Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 33

Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 33 FRamtíDaRBóK- www.kbbanki.is Draumur fermingarbarnsins getur or›i› a› veruleika me› a›sto› Framtí›arbókar. Me› flví a› ávaxta fermingarpeningana á Framtí›arbók er lag›ur grunnur a› flví a› stórir draumar geti or›i› a› veruleika í framtí›inni. Gjafakort fyrir Framtí›arbókina fást í öllum útibúum KB banka. Láttu draumana rætast! ÉG Á MÉR DRAUM Ver›trygg›ur sparireikningur, sem ber 6% vexti. Innstæ›an ver›ur laus til úttektar vi› 18 ára aldur. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 1 8 4 5 • s ia .i s STÓRA málið er afrakstur höf- undaleikhúss Dramasmiðjunnar sem Hlín Agnarsdóttir og Margrét Áka- dóttir hafa komið á fót og reka með miklum myndarskap. Þetta er nýr vettvangur fyrir þá einstaklinga sem ganga með leikskáld í maganum og þær stöllur munu ásamt fleirum leitast við að gera fæðingarhríðarnar sem sársaukalausastar og fæðinguna eins farsæla og þeim frekast er unnt. Þær stöllur kynna hér annað afkvæmið sem fæðist innan veggja stofnunarinn- ar og fyrsta leikverk Svans Gísla Þor- kelssonar sem flutt er af atvinnuleik- urum a.m.k.. Umgjörð leiksins er sáraeinföld: „Hún“ situr á bekk, „hann“ kemur að- vífandi og fitjar upp á samræðum. „Hann“ stýrir samræðunum, hefur máls á umræðuefninu, sækir á „hana“. Darren Foreman, sem er leikstjóri verksins, lætur þessa staðreynd end- urspeglast í stöðum leikaranna og lát- bragði. Þar af leiðir að „hann“ situr sjaldnast kyrr heldur hreyfir sig á bekknum, stjáklar í kringum hann og lætur augu áhorfenda fylgja sér. „Hún“ situr sem fastast og heldur dauðahaldi í veskið sitt, hlustar á „hann“ með athygli og leggur sitt til málanna enda snýst umræðan um hennar persónu og tilganginn í hennar lífi. Allt var þetta í miklu hófi og það tókst jafnt í texta sem leik að forðast alla tilgerð sem hefði borið efniviðinn og einfalt formið ofurliði. Valdimar Flygenring sýndi fjölbreytta takta sem „hann“ og náði auðveldlega að vera hófstilltur og sannfærandi í hlut- verki sem minnsti vottur um ofleik hefði eyðilagt. Margrét Ákadóttir sýndi framúrskarandi leik sem „hún“, enda virðist hlutverkið klæðskerasn- iðið fyrir hana og kerlingin eins og snýtt út úr nösinni á henni. Höfundurinn hefur fengist við rit- smíðar í nokkur ár og hefur auk greina og smásagna í tímaritum og blöðum sent frá sér ljóðabókina Þyrna og rósir sem út kom 1992. Auk náms síns í Dramasmiðjunni hefur hann sótt nám- skeið um leikritun sem haldin hafa verið á vegum Endurmenntunarstofn- unar Háskóla Íslands og Þjóðleikhúss- ins. Einbeittur vilji hans til að ná tök- um á forminu er greinilegur en umfram allt er kveikjan að skrifum hans brennandi þörf til að tjá sig innan þessa listforms. Hann hefur starfað með áhugaleikfélögum í Vestmanna- eyjum og á Selfossi og m.a. tekið að sér leikstjórn hjá því síðarnefnda. Eins og fleiri höfundar sem hafa spreytt sig á ljóðforminu hefur Svanur orðið sér meðvitandi um hve mikil- vægt er að málsniðið sem valið sé hæfi efninu. Auk þess notar höfundur á stundum ákveðna ljóðrænu til að sveipa textann ákveðinni dulúð og hefja hann upp úr flatneskju daglegs orðfæris. Umræðuefni persónanna er athygl- isverðasti þáttur sýningarinnar. Í fljótu bragði koma ekki margir ís- lenskir höfundar upp í hugann sem hafa byggt leikverk sín upp á jafn beinskeyttri umræðu um tilgang veru okkar hér á jörð. Einar Kvaran er náttúrlega helst tengdur þessu efni og e.t.v. mætti finna í einstaka verki Guð- mundar Kamban dæmi um að höfund- ur tjái sig um þetta efni jafn blátt áfram og Svanur Gísli Þorkelsson ger- ir hér. En Svanur er nútímamaður og hvað stílinn varðar er hann víðs fjarri þeim upphafna stíl sem einkennir eilífðar- málaumræðu Einars Kvaran. Það er ánægjulegt að nýtt leikskáld sýni hve gott vald hann hefur á málinu og að hann geti byggt upp umræðu um jafn viðkvæm efni eins listilega og hér er sýnt og það án allrar væmni. Einföld bygging þessa einþáttungs hæfir vel skýrt afmörkuðu efninu. Höfundur skilar hugmyndinni fullfrágenginni og í lokin útræddri. Gagnrýnandinn hverfur á braut með það sterklega á tilfinningunni að hann hafi upplifað þá sjaldgæfu sálarhreinsun sem grísku leikskáldin stefndu að. Er hægt að fara fram á meira? Tilgangur lífsins LEIKLIST Höfundaleikhús Dramasmiðjunnar í Iðnó Höfundur: Svanur Gísli Þorkelsson. Leikstjóri: Darren Foreman. Leikmyndar- og búningahönnun: Rebekka A. Ingi- mundardóttir. Leikarar: Margrét Ákadótt- ir og Valdimar Örn Flygenring. Laugardagur 13. mars. STÓRA MÁLIÐ Sveinn Haraldsson SKÁLDSAGA Einars Más Guð- mundssonar, Englar alheimsins, er orðin útbreiddasta íslenska skáldsaga síðustu áratuga. Réttindastofa Eddu útgáfu hefur nú gengið frá samningum um sölu á útgáfurétti bókarinnar til Eistlands og Búlg- aríu og þar með bætast þessi lönd í hóp þeirra 20 sem fyrir voru. Allt frá því að bókin kom út á Íslandi árið 1993 hefur hún notið gríðarlegra vinsælda íslenskra lesenda. Fyrir hana hlaut Einar Már Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs árið 1995 og samnefnd kvikmynd Friðriks Þórs Friðríkssonar eftir handriti Einars sem frumsýnd var á nýársdag árið 2000 er ein þeirra kvikmynda sem notið hafa mestrar að- sóknar hérlendis. Englar alheimsins hafa ýmist komið út eða eru væntanlegir í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Danmörku, Noregi, Sví- þjóð, Finnlandi, Færeyjum, Græn- landi, Spáni, Portúgal, Ítalíu, Tékk- landi, Litháen, Tyrklandi, Póllandi, Kína og Serbíu. Englar alheimsins í 22 löndum Einar Már Guðmundsson ÆFINGAR standa nú yfir í Borg- arleikhúsinu á leikgerð eftir bestu sögu allra tíma (að mati lesenda Times!) DON KÍKÓTA eftir Miguel de Cervantes. Leikgerðin er eftir Bulgakov og þýðinguna gerir Jón Hallur Stefánsson. Halldóra Geirharðsdóttir leikur Don Kíkóta og Bergur Þór Ingólfs- son leikur Sansjó. Með önnur hlutverk fara: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir, Hanna María Karlsdóttir, Halldór Gylfason, Guðmundur Ólafsson og Theodór Júlíusson. Leikmynd gerir Gretar Reyn- isson, búningana Stefanía Adolfs- dóttir. Lýsing er í höndum Lárusar Björnssonar. Leikstjóri er Guðjón Pedersen. Frumsýningin verður 13. maí. Don Kíkóti á fjalirnar Leikendur og listrænir stjórnendur Don Kíkóta. Morgunblaðið/Ásdís TÓNSKÁLDAFÉLAG Íslands stendur fyrir tónleikum í Lista- safni Íslands kl. 17 í dag. Þar syngur Hamrahlíðarkórinn íslensk kórverk sem mörg hver hafa verið sérstaklega samin fyrir kórinn og Þorgerði Ingólfsdóttur stjórnanda hans. Hátíðartónleikarnir eru haldnir í tilefni af fyrstu úthlutun Musica Nova-sjóðsins sem nú hef- ur verið endurreistur en sjóðurinn hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun á sviði tónlistar og styðja við metnaðarfull verkefni á því sviði. Musica Nova var stofnað fyrir tæpri hálfri öld og hefur í gegnum tíðina staðið fyrir viða- miklu tónleikahaldi og stuðlað að nýsköpun á sviði tónlistar. Með stofnun Musica Nova á sínum tíma skapaðist vettvangur fyrir fram- sækna tónsköpun og tónlist- arflutning sem hefur síðan þá haft mikil áhrif á íslenska tónlist og menningu. Framlag Musica Nova til tónlistar í dag er stuðningur við flytjendur og tónleikahaldara til pöntunar á nýjum tónverkum hjá íslenskum tónskáldum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er formaður Musica Nova-sjóðsins. Hún segir að þörfin fyrir sjóðinn sé gríðarlega mikil. Fyrir þessa fyrstu úthlutun hafi borist 45 umsóknir, en hægt hafi verið að úthluta til átján verkefna. „Við sjáum það, að ef þörfinni ætti að vera fullnægt, þyrftu að vera 15–17 milljónir króna í sjóðnum til úthlutunar í hvert sinn sem út- hlutað er. Það er sú heildar- upphæð sem sótt var um. Þetta sýnir um leið hve sköpunarkraft- urinn er mikill hér, því allar um- sóknirnar voru bæði mjög fram- bærilegar og styrkhæfar – allt fyrsta flokks umsóknir,“ segir Steinunn Birna. Hún segir það mikilvægt fyrir flytjendur tónlist- ar og stjórnendur að til sé þessi farvegur til að panta tónverk hjá tónskáldum til flutnings. „Það hef- ur verið illmögulegt að finna þess- um verkefnum farveg hingað til, og oft hefur það verið þannig að tónskáld hafa verið að gera flytj- endum vinargreiða með því að semja fyrir þá út á kunn- ingsskapinn. En það er ekkert til að byggja heilt tónlistarlíf á – framleiðslu tónverka í heilu landi. Því er það mjög gleðilegt að nú skuli þetta orðið að veruleika, þetta er mikilvægt.“ Það er við hæfi að Hamrahlíð- arkórinn syngi á fyrstu hátíðartón- leikum Musica nova, því kórinn er vafalítið í hópi þeirra flytjenda sem íslensk tónskáld hafa verið hvað ötulust við að semja fyrir, og skipta tónverk samin fyrir kórana í Hamrahlíð líklega tugum. Á tónleikunum í dag frumflytur kórinn nýtt lag eftir Snorra Sigfús Birgisson, Bak við auga, en auk þess verða flutt verk eftir Hróð- mar Inga Sigurbjörnsson, Huga Guðmundsson, Jórunni Viðar, Þor- kel Sigurbjörnsson og fleiri. Stjórnandi kórsins er sem fyrr Þorgerður Ingólfsdóttir. Hamrahlíðarkórinn syngur á tónleikum Musica nova-sjóðsins Morgunblaðið/Sverrir Hamrahlíðarkórinn hefur frumflutt fjölda íslenskra kórverka sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hann. Mikill sköpunarkraftur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.