tímabilinu! Gamanmynd eins og þær gerast bestar !Diane Keaton tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Ísl texti. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Ísl texti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.