Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 40
ÁR ER nú liðið frá stríðinu í Írak og Bandaríkin falla enn í áliti. Fyrir ári reyndi Banda- ríkjastjórn að neyða þjóðir heims til að styðja tilefnislaust stríð, hélt því fram að hver sá sem tryði því ekki að Írakar ættu ger- eyðingarvopn væri annaðhvort kjáni eða sökunautur hryðju- verkamanna. Núna vitum við að bandarísku ráðamennirnir og þeir fáu erlendu leiðtogar sem studdu þá voru annaðhvort kján- ar eða lygarar. Þetta hefur samt ekki leitt til þess að lát hafi orðið á ruddalegu framferði Bush- stjórnarinnar. Bandaríkin eru stórveldi sem gæti gert geysimikið gagn í heiminum. Rannsókn þjóðhag- fræði- og heilbrigðisnefndar Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, WHO, og fleiri rannsóknir hafa sýnt að með þjóðartekjur sem nema ellefu billjónum doll- ara á ári gætu Bandaríkin fjár- magnað aðgerðir sem duga í bar- áttunni gegn alnæmi, malaríu, berklum og fleiri banvænum sjúkdómum fyrir lítið brot af þeim fjármunum sem var sóað í Írak. Reyndin er á hinn bóginn sú að fjárhagsaðstoð Bandaríkj- anna við fátæk ríki heims, sem hlutfall af þjóðartekjum, er minni en nokkurs annars iðnríkis. Bandaríkin geta einnig gert geysimikið ógagn. Útgjöldin til Bandaríkjahers nema nú 450 milljörðum dollara og eru um það bil jafnmikil og samanlögð út- gjöld annarra ríkja heims til her- mála. Stjórn Bush telur að hern- aðarmáttur Bandaríkjanna dugi til að tryggja öryggi, þótt hryðju- verkastarfsemin hafi magnast eftir stríðið í Írak. Þrátt fyrir auðinn og hernaðar- máttinn er óhjákvæmilegt að pólitísk völd Bandaríkjanna – hvort sem þau eru notuð til góðs eða ills – dvíni þegar fram líða stundir. Ástæðurnar eru að minnsta kosti fimm:  Fjármál Bandaríkjanna eru í ólestri. Vegna skattalækkana Bush og útgjaldanna til hersins, sem hafa stuðlað að 500 milljóna dollara fjárlagahalla á ári, þurfa bandarísk stjórnvöld að hækka skatta og minnka útgjöldin, hvort sem Bush verður endurkjörinn eða ekki. Minnka þarf útgjöldin til hersins, sem hafa aukist um 150 milljarða dollara frá því að Bush komst til valda, á næstu ár- um til að koma fjármálum Bandaríkjanna í lag.  Bandaríkin steypa s armiklar skuldir erlen seðlabanka Asíuríkja rískum verðbréfum nem uðum milljarða dollara. isvarasjóðir Japans e u.þ.b. 750 milljörðum d bandarískir ríkisvíxlar hluti af þeim fjármunu eyrisvarasjóðir Kína Kong, Indlands, Suð Singapúr, og Taívans e nema alls 1,1 billjón d viðbótar. Í stuttu máli Bandaríkin stórskuldug og skuldirnar aukast en stórfelld kaup asískra s á bandarískum ríkisvíx komið í veg fyrir að g arans lækki enn örar.  Önnur ríki heims er á forskotið. Mikið tæ Bandaríkjanna á Brasi Indland og fleiri stór lönd mun minnka. Hagk verður stærra en b hagkerfið innan 25 ára anlega helmingi stærra 2050. Indland, sem er t tækara en Kína, mun e á efnahagslega forskot anlegt er að hagkerfi verði jafnstórt og það b fyrir árið 2050, með fjó um fleiri íbúa og um fjórðungi minni tekjur landsmann.  Minna efnahagsleg verður til þess að póli Bandaríkjanna minnka um í samanburði við ön Kínverjar og Indverjar samanlagt um 40% j Hnignun Bandaríkjanna Eftir Jeffrey D. Sachs © Project Syndicate. Þrátt fyrir auðinn og hernaðarmáttinn er óhjákvæmilegt að pólitísk völd Banda- ríkjanna – hvort sem þau eru notuð til góðs eða ills – dvíni þegar fram líða stundir. 40 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S kýrsla Ríkisendurskoð- unar um kostnað vegna lyfjaneyslu Íslendinga, sem birt var í gær, staðfestir þann grun að á undanförnum árum hafi eitthvað farið verulega úr böndunum í þeim efnum. Hvort sem litið er til samanburðar við önnur lönd í lyfjaverði eða lyfjaneyslu, kemur í ljós að Íslendingar skera sig veru- lega úr og má nefna að ef hver Ís- lendingur hefði greitt jafnmikið fyrir lyf og Danir og Norðmenn gerðu að meðaltali í fyrra hefði lyfjakostnaður hér á landi ekki orðið 14 milljarðar króna árið 2003, eins og reyndin varð, heldur 4,4 milljörðum lægri. Þannig má segja að lyfjakostnaður á hvern Íslending hafi á síðasta ári numið um 48.000 krónum, sem er miklu meira en hjá nágrannaþjóðum okkar og það þrátt fyrir að ís- lenska þjóðin sé hlutfallslega mun yngri en þær. Með tveimur greinum um bólgnandi lyfjaverð og aukna lyfjanotkun Íslendinga á þessum vettvangi í Morgunblaðinu í fyrra leyfði ég mér að benda á þessa óheillaþróun. Af því spunnust heitar umræður og heyrðust m.a. þau sjónarmið að ósiðlegt væri að ræða um kostnað við heilbrigð- isþjónustu með þessum hætti, sjúklingar ættu rétt á bestu og fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ væri á. Staðreyndin er hins vegar sú að víða um lönd á sér stað umræða um gríðarlegan kostnað sem hlýst af aukinni lyfjanotkun og þar taka heilbrigð- isstéttir sjálfar virkan þátt í um- ræðunni á faglegum grundvelli. Vantar ódýrari samheitalyf Í skýrslu ríkisendurskoðunar kemur m.a. fram, að hærri lyfja- kostnaður hér á landi en í Noregi og Danmörku stafi m.a. af því að Íslendingar noti verulega minna af ódýrum samheitalyfjum en þessar nágrannaþjóðir okkar og að auki sé kostnaður við að dreifa lyfjum og selja meiri hér á landi en í hin- um löndunum. Á undanförnum ár- um hafi lyfjaneysla Íslendinga aukist mikið en lyfjakostnaður hafi þó aukist enn meir. Samanburður við þessi lönd vegna ársin leiði í ljós að þá greiddu Í ingar að meðaltali 46% m lyf en þessar þjóðir þrátt heldur minni lyfjanotkun anborið við 37% mun árið Ríkisendurskoðun ben skýrslunni á, að þessi mu ist fyrst og fremst af tvei veigamiklum þáttum. An ar noti Íslendingar verul minna af ódýrum samhei en Danir og Norðmenn s síðustu árum hafa aukið m slíkra lyfja. Hins vegar s Stóraukinn lyfj Eftir Björn Inga Hrafnsson Það á ekki að vera sjálfsagður hlutur að kostnaður vegna eins m nokkurrar umræðu og án þess að nokkur fái þar rönd við reist, s HLUTVERK RÍKISÚTVARPSINS Samkvæmt upplýsingum Guð-mundar Gylfa Guðmundssonar,fjármálastjóra Ríkisútvarpsins, RÚV, um sparnaðaraðgerðir stofnun- arinnar er sagt var frá í Morgunblaðinu í gær „er einkum verið að vinna að því [að ná fram sparnaði] gagnvart dag- skrárgerðinni og það er umtalsvert af liðum sem munu sennilega fara út í ár sem hafa verið fastir liðir í gegnum ár- in“. Í fréttinni kemur jafnframt fram að stjórn Félags fréttamanna mótmæli harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á fréttasviði Ríkisútvarpsins, en í álykt- un stjórnar félagsins eru stjórnendur RÚV hvattir til að halda til streitu út- sendingu fréttaþátta sem verið hafa á dagskrá auk þess sem hvatt er til frek- ari eflingar fréttaþjónustu RÚV í sjón- varpi og útvarpi. Mótmæli stjórnar Félags frétta- manna eiga sér vissulega góð og gild rök, því svo virðist sem fyrirhugaðar sparnaðarráðstafanir muni einmitt bitna á þeim þáttum sem RÚV ætti – sem ríkisrekinn ljósvakamiðill – að sinna best; þ.e.a.s. á fréttatengdu efni er þjónar sérstökum hagsmunum þjóð- arinnar. En eins og Morgunblaðið hef- ur ítrekað bent á er það einmitt á þessu sviði sem og á menningarsviðinu sem RÚV ætti að beita sér. Spyrja má hvort ekki sé nær að fyr- irhugaðar sparnaðaraðgerðir komi nið- ur á innkaupum á erlendu afþreying- arefni, og hvort RÚV sé ekki á rangri braut ef það keppir um hylli áhorfenda með slíku dagskrárefni í stað þess að þjóna sínu sérstaka upplýsingar- og menningarhlutverki af metnaði. Ef tekið er mið af því hvernig einkareknir ljósvakamiðlar hafa þróast á Íslandi, má ljóst vera að framtíð RÚV ræðst ekki lengur af framboði á því efni sem aðrir sinna jafn vel eða betur, né heldur af því hversu útsendar klukkustundir eru margar. Framtíð RÚV ræðst fyrst og fremst af gæðum þess efnis sem það sendir út – ekki síst hvað viðkemur inn- lendri dagskrárgerð – og vægi þess fyr- ir íslenskt samfélag. Jón Gunnar Grjetarsson formaður Félags fréttamanna segir í Morgun- blaðinu í gær að þegar hafi verið til- kynnt að útsendingum á þættinum Pressukvöldi verði hætt og að rætt hafi verið um að leggja Brennidepil niður. Hann bendir á að þessir „tveir þættir, fyrir utan fréttir og Kastljós, eru einu fréttatengdu þættirnir sem eru í boði í Sjónvarpinu“. Hann segir kannanir „hafa sýnt að það er þörf og áhugi á fréttatengdu efni“, og að það sé „ekki til þess fallið að viðhalda trausti og trúnaði við almenning í landinu, [...] að setja eitthvað á og búa til væntingar og skera það svo niður“. Þetta eru orð að sönnu, því með því að skera niður fréttatengda þætti er RÚV að bregðast í því hlutverki sínu að „veita almenna fræðslu og gera sjálfstæða dagskrár- þætti er snerta Ísland eða Íslendinga sérstaklega“, eins og það er orðað í lög- um um Ríkisútvarpið. ÁFENGI OG ÍÞRÓTTIR Það var skynsamleg ákvörðun hjáborgarstjórn Reykjavíkur að vísa aftur til borgarráðs ákvörðun um að veita veitingaaðila í Egilshöll-íþrótta- miðstöð leyfi til að selja þar bjór og léttvín. Áfengi og íþróttir fara ekki saman, þótt of mikið sé um að þessu tvennu sé blandað saman og augljóslega eitthvað um það, að áfengi sé haft um hönd, þar sem íþróttir eru stundaðar. Þetta mál er í raun og veru mjög ein- falt. Þjóðin hefur lagt mikla fjármuni í að byggja upp myndarlegar íþrótta- miðstöðvar. Börnum og unglingum er beint í þessar íþróttamiðstöðvar til þess að stunda þar ýmsar tegundir af íþróttum. Engin spurning er um, að íþróttaiðkun barna og unglinga og ungs fólks er einhver bezta vörnin gegn þeim hættum, sem nú virðast leynast nánast hvar sem er á vegi þeirra ungmenna, sem eru á leið út í líf- ið. Íþrótta- og félagsstarf í þessum íþróttamiðstöðvum er víðtækt og til fyrirmyndar. Augljóst er að foreldrar dragast inn í þetta starf með ýmsum hætti en þó ekki sízt til þess að veita þeim félagasamtökum stuðning, sem hlut eiga að máli og taka þar með þátt í að skapa heilbrigt umhverfi í kringum tómstundastarf barna sinna. Í stuttu máli sagt er starfsemi íþróttafélag- anna til fyrirmyndar og hefur gífur- lega þýðingu fyrir samfélagið. Það er svo annað mál, að fjárhagsgrundvöllur íþróttafélaganna er of veikur og væri fullt tilefni til að gerðar yrðu róttækar ráðstafanir til þess að tryggja þeim traustan fjárhagslegan grundvöll. En áfengi á ekki heima í íþróttamið- stöðvum, þar sem þessi merka starf- semi fer fram. Það er fáránlegt og óskiljanlegt að meirihluta borgarráðs skuli yfirleitt hafa dottið það í hug. Ef bjór og léttvín væru á boðstólum í íþróttamiðstöðvum blasir við, að í mörgum tilvikum gætu það orðið fyrstu kynni unglinga af þessum drykkjum. Er það eftirsóknarvert? Dettur einhverjum í hug að það sé æskilegt? Það er miklu frekar ástæða til að út- rýma áfengisneyzlu algerlega úr öllum íþróttamiðstöðvum að svo miklu leyti, sem hún kann að finnast þar. Hafa menn einhverja sérstaka löngun til að innleiða drykkjumenningu á íþrótta- mótum? Er sú „menning“ til eftir- breytni eins og við sjáum hana á íþróttaviðburðum í útlöndum? Að of- stopafullir, drukknir áhangendur íþróttafélaga eyðileggi allt sem fyrir verður og stórslasi annað fólk? Bindindissemi hefur ekki átt upp á pallborðið í þessu þjóðfélagi um skeið. Það hefur lengi þótt við hæfi að gera grín að bindindissamtökum. Þegar Góðtemplarareglan var sem sterkust fyrir einni öld er ljóst, að hún vann þjóðþrifaverk. Þá var drykkjuskapur augljóslega þjóðarböl á Íslandi. Og þótt verulega hafi dregið úr þeim vanda er hann enn til staðar og hefur kallað mikla ógæfu yfir margar fjöl- skyldur á Íslandi. Það er fráleitt að veita bjór og létt- vín innan veggja íþróttamiðstöðva. Íþróttahreyfingin á að skera upp herör gegn slíkum hugmyndum. Borgarráðs- menn í höfuðborginni eiga að endur- skoða fyrri ákvörðun og falla frá henni. Að svo miklu leyti, sem áfengi er með einhverjum hætti veitt í íþróttamið- stöðvum á að leggja þann sið niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.