Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 44

Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ É g hef aldrei lagt mig sérstaklega eftir því að vita hve mikið fjölskyldumeðlimir, vinir og samstarfs- félagar fá inn á sinn reikning frá vinnuveitanda um hver mán- aðamót. Laun til annarra en sjálfr- ar mín koma mér einfaldlega ekki við. Margir eru ósammála þessu og telja að yfir launum eigi ekki að hvíla leynd, heldur eigi þau að vera fyrir allra augum. Þær raddir hafa gerst háværari að undanförnu sem halda því fram að launaleynd sé til þess fallin að auka á kynbundinn launamun. Konur séu á einhvern hátt grandalausari þegar kemur að því að semja um rétt laun. Þær semji af sér vegna þess að vinnu- veitandinn sé svo illa innrættur að vilja halda því leyndu fyrir þeim hvað karlinn á næsta bás fær í sinn vasa fyrsta hvers mánaðar. Vinnuveitandinn sé hins vegar fús til að hygla körlum með alls kyns aukasporslum þannig að hans launaumslag verði gildara en hennar. Nýlega sat ég fund um jafnrétt- ismál þar sem kynbundinn launa- munur var helsta umræðuefnið. Ólík afstaða til þess hverjar orsakir kynbundins launamunar eru kom berlega í ljós. Til einföldunar má skipta niður í tvo hópa: þá/þær sem telja kynbundinn launamun vera eymingjaskap kvenna um að kenna og þá/þær sem telja að launaleynd og grimmd vinnuveitenda séu helstu orsakir þess að konur hafa lægri laun en karlar. Einhverjum kann að þykja þetta fordómafull greining mín á þessum tveimur viðhorfum. Mér þykir ein- faldlega skýrara að segja svona frá heldur en nota orðalag sem er byggt á frösum. Jæja, nóg um það. Á þessum ágæta fundi mættust sumsé stálin stinn, eins og venja er þegar fólk kemur saman úr ólíkum áttum og ræðir um jafnréttismál. Það er eins og aldrei fáist niðurstaða í eitt né neitt. Fólk bara talar í kross. Ég fæ það raunar oft á tilfinninguna að þegar jafnréttismál eru rædd þá sé markmiðið að komast ekki að nið- urstöðu. Vandamálið er í aðal- hlutverki en lausnin í auka- hlutverki. Líklega hef ég sjálf gerst sek um að leggja lítið til þessa málaflokks annað en þras og pirr- ing. Jafnvel hneykslun yfir því sem mér þykja ranghugmyndir um það hvað er jafnrétti. Hugsanlega hef ég skilið lausnirnar útundan en ein- blínt á hugarangur mitt yfir hinum meintu ranghugmyndum. Að mínu mati er umræða um kynbundinn launamun komin í svo mikinn hnút að það sætir tíðindum ef sá/sú sem tjáir sig um þau mál á samkundu hefur eitthvað nýtt fram að færa. Fjöldann allan af fundum hef ég setið um þessi mál og annað er tengist jafnrétti kynjanna. Oftar en ekki finnst mér eins og ég viti nákvæmlega hvað hver og einn ætlar að segja. Það liggur við að fréttina af fundinum sé hægt að skrifa fyrirfram. Einhver mun standa upp og segja að konur verði að vera harð- ari af sér í launaviðtölum, þá fái þær jafnhá laun og karlar. Annar fundargestur mun segja að allt sem sá fyrri segir sé á misskilningi og fáfræði byggt. Aflétta beri launa- leynd þar sem vinnuveitendur beiti henni til að brjóta á mannrétt- indum kvenna. Sá fyrri stendur þá aftur upp og segir að markaðurinn leysi málið. Einn til viðbótar bendir á að markaðurinn hafi ekki gagnast til að leysa úr kynbundnum launa- mun. Að síðustu kemur enn einn snillingurinn upp og segir konur barasta geta gerst harðari í horn að taka. Og þá erum við komin í hring. Engin lausn þótt vandinn blasi við. Kannski er best að taka það fram á þessu stigi málsins, og þótt fyrr hefði verið, að undirrituð hefur enga töfralausn á þeim vanda sem kynbundinn launamunur er. Þeim sem bíða eftir lausninni er ráðlagt að hætta lestrinum nú þegar. Sú leynd sem hvílir yfir launum fólks er að mínu mati eðlileg og hef- ur ekkert með jafnrétti kynjanna að gera. Það að deila því ekki með öðrum hvað launaumslagið er þykkt snýst um að vera annt um sitt einkalíf en ekki um það að vera á móti jafnrétti. Málið er að við virðumst hafa einhverja þörf til að greina mann- eskjur niður í flokka. Aldur og kyn eru þeir tveir mælikvarðar sem mest eru notaðir. Það er erfitt að vísa til manneskju sem einhvers konar kynlausrar veru án aldurs. Manneskjur eru ungar konur, mið- aldra karlar, gamlir karlar og rosknar konur, svo dæmi séu tekin um vinsæla flokka. Í lýsingum okkar á öðru fólki bætast svo gjarnan líkamseinkenni, samanber feitur kall, mjó kona. Nú eða lýsing á framkomu: skemmti- leg stelpa, niðurlútur ungur maður. Líklega koma skoðanir næst: hægrisinnuð, öfgafull, róttækur og þar fram eftir götunum. Slíkar lýs- ingar á fólki þurfa ekki að fela í sér fordóma. Þær fela það eitt í sér að við þurfum að styðja munnlegar lýsingar einhvers konar myndum sem birtast okkur í höfðinu þegar við tölum við annað fólk eða um það. Afnám launaleyndar snýst um að allir geti miðað sig við þann sem er á næsta bás. Geti notað laun ann- arra sem mælikvarða á sín laun. Rétt eins og við notum aldur ann- arra til að finna út hvað við erum gömul. Þeir sem eru taldir ungir eru það vegna þess að það eru svo margir sem eru eldri og öfugt. Það fólk sem talið er feitt er það vegna þess að þorri fólks er grennra en það (þó vissulega sé þetta mat oft brenglað). Það fólk sem sett er í flokk hálaunafólks er þar vegna þess að svo margir eru með miklu lægri laun. Það að þurfa sífellt að bera sig saman við næsta mann, vita hvort sá er eldri, feitari, skemmtilegri eða með hærri laun er ekki endi- lega eftirsóknarvert. Ég get ekki betur séð en að sá háttur að krefja annað fólk um að fá að sjá launa- umslagið þess sé einmitt til þess fallið að auka misrétti. Ekki get ég með nokkru móti skilið að þörf sé að að bæta við tækjum eins og launum til að greina annað fólk. Nóg gerum við samt af því að draga í dilka, hvort sem er eftir kyni, aldri, ásjónu, framkomu eða skoðunum. Launuð leynd Það að þurfa sífellt að bera sig saman við næsta mann, vita hvort sá er eldri, feitari, skemmtilegri eða með hærri laun er ekki endilega eftirsóknarvert. VIÐHORF Eftir Eyrúnu Magnúsdóttur eyrun@mbl.is ÉG er kona af erlendum uppruna sem bý á Íslandi og á þrjú börn á skólaaldri. Ég þekki persónulega til margra fjölskyldna fólks af erlendum upp- runa þar sem börn á unglingsaldri hafa horfið frá námi í fram- haldsskóla. Unglingar undir 18 ára aldri sem hættu námi vegna tungumálaerfiðleika. Ekki vegna þess að þeir væru latir og nenntu ekki að læra, heldur einfaldlega vegna þess að menntakerfið gat ekki séð þeim fyrir kennslu við hæfi. Fjármagn og stefnu skortir Það er nöturleg staðreynd í mínum huga að ungmenni á Íslandi sem ekki tala reiprennandi íslensku hafa ekki sömu tækifæri til að mennta sig og jafnaldrar þeirra sem hafa ís- lensku sem móðurmál. Og ein meg- inástæðan er sú að íslensk stjórn- völd veita allt of lítið fjármagn til íslenskukennslu útlendinga þannig að þeir skólar sem eru þó að reyna að bjóða þeim íbúum landsins sem ekki tala íslensku upp á kennslu, geta ekki sinnt þessu verkefni sem skyldi. Tími er kominn til að mennta- málaráðuneytið taki stefnu í menntamálum ung- linga af erlendum upp- runa, til gagngerrar endurskoðunar. Eiga ekki allir íbúar lands- ins að njóta sömu rétt- inda til menntunar? Er ekki kominn tími til að ráðuneytið móti kennslustefnu í ís- lensku sem öðru tungumáli á fram- haldsskólastigi? Hvenær fá allir menntun við hæfi? Á dögunum birti Morgunblaðið grein um málstofu Alþjóðahúss þar sem menntamál innflytjenda voru rædd meðal annars. Þar vakti sér- staka athygli mína erindi Sölva Sveinssonar skólameistara Fjöl- brautaskólans við Ármúla en skól- inn býður upp á sérstaka kennslu fyrir unglinga af erlendum uppruna. Fram kom hjá Sölva að víða er pottur brotinn hvað snertir mennta- mál innflytjenda. Hvenær ætlar ráðuneytið að taka á þessum mál- um? Hvað líður undirbúningi að því að semja námsskrá fyrir þessa hópa? Hvernig er staðið að því að þjálfa framhaldsskólakennara til að kenna íslensku sem annað tungu- mál? Hvaða stuðning fær hver skóli til að sinna þörfum nemenda sem ekki tala íslensku? Hvenær kemur sá tími að stjórnvöld tryggja öllum jafnt aðgengi að menntun við hæfi hvers og eins með tilliti til mismun- andi hæfileika og uppruna? Stuðninginn vantar Þetta eru mikilvægar spurningar sem við eigum skilið að fá svör við. Allir íbúar Íslands eiga rétt á menntun við hæfi. Stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í því að styðja við bakið á ungu fólki sem ekki nýtur þeirra réttinda í dag að geta öðlast þá menntun sem það kýs til að verða fullgildir þjóðfélagsþegnar. Sérstaklega ætti þetta að eiga við um þá sem ekki hafa aðgang að menntun vegna þess að hún er ekki til staðar. Eiga ekki allir lands- menn að njóta sömu réttinda til menntunar? Barbara Kristvinsson skrifar opið bréf til menntamálaráðherra ’Þetta eru mikilvægarspurningar sem við eig- um skilið að fá svör við.‘ Barbara J. Kristvinsson Höfundur á sæti í stjórn Móðurmáls – Samtaka um móður- málskennslu tvítyngdra barna. HINN 1. mars sl. tóku gildi í Reykjavík sérstakar húsa- leigubætur sem eru ætlaðar Reyk- víkingum sem búa við mjög erfiðar félags- og fjárhagslegur aðstæður. Með sérstökum húsaleigubótum fá þeir sem eru í leiguhúsnæði á al- mennum markaði, og hafa verið metnir til tiltekins stigafjölda, sam- svarandi niðurgreiðslu eins og þeir sem búa í íbúð á vegum Fé- lagsbústaða hf. Nú þegar er farið að gæta áhrifa sérstakra húsaleigubóta á almenna leigumarkaðnum þar sem eftirspurn eftir langtímaleigusamn- ingum hefur aukist enda er þessum bóta- flokki ætlað að þjóna milli 300 og 400 ein- staklingum og fjöl- skyldum. Hefur þeim sem eru á biðlista eftir félagslegu leigu- húsnæði á vegum brogarinnar og upp- fylla skilyrði um sér- stakar húsaleigubætur verið sent bréf og þeim kynntur þessi möguleiki. Nú þegar mánuður er liðinn frá gild- istöku sérstöku húsaleigubótanna hefur fækkað á biðlista eftir fé- lagslegu leiguhúsnæði hjá Reykja- víkurborg frá því að hafa verið mest 1.059 niður í 959 í lok mars. Þegar fólk áttar sig betur á þeim mögu- leikum sem gefast mun væntanlega komast enn frekari skriður á bið- listann og leigumarkaðinn. Skilyrði fyrir veitingu sérstakra húsaleigubóta  Umsækjandi hafi ekki möguleika á því að kaupa eigið hús- næði.  Umsækjandi eigi lögheimili í Reykja- vík og hafi átt a.m.k. síðustu 3 ár.  Meðaltal tekna sl. 3ja ára sé innan við 1.796.412 kr. fyrir einhleyping, 2.515.613 kr. fyrir hjón og sambúð- arfólk og 300.728 kr. fyrir hvert barn á framfæri innan 20 ára. Eignir skulu vera innan við 2.390.000 kr.  Umsækjandi búi við mjög erfiðar félagslegar aðstæður og sé í verulegum húsnæðiserfiðleikum samkvæmt samræmdu mati þar á.  Umsækjandi uppfylli skilyrði al- mennra húsaleigubóta. Sérstakar húsaleigubætur eru reiknaðar sem hlutfall af húsa- leigubótum; fyrir hverjar 1.000 kr. í húsaleigubætur fær leigjandi 1.300 kr. í sérstakar húsaleigubætur. Þó geta húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur aldrei verið meiri en kr. 50.000 né farið yfir 75% af leigufjárhæð. SJÁ TÖFLU Nú þegar er ljóst að sérstakar húsaleigubætur munu bæði styrkja almenna leigumarkaðinn og ekki síður aðstæður þeirra sem þessa njóta. Félagsmálaráð Reykjavík- urborg mun fylgjast náið með fram- vindu þessa nýja kerfis á næstu mánuðum og sníða það eftir þörfum þeirra sem verst eru staddir á sama tíma og við spornum gegn því að þessar sérstöku bætur hækki leigu- verð. Styrking almenna leigumarkaðarins Björk Vilhelmsdóttir skrifar um húsaleigubætur ’Nú þegar er farið aðgæta áhrifa sérstakra húsaleigubóta…‘ Björk Vilhelmsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og borgarfulltrúi. Dæmi um útreikning Sérstakar Greiðslu- Fjölskyldu- Íbúðar- Leigu- Húsaleigu- húsaleigu- byrði stærð stærð fjárhæð bætur bætur leigjanda Einstaklingur 2 herb. 55.000 12.500 16.250 26.250 Með eitt barn 3 herb. 70.000 19.500 25.350 25.150 Með tvö börn 4 herb 80.000 25.500 24.500 30.000 Með þrjú börn 5 herb. 90.000 31.000 19.000 40.000 Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.