Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðbær | Nýr einkarekinn leikskóli verður opnaður í dag, og hefur hann fengið nafnið Leikskólinn 101 Reykjavík, en hann stendur við hornið á Bræðraborgarstíg og Vest- urgötu. Opið hús verður í dag milli kl. 14 og 16 og eru foreldrar, systk- ini, afar og ömmur boðin í heimsókn til að skoða leikskólann, kynna sér starfsemina og heilsa upp á starfs- fólk. Leikskólinn er einkarekinn og ætlaður börnum frá sex mánaða til tveggja ára. Stefna leikskólans er að búa börnunum vistvænan og kær- leiksríkan skóla, þar sem hver og einn einstaklingur fær notið sín í leik og starfi, að því er fram kemur í til- kynningu. Eigandi leikskólans er Hulda Linda Stefánsdóttir og leik- skólastjóri er Guðrún Norberg.    101 leikskóli opnaður í dag Reykjavíkurflugvöllur | Í nýlegri lokaskýrslu um framkvæmdir við endurbætur á Reykjavíkurflugvelli kemur fram að heildarkostnaður við verkið var 1.692 milljónir króna, frá opnun útboða árið 1999 til verkloka árið 2002. Mikil vinna var við framkvæmd- irnar, þannig þurfti að grafa upp og flytja burtu 416.800 rúmmetra af mold, sem samsvarar um 33 þúsund vörubílaförmum. Í staðinn voru svo fluttir 34 þúsund vörubílsfarmar af möl í fyllingu og burðarlög. Malbikaður var tæplega 412.000 fermetra flötur, sem samsvarar um 58 knattspyrnuvöllum eins og vell- inum í Laugardal. Málaðir fletir voru um 14.800 fermetrar, sem er á við tvo Laugardalsvelli. Endurbætur kost- uðu 1,7 milljarða Múlahverfi | Góði hirðirinn, verslun Sorpu með notaða muni, flutti í vikunni í Fellsmúla 24, þar sem líkamsræktarstöðin World Class var áður til húsa. Verslunin er vinsæl sem aldrei fyrr og við- skiptavinir bíða iðulega fyrir utan eftir að dyrnar opnist á hádegi dag hvern. „Menn eru mikið að koma til að leita að ein- hverjum kostakaupum, við fáum stundum algert gull hingað inn,“ segir Katrín Hauksdóttir, að- stoðarverslunarstjóri í Góða hirðinum. Steinunn Jónsdóttir verslunarstjóri tekur undir það, og segir að nýja húsnæðið breyti öllu fyrir starfsemina. „Ég held að fólk sjái vörurnar í betra og skýrara ljósi, við vorum í húsnæði sem var þröngt og lágt til lofts og gjörólíkt nýja húsinu,“ segir Steinunn, og Katrín bætir við að lofthæðin geri mikið fyrir verslunina. Þær segja það einnig kost að lagerinn þurfi ekki að vera stór, vörurnar séu settar fram í verslunina næstum samdægurs, í stað þess að bíða eftir plássi á lagernum eins og áður var. „Ég á von á því að það verði meira að gera á nýja staðnum. Það var alltaf mikið að gera nið- urfrá, við erum með fastakúnna en nú fáum við kannski meira af nýjum kúnnum. Sumir vissu ekki af staðnum, starfsfólk í fyrirtækjunum hér í kring sem kíkir kannski hingað í hádeginu til að skoða staðinn,“ segir Katrín. Rafmagnstæki yfirfarin í Fjölsmiðjunni Góði hirðirinn er nytjamarkaður sem er rekinn á vegum Sorpu og líknarfélaga, og rennur allur ágóði af starfseminni til góðs málefnis. Í fyrra fengu t.d. Foreldrahús, Fjölsmiðjan og Ásgarður 1 milljón króna hvert frá Góða hirðinum. Vör- unum er safnað saman í sérstaka gáma á gáma- stöðvum Sorpu, húsgögnum, smáhlutum og jafn- vel rafmagnshlutum. Nú hefur tekist samstarf á milli Góða hirðisins og Fjölsmiðjunnar, og fer starfsfólk Fjölsmiðj- unnar yfir öll rafmagnstæki áður en þau eru seld til að athuga hvort þau séu ekki í lagi. Viðskiptavinir Góða hirðisins eru hreinlega þverskurður úr samfélaginu, listamenn, bókasafn- arar, plötusafnarar, safnarar, ungt fólk sem er að byrja að búa og fleiri og fleiri. Vinsælustu vörurn- ar eru ýmsar smávörur, en næst á eftir koma bækurnar og þar á eftir sennilega húsgögnin, seg- ir Steinunn. Áhugi fólks á Góða hirðinum er sífellt að aukast og engin merki um að notaðir munir séu tískufyr- irbrigði sem eigi eftir að hverfa, segir Steinunn. „Fyrst héldu menn að þetta væri svona einskonar bóla, nú vildi fólk hafa allt gamalt, en nú hefur þessi bóla stækkað og stækkað, bólan er orðin að blöðru, svo það má segja að það hljóti að vera stór hópur sem vill kaupa húsgögn með sál.“ Góði hirðirinn í ræktina „Bólan er orðin að blöðru“ Morgunblaðið/Ásdís Grafa eftir gulli: Gömlu vínilplöturnar lifa enn og seljast vel í Góða hirðinum og margir grúskarar koma reglulega til að finna fágæta gullmola sem þá hefur ef til vill lengi vantað í safn sitt. Fasteignasalan Hóll kynnir nýjar íbúðir við Skipholt 15 í dag milli kl. 14 og 16 á skrifstofu Hóls, Skúlagötu 17. Um er að ræða 18 íbúðir í vönduðu lyftuhúsi. Stærð íbúðanna er frá 80-160 fm. Á 3. og 4. hæð eru sérstakar „pent- house“-íbúðir á 2 hæðum með ein- stöku útsýni. Verð frá 13,3 millj. Kíkið við og sölumenn Hóls taka vel á móti þér! www.holl.is Hóll - tákn um traust í fasteignaviðskiptum. Skipholt 15 - nýjar íbúðir ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 24 05 2 03 /2 00 4 Samsung X600 Myndavélasími Zoom, snúningur og ljós Stærð myndar 640 x 480 punktar Litaskjár 65.000 litir Minni 9 MB Verð 19.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda Vinninga má nálgast í afgreiðslu Morgunblaðsins, Kringlunni 1, Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8 og 17. Vinningshafar utan Reykjavíkursvæðisins geta óskað eftir því að fá vinninga senda. Uppl. í síma 569 1324 eða 569 1384. Vinningar óskast sóttir innan mánaðar frá birtingu úrslita. Stórmynd Grísla - Vinningshafar Alexander Arinbjörnsson, 2½ árs, Greniteig 20, 230 Keflavík. Björk Jónsdóttir, 11 ára, Birtingakvísl 46, 110 Reykjavík. Gabríel Bergmann, 3 ára, Heiðarholti 20, 230 Keflavík. Ívar Karl, 7 ára, Suðurgarði 1, 230 Keflavík. Jóhanna og Þorkell, 3 og 8 ára, Skeiðarvogi 83, 104 Reykjavík. Jón Ragnar Magnússon, 3 ára, Borgarvegi 33, 230 Reykjanesbæ. Stefanía V. Sigurjónsdóttir, 5 ára, Laugarásvegi 53, 104 Reykjavík. Tómas Þórisson, 1 árs, Jaðarsbraut 31, 300 Akranesi. Vinný Dögg Jónsdóttir, 3 ára, Hraunbæ 24, 110 Reykjavík. Þóra Lind Halldórsdóttir, 7 ára, Urðarbraut 2, 250 Garði. Til hamingju krakkar! Þið hafið unnið Stórmynd Grísla á myndbandi með íslensku tali:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.