Morgunblaðið - 28.02.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.02.2004, Qupperneq 27
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 27 Njarðvík | Framkvæmdir við sjóvarnargarð í Njarðvíkinni ganga vel. Lokið er að mestu við að leggja 500 metra garð að norðanverðu og byrjað að byggja upp hinn hluta garðsins sem gengur út frá Seylutanga í Innri-Njarðvík en hann verður 160 metra langur. Á milli garð- anna verður 150 metra bil þannig að það mun gæta flóðs og fjöru á leirunum fyrir innan. Reykjaneshöfn stendur fyrir byggingu sjó- varnargarðsins. Tilgangur hans er að verja ströndina fyrir landbroti, ekki síst útivist- arsvæðið á Njarðvíkurfitjum og mannvirki við ströndina. Íslenskir aðalverktakar annast fram- kvæmdina. Um 60 þúsund rúmmetrar af efni fara í sjóvarnargarðinn. Það er flutt með vörubílum og prömmum úr Helguvík þar sem verið er að sprengja fyrir lóð væntanlegrar stálröraverksmiðju. Ef allt efnið væri flutt með vörubílum þyrftu þeir að fara 4.600 ferð- ir úr Helguvík. Áætlaður kostnaður er um 40 milljónir, að sögn Péturs Jóhannssonar hafn- arstjóra. Ýmsir möguleikar skapast við gerð sjó- varnargarðsins. Áformað er að byggja naust víkingaskipsins Íslendings og jafnvel byggja upp Víkingaland skammt frá Stekkjarkoti. Víkingaskipið gæti einnig verið í vari úti á Njarðvíkinni, innan við varnargarðinn. Þá gætu skapast möguleikar fyrir tómstunda- starf, til dæmis siglingaklúbb, að sögn Pét- urs. Liðlega 600 metra varnargarður við Fitjar Morgunblaðið/RAX BÆJARSTJÓRAR sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavík- ur, og í nágrenninu hafa verið að at- huga möguleika á samstarfi um stofn- un bæjarfræðaseturs. Tilgangurinn er að skapa vettvang til að vinna að rannsóknum í þágu sveitarfélaganna. Nokkrir bæjarstjórar hafa verið að kanna grundvöllinn fyrir stofnun bæj- arfræðaseturs í samvinnu við Ragnar Árnason prófessor við Háskóla Ís- lands og hafa hugmyndirnar verið kynntar óformlega í viðkomandi sveit- arfélögum. Þannig kynnti Árni Sigfús- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, frumhugmyndir á fundi bæjarráðs í vikunni. Hann segir að bæjarráðs- fulltrúar hafi lýst yfir áhuga á þeim. Tekin verður afstaða til málsins þegar formlegt erindi berst. Margt sameiginlegt Að sögn Árna eiga bæjarfélögin í ná- grenni höfuðborgarinnar, frá Árborg til Borgarbyggðar að Reykjanesi og bæj- unum í kringum höfuðborgina meðtöld- um, margt sameiginlegt. Hugmyndin sé að efna til samstarfs um rannsóknir í þeirra þágu, svo sem á félagsþjónustu, íþróttastarfi, menntun og félagsmálum. Árni vekur athygli á því að Reykja- nesbær hafi ítrekað boðið háskólanem- um verkefni sem sveitarfélagið hafi áhuga á að láta vinna í sína þágu. Það hafi gengið misjafnlega. Vonast hann til að í bæjarfræðasetri geti skapast far- vegur til að vinna að slíkum rannsókn- um. Hugmyndin er ekki að setja á fót stóra stofnun, heldur verði þar eitt stöðugildi en sveitarfélögunum boðið að taka þátt í einstökum verkefnum. Ekki er ætlunin að leita til Reykja- víkurborgar um þátttöku enda er hug- myndin um bæjarfræðasetur að hluta til sótt til Borgarfræðaseturs sem borgin stendur að ásamt Háskóla Ís- lands. Borgarfræðasetur gengst fyrir rannsóknum á sviði borgarfræða, ekki síst með samanburði við þróun í borg- arsamfélögum erlendis. Rætt um bæjarfræðasetur Reykjanesbær | Talsvert hefur verið um innbrot á Suð ur-nesjum að undanförnu. Þjófar fóru inn í þrjú íbúðarhús við Suðurvelli og Norðurgarð í Keflavík aðfaranótt miðviku- dags. Í öllum tilvikum var fólk sofandi heima. Veski með peningum og greiðslukortum var stolið úr tveimur húsanna og handtösku með veski, peningum og greiðslukorti í einu. Málið er í rannsókn. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar er ekki sjáanlegt að brotist hafi verið inn í húsin og í að minnsta kosti einu tilviki var notaður lyk- ill. Að morgni fimmtudags var tilkynnt um þjófnað í húsnæði Kaupfélags Suðurnesja við Hafnargötu í Keflavík. Hafði far- tölvu verið stolið í hjá Samkaupum um kl. 18 daginn áður. Einnig hafði verið farið inn í afgreiðslu og stolið einhverju af Happaþrennum með vinningi. Fékkst lýsing á manni sem var að þvælast þarna og starfsfólk kannaðist ekki við. Síðdegis á fimmtudag var lögreglu tilkynnt að farið hafi verið í tvo báta í Sandgerðishöfn nóttina áður og farið í lyfja- kistur þeirra.    Þjófar að nóttu sem degi Evrópuvegavinna á Castro | Hera kemur fram á Castro í Keflavík næstkomandi mánudagskvöld ásamt Adam Mast- erson frá Bretlandi og Fiamma frá Ítalíu. Tónleikarnir eru liður í svokallaðri Evrópuvegavinnu. Evrópuvegavinna er verkefni sem stuðlar að því að koma á samvinnu milli lagahöfunda og söngvara í Evrópu og kynna þá. Að loknum tónleikunum á Castro halda þau tónleika í Nýheimum á Höfn í Hornafirði á þriðjudagskvöld, á Drauga- barnum á Stokkseyri á miðvikudagskvöld og í Þjóðleik- húskjallaranum í Reykjavík á fimmtudagskvöld.    Sviptur með fíkniefni | Þegar lögreglumenn stöðvuðu bif- reið á Grindavíkurvegi í fyrrinótt kom í ljós að ökumaðurinn var ekki með ökuréttindi. Hann hafði verið sviptur öku- skírteini. Þá fundust í bifreiðinni efni sem lögreglan taldi vera fíkni- efni og tæki til fíkniefnaneyslu. Ökumaður og fjórir farþegar voru handteknir og færðir í fangaklefa vegna frekari máls- rannóknar. TÓNLISTARSKÓLARNIR á Suð- urnesjum halda sameiginlega tónleika í dag, á degi tónlistarinnar. Tónleikarnir verða í Kirkjulundi, félagsheimili Kefla- víkurkirkju, og hefjast klukkan 14. Með- al annars sameinast söngnemendur úr öllum skólunum um að flytja lög úr þekktum söngleikjum. Dagur tónlistarskólanna er orðinn ár- viss viðburður hérlendis, en tilgang- urinn er að vekja athygli á því mikla starfi sem unnið er í tónlistarskólum landsins og til að vekja athygli á gildi tónlistarmenntunar, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu. Í tilefni dagsins hafa tónlistarskólarnir á Suðurnesjum hrint af stað samstarfsverkefni, sem lýk- ur með stór-tónleikum í Kirkjulundi. Efnisskrá fyrri hluta tónleikanna sam- anstendur af tónlistaratriðum frá tón- listarskólunum. Seinni hlutinn er tileink- aður söngleikjum en þá munu söngnemendur Tónlistarskólans í Garði, Tónlistarskólans í Grindavík, Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Sandgerðis koma saman fram og flytja lög úr þekktum söngleikjum við undir- leik hljómsveitar. Meðal annars eru sungin lög úr West Side Story, My Fair Lady og Sound of Music. Flytja söngleikjalög Morgunblaðið/Billi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.