Morgunblaðið - 03.04.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 93. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Kenjar
kokksins
Skólavörðustígurinn er alvöru
búðagata Daglegt líf
Lesbók og Börn í dag
Lesbók | Peter Ustinov Ibsen Ævisögur Kross-
gáta Tíðarandinn Vísindi Börn | Páskar Þrautir
MyndasögurKötturinn með hattinn
KOSTNAÐUR vegna lyfjanotkunar
á hvern Íslending er um 46% hærri
en meðaltal fyrir hvern íbúa í Dan-
mörku og Noregi. Skýrist þetta fyrst
og fremst af verulega minni notkun
ódýrra samheitalyfja hér á landi. En
einnig af hærri kostnaði við dreif-
ingu og sölu. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu sem Ríkisendurskoðun
hefur tekið saman um lyfjakostnað,
notkun, verð og framboð lyfja á Ís-
landi, og birt var í gær.
Hlutdeild samheitalyfja í heildar-
kostnaði lyfja hér á landi minnkaði
hlutfallslega frá árinu 2000, er hún
var 22%, en fór í 20% árið 2003, að
því er fram kemur í skýrslunni. Þar
kemur einnig fram að hlutfall sam-
heitalyfja hafi verið um 35% af heild-
arlyfjanotkuninni, en hver skammt-
ur frumlyfs sé að meðaltali meira en
helmingi dýrari en skammtur sam-
heitalyfs. Hlutfall samheitalyfja af
heildarlyfjakostnaði í Danmörku var
28% árið 2002.
Ónóg samkeppni
Ingi Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Lyfju, segir að framboðið
mætti vera meira af samheitalyfjum
en er í dag. Ónóg samkeppni og
minna framboð af samheitalyfjum en
áður var, þýði að meira sé notað hér
af dýrari lyfjum.
Árni Þór Árnason, forstjóri Aust-
urbakka, segir um samheitalyfin að
erfitt væri að finna út milliveg í
hvaða lyfjum ætti að skipta út. „Ef
menn ætla að haga málum á þann
veg að hinir efnuðu geti verið á betri
lyfjum en hinir, þá er það alveg
nýtt.“
Kemst Ríkisendurskoðun að
þeirri niðurstöðu að ef lyfjakostnað-
ur hérlendis væri hlutfallslega sá
sami og í Danmörku og Noregi hefði
hann lækkað um 4,4 milljarða króna
árið 2003 og farið úr 14 milljörðum
króna í 9,6 milljarða. Ef virðisauka-
skatti er sleppt er munurinn um 3,5
milljarðar. Þá kemur fram í skýrsl-
unni að fulltrúar hins opinbera og
hagsmunahópar sjúklinga hafi
kvartað undan háu lyfjaverði hér á
landi. Á sama tíma hafi talsmenn
lyfjafyrirtækja gagnrýnt stjórnvöld
fyrir að birta of háar fjárhæðir þegar
rætt sé um lyfjakostnað.
Hærri lyfjakostnaður vegna
minni notkunar samheitalyfja
!
"
#
$
%
Minni notkun/14
VINSÆLASTA þungarokkssveit heims,
Metallica, heldur tónleika í Egilshöll 4. júlí
næstkomandi. Verða þetta síðustu tón-
leikar sveitarinnar í væntanlegri Evrópu-
reisu. Þetta staðfestir Ragnheiður Hans-
son, aðstandandi tónleikanna hér á landi, og
segir að þeir verði miklir að umfangi. Her
starfsmanna komi með sveitinni og um 60
tonn af sviðsbúnaði.
„Þeir ætla að taka sér frí hérna eftir Evr-
óputúrinn,“ upplýsir Ragnheiður. „Ætla að
taka konurnar sínar með og svona. Það
kemur fullt af blaðamönnum með svo og
róturum og sviðsmönnum. Það er ansi mik-
ið umfang í kringum þetta.“
Metallica
til Íslands
Stærsta/73
SAMBÍÓIN ætla að
taka upp þá nýbreytni
að vera með hádegisbíó í
Kringlunni um helgar
og mun kosta 400 kr. inn
á allar myndir í hádeg-
inu. Hádegisbíóið hefst í
dag en þá verða mynd-
irnar Scooby Doo 2:
Skrímslunum sleppt, með íslensku og
ensku tali, og myndin Björn bróðir með ís-
lensku tali, sýndar kl. 12. Sömu myndir
verða sýndar í hádeginu á morgun.
Hádegisbíó
♦♦♦
Í janúar sl. var byrjað að taka mynd-
ir og fingraför af öllum ferðamönn-
um sem til Bandaríkjanna koma.
Voru ráðstafanirnar hluti af hertum
öryggisráðstöfunum í kjölfar hryðju-
verkanna 11. september 2001.
Íslendingar hafa verið undanskild-
ir reglunum til þessa, eins og íbúar
26 annarra helstu vinaþjóða Banda-
ríkjanna, s.s. Bretlands, Japans og
Ástralíu, en í gildi hefur verið samn-
ingur við Bandaríkin um að ríkis-
borgarar landanna tuttugu og sjö
gætu ferðast vestur um haf án vega-
bréfsáritunar. Bandaríkjamenn hafa
aftur á móti viljað gera kröfu um það
að íbúar þessara landa framvísuðu
vegabréfi með tölvulesanlegri rönd,
auk fleiri öryggisatriða sem miða að
því að koma í veg fyrir fölsun.
Undanþága framlengd
Bandaríkjastjórn vildi að ríkin
tuttugu og sjö, sem undanskilin eru
kröfum um vegabréfsáritun, væru
búin að skipta yfir í hin nýju vega-
bréf fyrir október á þessu ári en nú
þykir ljóst að þetta markmið mun
ekki nást. Því hafa bandarísk stjórn-
völd ákveðið að framlengja þessa
undanþágu ríkjanna um tvö ár. Það
felur hins vegar í sér, sem fyrr segir,
að almennar reglur um mynda- og
fingrafaratöku við komuna til
Bandaríkin munu gilda fyrir íbúa
ríkjanna tuttugu og sjö.
Asa Hutchinson, aðstoðarlanda-
mæra- og samgönguráðherra
Bandaríkjanna, segir að aðeins taki
að meðaltali 23 sekúndur að taka
mynd og fingraför af hverjum ferða-
manni og bera saman við skrár
stjórnvalda yfir grunsamlega eða
hættulega einstaklinga.
Fingraför af
Íslendingum
Frá 30. september gilda reglur um
mynda- og fingrafaratöku um alla
ferðamenn til Bandaríkjanna
Washington. AFP, AP.
REGLUR um að taka verði fingraför og myndir af öllum ferðamönnum sem
koma til Bandaríkjanna munu frá og með 30. september nk. taka til íslenskra
ríkisborgara, sem og íbúa ýmissa annarra helstu bandalagsríkja Bandaríkj-
anna. Frá þessu var greint í gærkvöldi af embættismönnum í Washington.
KARLAKÓRAR landsins fögnuðu því í gær að þá voru liðin 150 ár
frá fyrstu karlakórstónleikum á Íslandi, en það voru jafnframt
fyrstu opinberu tónleikar á nútímavísu sem haldnir voru á land-
inu. Þá sungu skólapiltar í Lærða skólanum í margradda söng
fyrir almenning á Langaloftinu í skólahúsinu, undir stjórn Péturs
Guðjohnsens dómorganista. Þeir Aðalsteinn Guðlaugsson úr
Karlakórnum Fóstbræðrum og Jón Hallsson úr Karlakór Reykja-
víkur, sem samanlagt hafa sungið með kórum sínum í rúma öld,
lögðu blómsveig að leiði Péturs Guðjohnsens í kirkjugarðinum við
Suðurgötu en að því búnu gengu kórarnir fylktu liði undir leik
Lúðrasveitar Reykjavíkur að húsi Menntaskólans í Reykjavík sem
hýsti Lærða skólann á sínum tíma. Þar var lagið tekið að nýju, en
í gærkvöld héldu kórarnir svo tónleika í Langholtskirkju.
Morgunblaðið/Golli
Allir í einum kór
Í SKÝRSLU Ríkisendurskoð-
unar eru nefnd dæmi um ólíkt
framboð og verð samheita-
lyfja á Íslandi og í samanburð-
arlöndunum. Þar kemur til að
mynda fram að sami skammt-
ur af blóðfitulækkandi lyfi,
simvastatin, sé seldur ódýrast
hér á landi sem samheitalyf á
um 13 þúsund krónur án virð-
isaukaskatts, en bjóðist ódýr-
ast í Danmörku og Svíþjóð
sem samheitalyf á 1.500–1.600
krónur. Segir í skýrslunni að
hægt væri að ná fram veruleg-
um sparnaði ef samheitalyf
væru boðin hér á svipuðu
verði og í Danmörku.
13.000 kr.
á Íslandi
en 1.500 kr.
í Danmörku
MEGRUNARPILLA, sem líkir
eftir áhrifum góðrar hreyf-
ingar á líkamann, er nú í þróun
í Ástralíu. Byggist hún á prót-
eini, sem stýrir því hvernig lík-
aminn breytir fæðu í orku.
Vísindamenn í Melbourne
byggja á gömlum fundi,
AMPK-hvatanum, og segja að
hann stjórni bruna fæðunnar í
frumunum. „Ein árangursrík-
asta aðferðin við að grennast
er að hreyfa sig nóg enda kall-
ar hreyfing á aukna virkni
þessa hvata,“ segir Tom Kay.
Unnið sé að þróun lyfs, sem
virki hvatann á sama hátt, en
það gæti sérstaklega komið að
gagni hjá fólki, sem er of feitt
en á bágt með hreyfingu, t.d.
vegna meiðsla eða gigtar.
Pilla í stað
hreyfingar
Melbourne. AFP.