Morgunblaðið - 28.02.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 28.02.2004, Síða 33
ÞEGAR matreitt er að hætti Mið- jarðarhafsbúa eru nauðsynleg hrá- efni ólífuolía, balsamic-edik og ólíf- ur svo dæmi séu tekin. Vörur sem þessar eru einmitt uppistaðan í nýrri línu sem Nóatún hefur hafið sölu á og verið er þessa dagana að kynna í verslununum. Vörumerkið Zeta er ítalskt og stendur að sögn Sigurðar Gunnars Mark- ússonar hjá Nóatúni fyrir gæði. Í Nóatúni verða á boð- stólum nokkrar gerðir af olíum í þessu vörumerki, einnig mis- munandi edik, ólífur, tapen- ade, pestó og nokkrar teg- undir af niðursoðnum baunum. Að sögn hans eru t.d. í þessu vörumerki nokkrar vörur sem eru í sérstökum gæðaflokki eins og Zeta Aceto balsami co di Modena riserva edik og ólífuolían Casa Di Luca. Þorskurinn að sækja í sig veðrið Nýlega hófu svo Fjarðarkaup að selja ferskan fisk í neytenda- umbúðum frá SÍF undir nafninu Það besta úr hafinu. Um er að ræða sér- valið, ferskt og saltað sjávarfang sem er tilbúið til matreiðslu. Fiskurinn kemur frá Trosi, dótturfélagi SÍF í Sandgerði. Edvard Friðjónsson, deildarstjóri kjötdeildar Fjarðarkaupa, er ánægð- ur með samstarfið við SÍF. „Meðal þess sem viðskiptavinum stendur til boða eru roð- og beinlaus ýsu- og laxaflök, roð- og beinlausir þorskhnakkar, væn útvötnuð saltfisk- stykki, fersk kaldsjávarrækja, reykt- ur lax og heitreyktur piparmakríll." Edvard segir að neysluvenjur hafi verið að breytast undanfarin ár. „Fólk vill geta gengið að ferskri gæðavöru sem er tilbúin til mat- reiðslu.“ Gísli Sigurbergsson í Fjarð- arkaupi segir að þorskurinn sé í sókn. „Viðskiptavinir okkar voru hér áður fyrr tregir til að kaupa þorsk en það hefur breyst og nú hafa viðbrögðin við þorskinum verið frábær." Súkkulaði til gjafa Verslunin LA VIDA á Laugavegi selur m.a. gjafavör- ur frá franska fyrirtækinu Aux Anysetiers du Roy. Það fram- leiðir m.a. krydd, olíur og sinn- ep með ýsmum bragðefnum svo og súkkulaðifondue. Hægt er að velja um dökkt og ljóst súkkulaði og ýmis bragðefni. Súkkulaðifondueið kemur tilbúið til notkunar. Það er í krukkum úr steinleir og það þarf bara að hita það í örbylgjuofni eða í vatnsbaði. Með súkkulaðifondueinu er best er að nota ferska ávexti eins og t.d. jarð- arber eða niðurskorna banana og einnig kex eða sykurpúða. Súkkulaðifondue: Hægt er að velja um dökkt og ljóst súkkulaði og ýmis bragðefni Fiskur: Edvard Friðjónsson segir viðskiptavini Fjarðarkaupa ánægða með ferska fiskinn. Súkkulaði og sælkeravörur Kaupmenn eru duglegir að kynna nýjar mat- vörur. Við munum kíkja af og til í matvöru- verslanir og bakarí og skoða nýjungar.  MATUR|Á röltinu gudbjorg@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sælkeralína: Olíur, edik, tapanade, pestó og niðursoðnar baunir eru í línunni. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 33 ÞAÐ ER ofsalega skrýtin og yndisleg tilfinning að vita um óléttu. Í rauninni brosir maður í laumi allan sólar- hringinn, þetta er eitthvað svo merkilegt leyndarmál sem enginn sér og enginn veit um en er samt það stærsta sem þú hefur upp- lifað. Ef ég sé konur í dag, ein- ar í bíl og skælbrosandi, hugsa ég stundum „Ætli hún sé ólétt?“ Vitneskjan um óléttu þýðir nefnilega að stundum getur maður bara ekki hætt að brosa. Strax á fyrstu vikunum lagðist ég í lestur á Netinu, doktor.is, barnaland.is, femin.is og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna gat ég spáð fyrir um áætlaðan fæð- ingardag, lesið mér til um þroskaferil fósturs og svo fram- vegis. Allt var þetta svo nýtt og spennandi. Í matvöruverslunum horfði ég hugfangin á rækjur, vínber, jarðarber og fleiri hluti sem á þessum fyrstu vikum samsvöruðu sér í stærð við þig. Auðvitað gat ég ekki keypt neitt af þessu, hvað þá borðað fyrr en mörgum vikum seinna! Eftir að þú fæddist sagði ég við vin minn að fyrst í óléttunni hefði ég stundum fengið hræðslutilfinningu og hélt þá að þetta væru bara einhver mis- tök, maður væri ekki óléttur, kannski hefði prufan bara verið gölluð… „Já, já, svaraði þessi vinur minn rólega. „Þú heldur náttúrlega að þú sért eina konan sem hefur upplifað þetta allt saman, allt hjá þér er í fyrsta sinn.“ „Hvað meinarðu?“ spurði ég. „Heldurðu að þetta sé al- gengt?“ „Já, auðvitað,“ sagði hann, „ég held að allar konur fái þessa tilfinningu einhvern tímann í byrjun.“ „Já, en ég var samt enn þá hrædd við þetta þegar ég fór í 12 vikna són- arinn,“ bætti ég við, aðeins að reyna að halda í þá trú að ein- hvern veginn hlyti ég að hafa upplifað allt aðeins öðruvísi en aðrar konur. „Já, já,“ svaraði þessi tveggja barna faðir bara áfram og hló. „Svona er þetta nefnilega!“ Ég gafst upp, væntanlega er ég ekki sú fyrsta í sögunni sem er að upplifa allt það merkilega í kringum óléttu og barnseign.  DAGBÓK MÓÐUR Meira á mánudag. Brosti í laumi allan sólarhringinn Sloggi maxi Þrjár í pakka á aðeins 1.699 kr. Útsölustaðir: Hagkaup, Smáralind Hagkaup, Skeifunni Hagkaup, Kringlunni Hagkaup, Spöng Hagkaup, Garðabæ Hagkaup, Akureyri Hagkaup, Eiðistorgi Nóatún, Selfossi Nóatún, Kirkjubæjarklaustri Nettó, Akureyri Nettó, Mjódd Fjarðarkaup Samkaup, Keflavík Samkaup, Hafnarfirði Úrval, Hrísalundi Perla, Akranesi KB Borgarnesi Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga KB Blönduósi Skagfirðingabúð, Sauðárkróki Samkaup Egilsstöðum Lækurinn, Neskaupsstað Verslunin Úrval, Húsavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavik Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi Efnalaug Dóru, Höfn Heimahornið, Stykkishólmi Verslunin 66, Vestmannaeyjum Apótek Siglufjarðar Paloma, Grindavík Fatabúðin, Ísafirði. t l t ir:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.