Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 27
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 27
STJÓRN Suðurnesjadeildar hjúkr-
unarfræðinga hefur sent frá sér
yfirlýsingu, vegna fjölmiðlaum-
fjöllunar síðustu vikna, og lýsir
þar fullum stuðningi og trausti til
stjórnenda Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja. Fundur millistjórn-
enda á stofnuninni hefur einnig
samþykkt traustsyfirlýsingu á
framkvæmdastjórn og fram-
kvæmdastjóra.
„Sú uppbygging sem átt hefur
sér stað undanfarin misseri, með
tilkomu nýs framkvæmdastjóra, er
unnin af heilum hug, mikilli fag-
mennsku og þekkingu á heilbrigð-
ismálum. Þar er tekið mið af heild-
arhagsmunum íbúa svæðisins.
Í þeirri umræðu sem átt hefur
sér stað er aldrei talað um hvert
hlutverk sjúkrahússins sé í heild
sinni, heldur einungis einblínt á
langlegudeild fyrir aldraða. Við
sem fagaðilar vitum að til að reka
sjúkrahús þarf að sinna breiðum
hópi fólks en ekki einungis horfa
bara á einn þátt. Við biðjum því
Suðurnesjabúa að staldra við og
kynna sér málin til hlítar áður en
þeir mynda sér skoðun á þessu
máli,“ segir í yfirlýsingunni.
Í samþykkt millistjórnendanna
segir:
„Á einu ári hefur tekist að
manna sex læknisstöður á heilsu-
gæslunni og sjúkrahúsþjónusta
hefur verið stórefld. Þjónusta við
aldraða hefur aldrei verið meiri
og fjölbreyttari en nú er og stefna
stofnunarinnar er að sú þjónusta
verði enn öflugri og í takt við
kröfur nútímans. Fundurinn vonar
að umræðan verði málefnalegri en
verið hefur og friður skapist til
þess að finna framtíðarlausn á
ágreiningsefnum.“
Stuðningur við
stjórnendur
Heibrigðisstofnunar
Keflavík | „Ég hef lengi verið með hund og það hef-
ur líka lengi verið draumur minn að opna hunda-
skóla. Ég gat látið verða af því núna,“ segir Atli Þor-
steinsson sem í dag opnar K9-hundaskólann í
Keflavík.
Atli er nýkominn af sex vikna námskeiði í hunda-
þjálfun í Bandaríkjunum. Námskeiðið var hjá Nat-
ional K9-hundaþjálfaraskólanum og þegar heim kom
ákvað Atli að opna strax skóla undir þessu merki.
„Það er um að gera að hamra járnið meðan það er
heitt,“ sagði hann.
Hann hefur tekið á leigu húspláss í Grófinni 9 fyr-
ir starfsemina. Þar og á útisvæði verður hann með
hunda í grunnþjálfun og framhaldsþjálfun í al-
mennri hlýðni. Hann tekur hundana í allt frá þriggja
daga þjálfun og upp í þrjár vikur í senn, allt eftir
óskum eigendanna. Þá verður hann með hvolpaskóla
einu sinni í viku. Þá koma eigendurnir með og
kennslan beinist ekki síst að því að hjálpa þeim að
stíga fyrstu skrefin við uppeldi hunds.
Atli hefur hug á að bjóða upp á ýmsa sérþjónustu.
Hann stefnir til dæmis að því að þjálfa hunda fyrir
fatlað fólk. Telur brýnt að það geti notið samvista
við þessa ferfætlinga eins og annað fólk. Hann ætlar
að halda veiðihundanámskeið. Þá telur hann að
gagnlegt gæti verið að þjálfa fíkniefnaleitarhunda og
þess vegna flutt þá út.
Atli býður upp á þrif á hundum og naglahreinsun
og er með til sölu ýmsar vörur tengdar hundahaldi.
Þá hyggst hann bjóða fólki þá þjónustu að geyma
hundana meðan það er í útlöndum og jafnvel þjálfa
þá á meðan. Þessi hugmynd byggist á nálægðinni við
flugvöllinn, hann býðst til að taka við hundunum við
flugstöðina og skila þeim á sama stað þegar fólkið
kemur heim.
Hann er með ýmsar fleiri hugmyndir en segir að
þetta ætti að vera nóg til að byrja með enda verður
hundaþjálfunin aukastarf hjá Atla, að minnsta kosti
til að byrja með. Hann telur að þörf sé fyrir þessa
þjónustu og lítur í því efni ekki aðeins til Suð-
urnesja, þar sem enginn hundaskóli er, heldur einn-
ig til höfuðborgarsvæðisins, enda sé hundaeign að
aukast mjög þessi árin.
„Ég er ekki í neinum vafa um að það er full þörf
fyrir þessa starfsemi enda mikilvægt að fólk geti
notið hundanna eins vel og kostur er,“ segir Atli og
vekur athygli á slagorði skólans: „Gerum besta vin
mannsins betri.“
Í dag verður opið hús í húsnæði K9-hundaskóla í
Grófinni 9, frá klukkan 11 til 16. Atli hyggst miðla af
þekkingu sinni og kynna starfsemi skólans.
„Gerum besta vin
mannsins betri“
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hlýðni: Atli Þorsteinsson siðar hund sinn, Sesar, í
húsnæði nýja hundaskólans í Grófinni í Keflavík.
Atli Þorsteinsson opnar K9-hundaskóla í Grófinni
KARLAKÓR Keflavíkur heldur tónleika í
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, laugardag,
klukkan 17. Síðustu vortónleikar kórsins í
ár verða á sama stað nk. miðvikudag,
klukkan 20. Einsöngvarar eru Steinn Erl-
ingsson baritón og Davíð Ólafsson bassi.
Stjórnandi er Vilberg Viggósson og undir-
leikari Ester Ólafsdóttir.
Vortónleikar Karlakórs
Keflavíkur
NÝIR menn hafa tekið við umboði fyrir öku-
tæki frá Bifreiðum og landbúnaðarvélum á
Suðurnesjum. Grétar Ólason og Þorsteinn
Magnússon, sem rekið hafa SG-bílaleiguna,
keyptu reksturinn af Smára Helgasyni.
Þeir Grétar og Þorsteinn munu selja bæði
nýja og notaða bíla í samstarfi við B&L og
hyggjast kynna nýju bílasöluna, sem hlotið
hefur nafnið SG-bílar, með bílasýningu að
Bolafæti 1 í Njarðvík um helgina. Á sýning-
unni verða allir nýjustu bílarnir frá Hyundai,
Renault, BMW og Land Rover.
Grétar Ólason og Þorsteinn Magnússon
handsala samning við Heiðar Sveinsson,
sölustjóra hjá B&L.
Bílasýning hjá nýjum
umboðsmönnum