Morgunblaðið - 03.04.2004, Page 31

Morgunblaðið - 03.04.2004, Page 31
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 31 „ÉG get ekki kvartað, viðskiptin hafa gengið vel og árið í fyrra var gott ár en íslenskar lopavörur eru um það bil þriðjungur söl- unnar,“ segir Leona Delores Morrow (áður Jonasson) í Winnipeg í Kanada. Leona hefur rekið verslun sína, Leona’s Sweater & Wool Shop, á Logan Avenue í Winnipeg undanfarin 18 ár. Íslenskar vörur eru mest áberandi í versluninni og merking- arnar á hillunum eru kunnugar. „Bulky Lopi“, „Lite Lopi“ og „Álafoss Lopi“ má lesa rétt við innganginn og þegar merkingarnar á lopanum eru skoðaðar kemur í ljós að um er að ræða léttlopa frá Ístex í Mosfellsbænum. Leona segir að íslenskur lopi sé til annars staðar í Winnipeg en hún ein selji íslenskar lopapeysur, belgvettlinga og lopasokka. „Ég byrjaði að prjóna heima fyrir aðrar verslanir en foreldrar mínir hvöttu mig til að opna eig- in verslun. Með þeirra aðstoð gat ég keypt þetta húsnæði sem ég breytti síðan í verslun.“ Foreldrar Leonu voru Dýrunn og Leo Jon- asson, bændur í Geysisbyggðinni í Manitoba. Hún segir að íslenska hafi alltaf verið töluð á heimilinu og margir í fjölskyldunni tala ágæta íslensku. Framleiðsla hennar er líka ís- lensk. „Ég reyni stöðugt að koma með eitt- hvað nýtt, nýjar hugmyndir, ný snið, nýtt garn og svo framvegis en það er athyglisvert hvað margt ungt fólk hefur áhuga á því að prjóna.“ Prjónakonunum fækkar Fiskimenn í Manitoba hafa sagt að belg- vettlingar Leonu séu þeir bestu. „Annað kem- ur ekki til greina því það prjónar enginn svona vettlinga lengur,“ segir hún en dregur síðan í land. „Ég ætti kannski ekki að taka svona sterkt til orða vegna þess að það hljóta einhverjar konur að prjóna ámóta vettlinga. En þeim fer örugglega fækkandi. Þegar við mamma byrjuðum á þessu var samkeppnin mjög hörð og við áttum í erfiðleikum með að selja vörurnar okkar. Nú eru margar prjóna- konurnar dánar en spurnin eftir vörunum er áfram mikil. Fiskimenn, verkamenn og fleiri þurfa svona vettlinga í kuldanum á veturna.“ Leona er með 10 aðstoðarkonur við prjóna- skapinn en enginn þeirra er af íslenskum uppruna. „Ég var með 35 aðstoðarkonur þeg- ar mest var,“ segir hún og bætir við að hún hafi alltaf haft opið sex daga í viku á veturna en fimm daga á sumrin. Dauðu stundirnar notar hún til þess að prjóna. „Ég vil hafa góð- an lager af öllu en salan er mest á haustin, þegar jólavertíðin hefst.“ Íslenskar lopavörur vinsælar í Manitoba Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Leona Delores Morrow notar dauðu stundirnar til þess að prjóna lopapeysur, sokka og vettlinga. Í HÓPI vesturfaranna á ofanverðri 19. öld og í byrjun 20. aldar voru nokkur börn, sem sömdu tónverk í Vesturheimi þegar þau uxu úr grasi. Sumir afkomendur þeirra fylgdu í kjölfarið, en lítið sem ekkert hefur verið fjallað um verk þeirra og þau því verðugt rannsóknarefni, að sögn dr. Bjarka Sveinbjörnssonar, tónlistar- fræðings og tónlistarráðunauts Ríkisútvarps- ins. Um liðna helgi flutti Bjarki áhugaverðan fyrirlestur um helstu áhrifaþætti á íslenska tónlist á 19. öld, í Manitobaháskóla í boði ís- lenskudeildar og íslensks bókasafns háskól- ans. Hann sagði að Gunnsteinn Eyjólfsson og Jón Friðfinnsson, sem fluttu með foreldrum sínum frá Íslandi til Nýja-Íslands í Manitoba í Kanada 1877 og 1876, hefðu verið fyrstu ís- lensku tónskáldin í Vesturheimi og tónverk þeirra hefðu snemma verið gefin út. Um 15 tónskáld væru í frumherjahópnum og í hópi af- komenda þeirra hefðu bæði verið söngvarar og hljóðfæraleikarar, en almennt hefði lítið verið fjallað um verk þeirra enda þau flest ekki að- gengileg. „Ég er viss um að það leynast mörg verk í kössum í geymslum hér og þar,“ sagði hann og hvatti fólk til að leita að tónverkum eftir þessi tónskáld og koma þeim til varð- veislu á íslenska bókasafnið við Manitoba- háskóla. Bjarki sagði að það væri merkilegt að sjá hvernig fólk, sem hefði sama bakgrunn en þroskaðist á mismunandi hátt í tveimur að- skildum menningarheimum, það er á Íslandi og í Vesturheimi, semdi tónlist. „Spurningin er hvort tónlistin verður öðruvísi þegar menn með sama bakgrunn vaxa upp í mismunandi menningarumhverfi. Það getur orðið spenn- andi rannsóknarefni,“ sagði hann. Fyrir hönd Tónverkamiðstöðvarinnar og Smekkleysu færði Bjarki íslenska bókasafninu um 50 diska með íslenskri tónlist og sagðist vona að gjöfin yrði vísir að góðu tónlistarsafni. Tónverk í Vesturheimi verðugt rannsóknarefni Morgunblaðið/Steinþór Dr. Bjarki Sveinbjörnsson hélt athyglisverðan fyrirlestur í Manitobaháskóla á dögunum. ÞEGAR Íslendingar héldu til Norður-Ameríku á síð- asta fjórðungi 19. aldar upplifðu þeir marga langa og kalda vetur. Mörgum hefur þótt veturinn í vetur á þess- um slóðum minna á þessa gömlu tíma en ljóst er að all- ar aðstæður til að bregðast við snjónum og kuldanum eru allt aðrar og betri nú en áður. „Mér hefur oft verið hugsað til forfeðra minna í vetur, dugnaðar þeirra og baráttu við veðrið við slæmar aðstæður,“ segir Curtis Olafson, nautgripabóndi í Edinburg í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Mike Guttormson, fyrrverandi fiski- maður í Gimli í Manitoba, segir að kuldinn geti verið hressandi og lætur snjóinn ekki angra sig heldur notar snjóblásarann sinn til að hreinsa bílastæðin hjá sér og nágrannanum. „Þetta er í síðasta sinn í vetur sem ég þarf að hreinsa stæðin því vorið er komið og bráðum hverfur snjórinn,“ segir hann. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Veturinn kvaddur ÞORRABLÓT eru fastur liður í starfsemi Íslendingafélaga í Vest- urheimi og enn eru þau haldin þó nokkuð sé frá þorra og tími kom- inn til að huga að páskahátíðinni. Vegna veðurs er oft ekki skyn- samlegt að halda mannamót í jan- úar og febrúar í afskekktum sveit- um en með hækkandi sól er auðveldara að komast á milli. Fyrir hálfum mánuði var til dæmis hið árlega þorrablót í Árborg í Mani- toba og um liðna helgi voru þorra- blót í Vatnabyggð í Saskatchewan og Toronto. Íslendingafélög í Bandaríkjunum fá stundum þorra- mat frá Íslandi en víða leynast menn og konur sem matreiða ís- lenskan mat. Í því sambandi má nefna Archie Palsson hjá Palsson Fine Foods í Árborg sem hefur útbúið íslenskan mat í áratugi og sendir til félaga og vina víða í Kan- ada og Bandaríkjunum. „Rúllu- pylsan er vinsælust en það er stöð- ug spurn eftir hangikjöti um hátíðar eins og jól og páska og skyrið rennur vel út,“ segir hann. Rúllupylsan eftirsótt vestra Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Archie Palsson í Árborg í Manitoba selur meðal annars bakka með brauði með rúllupylsu og segir hann að þeir renni út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.