Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 29

Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 29
Ljósmynd/Sigurður Jónsson Frá stofnfundi Stróks: Tilgangur stofnunar styrktarfélagsins er að auka tengsl geðfatlaðra við samfélagið. Selfoss | Styrktarfélag klúbbsins Stróks á Suðurlandi var stofnað fimmtudaginn 19. febrúar. Tilgangur stofnunar styrktarfélags- ins er að auka tengsl geðfatlaðra við sam- félagið með því að reka klúbbinn Strók þar sem veitt er aðstoð við að útvega geðfötl- uðum húsnæði og atvinnu og stuðla þannig að því að þeir gerist virkir þátttakendur í samfélaginu. Formaður var kjörin Sigríður Jensdóttir, aðrir í stjórn eru Björn Jónsson, Björn Sig- urðsson, Sigurður Jónsson, Drífa Hjartar- dóttir, Margrét Frímannsdóttir og Þórdís Ingólfsdóttir. Klúbburinn Strókur er stofn- aður að fyrirmynd klúbbsins Geysis í Reykjavík sem er með virka starfsemi. Klúbbar sem þessir starfa samkvæmt alþjóð- legum viðmiðunarreglum klúbbhúsahreyf- ingarinnar. Grundvallarmarkmið þeirra er að vera miðpunktur að árangursríku starfi hreyfingarinnar við að hjálpa fólki sem á við geðræn veikindi að stríða til að þurfa ekki að dvelja á stofnunum á meðan það er að ná markmiðum sem varða félagslíf, fjárhag og atvinnu. Viðmiðunarreglurnar þjóna einnig hlutverki „stjórnarskrár“ félaga og sem siða- reglur starfsfólks og stjórnarmanna. Starfsemi klúbba sem þessara fer fram í húsnæði sem ætlað er klúbbnum. Styrktar- félagið ræður framkvæmdastjóra til að ann- ast daglegan rekstur og útvegar húsnæði fyrir klúbbinn. Fyrstu verkefni nýkjörinnar stjórnar eru að skipuleggja og manna starf- semi Stróks, huga að fjármögnun klúbbsins og leita að húsnæði á Selfossi fyrir starfsem- ina. Allar góðar ábendingar eru vel þegnar. Styrktarfélag fyrir Strók Hveragerði | Elstu nemendur grunnskól- ans í Hveragerði héldu upp á sprengidag með árlegri árshátíð sinni. Líkt og annars staðar halda nemendur árshátíðir og er þá vandað til allra hluta. Árshátíðin hófst með borðhaldi, þar sem boðið var upp á ýmislegt góðgæti m.a. kjúklingarétt, skinku, svínahamborgarhrygg og svína- hnakka. Með þessu var svo borið fram alls kyns meðlæti. Í eftirrétt var borinn fram ís. Starfsfólk skólans, ásamt nemendum og foreldrum í elsta árgangi skólans, sér um eldamennsku og framreiðslu á hátíð- arkvöldverðinum. Að loknu borðhaldi var komið að skemmtiatriðum á sviðinu. Hefð er fyrir því að nemendur í níunda bekk sjái um kennaragrín og var greini- legt að nemendur höfðu fylgst vel með kennurum sínum síðustu vikurnar, því sumir náðu að líkja frábærlega eftir sínum fyrirmyndum. Kennaragrínið í ár var sprenghlægilegt og vel heppnað. Næsta atriði á sviði var söngur Guðrúnar Helgu Sigurðardóttur og Helga Guðnasonar, sem bæði eru nemendur í tíunda bekk. Söng- urinn tókst með miklum ágætum, síðar voru þau kosin herra og ungfrú gaggó, við mikinn fögnuð. Tvö síðustu atriðin voru í umsjón átt- undu bekkinga. Það var annars vegar vel heppnuð tískusýning og hins vegar mjög flott dansatriði. Nemendur, starfsfólk og foreldrar skemmtu sér konunglega saman og einnig nemendur úr sjöunda bekk sem eru sérstaklega boðnir á árshátíðina. Eftir að skemmtiatriðum lauk var dansað fram á nótt. Vel heppnað kvöld og krökkunum til sóma. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Í gaggó: Guðrún og Helgi sungu saman fallegt Bonny Tyler-lag. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Blómarósir: Stelpurnar úr 7. bekk skemmtu sér vel á árshátíðinni. Árshátíð á sprengidag 477 þráðlausir | Á fundi starfshóps um upplýs- ingatækni í Fjölbrautaskóla Suðurlands kom ný- lega fram að nú eru 333 nemendakort á neti skól- ans. Starfsmannaskráningar eru 134. Samtals eru því á skrá í skólanum 477 þráðlaus tæki.    Kátir dagar | Nýlega fóru fram Kátir dagar í Fjöl- brautaskóla Suðurlands en þá er brugðið út af hefð- bundnu skólastarfi. Dagskrá Kátra daga þótti tak- ast vel en hún hófst með því að formaður Kátu daga-nefndar, Vignir Egill Vigfússon, ávarpaði nemendur og Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunn- lenska fréttablaðsins, setti síðan dagana. Bjarni fjallaði um þema Kátra daga sem voru draugar af ýmsum gerðum. Dagskráin var hin fjölbreytileg- asta m.a. má nefna ýmis námskeið og íþróttamót og fyrirlestra af ýmsu tagi, franskt kaffihús, flóamark- að og útvarpið Þrymi. Þeir Magnús Skarphéðinsson og Gunnar í Krossinum mættu eins og þeir hafa gert eins lengi og elstu menn muna. Spákona hafði nóg að gera og varð hún að láta færa sér kaffi því ekki komst hún frá eitt andartak. Forvarnarteymi skólans stóð fyrir því að Egó-hópurinn flutti fyr- irlestur um sjálfsstyrkingu og sjálfsstýringu, Regn- bogabörn um einelti, fulltrúar frá Kvennaathvarfi um ofbeldi í samböndum og Spegillinn fyrirlestur um átröskun. Á miðvikudagskvöldið var þorrablót í skólanum og kvöldið endaði á því að Valgeir Guð- jónsson söng eigin lög við góðar undirtektir yngri sem eldri.    Framkvæmdir við Sniðræsi | Framkvæmdir við sniðræsi með bökkum Ölfusár neðan byggðarinnar á Selfossi hafa legið niðri vegna hárrar vatnsstöðu Ölfusár sem skilar vatni í skurðinn. Framkvæmdir ganga skv. áætlun og er gert ráð fyrir að hægt verði að taka ræsið í notkun í byrjun maí. Ræsið liggur með bakka árinnar framhjá norður-suður flug- brautinni í átt að svonefndu Geitanesi. Hið nýja ræsi safnar öllu frárennsli sem fór í Ölfusá á Sel- fossi og eru bakkar árinnar nú orðnir hreinir. Ræsið mun flytja allt skolp frá byggðinni og getur í fram- tíðinni tekið við frárennsli frá stóru svæði suður af ræsinu og öðru stóru ræsi sem liggja á sunnar nú- verandi byggðar. Skolpinu verður veitt út í sterkan straum Ölfusár á móts við Geitanes. Gera má ráð fyrir að fjárfesting sveitarfélagsins í þessum miklu holræsaframkvæmdum muni ráða þróun byggðar á Selfossi og næstu nýju íbúðarsvæði verði sunnan þessa mikla ræsis og þar með á flugvallarlandinu.    Framkvæmdir í Suðurbyggð | Gert er ráð fyrir því að hluti hverfisins austan Erlurima og Lækj- armótavegar á Selfossi komi til úthlutunar á næst- unni með um 60 íbúðalóðum. Hluti þessara lóða verða tilbúnar til byggingaframkvæmda í vor og annar hluti að hausti. Bæjarmál í Árborg Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þessir krakkar sátu á gangstéttinni vð Eyraveg- inn og könnuðu afrakstur dagsins. Skrautlegir hópar sungu í hverju húsi Selfoss | Krakkarnir á Selfossi tóku vel á móti öskudeginum og fóru um bæinn í mörgum litlum, skrautlegum hópum. Þau sungu fyrir starfsfólk í verslunum og stofnunum í von um góðgæti að launum. Það gekk eftir og fram yfir hádegi var stöðugur straumur eftir aðalgötu bæjarins og sungið var í nánast hverju húsi við Austurveginn. Það mátti vel heyra að í mörgum hópum var vant söngfólk því margraddað var í sumum lög- unum. Þegar líða tók á daginn settust margir nið- ur til að kanna hver afraksturinn væri eftir söng- ferðir dagsins. Það mátti sjá marga poka með góðum slatta af góðgæti og gleðin skein úr hverju andliti. Selfoss | Setustofa hjúkrunar- deildarinnar Ljósheima á Sel- fossi var þéttsetin á stofnfundi Vinafélags heimilisfólks Ljós- heima. Á fundinum var sam- þykkt og undirrituð stofnskrá fé- lagsins og kosið í stjórn. Í stofnskrá kemur fram að meg- intilgangur félagsins er að efla tómstunda- og afþreyingarstarf fyrir heimilisfólk hjúkrunar- deildarinnar á Ljósheimum og auka möguleika þeirra á til- breytingu. Einnig að standa fyrir fræðslu um sjúkdóma og áhersluþætti sem snúa að eldra fólki. Auk þessa mun félagið leggja áherslu á bættar aðstæður, aðbúnað og hagsmuni eldra fólks á Suður- landi sem þarf á hjúkrunarþjón- ustu að halda. Í upphafi fundarins bauð Est- her Óskarsdóttir, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi, fundarmenn vel- komna til stofnfundarins og sagði frá nýlegri ákvörðun yfir- valda um að heimila útboð 800 milljóna króna framkvæmda vegna viðbyggingar við Sjúkra- hús Suðurlands með áherslu á að ljúka við hjúkrunardeild árið 2006. Einnig sagði hún frá að- stæðum í rekstri stofnunarinnar sem meðal annars hefðu orðið til þess að hafinn var undirbúning- ur að stofnun félagsins. Á fundinum flutti erindi María Th. Jónsdóttir formaður Félags aðstandenda alzheimarsjúk- linga. Hún sagði frá sögu og starfsemi félagsins og fagnaði stofnun Vinafélagsins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ávarpaði fundinn, einnig Aðal- heiður Guðmundsdóttir hjúkrunarforstjóri, Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suð- urlands, og Unnur Benedikts- dóttir. Kjartan Ólafsson alþingismaður stýrði fundinum og flutti kveðju frá Margréti Frí- mannsdóttur, 1. þingmanni Suð- urkjördæmis. Á fundinum gerð- ust 40 fundarmenn stofnfélagar í Vinafélaginu en undirskriftar- listar liggja frammi á Ljósheim- um fyrir nýja félagsmenn. Einn- ig er hægt að gerast félagi með því að senda netpóst á netfangið sigjons@internet.is. Í stjórn voru kosin Sigurður Jónsson for- maður, Guðbjörg Gestsdóttir, Þórey Axelsdóttir, Hjördís Gunnlaugsdóttir og Elín Sigurð- ardóttir. Kjartan Ólafsson og Þorvarður Hjaltason voru kjörn- ir skoðunarmenn. Áhersla á hags- muni eldra fólks Stjórn Vinafélags heimilisfólks Ljósheima, Frá vinstri. Þórey Ax- elsdóttir, Guðbjörg Gestsdóttir, Elin Sigurðardóttir, Hjördís Gunn- laugsdóttir og Sigurður Jónsson formaður félagsins. Ljósmynd/Sigurður Jónsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 29 ÁRBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.