Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 18

Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ RICHARD Butler, fyrrverandi yf- irmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna í Írak, greindi í gær frá því að leyniþjón- ustur a.m.k. fjögurra landa hefðu hlerað símtöl sem hann átti við íraska embættismenn á sínum tíma. Butler var spurður um þær staðhæfingar Clare Short, fyrrverandi ráðherra þróunarmála í bresku stjórninni, að breska leyniþjónustan hefði hlerað samtöl Kofis Annans, fram- kvæmdastjóra SÞ, í aðdraganda Íraksstríðsins í fyrra. Sagðist But- ler þá sannfærður um að hann hefði sætt hlerunum þegar hann vann hjá SÞ. „Auðvitað voru samtöl mín hler- uð, ég vissi vel af því,“ sagði hann í samtali við ABC-útvarpsstöðina áströlsku. „Hvernig vissi ég þetta? Vegna þess að þeir sem stóðu að hlerununum komu til mín og sýndu mér útprent af ummælum sem viðmælendur mínir höfðu látið falla […].“ Sagði Butler að við- komandi aðilar hefðu fullvissað hann um að markmið þeirra væri aðeins að veita honum aðstoð við það verkefni að afvopna Írak. Þeir hefðu hins vegar aldrei sýnt hon- um útprent af ummælum sem hann sjálfur lét falla. Frakkar, Bandaríkjamenn, Rússar og Bretar hleruðu Butler var yfirmaður vopnaeft- irlitsnefndarinnar frá 1997–1999. Í viðtalinu við ABC lýsti hann því hvaða brögðum diplómatar hjá SÞ myndu beita til að komast hjá hlerunum; en flestir töldu þeir fullvíst að fjöldi njósnara væri í höfuðstöðvum SÞ í New York. „Ef mig virkilega langaði til að ræða við einhvern á einlægum nótum […] varð ég að fara annaðhvort á hávaðasama kaffiteríu í kjallara höfuðstöðvanna og síðan hvísla til viðkomandi, eða þá beinlínis að fara í göngutúr um Miðgarð [Cent- ral Park],“ sagði Butler. Butler greindi ennfremur frá því að það hefðu verið Bandaríkja- menn, Bretar, Frakkar og Rússar sem hleruðu símtöl hans. „Ég hafði fullvissu fyrir því að ég sætti hlerunum af a.m.k. fjórum fasta- fulltrúum í öryggisráðinu.“ Fulltrúar SÞ hafa sagt að hafi skrifstofa Annans verið hleruð hafi verið um ólöglegt athæfi að ræða. Binda beri enda á hleranirnar þeg- ar í stað. Kemur ekki á óvart Fyrrverandi sendiherra Bret- lands hjá SÞ, Sir Crispin Tickell, lét hafa eftir sér í gær að honum kæmi ekkert á óvart þó að aðild- arríki SÞ stunduðu njósnir í höf- uðstöðvum samtakanna. „En ég veit ekki hvort það skiptir svo miklu máli,“ sagði Tickell, sem var sendiherra hjá SÞ 1987–1990. Boutros Boutros-Ghali, forveri Annans í embætti, lét hafa eftir sér í gær að hann hefði alltaf gert ráð fyrir því að njósnað væri um hann. „Það sem þarf að gera er að nota nýjustu tækni til að verja framkvæmdastjórann, til að verja diplómata gegn hugsanlegri hler- un,“ sagði Boutros-Ghali í samtali við BBC. Butler segist einnig hafa sætt hlerunum Boutros-Ghali segist alltaf hafa gert ráð fyrir því að reynt væri að hlera samtöl hans Sydney, London. AFP, AP. Richard Butler ÚTFÖR ísraelska hermannsins Am- irs Tzimermans fór fram í gær en hann féll í átökum við Palest- ínumenn í fyrradag. Í Mið- Austurlöndum, jafnt meðal gyðinga sem múslíma, er það venja að bera menn til grafar á öðrum degi eftir andlátið ef það er unnt. Faðir Am- irs, móðir og systir gráta hér son sinn og bróður. Reuters Sonurinn syrgður YFIR hundrað manns var saknað í gær og að minnsta kosti einn fannst látinn eftir að öflug sprenging varð í ferju við mynni Manila-flóa á Filipps- eyjum. Mikill eldur kviknaði eftir sprenginguna og hundruðum manna, sem stukku í sjóinn, var bjargað um borð í varðskip og fiskibáta. Embættismenn sögðu að ekki væri vitað um afdrif 112 manna. Þeir kynnu að hafa komist í báta eða drukknað og einnig væri hugsanlegt að einhverjir hefðu ekki komist út úr ferjunni. Tólf fengu alvarleg brunasár og sumir þeirra brunnu svo illa að and- litin voru óþekkjanleg. Fólkið var flutt í höfuðstöðvar strandgæslunnar í höfn Manila þar sem sjúkrabílar biðu í langri röð og fluttu fólkið á sjúkrahús. Kona sem bjargað var úr ferjunni, Christie Cayetona, sagðist hafa vaknað við mikla sprengingu og farið strax í björgunarvesti. „Við flýttum okkur upp á aðalþilfarið,“ sagði hún. „Það var reykur út um allt.“ Reyk lagði enn frá skipinu við sól- arlag í gær og björgunarmenn kom- ust ekki inn í skipið vegna eiturgass. Talsmaður strandgæslunnar sagði að fólkið sem ekki hafði fundist kynni að vera á lífi þar sem skipstjóri ferj- unnar segði að allir hefðu farið frá borði og í bátana sem komu til hjálp- ar. Alls hefðu 879 manns verið í ferj- unni þegar sprengingin varð. Hún gat tekið allt að 1.672. Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, fyrirskipaði ýtarlega rannsókn á or- sök sprengingarinnar. Talsmaður strandgæslunnar sagði að fyrstu fregnir hermdu að sprengingin hefði orðið í vélarrúminu en einn farþeg- anna sagði að loftræstitæki hefði sprungið. Ferjuslys eru algeng á Filippseyj- um og mörg þeirra hafa verið rakin til þess að skipin hafi verið of lítil, hættuleg vegna slæms viðhalds eða með of marga farþega. Öflug sprenging og eldur í ferju nálægt Manila á Filippseyjum Reuters Reynt að slökkva eld í filippseyskri ferju eftir öfluga sprengingu sem varð í skipinu við mynni Manila-flóa. Meira en 100 manna saknað Nærstödd skip björguðu hundr- uðum úr sjónum Manila. AFP, AP. -#%%* .%% % # . ! .%#%#.* ) !!./ . 0 . / %1))                                                23456756$849: SÆNSKA Alþýðusambandið, LO, vill nú að tekið verði mið af lögum um fæðingarorlof á Íslandi og feður geti nýtt sér þriðjunginn af orlofinu. að sögn Folkbladet. Ákvað stjórn LO á mánudag að styðja á komandi sum- arþingi sambandsins tillögu um fleiri mánuði fyrir feðurna. „Barnið þarf ekki síður á föðurnum að halda en móðurinni,“ segir Lena Israelsson, talsmaður sambandsins í héraðinu Norrbotten. Hugmyndin er að móðirin fái þriðjunginn af alls 13 mánaða orlofi foreldranna í Svíþjóð, faðirinn annan þriðjung en síðan komi foreldrarnir sér saman um skipt- inguna á því sem eftir er. Israelsson, sem tekur fram að hún tali ekki í nafni LO um þessi mál, seg- ist halda að mestur vandinn sé að leysa fjárhagslega erfiðleika sem lengra orlof fyrir föðurinn geti valdið. Laun sænskra kvenna eru að jafnaði lægri en hjá körlum. Wanja Lundby- Wedin, forseti LO, segir því brýnt að afnema þakið sem sett var á greiðsl- urnar til foreldra þannig að fjárhag- urinn verði ekki áfram rök fyrir því að konan sé fremur heima með barninu en faðirinn. Folkbladet bendir á að á Íslandi fái allir foreldrar 80% af laun- um sínum í fæðingarorlofi og ekkert þak sé þar á greiðslunum. Feðraorlof í Svíþjóð Vilja fara íslensku leiðina FYLGI við fríverslun fer minnkandi í Bandaríkjunum, einkum meðal há- launafólks, en sífellt fleiri sérmennt- aðir starfsmenn óttast að missa störf sín vegna aðkeyptrar vinnu frá lág- launalöndum. Nýleg könnun rannsóknarstofn- unar við Háskólann í Maryland leiddi í ljós, að hugmyndin um frí- verslun nýtur dvínandi fylgis, en þessi breyting var sérstaklega áber- andi meðal þeirra sem hafa yfir 100 þúsund dollara í árstekjur, eða sjö milljónir króna. Fimmtíu og sjö af hundraði fólks í þessum launaflokki var hlynnt frí- verslun 1999 en aðeins 28% nú. Komu þessar niðurstöður jafnvel rannsakendunum sjálfum á óvart. „Það er sjaldgæft að afstaða ein- hvers þjóðfélagshóps breytist um 20–30% í einhverju efni,“ sagði Clay Ramsay, sem stýrði könnuninni. „Í það minnsta bendir þetta til þess að minnkandi starfsöryggis gæti núorð- ið í sífellt hærri tekjuflokkum.“ Bandaríkin Fylgi við fríverslun dvínar Washington. AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.