Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 26
AKUREYRI
26 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðis
um skýrslu Verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar
á Hótel KEA, Akureyri, miðvikudaginn 7. apríl kl. 15:00-17:00
Kynningarfundur
Dagskrá:
14:45 Skráning.
15:00 Ávarp.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
15:10 Niðurstöður og tillögur.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður Verkefnisstjónar um byggðaáætlun Eyjafjarðar.
15:25 Vaxtarsamningur, áherslur og starfsskilyrði.
Baldur Pétursson, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
Guðmundur Guðmundsson, Byggðastofnun.
15:50 Kaffi.
16:00 Viðhorf og áherslur Akureyrarbæjar.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, Akureyri.
16:10 Sjónarmið og áherslur aðila á svæðinu.
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri.
Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi, Akureyri.
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Akureyri.
Valtýr Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri, Héraðsnefnd Eyjafjarðar.
16:40 Fyrirspurnir – almennar umræður.
17:00 Fundarlok.
Fundarstjóri: Ragnar Hólm Ragnarsson, kynningarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Þátttaka tilkynnist til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, í síma 545-8500.
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
Verkefnisstjórn um byggðaáætlun Eyjafjarðar
SÝNING á verkum 240 nemenda í
þriðja bekk í grunnskólum Ak-
ureyrar var opnuð á Glerártorgi í
gær og stendur hún fram á
þriðjudag. Þetta er fjórða árið í
röð sem nemendur í 3. bekk sýna
verk sín með þessum hætti á
Glerártorgi.
Myndverkin unnu börnin í
tengslum við umferðarfræðslu
lögreglunnar á Akureyri, þar
sem höfuðáherslan var lögð á
notkun reiðhjólahjálma.
Þorsteinn Pétursson lög-
reglumaður, sem haft hefur um-
sjón með umferðarfræðslunni,
sagði að börnunum hefði verið
bent á hversu reiðhjólahjálmar
séu mikilvæg öryggistæki en hins
vegar sé það foreldranna að
passa upp á að börnin noti
hjálma.
Hann sagði að myndirnar á
sýningunni væru mjög fjöl-
breyttar, „og margar myndir al-
veg frábærar“. Auk myndanna
gerðu börnin boðsmiða handa
fjölda gesta á sýninguna.
Morgunblaðið/Kristján
Stoltir af verkum sínum: Þorsteinn Pétursson lögreglumaður með ungum
listamönnum á sýningunni á Glerártorgi. Sýningin stendur til þriðjudags.
Margar myndirnar
alveg frábærar
Myndlistarsýning 240 barna
EFNT verður til opinnar samkeppni
um hönnun menningarhúss á Akur-
eyri og verða keppnisgögn afhent á
þriðjudag, 6. apríl. Tillögum á að
skila inn 5. júlí næstkomandi og mun
5 manna dómnefnd sem sér um sam-
keppnina væntanlega tilkynna um
niðurstöður á Akureyrarvöku, 28.
ágúst næstkomandi.
Menningarhúsið verður á uppfyll-
ingu á mótum Glerárgötu og Strand-
götu, þar sem til staðar er 10 þúsund
fermetra lóð. Áætlanir gera ráð fyrir
að húsið verði 3.500 fermetrar að
stærð og þá er einnig gert ráð fyrir
að í framtíðinni rísi tónlistarskóli á
þessu sama svæði.
„Við vitum að áhugi fyrir sam-
keppninni er mjög mikill og eigum
von á því að fá fjölda tillagna,“ sagði
Sigrún Björk Jakobsdóttir, formað-
ur menningarmálanefndar Akureyr-
ar sem sæti á í dómnefnd. Hún
nefndi að húsið yrði eitt af kennileit-
um bæjarins og menn væntu þess að
samkeppnin myndi skila inn snjöll-
um og raunhæfum tillögum að fal-
legri byggingu sem félli vel að um-
hverfinu, en bæri jafnframt með sér
nýja strauma. Þá þyrfti húsið vitan-
lega að falla vel að þeirri starfsemi
sem þar á að vera. Þar má m.a. nefna
500 manna tónleikasal sem einnig
verður hægt að hafa í leiksýningar
og þá verður í húsinu minni salur
undir margskonar starfsemi og í
anddyri upplýsingamiðstöð ferða-
manna með aðstöðu fyrir sýningar af
ýmsu tagi.
Dómnefnd mun í vali sínu leggja
höfuðáherslu á byggingalist, innra
fyrirkomulag, hagkvæmni í rekstri,
kostnað, umferðar-, aðgengis- og ör-
yggismál auk fyrirkomulags á lóð.
Heildarverðlaunafé er 8 milljónir
króna sem skiptist þannig að helm-
ingur þess er í fyrstu verðlaun, 2,5
milljónir í önnur verðlaun og 1,5
milljónir í þriðju verðlaun. Þá hefur
dómnefnd heimild til að kaupa
keppnistillögur fyrir allt að 1,5 millj-
ónum króna. „Þetta háa verðlaunfé
vonumst við til að skili sér í því að
menn leggi töluvert í tillögur sínar
og útfærslur og að við fáum þar af
leiðandi betri tillögur,“ sagði Sigrún.
„Þetta er spennandi verkefni og
ég á von á að við fáum fallegt hús á
þessum áberandi stað í bænum,“
sagði Oddur Helgi Halldórsson bæj-
arfulltrúi sem á sæti í dómnefnd.
Jakob Björnsson, sem þar situr einn-
ig, sagði að húsið myndi eflaust efla
menningarlíf á Norðurlandi og hann
væri ánægður með að Akureyrar-
bær hefði burði til að taka þátt í
þessu stóra verkefni.
Stefnt er að því sem áður segir að
kynna verðlaunatillögur í lok ágúst
og að unnið verði að hönnun í vetur.
Þá er gert ráð fyrir að bygginga-
nefndartillögur verði til í mars og
verkið síðan boðið út í ágúst árið
2005. Gangi allt upp er svo ráðgert
að húsið verði tilbúið vorið 2007.
Húsið verður eitt
kennileita í bænum
Menningarhúsið rís á uppfyllingunni á mótum Strandgötu og Glerárgötu.
Opin samkeppni um hönnun menningarhúss
BIRGIR Karl Knútsson, fram-
kvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar
hf., lætur af störfum hjá félaginu í lok
apríl. Fiskeldi Eyjafjarðar hf. er
eignarhalds- og fjárfestingarfélag og
hefur það séð um skrifstofuhald og
ýmis önnur verkefni fyrir dótturfélag
sitt, Fiskey ehf. Framkvæmdastjórn
er óbreytt hjá Fiskey ehf.
Birgir Karl var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar í
febrúar árið 2002. Hann lagði sjálfur
fram þá tillögu, sem lið í hagræðing-
araðgerðum félagsins, að skrifstofu
þess yrði lokað og þar með að hann
léti af störfum hjá félaginu. Birgir
Karl mun þó eftir atvikum vinna ýmis
verkefni fyrir Fiskeldi Eyjafjarðar
eftir að hann lætur af störfum sem
framkvæmdastjóri.
Framkvæmda-
stjórinn hættir
Bílastæði | Framkvæmdaráð Ak-
ureyrarbæjar hefur samþykkt að
leggja til við bæjarráð að farið verði
í framkvæmdir við bílastæði neðan
Samkomuhúss og að kostnaður
greiðist úr Bifreiðastæðasjóði. Jafn-
framt er framkvæmdadeild falið að
ljúka undirbúningi verksins.
Lækkun hjá strætó | Á fundi
framkvæmdaráðs var lagt fram
minnisblað Stefáns Baldurssonar
forstöðumanns SVA dags. 1. apríl
2004 um lækkun mánaðakorta úr kr.
4.500 í kr. 3.500 og þriggja mánaða
korta úr kr. 10.500 í kr. 9.000. Fram-
kvæmdaráð samþykkti framlagða
tillögu.
Tónleikar | Hymnodia – kammerkór
Akureyrarkirkju heldur tónleika í
Akureyrarkirkju, mánudaginn 5. apr-
íl kl 20.30. Á efnisskránni eru annars
vegar verk tengd
Maríu og boðun
hennar, og hins
vegar lög við
Passíusálma Hall-
gríms Péturs-
sonar. Einnig mun
kórinn spinna yfir
kórlag. Verkin
sem flutt verða
eru eftir: Victoria,
Purcell, Charpentier, Rakhmanínov,
Britten, Róbert A. Ottósson, Smára
Ólason, Atla Heimi Sveinsson og
Hildigunni Rúnarsdóttur.
Í sönghópnum eru: Kolbrún Inga
Jónsdóttir, Þórhildur Örvarsdóttir,
Kristín Kjartansdóttir, Sigrún Arna
Arngrímsdóttir, Hjörleifur Hjálm-
arsson, Pétur Halldórsson, Michael
Jón Clarke og Skúli Gautason.
Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson.
Eyþór Ingi Jónsson
Mósaík og tinlagt gler | Hand-
verks- og tómstundamiðstöðin
Punkturinn er 10 ára á þessu ári og
af því tilefni verður efnt til 10 afmæl-
issýninga í ár. Um er að ræða sýn-
ingar á handverki sem unnið hefur
verið á Punktinum frá opnun og hef-
ur sú þriðja í röðinni verið opnuð, en
hún ber yfirskriftina „Mósaík og tin-
lagt gler“. Hadda mun í tilefni af
opnuninni halda fyrirlestur og segja
frá Gaudi kl. 16 á mánudag, 5. apríl.
Sýningin stendur til 29. apríl.
Skylduleikur | Skákfélag Akur-
eyrar heldur nokkuð sérstakt skyldu-
leikjamót á sunnudag, 4. apríl, kl. 14.
Á mótinu verða keppendur skyldaðir
til að leika hinum sjaldgæfa byrj-
unarleik 1. b4. Teflt er í Íþróttahöll-
inni að venju og eru allir velkomnir.
Grafíksýning | Sveinbjörg Hall-
grímsdóttir hefur opnað grafíksýn-
ingu á kaffihúsinu Bláu könnunni,
Akureyri. Að þessu sinni sýnir hún
24 koparristuverk en hún er einnig
þekkt fyrir tréristur sínar. Meðal
verka á sýningunni eru nokkrar af
þeim myndum sem prýða almannak
Þroskahjálpar 2004.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma
kaffihússins og stendur til 25 apríl.