Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 17
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 17
www.hekla.is
Fyrir ástina á bílnum.
Meiri heiður fyrir Touran
HEKLA, Laugavegi 170-174, sími 590 5000
www.hekla.is, hekla@hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100
HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416
fia› flekkir enginn hugtaki› „skynsamlegt val“ betur en fijó›verjar.
fia› var flví sérstakur hei›ur fyrir VW Touran a› hljóta útnefninguna
„skynsamlegasta vali›“ hjá fl‡ska neytendatímaritinu „Guten Rat“.
Sérfræ›ingar tímaritsins hafa örugglega haft í huga a› Touran er m.a.
me› ESP stö›ugleikast‡ringu og fékk fullt hús e›a fimm stjörnur hjá
NCAP, Gullna st‡ri› og Auto ver›launin 2003. Er hægt a› bi›ja um meira?
Komdu og finndu af hverju Touran er meira en 7 sæta fjölskyldubíll.
Touran 1.6 Basicline 6 gíra beinskiptur 37.418 kr. á mánu›i*.
Touran 1.6 Basicline 6 flrepa Tiptronic sjálfskipting 40.188 kr. á mánu›i*.
Touran 1.9 TDI** Basicline 6 flrepa sjálfskipting 42.497 kr. á mánu›i*.
Touran er líka „skynsamlegasta valið“
*M.v. einkaleigu í 36 mán. flar sem innifali› er:
20.000 km akstur á ári, olíuskipti og ábyrg›ar- og fljónustusko›anir.
Einkaleiga er há› gengi gjaldmi›la og getur flví breyst án fyrirvara.
**TDI er skrásett vörumerki Volkswagen.
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
·
2
6
0
5
3
„SKIPIÐ leitaði á hefðbundnum kol-
munnamiðum innan íslensku lögsög-
unnar en fékk lítinn afla. Engu að síð-
ur varð vart við töluvert af kolmunna
í Rósagarðinum svokallaða en hann
var mjög dreifður og ekki í veiðan-
legu ástandi,“ segir Haukur Björns-
son, framkvæmdastjóri Eskju á
Eskifirði. Skip félagins, Hólmaborg
SU, hélt á kolmunnamiðin að lokinni
loðnuvertíð en orðið lítið ágengt að
sögn Hauks. „Það litla sem fékkst var
mjög góður kolmunni, mun betri en
borist hefur af erlendu skipunum
sem hér hafa landað. Við munum því
væntanlega gera hlé á veiðum fram
yfir páska og erum vongóðir um að þá
hafi ástandið lagast.“
Auk Hólmaborgar SU var Börkur
NK við kolmunnaleitina suðaustur af
landinu og lönduðu skipin um 250
tonnum hvort í lok vikunnar.
Tvö færeysk kolmunnaskip lönd-
uðu kolmunna hjá Eskju í vikunni,
Christian í Grjótinu nærri 2.000 tonn-
um og Nordborg rúmlega 2.300 tonn-
um. Færeysku skipin hafa stundað
kolmunnaveiðarnar á Rockall-svæð-
inu og því talsverður spölur að sigla
með aflann til Íslands. Haukur segir
að væntanlega hafi færeysku skipin
ekki fengið löndun í Færeyjum og því
hafi Ísland verið næsti kostur. Hann
segir íslensku fyrirtækin auk þess
greiða samkeppnishæft verð fyrir
kolmunnann en vill ekki nefna tölur í
því sambandi.
Skoti og Íri á Fáskrúðsfirði
Í vikunni lönduðu einnig tvö erlend
kolmunnaskip hjá Loðnuvinnslunni
hf. á Fáskrúðsfirði, skoska skipið
Conquest landaði þar um 1.100 tonn-
um og írska kolmunnaskipið Western
Endeavour um 2.000 tonnum. Gísli
Jónatansson, framkvæmdastjóri
Loðnuvinnslunnar, segir að mikil og
góð veiði hafi verið á þessum slóðum
og einfaldlega verið fullt í öllum ná-
lægum löndunarhöfnum í Skotlandi
og Færeyjum. Því hafi skipin landað
á Íslandi, enda mun styttri sigling
þangað en til Noregs eða Danmerk-
ur. Auk þess hafi útgerð skoska
skipsins landað oft á Fáskrúðsfirði á
undanförnum árum og því góð tengsl
þar á milli.
Fyrsti kolmunninn sem barst til
Íslands á þessu ári kom til Fáskrúðs-
fjarðar 16. febrúar, en þá landaði fær-
eyska skipið Finnur Fríði um 2.300
tonnum. Finnur Fríði landaði aftur á
Fáskrúðsfirði 27. febrúar, þá um
2.500 tonnum. Það hafa því borist til
Fáskrúðsfjarðar um 8.000 tonn af
kolmunna það sem af er árinu.
Íslensk kolmunnaskip hafa einnig
verið við veiðar á þessu svæði og
landaði Vilhelm Þorsteinsson EA um
2.400 tonnum af kolmunna í Grinda-
vík í upphafi vikunnar. Eins hefur
Huginn VE veitt um 1.500 tonn af
kolmunna á árinu. Alls hafa íslensk
skip því veitt um 4.325 tonn af kol-
munna á árinu en heildarkvóti Ís-
lands er tæp 492 þúsund tonn. Aftur
á móti hafa erlend skip landað hér
nærri 14.500 tonnum á árinu, sam-
kvæmt upplýsingum frá Samtökum
fiskvinnslustöðva.
Sáu talsvert
af kolmunna
en fengu lítið
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Kristján í Grjótinu Færeyska skipið Christian í Grjótinum landaði nærri
2.000 tonnum af kolmunna á Eskifirði í vikunni, þróarrými skortir ytra.