Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 88

Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Kringlukast laugardag og sunnudag Nýtt kortatímabil LÖGREGLAN í Reykjavík hefur haft til rannsóknar mál tveggja manna sem grunaðir eru um kyn- ferðislega misnotkun á börnum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu starfaði annar mannanna sem lögreglumaður á landsbyggðinni en er einnig menntaður guðfræðingur og hefur starfað sem prestur í af- leysingum. Biskupsstofa sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem það er harm- að að þetta mál hafi komið upp. Tek- ið er fram að maðurinn gegni ekki stöðu sem þjónandi prestur í dag. Í yfirlýsingunni segir Biskups- stofa að hún muni fylgjast náið með framvindu málsins. Þjóðkirkjan hafi að undanförnu eflt fræðslu til starfs- fólks síns um meðferð kynferðisaf- brota. Meðal annars hafi það verið liður í leiðtogafræðslu á námskeið- um þessa vetrar. Þá sé starfandi hjá kirkjunni fagráð um meðferð kyn- ferðisafbrota. Angi af öðru máli Samkvæmt upplýsingum lögreglu er þetta angi annars máls af svip- uðum toga sem upp kom nýlega um misnotkun karlmanns á fertugsaldri gegn börnum. Var ákæra gefin út á hendur þeim manni í janúar sl. vegna kynferðisbrots gegn sex drengjum og vörslu barnakláms. Í byrjun febrúar var sami maður handtekinn aftur og þá fyrir að reyna að koma sér í samband við unglinga á Netinu. Lögreglan gat ekki staðfest það sem kom fram í fréttum Sjónvarps í gærkvöldi að guðfræðingurinn hafi játað þrjú tilvik og sagt upp störfum sínum sem lögreglumaður. Hins vegar gat lögreglan staðfest að hús- leit hafi farið fram hjá lögreglu- manninum og tölvubúnaður hald- lagður vegna gruns um að spjallrásir á Netinu hafi verið not- aðar til að komast í kynni við börn og unglinga. Meint kynferðisafbrot prests til rannsóknar Biskupsstofa harmar málið í yfirlýsingu í gærkvöldi HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir það ljóst að á und- anförnum mánuðum hafi glæpa- hringir reynt að nota Ísland sem flutningsland fyrir mansal og ým- islegt bendi til að slík starfsemi geti náð fótfestu hér á landi. Þetta kom fram í erindi Hall- dórs sem hann flutti í gær á ráð- stefnu utanríkisráðuneytisins um alþjóðlega baráttu gegn mansali. „Við verðum því sífellt að halda vöku okkar og vera á varðbergi gagnvart þessum vágesti,“ sagði Halldór og taldi að virk löggæsla og aukin vitund almennings um þessa glæpastarfsemi væri mikil- væg. Utanríkisráðherra vitnaði í tölur Sameinuðu þjóðanna um að allt að fjórar milljónir einstaklinga sættu mansali í heiminum árlega og hagnaðurinn næmi allt að sjö millj- örðum dollara. Í máli Eyjólfs Kristjánssonar, lögfræðings hjá Sýslumannsemb- ættinu á Keflavíkurflugvelli, á ráð- stefnunni kom fram að þrjú man- salsmál hefðu komið upp hér á landi á síðasta ári og árið þar áð- ur. Þetta sýndi að Ísland væri orðið hluti af „þessum ískalda veruleika“ en í þessum málum áttu glæpa- maður og fórnarlömb leið um Ís- land á leiðinni til „fyrirheitna landsins“. Aldrei hefði verið ákært á grundvelli ákvæða um mansal í íslenskum hegningarlögum. Í einu tilvikanna stóð Kínverji fyrir mansali, Dennis Yee að nafni, kallaður „lögfræðingurinn“. Hann var ákærður fyrir brot á útlendingalögum og fékk sex mán- aða dóm. Er hann var handtekinn hér á landi hafði hann árið þar á undan ferðast heimsálfa á milli til fjölda landa. Aðspurður hvort upp hefði kom- ið grunur um mansal eingöngu til Íslands sagði Eyjólfur að í fjölda tilvika hefðu landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli snúið við stúlk- um sem hefðu verið komnar hing- að til að dansa á strippstöðum. Mansal gæti náð fótfestu hér  Glæpastarfsemi/12 6 '( 78 6 "9    : ;<  5 *  " 5 =   >     ?       @   A0      -.8/00/ /1./001 RJÓÐUR í Kópavogi, heimili fyrir langveik börn, verður í dag afhent Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Velferðarsjóður barna á Íslandi leggur til stofnkostnað en heilbrigð- isráðuneytið mun standa straum af rekstri. Að sögn Ingibjargar Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Velferðarsjóðs barna, hafa um 50 börn hér á landi þörf fyrir þá þjónustu sem veitt verður í Rjóðri. Kári Stefánsson, stjórnarmaður sjóðsins og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að miðað við stærð heimilisins og fjölda barna sem þurfa þjónustuna ætti hvert þeirra að geta dvalið í Rjóðri í 2–3 mánuði á ári. Íslensk erfðagreining lagði fram stofnframlag sjóðsins, 150 þúsund hluti í deCODE Genetics að verð- mæti um 500 milljónir króna. Að sögn Ingibjargar er framlagið hið stærsta sem íslenskt fyrirtæki hefur lagt til velferðarþjónustu hérlendis. Heimili fyrir langveik börn afhent Morgunblaðið/Sverrir Guðrún Ragnars hjúkrunardeildarstjóri, Pétur Lúðvígsson læknir og Ingibjörg Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna, tóku til hendinni í Rjóðri í gær þegar undirbúningur vígslunnar í dag var í fullum gangi.  Bætt úr brýnni þörf/35 VERIÐ er að rannsaka grun um stórfelld fjársvik hjá Landsbankan- um í Keflavík. Grunurinn beinist að því að starfsmaður bankans hafi tek- ið í sínar hendur nokkrar milljónir króna. Ársæll Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri lögfræði- og útlána- sviðs Landsbankans, segir að málið hafi komið upp í vikunni við eftirlit innri endurskoðunar bankans. Verið sé að fara yfir málið og kanna um- fang þess. Hann segist ekki geta gef- ið upplýsingar um hve háar upphæð- ir sé um að tefla í þessu máli. Það kunni að vera eðlilega skýringar á sumum þáttum málsins sem séu til skoðunar og eins sé ekki búið að fara yfir allar færslur sem þurfi að rann- saka. Hann segir að viðkomandi starfsmaður sé ekki lengur við störf hjá bankanum. Landsbankinn var ekki búinn að kæra málið til lögreglu í gær, en Ár- sæll segist eiga von á að það verði gert fljótlega. Landsbankinn í Keflavík Grunur um stór- felld fjársvik ÓLAFUR Ólafsson, stjórnarformað- ur SÍF, segir að stjórn SÍF telji mik- ilvægt að SÍF og SH standi saman um að tryggja samkeppnisstöðu sína á erlendri grund og að sölustarf á ís- lenskum sjávarafurðum verði sem mest á forræði Íslendinga. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður stjórnar SH, segist ósköp lítið hafa um þessi orð Ólafs að segja. „Stjórn SH hefur ekkert sam- þykkt um hugsanlega sameiningu eða samvinnu við SÍF. Sé tekið dæmi um hugsanlega samvinnu í Banda- ríkjunum er það aðeins einn kostur af fjölmörgum í stöðunni.“ Ólafur reifaði þessar hugmyndir á aðalfundi SÍF í gær og sagði þá með- al annars: „SÍF hefur ekki aðhyllst fullkomlega skoðanir annarra um heildarsameiningu félaganna en við bentum hins vegar á það þegar í september að mikil sóknarfæri fæl- ust í sameiningu á sviði fullvinnslu. Við teljum það geta orkað tvímælis að sameina sölukerfin hér á Íslandi sem og þær skrifstofur sem nær ein- göngu versla með íslenskan fisk. Það er hætta á því að við það finnist ís- lensku framleiðendunum valkostum þeirra hafa fækkað um of og sam- keppni ekki nægjanlega virk.“ SÍF vill eiga sam- starf við SH en ekki sameinast  Kaup/13 RÚMLEGA tvítugur karlmað- ur slasaðist alvarlega þegar hann missti stjórn á bifhjóli með þeim afleiðingum að hann keyrði á gám og hentist síðan utan í gáminn. Hjólið lenti ofan á manninum. Maðurinn mun ekki hafa verið með hjálm. Slysið átti sér stað á Sauðár- króki um klukkan hálffimm í gærdag. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar og það- an með sjúkraflugi til Reykja- víkur. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi hlaut mað- urinn alvarlega höfuðáverka. Alvarlegt slys á Sauð- árkróki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.