Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 21

Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 21 VÍSINDAMENN segjast hafa fundið bein tveggja nýrra risaeðlutegunda á Suð- urskautslandinu. Önnur þeirra var frum- stæð kjötæta sem talin er hafa dáið út miklu seinna en risaeðlurnar sem voru skyldastar henni. Hin var risastór grasbítur og fannst á fjalli um 640 km frá Suð- urpólnum. Talið er að þegar þessar risaeðlur voru uppi hafi loftslagið á Suðurskautslandinu verið miklu mildara en nú og landið hafi þá verið hluti af risastóru meginlandi sem menn hugsa sér að hafi verið á suðurhveli jarðar, kallað Gondwana, og síðar liðast í sundur í smærri meginlönd vegna landreks. Talið er að þetta stóra meginland hafi m.a. náð yfir Afríku, Indland, Suður-Ameríku og Ástralíu. Áætlað er að kjötætan hafi verið um 1,8 til 2,4 metra há og 150 kg á þyngd. Líklegt er að hún hafi dáið út fyrir um það bil 70 milljónum ára. Vísindamenn fundu beinin á James Ross-eyju, nálægt norðvesturskaga Suðurskautslandsins. Ein af elstu graseðlunum Á nánast sama tíma fann annar hópur vísindamanna bein graseðlu nálægt Kirk- patrick-fjalli á Beardmore-jökli. Talið er að hún hafi verið um það bil níu metra löng og lifað fyrir um 190 milljónum ára. Bandaríski steingervingafræðingurinn James Martin, einn vísindamannanna sem fundu kjötætuna, sagði að þeir hefðu ekki verið að leita að risaeðlubeinum, heldur vís- bendingum sem gætu rennt stoðum undir þá kenningu að pokadýrin í Ástralíu væru komin af dýrum sem hefðu flutt sig frá Norður-Ameríku til Suður-Ameríku, Suð- urskautslandsins og að lokum til Ástralíu fyrir 65 milljónum ára. „Þess í stað fundum við risaeðlubein.“ Vísindamennirnir hafa ekki enn gefið risaeðlunum tveimur nafn. Þeir segja að kjötætan hafi verið mun frumstæðari en rá- neðlurnar sem voru uppi á sama tíma, til að mynda grameðlan (Tyrannosaurus rex). Bandaríski steingervingafræðingurinn William Hammer, einn vísindamannanna sem fundu graseðluna, sagði að hún væri að öllum líkindum stærsti grasbíturinn sem fundist hefði á Suðurskautslandinu og ein af elstu graseðlunum sem fundist hefðu í heiminum. Fundu nýjar risaeðlutegundir The Washington Post. Kjötæta og grasbítur sem lifðu á Suður- skautslandinu TV2, önnur af stöðvum danska ríkissjónvarps- ins, telur að meira en nóg framboð sé þegar af sjónvarpsefni fyrir unga og fallega fólkið og ætlar því að stofna nýja rás sem helgi sig fólki yfir fimmtugu. Rásin verður kölluð TV2 Charlie og hefur útsendingar síðar á árinu. Hægt verður að fá rásina á kapli og með stafrænum hætti. Að sögn yfirmanns TV2, Frode Munksgaard, mun nýja rásin framleiða sjálf á milli 20 og 30% af efninu sem notað verð- ur. Í Danmörku búa 5,4 milljónir manna og þar sjónvarpar ríkisútvarpið eða -sjónvarpið á fjór- um rásum. Þar fyrir utan er um að ræða eina sérstaka rás fyrir umræður á þingi, fjórar óháðar sjónvarpsstöðvar og um 20 stöðvar, sem aðeins ná til einstakra héraða eða svæða. Sjónvarp fyrir miðaldra fólk Kaupmannahöfn. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.