Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Kringlukast laugardag og sunnudag Nýtt kortatímabil LÖGREGLAN í Reykjavík hefur haft til rannsóknar mál tveggja manna sem grunaðir eru um kyn- ferðislega misnotkun á börnum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu starfaði annar mannanna sem lögreglumaður á landsbyggðinni en er einnig menntaður guðfræðingur og hefur starfað sem prestur í af- leysingum. Biskupsstofa sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem það er harm- að að þetta mál hafi komið upp. Tek- ið er fram að maðurinn gegni ekki stöðu sem þjónandi prestur í dag. Í yfirlýsingunni segir Biskups- stofa að hún muni fylgjast náið með framvindu málsins. Þjóðkirkjan hafi að undanförnu eflt fræðslu til starfs- fólks síns um meðferð kynferðisaf- brota. Meðal annars hafi það verið liður í leiðtogafræðslu á námskeið- um þessa vetrar. Þá sé starfandi hjá kirkjunni fagráð um meðferð kyn- ferðisafbrota. Angi af öðru máli Samkvæmt upplýsingum lögreglu er þetta angi annars máls af svip- uðum toga sem upp kom nýlega um misnotkun karlmanns á fertugsaldri gegn börnum. Var ákæra gefin út á hendur þeim manni í janúar sl. vegna kynferðisbrots gegn sex drengjum og vörslu barnakláms. Í byrjun febrúar var sami maður handtekinn aftur og þá fyrir að reyna að koma sér í samband við unglinga á Netinu. Lögreglan gat ekki staðfest það sem kom fram í fréttum Sjónvarps í gærkvöldi að guðfræðingurinn hafi játað þrjú tilvik og sagt upp störfum sínum sem lögreglumaður. Hins vegar gat lögreglan staðfest að hús- leit hafi farið fram hjá lögreglu- manninum og tölvubúnaður hald- lagður vegna gruns um að spjallrásir á Netinu hafi verið not- aðar til að komast í kynni við börn og unglinga. Meint kynferðisafbrot prests til rannsóknar Biskupsstofa harmar málið í yfirlýsingu í gærkvöldi HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir það ljóst að á und- anförnum mánuðum hafi glæpa- hringir reynt að nota Ísland sem flutningsland fyrir mansal og ým- islegt bendi til að slík starfsemi geti náð fótfestu hér á landi. Þetta kom fram í erindi Hall- dórs sem hann flutti í gær á ráð- stefnu utanríkisráðuneytisins um alþjóðlega baráttu gegn mansali. „Við verðum því sífellt að halda vöku okkar og vera á varðbergi gagnvart þessum vágesti,“ sagði Halldór og taldi að virk löggæsla og aukin vitund almennings um þessa glæpastarfsemi væri mikil- væg. Utanríkisráðherra vitnaði í tölur Sameinuðu þjóðanna um að allt að fjórar milljónir einstaklinga sættu mansali í heiminum árlega og hagnaðurinn næmi allt að sjö millj- örðum dollara. Í máli Eyjólfs Kristjánssonar, lögfræðings hjá Sýslumannsemb- ættinu á Keflavíkurflugvelli, á ráð- stefnunni kom fram að þrjú man- salsmál hefðu komið upp hér á landi á síðasta ári og árið þar áð- ur. Þetta sýndi að Ísland væri orðið hluti af „þessum ískalda veruleika“ en í þessum málum áttu glæpa- maður og fórnarlömb leið um Ís- land á leiðinni til „fyrirheitna landsins“. Aldrei hefði verið ákært á grundvelli ákvæða um mansal í íslenskum hegningarlögum. Í einu tilvikanna stóð Kínverji fyrir mansali, Dennis Yee að nafni, kallaður „lögfræðingurinn“. Hann var ákærður fyrir brot á útlendingalögum og fékk sex mán- aða dóm. Er hann var handtekinn hér á landi hafði hann árið þar á undan ferðast heimsálfa á milli til fjölda landa. Aðspurður hvort upp hefði kom- ið grunur um mansal eingöngu til Íslands sagði Eyjólfur að í fjölda tilvika hefðu landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli snúið við stúlk- um sem hefðu verið komnar hing- að til að dansa á strippstöðum. Mansal gæti náð fótfestu hér  Glæpastarfsemi/12 6 '( 78 6 "9    : ;<  5 *  " 5 =   >     ?       @   A0      -.8/00/ /1./001 RJÓÐUR í Kópavogi, heimili fyrir langveik börn, verður í dag afhent Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Velferðarsjóður barna á Íslandi leggur til stofnkostnað en heilbrigð- isráðuneytið mun standa straum af rekstri. Að sögn Ingibjargar Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Velferðarsjóðs barna, hafa um 50 börn hér á landi þörf fyrir þá þjónustu sem veitt verður í Rjóðri. Kári Stefánsson, stjórnarmaður sjóðsins og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að miðað við stærð heimilisins og fjölda barna sem þurfa þjónustuna ætti hvert þeirra að geta dvalið í Rjóðri í 2–3 mánuði á ári. Íslensk erfðagreining lagði fram stofnframlag sjóðsins, 150 þúsund hluti í deCODE Genetics að verð- mæti um 500 milljónir króna. Að sögn Ingibjargar er framlagið hið stærsta sem íslenskt fyrirtæki hefur lagt til velferðarþjónustu hérlendis. Heimili fyrir langveik börn afhent Morgunblaðið/Sverrir Guðrún Ragnars hjúkrunardeildarstjóri, Pétur Lúðvígsson læknir og Ingibjörg Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna, tóku til hendinni í Rjóðri í gær þegar undirbúningur vígslunnar í dag var í fullum gangi.  Bætt úr brýnni þörf/35 VERIÐ er að rannsaka grun um stórfelld fjársvik hjá Landsbankan- um í Keflavík. Grunurinn beinist að því að starfsmaður bankans hafi tek- ið í sínar hendur nokkrar milljónir króna. Ársæll Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri lögfræði- og útlána- sviðs Landsbankans, segir að málið hafi komið upp í vikunni við eftirlit innri endurskoðunar bankans. Verið sé að fara yfir málið og kanna um- fang þess. Hann segist ekki geta gef- ið upplýsingar um hve háar upphæð- ir sé um að tefla í þessu máli. Það kunni að vera eðlilega skýringar á sumum þáttum málsins sem séu til skoðunar og eins sé ekki búið að fara yfir allar færslur sem þurfi að rann- saka. Hann segir að viðkomandi starfsmaður sé ekki lengur við störf hjá bankanum. Landsbankinn var ekki búinn að kæra málið til lögreglu í gær, en Ár- sæll segist eiga von á að það verði gert fljótlega. Landsbankinn í Keflavík Grunur um stór- felld fjársvik ÓLAFUR Ólafsson, stjórnarformað- ur SÍF, segir að stjórn SÍF telji mik- ilvægt að SÍF og SH standi saman um að tryggja samkeppnisstöðu sína á erlendri grund og að sölustarf á ís- lenskum sjávarafurðum verði sem mest á forræði Íslendinga. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður stjórnar SH, segist ósköp lítið hafa um þessi orð Ólafs að segja. „Stjórn SH hefur ekkert sam- þykkt um hugsanlega sameiningu eða samvinnu við SÍF. Sé tekið dæmi um hugsanlega samvinnu í Banda- ríkjunum er það aðeins einn kostur af fjölmörgum í stöðunni.“ Ólafur reifaði þessar hugmyndir á aðalfundi SÍF í gær og sagði þá með- al annars: „SÍF hefur ekki aðhyllst fullkomlega skoðanir annarra um heildarsameiningu félaganna en við bentum hins vegar á það þegar í september að mikil sóknarfæri fæl- ust í sameiningu á sviði fullvinnslu. Við teljum það geta orkað tvímælis að sameina sölukerfin hér á Íslandi sem og þær skrifstofur sem nær ein- göngu versla með íslenskan fisk. Það er hætta á því að við það finnist ís- lensku framleiðendunum valkostum þeirra hafa fækkað um of og sam- keppni ekki nægjanlega virk.“ SÍF vill eiga sam- starf við SH en ekki sameinast  Kaup/13 RÚMLEGA tvítugur karlmað- ur slasaðist alvarlega þegar hann missti stjórn á bifhjóli með þeim afleiðingum að hann keyrði á gám og hentist síðan utan í gáminn. Hjólið lenti ofan á manninum. Maðurinn mun ekki hafa verið með hjálm. Slysið átti sér stað á Sauðár- króki um klukkan hálffimm í gærdag. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar og það- an með sjúkraflugi til Reykja- víkur. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi hlaut mað- urinn alvarlega höfuðáverka. Alvarlegt slys á Sauð- árkróki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.