Morgunblaðið - 28.02.2004, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 28.02.2004, Qupperneq 68
ÍÞRÓTTIR 68 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ EIÐUR Smári Guðjohnsen kemur knattspyrnustjóra sínum, Ítalanum Claudio Ranieri, til varnar í sam- tölum við enska fjölmiðla í gær en Eiður Smári segir að Ranieri verði að fá vinnufrið. „Fólk á að láta hann í friði og gefa honum vinnufrið. Það yrði mun auðveldara fyrir alla. Við sjáum til hvað gerist eftir tímabilið – ef eitthvað gerist – en þetta hefur gengið svona í allt of langan tíma. Ég held samt að Ranieri láti þetta ekki hafa áhrif á sig sem er jákvætt og þá sérstaklega fyrir liðið. Okkur leikmönnum finnst hann ekki vera undir þrýstingi. Hann vinnur sitt starf eins og hann er vanur. Það er hins vegar ekki einungis knatt- spyrnustjórinn sem er undir álagi, það er álag á okkur öllum,“ segir Eiður Smári. Eiður Smári hefur ekki gefið upp alla von á að hreppa meistaratit- ilinn þó svo að Chelsea sé níu stig- um á eftir forystusauðunum í Ars- enal. „Það voru mikil vonbrigði að tapa fyrir Arsenal þar sem þetta voru þrjú dýrmæt stig sem fóru í súginn. En við vonumst eftir því að ná góðum úrslitum á næstunni á sama tíma og Arsenal fer vonandi að tapa stigum. Gerist það þá er enn möguleiki fyrir hendi,“ segir Eiður Smári en hann og félagar hans mæta Manchester City á úti- velli í dag. „Gefum Ranieri vinnufrið“ segir Eiður Smári  ÍSLENSKA landsliðið í borðtennis tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst í Qatar á mánudaginn. Keppt verður í liðakeppni þar sem 90 karlalið keppa og 66 kvennalið. Ís- lenska karlalandsliðið er þannig skip- að: Guðmundur E. Stephensen, B-72 í Danmörku, Markús Árnason, Vík- ingi, og Matthías Stephensen, Vík- ingi. Í kvennaliðinu eru: Aldís Rún Lárusdóttir, KR, Halldóra Ólafs, Víkingi, og Kristín Hjálmarsdóttir, KR.  EINAR Hólmgeirsson, handknatt- leiksmaður í ÍR, sem gengur í raðir þýska handknattleiksliðsins Gross- wallstadt á næstu leiktíð, er óslípaður demantur líkt og Snorri Steinn Guð- jónsson að mati Wolfgangs Gütsc- hows, umboðsmanns handknattleiks- manna. Þessi orð eru höfð eftir Gütschow í þýska netmiðlinum Sport 1 en Einar og Snorri Steinn verða samherjar með Grosswallstadt á næsta tímabili.  HERMANN Hreiðarsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, verður í liði Charlton í dag sem sækir topplið Ars- enal heim á Highbury í ensku úrvals- deildinni. Arsenal er taplaust í 28 leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni, þar aff 26 á yfirstandandi leiktíð.  EIÐUR Smári Guðjohnsen verður væntanlega á varamannabekk Chelsea í dag sem mætir Manchester City á útivelli. Rúmeninn Adrian Mutu hefur jafnað sig á meiðslum og hann verður líklega í fremstu víglínu ásamt Jimmy Floyd Hasselbaink.  JÓHANNES Karl Guðjónsson verður væntanlega í leikmannahópi Wolves í dag í fallslagnum mikla gegn Leicester á Walker Stadium í Leic- ester. Jóhannes Karl minnti heldur betur á sig í leik með varaliði Úlfanna í vikunni þegar hann skoraði tvö glæsileg mörk í 4:3 ósigri gegn Man- chester United.  HEIÐAR Helguson tekur út leik- bann í liði Watford þegar hans menn taka á móti Wimbledon í ensku 1. deildinni í dag.  ALAN Shearer, fyrirliði og fram- herji Newcastle, var mjög ósáttur við þá ákvörðun Sir Bobby Robsons, stjóra Newcastle, að leyfa sér ekki að spila gegn norska liðinu Vålerenga í UEFA-keppninni í fyrrakvöld. Shea- rer sat á varamannabekknum og var ekki skemmt. „Ég var mjög reiður og vonsvikinn þegar Robson tilkynnti mér að ég yrði á bekknum,“ sagði Shearer eftir leikinn.  CHRIS Coleman, knattspyrnu- stjóri Fulham, getur að öllum líkind- um ekki stjórnað sínum mönnum í dag þegar þeir taka á móti Englands- meisturum Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Coleman hefur dvalið á sjúkrahúsi undanfarna daga vegna sýkingar en hann var fluttur mjög veikur á sjúkrahús á þriðjudag- inn. FÓLK Verða að sníða sér stakk eftir vexti ÞAÐ er alltaf skemmtilegt þegar þeir smáu hugsa stórt – láta sig dreyma um að vera komnir í hóp þeirra stóru. Fámennið virðist ekki skipta suma neinu máli þegar stórt er hugsað. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að mótafyrir- komulag í körfuknattleik og hand- knattleik sé á villigötum. Einu sinni var það aðeins á tveimur stöðum í heiminum sem leiknir voru sjö úrslitaleikir um meistara- titil í körfuknattleik – í NBA- deildinni í Bandaríkjunum og síð- an á Íslandi. Menn sáu, sem betur fer, strax að sjö leikir voru allt of mikið fyrir fámennt þjóðfélag eins og Ísland er. Á undanförnum ár- um hefur stórlega dregið úr áhorfi á körfu- og handknattleik. Það er afar eðilegt, því að boðið er upp á forkeppnir sem stór hluti leikja skipta engu máli og lítill sem eng- inn áhugi er fyrir. Að undanförnu hafa orðið um- ræður um að fjölga liðum í efstu deild í knattspyrnu – á sama tíma og ljóst er að til að auka áhuga á körfu- og handknattleik, væri sterkast að fækka liðum. Það er sorglegt að vita til þess að for- ráðamenn liða hér á landi vilja fara inn á sömu villigöturnar og handknattleiks- og körfuknatt- leiksmenn eru komnir inn á. Það er sorglegt að menn geti ekki bor- ið þá gæfu í litlu þjóðfélagi að sníða sér stakk eftir vexti. Ég og fleiri knattspyrnuunn- endur viljum gæði, en ekki magn. Nú eru leiknir 90 leikir í tíu liða efstu deild og af þeim eru um 30 leikir sem bjóða upp á litla Þurfum við að fara að auka inn- flutning á leikmönnum frá Dan- mörku, Færeyjum, Skotlandi, Englandi og Serbíu, til að geta mannað liðin í efstu deild? Hver eru gæðin íslenskra leik- manna? Í fyrra var danskur leik- maður valinn knattspyrnumaður ársins í efstu deild – af leikmönn- um og þjálfurum. Leikmaður sem komst ekki að hjá liðum í eigin landi, reyndi síðan fyrir séð víða – t.d. í Noregi, en þótti ekki nægi- lega góður. Hann er kominn til Ís- lands á nýjan leik. Það eru mörg dæmi um það á síðustu árum að lið í efstu deild hafa þurft að kalla á ný á leikmenn sem voru farnir að taka það ró- lega, til að koma stöðugleika og kjölfestu í liðin. Það er oft erfitt hjá forráða- mönnum að manna lið í efstu deild – erfitt og kostnaðarsamt. Það er einnig mjög erfitt að manna lið í 1. deild. Forráðamenn liða sem leika í 1. deild verða að gera sér grein fyrir að það er far- sælast fyrir knattspyrnuna á Ís- landi að lið þeirra tryggi sér sæti á meðal tíu liða í efstu deild, með gæðum á leikvelli – en ekki með því að fjölga miðlungsliðum í efstu deild. Ég treysti forráðamönnum Knattspyrnusambands Íslands fullkomlega til að vega og meta stöðuna rétt. Þeir mega ekki láta undan þrýstingi manna, sem hafa ekki sest niður og spurt og svarað spurningunum sem ég spurði hér að framan. Sigmundur Ó. Steinarsson  Fjölgar „dauðum leikjum“ of mikið?  Tekst að halda spennu til loka móts? Já, tekst að halda spennu til loka móts? Góð spurning! Hvað myndi til dæmis gerast ef KR væri búið að tryggja sér Íslandsmeist- aratitilinn þegar fjórar umferðir væri eftir? Jú, þá væri boðið upp á lítt spennandi eftirrétt – upp á 24 leiki, sem hefði enga þýðingu í keppni um Íslandsmeistaratitil og áhorfendur myndu einfaldlega standa upp og segja; aðalrétturinn nægir. Takk fyrir mig – sjáumst í næstu veislu, að ári! Þeir menn sem vilja fjölga liðum og leikjum geta ekki leyft sér að blanda saman fjármálum, mann- virkjum og betra veðri en áður, þegar rætt er um að fjölga liðum í Landsbankadeild karla. Það eru engin rök til að fjölga liðum. Í knattspyrnunni er nú þegar mikill munur á liðum á milli deilda, eins og úrslit í bikar- keppnum hafa margoft sýnt fram á. Þegar menn ræða um fjölgun verða þeir að hugsa fyrst og fremst um hvort við eigum nægi- lega marga góða knattspyrnu- menn til að bera uppi knattspyrn- una á Íslandi. skemmtun. Með því að fjölga liðum í 12 er fjölgun liða í deildinni 20% Fjölgað verður úr 90 leikjum í 132 leiki, sem er 47% fjölgun leikja. Þá má reikna með að fjölg- un leikja sem bjóða upp á litla skemmtun verði úr 30 í 50 til 60. Yrði það ekki of mikið? Þeir menn sem vilja fjölga liðum verða að setjast niður og velta nokkrum spurningum alvarlega fyrir sér áður en þeir ráðast í um- fang sem þeir koma ekki til með að ráða við. Hér koma nokkrar spurningar fyrir þá – en áður, til viðmiðunar, vil ég benda á að í Stuttgart í Þýskalandi, sem er hálf milljón manna borg, er eitt keppnislið í efstu deild þar í landi.  Hvað með gæði knattspyrn- unnar á Íslandi?  Hvað ber landið mörg lið?  Eigum við nógu marga góða leikmenn?  Geta lið fengið fleiri félags- menn til að auka störf sín í frí- tíma sínum?  Hvað með áhorfendur, eru þeir tilbúnir að gefa meira af frí- tíma sínum til að fara á knatt- spyrnuleiki?  Já, er hægt að fá fleiri til að leggja hart að sér við dóm- gæslu? HLUTABRÉF knattspyrnu- liðsins Roma frá Ítalíu hafa verið tekin úr umferð í kaup- höllum þar í landi segir í frétt AFP-fréttastofunnar. Fjár- hagur liðsins er slæmur og segir forseti félagsins, Franco Sensi, að hann hafi í hyggju að ganga að kauptilboði rúss- neska olíufyrirækisins Nafta Moskva, en fjölskylda hans á 63,77% hlut í félaginu. Roma er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir AC Milan, en heildar- skuldir félagsins eru taldar vera um 25 milljarðar kr., og hafa leikmenn liðsins oft á tíð- um þurft að bíða í nokkra mánuði eftir að fá laun sín greidd. „Það er rétt að við er- um í viðræðum við Rússana,“ segir Sensi við íþróttadag- blaðið Gazetta dello Sport. Francesco Totti, fyrirliði Roma, sagði við Sensi fyrir nokkrum vikum að leikmenn liðsins væru ósáttir við stöðu mála og nokkrir þeirra hafa ekki viljað semja við liðið á ný. Rússar vilja Roma Skíðaráð Reykjavíkur hyggstleggja sitt af mörkum til að minnka brottfall unglinga frá skíða- íþróttinni og hefur af því tilefni stofnað með ÍBR afrekshóp ung- linga. Í honum eru tuttugu 13 og 14 ára unglingar úr Reykjavík sem ætl- að er að auka hlut Reykvíkinga með- al besta skíðafólks landsins. Til að fylgja á eftir þessum áætlunum hélt hluti af hópnum á skíðamót til An- dorra í lok janúar en ætlunin er að allir úr hópnum fari í það minnsta eina keppnisferð. Árangur var ágæt- ur, þrátt fyrir að aðstæður til æfinga á Íslandi hafi ekki verið sem bestar, auk þess að reynsla af slíku móti skilar sér alltaf og ekki er verra að unglingarnir skemmtu sér prýði- lega. Íþróttin hefur átt undir högg að sækja að undanförnu því snjóinn hefur látið sig vanta. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að félögin á svæðinu sæki í sig veðrið, eins og sést best þegar skíðadeild KR fékk viðurkenningu frá ÍSÍ á dögunum. Í Reykjavík eru fimm félög sem öll hafa heimasíðu; Fram, Víkingur, KR, Ármann og ÍR. Hópurinn sem var á skíðaferð í Andorra á dögunum. Í fremri röð frá vinstri er Axel Alfreðsson far- arstjóri, ungur fánaberi frá Andorra, Tinna Björk Guðmundsdóttir, Líney Pálsdóttir og Halla Krist- ín Jónsdóttir. Í efri röð frá vinstri Arnór Kári Davíðsson, Grétar Már Pálsson, Árni Geir Ómarsson þjálfari, Brynjar Jökull Guðmundsson og Elmar Hauksson þjálfari. Á skíðum í Andorra LANDSLIÐ kvenna í knattspyrnu mætir Skotum í vináttuleik í Egils- höllinni laugardaginn 13. mars næstkomandi og verður þetta fyrsti a-landsleikurinn sem fram fer inn- andyra. Þar með hafa íslenska lið- inu verið tryggðir tveir æfinga- leikir fyrir leikina þrjá í undan- keppni EM en áður hafði verið samið um leik við Holland ytra 15. maí. Leikir íslenska liðsins í EM verða gegn Ungverjum ytra í maí og gegn Frökkum og Rússum á Laugardalsvelli í júní og ágúst. Mæta Skotum í Egilshöll
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.