Morgunblaðið - 03.04.2004, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 45
✝ Ólafur Pálssonbóndi fæddist á
Akureyri 3. maí
1924. Hann lést á
heimili sínu á
Blönduósi föstudag-
inn 26. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Páll Júlíus
Sigurðsson bóndi, frá
Kálfborgará í Bárð-
ardal í Suður-Þing-
eyjarsýslu, f. 25. júlí
1877, d. 9. nóvember
1953 og Ingibjörg
Ólafsdóttir hús-
freyja, f. á Sæunnar-
stöðum í Hallárdal í Austur-Húna-
vatnssýslu 11. desember 1902 , d.
6. mars 1991. Ólafur var elstur
þriggja systkina en systkini hans
búa bæði á Blönduósi, þau eru
Sigurður giftur Öldu Friðgeirs-
dóttur frá Sviðningi og eiga þau
fjórar dætur og Sigríður Guðný,
hún átti þrjá syni með Kristni
Andréssyni, sem er látinn en býr
nú með Óla J. Björnssyni frá
Siglufirði.
Á fæðingarári Ólafs voru for-
eldrar hans búsett á Akureyri en
fluttu árið eftir að Björgum í
Skagabyggð. Þar
stunduðu þau bú-
skap í eitt ár, þar til
þau fluttu að Óseyri
á Skagaströnd.
Tveimur árum
seinna flytja þau aft-
ur að Björgum og
eru þar til vors 1939
að þau flytja að
Króksseli í Skaga-
byggð.
Þar bjó Ólafur
með móður sinni til
ársins 1977 að hann
kaupir Ytri-Björg og
býr þar til 1995 en
þá eignast hann húsið á Mýrar-
braut 7. Á sama tíma fækkar hann
mjög í bústofni sínum en var þó
með nokkurt sauðfé til dánardæg-
urs. Ólafur var virkur í félagsmál-
um. Hann sat í sveitarstjórn
Skagahrepps í nokkur kjörtíma-
bil, var stjórnarmaður í Búnaðar-
félagi Skagahrepps og gjaldkeri í
sjúkrasamlagi hreppsins.
Ólafur kvæntist ekki og var
barnlaus.
Útför Ólafs verður gerð frá
Hofskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Leiðir okkar Óla frænda lágu
nokkuð oft saman síðustu árin og var
það gjarnan við eldhúsborðið hjá
móður minni og Óla Björns. Óli
frændi fékk sér gjarnan að reykja
meðan hann stoppaði, þáði kaffi og
með því eða hádegismat. Gaman
hafði hann af að sýna okkur myndir
af ferðalögum sínum um Ísland síð-
ustu árin. Gjarnan var ferðin inn til
dala og upp á hálendið. Í ferðirnar fór
hann ýmist einn á sínum bíl, með far-
þega eða í stærri ferðir. Hann hafði
mikinn áhuga á sögu landsins og
hafði haft það mjög lengi en ekki allt-
af haft möguleika til ferðalaga vegna
anna við búskapinn. Við lestur bóka
og korta hafði hann numið mikinn
fróðleik og þegar stundir gáfust, lagði
hann land undir fót og notaði tímann
til hins ýtrasta.
Ef ég rifja upp nokkra fleiri þætti
sem tengjast Óla vil ég nefna hvernig
við á Urðarbraut 2 fengum rauðmag-
ann á vorin. Það var vegna þess að Óli
sótti sjóinn um áratugaskeið ásamt
bróður sínum Sigga og seinna bættist
Pétur Sveinsson á Tjörn í hópinn. Oft
veiddu þeir bræður vel á vorin af grá-
sleppunni og síðan söltuðu þeir
hrognin í tunnur. Vorið 1965 var afl-
inn það mikill að kaupa hefði mátt
þrjá jeppa fyrir andvirði hrognanna.
Þeir bræður létu þó duga að kaupa
einn jeppa, sem þeir notuðu saman.
Rauðmagi kom oft í netin og rataði
hluti af aflanum alla leið inn á
Blönduós til móður minnar. Þá var
gott í matinn. Vel má segja að með
rauðmaga á borði, væri vorið alveg að
koma.
Eins var það hvað mér þóttu hæn-
urnar í Krókseli fallegar. Þær voru í
öllum regnbogans litum en ekki bara
hvítar eins og á mörgum bæjum.
Kötturinn var ekkert að trufla þær
við iðju sína í hlaðvarpanum. Best
þótti honum að vera uppi í rúminu
hennar ömmu og mala þar.
Langskólanám stundaði Óli ekki
en var í farskóla eins og þá var siður.
Ein réttindi fékk hann ungur að ár-
um. Þau voru á þungavinnuvélar og á
þeim átti hann margar vinnustundir
um langt árabil. Fyrst á V-4 drátt-
arvél sem Búnaðarfélag Skaga-
hrepps eignaðist. Sú vél var notuð til
að herfa og plægja flög. Undir henni
voru einungis járnhjól. Síðan réði
hann sig í vinnu hjá Búnaðarsam-
bandi Austur-Húnavatnssýslu og
vann á jarðýtum og gröfu til margra
ára.
Óli var laginn við smíðar og átti
mikið safn verkfæra. Þau notaði hann
gjarnan til að smíða úr rekaviðnum
sem rak á fjörur Ytri-Bjarga, kominn
alla leið frá Rússlandi í austri. Ekki
var sumt af efninu neitt slor. Rúss-
neskur rauðviður, eða lerki eins og
við þekkjum það. Úr því smíðaði hann
t.d. glugga í íbúðarhúsið hjá sér og
fleiri hagnýta hluti.
Hjá mörgum landeigendum liggja
jarðirnar að ám og vötnum. Óli átti til
dæmis veiðirétt í Langavatni. Þangað
bauð hann okkur Bjarna bróður og
fjölskyldum okkar. Við fengum hið
besta veður í villtri náttúrunni á
Skagaheiði. Ekki vorum við mjög
fiskinn en samveran bætti veiðitregð-
una margfalt upp. Gaman var að
heyra frásagnir Óla af mannlífinu í
Skagaheiði og hvernig náttúran hag-
aði sér. Yngstu krakkarnir, sem ekki
voru eins hörð við veiðina, drógust að
honum í létt spjall um náttúruna.
Hann var barngóður maður og hefði
vel getað orðið kennari. Það segi ég
vegna þess hversu gott var að hlusta
á hann segja frá hlutum, sem ekki
voru öllum eins ljósir. Til þess hafði
hann mikla þolinmæði. Óli var fræð-
ari.
Gott var að koma í kaffi til Óla á
Mýrarbrautina eða út að Ytri-Björg-
um. Veitingar voru góðar og mikill
hlýhugur með þeim. Þá tók hann
gjarnan fram fornar bækur úr kistli
eða koforti. Síðan var gluggað í þær
um stund og málin rædd. Óli bar öðru
fólki vel söguna en hafði skemmtilega
kímni til að bera.
Fjölskyldan á Heiðarbraut vill
þakka Óla frænda fyrir samfylgdina.
Páll Ingþór Kristinsson.
Ég var ekki nema 6 ára þegar ég
fór fyrst í sveit til Óla og ömmu minn-
ar í Króksseli og var síðan á hverju
sumri fram til 15 ára aldurs. Það eru
forréttindi að hafa fengið að kynnast
sveitalífinu eins og það var, en fyrstu
sumrin sem ég var hjá Óla var ekkert
rafmagn né heitt vatn úr krana og
þar af leiðandi ekki til staðar þau nú-
tímaþægindi sem nú eru.
Í minningunni var Óli alveg óþrjót-
andi hafsjór af fróðleik, því ég var
mjög forvitinn og hafði hann enda-
lausa þolinmæði til að svara mér.
Lærði ég ýmislegt gott af honum,
m.a. að fara vel með alla hluti og bera
virðingu jafnt fyrir mönnum sem dýr-
um. Bý ég vel að því í dag.
Aldrei heyrði ég Óla æsa sig yfir
nokkrum hlut og var hann alveg ein-
stakt ljúfmenni. Hafði hann gaman af
því að kenna mér gamanvísur og mik-
inn brag, kann ég eithvað af því enn í
dag. Fyrir kom að ég fór með að vitja
um grásleppunet. Ekki var búið að
vera lengi út á sjó þegar ég var orðinn
sjóveikur og hafði hann ekki brjóst í
sér að láta mig pínast lengi, svo siglt
var með aumingjann í land. Hjá Óla
lærði ég að keyra mjög ungur og var
ég þá búinn að hanga á dráttarvélinni
hjá honum daginn út og inn og fylgj-
ast grannt með öllum handtökum
hans.
Eftir að hann hætti búskap og
flutti til Blönduóss lét hann gamlan
draum rætast, en það var að stunda
ferðalög og voru það þá helst fjalla-
ferðir. Þar sem við áttum sameigin-
lega þetta áhugamál þá var hann
duglegur að sýna mér myndir og leið-
ir sem hann fór og að sama skapi var
hann mjög áhugasamur um þær ferð-
ir sem ég var að fara um hálendið.
Kveð ég þig Óli minn með söknuði,
en minningin um þig er ljúf og lifir að
eilífu. Megi guð geyma þig.
Bjarni Kristinsson.
Ólafur varð bráðkvaddur á heimili
sínu og þegar mér barst fréttin um
andlát hans þótti mér sem það hefði
verið í samræmi við lífsgöngu hans,
hljóðlátt og markvisst, líkt og hann
vann sín störf.
Segja má að við Ólafur værum ná-
grannar alla tíð. Kynni okkar voru
því orðin löng og góð voru þau og bar
þar aldrei skugga á. Það er margs að
minnast þegar leiðir skilja og ekki
auðvelt að greina í sundur milli þess
sem geta skal og þess sem ósagt
verður. Það kom snemma í hlut Ólafs
að vera í forsvari fyrir sitt heimili.
Faðir hans missti heilsuna meðan
börnin voru enn ung og mun öll
ákvarðanataka eftir það hafa hvílt
mikið á Ólafi þótt öll væri fjölskyldan
einkar samhent.
Það kom eins og af sjálfu sér að
Ólafur valdist fljótt til forystu í okkar
litla samfélagi hér á Skaga. Hann
hafði traust og tiltrú samborgara
sinna sökum prúðmennsku sinnar og
hógværðar auk einstakrar trú-
mennsku í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur, en það var fjarri því að hann
sæktist eftir mannaforráðum eða
vegtyllum. Ólafur sat í hreppsnefnd
um langt árabil, var gjaldkeri Sjúkra-
samlags Skagahrepps, sat í stjórn
Búnaðarfélagsins, Lestrarfélagsins
og Málfundafélags Nesjamanna.
Samgöngumál voru honum sérlega
hugleikin og að þeim vann hann öt-
ullega, enda þeirrar skoðunar að góð-
ar samgöngur væru undirstaða þess
að hægt væri að halda við búsetu í
dreifðum byggðum.
Framan af árum vann Ólafur mikið
utan heimilis. Hann sótti ungur nám-
skeið norður í Eyjafirði í meðferð
jarðvinnuvéla og vann eftir það mikið
á slíkum tækjum. Fyrst á þúfnabana
sem Búnaðarfélag Skagahrepps átti
og útrýmdi með þeirri vél túnþýfi í
hreppnum auk þess að brjóta órækt-
að land. Síðar vann Ólafur mörg sum-
ur á þungavinnuvélum Búnaðarsam-
bands Austur-Húnvetninga sem
gengu um allt héraðið.
Ólafur var snjall í meðferð ýmssa
véla og farartækja sem oft kom sér
vel og ekki síst í vetrarófærð. Hann
kunni öðrum betur að aka ofan á snjó
og löngu áður en jeppamenn tömdu
sér þennan hátt á sérbúnum bílum. Á
snjóavetrum fyrri ára var hann því
oft á ferð á jeppa eða dráttarvél að
troða slóð í snjóinn til að freista þess
að greiða för annarra um frerann.
Ólafur kvæntist aldrei og átti ekki
börn, en ungan dreng tóku þau
mæðgin til sín meðan þau bjuggu í
Króksseli og ólu upp þar til hann var
ungfullorðinn. Hann hefur reynst
hinn mætasti maður og sýndi Ólafi
ræktarsemi og hlýhug sem hefur ylj-
að honum á efri árum.
Margar á ég minningar um sam-
starf okkar Ólafs, ekki síst um mis-
jafnar vetrarferðir okkar að flytja
mjólk í brúsum aftan á dráttarvélum
á leið til Skagastrandar. Aldrei
heyrðist æðrurorð frá Ólafi þótt á
ýmsu gengi og snilld hans við að aka
snjóinn var alveg ótrúleg. Þegar til
Skagastrandar kom var jafnan farið í
útibú Kaupfélags Húnvetninga sem
Jón Jónsson veitti forstöðu og ævin-
lega tók okkur af stakri ljúfmennsku.
Þá stóð ekki á Ólafi að veita appelsín,
prinspóló og sígarettur. Síðan var
haldið heim á leið aftur, yfir skaflana.
Við Ólafur störfuðum lengi saman í
hreppsnefnd. Hann var góður sam-
starfsmaður þótt stundum væri hann
lengi að kveða upp úr með afstöðu
sína til ýmissa mála því hann leitaðist
við að skoða þau frá sem flestum
sjónarhornum. En hann vék sér aldr-
ei undan því að taka afstöðu og þegar
hún var fengin var hægt að treysta
því að Ólafur kvikaði ekki frá henni.
Utan hreppsnefndarfunda leitaði ég
ráða hjá Ólafi oftar en hjá öðrum
samstarfsmönnum.
Við þessi vegamót flyt ég mínar
bestu þakkir fyrir vináttu, góðvild og
samskipti okkar öll á langri vegferð.
Far þú í friði.
Sveinn Sveinsson á Tjörn.
Okkur langar í fáum orðum að
minnast frænda okkar og föðurbróð-
ur Ólafs Pálssonar frá Björgum á
Skaga eða Óla eins og hann var í dag-
legu tali kallaður. Það eru margar
minningar sem koma upp í hugann
frá uppvaxtarárum okkar systra í
sveitinni þegar við bjuggum í ná-
grenni við Óla, mikill samgangur og
samvinna var á milli heimila foreldra
okkar og hans, hjálpast að við eitt og
annað við búskapinn. Hann var mikl-
um mannkostum gæddur, heiðarleg-
ur drengskaparmaður með létta lund
og ákaflega prúður í allri framkomu,
búmaður góður og gekk snyrtilega
um húsakynni sín og bújörð. Okkur
systrum er í fersku minni tilhlökkun
okkar þegar leið að jólum að fara í ár-
legt jólaboð til Óla og ömmu því þá
var spilað Púkk uppá kaffibaunir,
þótti okkur þetta hin besta skemmt-
un og erfitt að slíta sig frá spilunum
og fara heim þegar kvölda tók. Hann
var ákaflega barngóður og átti iðu-
lega eitthvað gott í munninn handa
litlu fólki sem kom í heimsókn. Hann
unni landinu og hafði yndi af því að
ferðast og sjá fallega staði, tók þá
gjarnan mikið af ljósmyndum til að
upplifa aftur og aftur fegurðina sem
landið býr yfir. Hann var hafsjór af
fróðleik, las mikið og í mestu uppá-
haldi voru bækur um Ísland og fólk til
sjávar og sveita allt í kringum landið.
Það er margt fleira sem vert er að
minnast en við látum hér staðar num-
ið, þakklátar fyrir kynni okkar af Óla,
minning hans mun lifa í hugum okkar
um ókomin ár, við erum þess fullviss-
ar að vel hefur verið tekið á móti hon-
um í húsi herrans.
Blessuð sé minning hans.
Guðbjörg, Gerður Eyrún,
Heiðdís Björk og Guðný.
Laugardaginn 3. apríl er borinn til
moldar Ólafur Pálsson, fyrrv. bóndi á
Björgum í Skagahreppi í Austur-
Húnavatnssýslu. Full ástæða er til
þess að festa nokkrar línur á blað við
andlát hans. Kemur þar til frænd-
skapur og vinátta alla tíð. Óli frændi
og móðir mín voru systkinabörn. For-
eldrar hans, Ingibjörg Ólafsdóttir og
Páll Sigurðsson, bjuggu í Króksseli í
mínum uppvexti í heimahúsum á
Björgum en Krókssel var næsti bær,
nær Skagaströnd. Óli var elstur 3ja
systkina og hefði náð áttræðis aldri
nú í maí.
Óli og bróðir hans Sigurður gerð-
ust síðar bændur í Króksseli og þegar
Sigurður varð bóndi á öðrum bæ, bjó
Óli í Króksseli með móður sinni. Mér
er mjög í minni ákaflega vinsamleg
samskipti á milli þessarra bæja.
Króksselsbræður voru duglegir og
greiðviknir svo af bar. Þeir voru sér-
lega laghentir og smíðastofan í
Króksseli vettvangur mikilla athafna.
Ekki vafðist fyrir þeim að smíða tví-
breiðan vefstól fyrir kvenfélagið í
sveitinni sem var lengi notaður. Þeg-
ar tæknin fór að skapa nýja mögu-
leika í jarðrækt og samgöngum voru
Króksselsbræður í fararbroddi í
hreppnum. Jarðvinnsluvél, sem var
öflugur traktor á gaddahjólum með
herfi og tilheyrandi, var í umsjá
þeirra bræðra og fór á milli bæja á
vorin. Það var jafnvel meira ævintýri
að fá að húka á hjólhlífinni á Rauð en
sitja í Króksselsbílum með númerinu
H 55 ef ég man rétt.
Óli frændi kemur víða inn í mínar
minningar úr sveitinni í gamla daga.
Miklar jarðabætur á þessum árum
áttu rætur í vélgröfnum skurðum og
þeirri umbyltingu sem jarðýturnar
höfðu í för með sér. Óli var sérstak-
lega laginn á þessum vélum. Fór þar
saman mikil afköst og góð meðferð á
tækjum. Við endurnýjun á íbúðarhúsi
okkar á Björgum kom Óli mjög við
sögu ásamt mörgum öðrum. Ég var
handlangari hjá Óla og Sigmundi afa í
múrverkinu og þá var oft glatt á
hjalla. Sigmundur afi hafði miklar
mætur á Króksselssystkinum sem ég
hygg að hafi verið gagnkvæmt. Afi
hafði sína smíðastofu á Björgum og
þar mun Óli hafa dvalið ungur og
horft á afa vinna sem ég og gerði síð-
ar. Afi bjó til vísur um Óla og systkini
hans á barnsaldri sem voru fullar af
glettni og stríðni. Einn bragurinn var
um Óla og margföldunartöfluna þar
sem niðurstaðan var sú að eina ráðið
til þess að Óli lærði töfluna væri það
að leggja sér hana til munns og koma
henni niður í maga. Afi sagði í byrjun
vísu „oft hef ég kveðið við Óla minn –
til ánægju fyrir báða“.
Það kom fljótt í ljós að Óli naut
trausts í sveitinni til trúnaðarstarfa.
Hann var kosinn í hreppsnefnd og sá
um sjúkrasamlagið. Öll sín störf
vandaði hann af mikilli kostgæfni.
Hann tók ríkulegan þátt í starfi ým-
issa félaga sem voru í blóma í Nesjum
á mínum barnsárum en á Kálfsham-
arsnesi var þá samkomuhús þar sem
barnaskólinn var til húsa og haldnir
voru fundir og dansleikir. Mér þótti
Kálfshamarsnesið með sinn fallega
vita vera ákveðinn ævintýraheimur.
Þar var lítil bryggja og stundaðar
grásleppuveiðar á vorin út af víkinni
og farið á handfæri lengra út á flóann.
Ekki vissi ég betri skemmtun sem
barn og síðar sem gestur í sveitinni
en komast á handfæri með Óla og
Sigga og fást við sprettharða fiska í
blíðu sjóveðri. Minningin um þá daga
er mér lifandi og kær.
Þegar foreldrar mínir brugðu búi
og fluttust til Skagafjarðar varð að
ráði að Óli keypti jarðarhluta þeirra á
Björgum sem þá var nefndur Ytri
Björg. Hann hóf þar búskap með
móður sinni, bætti húsakost og
stundaði jarðabætur. Það var
ánægjulegt að koma í heimsókn á
æskuheimilið og þess nutu einnig for-
eldrar mínir og systir í ríkum mæli.
Árin liðu og Óli varð einn á Björgum
og að lokum keypti hann sér lítið hús
á Blönduósi í nágrenni við sín ágætu
systkini. Þar var einnig gott að koma
og fyrir tilviljun átti ég leið um
Blönduós fyrir stuttu síðan og heils-
aði upp á frænda sem var spaugsam-
ur og þægilegur að vanda. Ekki mun
hafa hvarlað að mér að þetta yrði
okkar síðasti fundur og þannig er líka
hlutunum best fyrir komið.
Óli var einn þeirra sem alltaf voru
að gera öðrum greiða. Ég og mín fjöl-
skylda fórum ekki varhluta af því.
Það var mér þess vegna mikið gleði-
efni þegar ég fyrir nokkrum árum, þá
búsettur tímabundið á Vestfjörðum,
fékk Óla í heimsókn og gat farið með
hann nokkar dagsferðir um fjöll og
dali Vestfjarða. Eflaust hefur bæði
honum og mér orðið minnisstæðast
að sitja í bíl með Elísi Kjaran með
ströndinni frá Hrafnseyri til Þingeyr-
ar, koma við hjá Sigurjóni fjárbónda í
Lokinhömrum og þræða hinn mjóa
jarðýtuveg Elísar í þverhníptum
sjávarhömrum sem Elís varð raunar
landsfrægur fyrir að ryðja. Ég held
að Óli frændi hafi notið þess að kynn-
ast landinu í sínum margbreytileik,
taka myndir og tala við fólk. Hann
var vinmargur og hans mun verða
saknað langt út fyrir hóp nánustu
ættingja. Ég kveð frænda með sökn-
uði og jafnframt með þakklæti fyrir
okkar góðu samskipti í marga ára-
tugi. Blessuð sé minning Ólafs Páls-
sonar.
Sigurður Kristjánsson.
ÓLAFUR
PÁLSSON