Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 51

Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 51
heima um flesta hluti. Hann var bóndi fram í fingurgóma og hafði unun af ræktun jarðarinnar og skepnanna. Um leið og ég vil þakka Bjarna samfylgdina á undangengnum árum, vil ég þakka allar góðu stundirnar og minningarnar sem nú eru svo dýr- mætar. Ég og fjölskylda mín vottum að- standendum okkar innilegustu samúð og biðjum góðan Guð um að styrkja þau í sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ingibjörg Ýr. Við viljum þakka Bjarna Ársæls- syni, bónda í Bakkakoti, samfylgdina nú þegar við kveðjum hann. Við erum þakklát fyrir þá stund sem við áttum með honum nú í mars síðastliðnum, tæpum mánuði áður en hann lést. Það var reyndar alltaf gaman að koma niður í hús og heimsækja Siggu og Bjarna. Við gátum talað saman, bæði í gríni og alvöru, um menn og málefni, búskap og búskaparhætti. Eða bara allt milli himins og jarðar. Þegar við hittum Bjarna síðast sóttum við vel að honum, hann var hress og kátur. Við ræddum um mál- efni sem efst var á baugi í fréttum þá dagana meðal annars – þá kom hans dálítið sérstaka skopskyn vel fram. En margt er líkt með skyldum. Bjarni sýndi okkur mikla tryggð gegnum árin. Erum við nokkuð viss um að hann fór ekki oft um Borg- arnes án þess koma á Mýrarnar. Eins kom það einu sinni fyrir að hann hringdi úr Borgarnesi því hann komst ekki til okkar. Það var fyrir tíma gsm-símanna – þurfti þá að fara á símstöð og hringja löng stutt (----- - ) í Þverholt. Okkur þótti ótrúlega vænt um það. Bakkakotaheimilin hafa misst mik- ið á stuttum tíma Jón bróðir Bjarna, bóndi í Bakkakoti, lést í desember síðastliðnum. Við viljum votta elsku Sigríði, Höllu og hennar fjölskyldu, einnig öllu heimilisfólkinu í og frá Bakkakoti okkar dýpstu samúð við fráfall Bjarna. Hinsta kveðja. Halldór og Ragnheiður, Þverholtum. Blessaður föðurbróðir minn Bjarni Ársælsson er fallinn frá. Þeir eru allir horfnir af sjónarsviðinu bræðurnir frá Eystri-Tungu í Landeyjum, Guðni, Jón, Bjarni og Ingi. Þá eru að- eins systurnar tvær, Guðríður og Sig- ríður, eftirlifandi af systkinahópnum. Þau voru afskaplega náin Tungu- systkinin. Það liðu aðeins þrír og hálf- ur mánuður á milli fráfalla þeirra bræðra Jóns og Bjarna. Bjarni bjó alla tíð félagsbúi með foreldrum sín- um og bróður í Bakkakoti á Rang- árvöllum. Síðustu 30 árin ráku þeir búið saman bræðurnir Jón og Bjarni, ásamt fjölskyldum sínum. Það var ómetanlegt veganesti fyrir mig að fá að dvelja á sumrin með þessu góða og vandaða fólki á æsku- og unglings- árum mínum. Bjarni frændi minn gat verið nokk- uð hrjúfur á yfirborðinu, en inni fyrir sló hlýtt hjarta og hann mátti ekkert aumt sjá. Eru þetta einkenni margra karla af Álfhólaættinni. Ég fékk oft að kynnast því hjá Bjarna frænda mínum hvað hann var raungóður og stóð með manni þegar eitthvað bját- aði á. Mér er minnisstætt einu sinni þegar manneskja nokkur hreytti í mig ónotum fyrir mörgum árum. Þá sagði Bjarni frændi: „Láttu hana Rós í friði, hún er mikið góð stúlka og hún er alin upp hjá mér.“ Þetta eru ein bestu meðmæli sem ég hef fengið um dagana. Það var alltaf gott að heim- sækja Bjarna og Siggu á heimili þeirra í Bakkakoti. Þar hefur alltaf verið ríkjandi gestrisni og hlýlegt við- mót. Þann 21. mars heimsóttum við Unnur Björt, eldri dóttir mín, Bjarna frænda á spítalann. Það var dýrmætt að sitja hjá honum og halda í höndina á honum þennan rúma klukkutíma. Við glöddumst mjög yfir því við dóttir mín að heyra hvað hann var algerlega líkur sjálfum sér. Við hlógum dátt að mörgum at- hugasemdum hans. Þegar við kvödd- umst sagði ég honum að ég færi í burtu í eina viku og myndi líta til hans þegar ég kæmi heim aftur. Hann dó, blessaður vinurinn, dag- inn sem ég kom heim. Heimsóknin á spítalann var því kveðjustundin okkar. Fyrir þessa stund erum við Unnur Björt óskaplega þakklátar. Við Kjart- an sendum Sigríði eiginkonu Bjarna, Höllu dóttur hans, elsku barnabörn- unum og Niklasi manni Höllu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Bjarna Ár- sælssonar. Rós Ingadóttir. KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 51 Helgihald í Lang- holtskirkju í dymbil- viku og um páska HIN heilaga kyrravika hefur alla tíð haft algjöra sérstöðu í trú- ariðkun kristninnar. Í sameig- inlegu helgihaldi og í persónu- legu trúarlífi hafa söfnuðir og einstaklingar fetað með Kristi veg þjáningarinnar að skelfingu krossfestingarinnar, staðið ráð- villtir með lærisveinunum eftir að hann var lagður í gröf og hlaupið fagnandi á eftir konunum að hinni opnu gröf páskaundursins. Í Langholtskirkju fer fram helgihald alla daga frá laug- ardegi fyrir pálmasunnudag og til annars páskadags undir heitinu: Frá Betaníu til Emmaus. Umsjón með helgihaldinu hafa séra Jón Helgi Þórarinsson, séra Kristján Valur Ingólfsson, séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Jón Stef- ánsson organisti. Allir eru vel- komnir. Í dag, 3.apríl, laugardag fyrir pálmasunnudag. Kl. 18 messa í Langholtskirkju. Megintema messunnar er smurningin í Bet- aníu. Að lokinni messu ganga þau sem vilja til Áskirkju þar sem les- ið verður úr píslarsögunni. Bæna- gjörð. 4. apríl. Pálmasunnudagur. Kl. 11 hátíðamessa og barnastarf. Kl.18 aftansöngur. Íhugun um pálmagreinarnar. Fyrirbænir. 5. apríl. Mánudagur. Kl. 18 aft- ansöngur. Bænir og lestrar kyrruviku. Ef veður leyfir verður gengin íhugunarganga að loknum aftansöng í átt að Elliðaánum. Þar er endað með næturbænum. 6. apríl. Þriðjudagur. Kl. 18 messa. Íhugunarefni: Æðsta- prestsbæn Jesú. 7. apríl. Miðvikudagur. Kl. 18 guðsþjónusta með almennum skriftum. 8. apríl. Skírdagur. Kl. 20 messa. 9. apríl. Föstudagurinn langi. Kl. 11 guðsþjónusta. Lesið úr písl- arsögunni og Passíusálmunum. Kl. 17 tónleikar í Langholts- kirkju. Requiem eftir Mozart. 10. apríl. Laugardagurinn fyrir páska. Kl. 18 kvöldbænir. Íhugun um gröfina og þögnina. Kl. 23.30 páskanæturmessa í Langholts- kirkju. 11. apríl. Páskadagur. Kl. 8 Há- tíðamessa. Kl. 11 Barnaguðsþjón- usta í Fjölskyldugarðinum í Laug- ardal. 12. apríl. Annar páskadagur. Kl. 18 messa í loftsal safn- aðarheimilis. Minnst er Emmaus- göngu lærisveinanna. Einfaldur kvöldverður. Íslenska Kristskirkjan flytur ÍSLENSKA Kristskirkjan er rúm- lega 6 ára gamall lútherskur frí- kirkjusöfnuður. Hún hefur þann tíma verið í leiguhúsnæði að Bíldshöfða 10. Nú hefur söfnuður- inn fest kaup á húsi í Fossaleyni 14 í Grafarvogi, stutt frá Húsa- smiðjunni. Frá og með þessari helgi verð- ur öll starfsemi safnaðarins þar, þó enn sé margt ógert til að húsið sé fullbúið. Fyrsta athöfnin í nýj- um kirkjusal verður fermingarguðsþjónusta kl.11.00. Þar munu 8 ungmenni játa trú sína á Jesú Krists og segja hvers vegna þau velja hann sem leið- toga lífs síns. Friðrik Schram annast athöfnina og predikar. Kl. 20 verður fjölbreytt sam- koma í umsjá eins heimahóps kirkjunnar og einnig heilög kvöldmáltíð. Allir eru velkomnir að kynna sér og taka þátt í starfi Íslensku Kristskirkjunnar. Klassísk messa og gregorssöngur ÁHUGAHÓPUR um klassíska messu og iðkun gregorssöngs heldur áfram starfsemi sinni á nýju ári. Áfram verður messað með gregorslagi í Friðrikskapellu og nú 1. sunnudag hvers mánaðar kl. 20. Hópurinn kallar til helgi- þjónustu ýmsa presta. Þriðja messa þessa árs verður nk. sunnudag, 4. apríl kl. 20. Prestur er sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi. Sungin verður Orbis factor messan og áhersla lögð á passíusálma Hall- gríms Péturssonar við íslensk þjóðlög sem Smári Ólason hefur tekið saman. Kynning og æfing á messunni verður sem endranær deginum áður, laugardag, kl. 12–13 í Frið- rikskapellu. Klassísk messa og greg- orssöngur er dýrmætur arfur kirkjunnar og kjarnmikið andlegt fóður. Það er von þeirra sem að þessari messuröð standa að með henni skapist vettvangur fyrir þau sem gleði hafa af því að iðka klassíska tilbeiðsluhætti, hins elsta söngs kirkjunnar, sem tján- ingarform trúarinnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Laugarneskirkja og Saurbæjarkirkja sameinast Í TILEFNI af hinni árlegu sam- tals- og bænahelgi Laug- arnessafnaðar, sem nú er haldin í Vatnaskógi, mun messa og sunnu- dagaskóli morgundagsins flytjast að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og hefjast kl. 13. Þar mun sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna ásamt Þorvaldi Þorvaldssyni söngvara og sr. Kristni Jens Sig- þórssyni, sóknarpresti að Saurbæ, og er sú stund lokasamvera á fjöl- breyttri dagskrá helgarinnar þar sem á annað hundrað manns á öllum aldri eiga samleið undir merki krossins. Er kjörið að taka sér bíltúr í blíðunni, líta við í Vatnaskógi til að njóta náttúrunn- ar og koma svo til fjölskyldu- messu að Saurbæ eftir holla úti- veru. Sunnudagaskóli Háteigskirkju í Friðrikskapellu Á MORGUN, pálmasunnudag, flyst sunnudagaskólinn úr Há- teigskirkju í Friðrikskapellu sem er á Hlíðarenda á heimasvæði íþróttafélagsins Vals. Brúðurnar Rebbi refur og Sólveig munu að sjálfsögðu mæta og eru mjög spennt fyrir að koma, enda hafa þau aldrei komið í Friðrikska- pellu áður. Við munum heyra hvað gerðist í aðdraganda páskanna og auðvitað á pásk- unum sjálfum auk þess sem við munum syngja öll skemmtilegu sunnudagaskólalögin. Við hlökk- um mikið til að hitta ykkur í Friðrikskapellu kl. 13 á morgun. Starfsmenn sunnudagaskólans í Háteigskirkju. Unglingakór ásamt Krakkakór í Grafarvogskirkju UNGLINGAKÓR ásamt Krakka- kór Grafarvogskirkju syngur í Barna- og fjölskylduguðsþjónustu í Borgarholtsskóla á pálmasunnu- dag kl. 11. Stjórnandi kóranna er Oddný J. Þorsteinsdóttir. Prestur er séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón hafa Kolla og Signý. Org- anisti er Bjarni Þór Jónatansson. Barnaguðsþjónusta er einnig í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur er séra Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón hefur Bryndís. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Grafarvogskirkja Passíusálma+ í Hallgrímskirkju Í FRAMHALDI af einstaklega vel heppnaðri dagskrá, Pass- íusálma+, á Kirkjulistahátíð 2003 hafa íslensk ljóðskáld enn verið hvött til að yrkja í framhaldi eða til hliðar við Passíusálma Hall- gríms Péturssonar. Að þessu sinni eru það ljóðskáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Einar Már Guðmundsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jóhann Hjálmarsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Pétur Gunnarsson, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Sigurbjörn Ein- arsson sem kallast á við séra Hallgrím. Ljóðalesturinn verður brotinn upp með hljóðfæraleik þeirra Guðrúnar S. Birgisdóttur og Martial Nardeau, sem munu flytja tónlist frá barokktímanum. Um- sjónarmaður dagskrár er Margrét Eggertsdóttir, formaður Listvina- félags Hallgrímskirkju, en und- irbúningur hefur einnig verið í höndum sr. Sigurðar Árna Þórð- arsonar. Dagskráin hefst kl. 20 að kvöldi pálmasunnudags. Morgunblaðið/Jim Smart MINNINGAR lifa fjölskylduboð, afmæli, útskriftir barna, ferðalög og gagnkvæmar heimsóknir og skyndiinnlit. Gestur og Elsa voru samhent í einu og öllu og vonir stóðu til að senn myndi Gest- ur hætta á sjónum og vera meira heima. Þær væntingar hafa brostið. Kletturinn Elsa hefur mikið þurft að reyna. Að hætti sjómannskvenna hefur fallið í hennar hlut að annast daglegar útréttingar og tíminn með Gesti í landi of dýrmætur til að sóa honum í hversdagslegt amstur - sem þó hefði ekki alltaf talist kvenmanns- verk. Enn reynir á hana að lengja sína vakt. Á kveðjustund viljum við hjónin þakka ógleymanlegar og dýrmætar samverustundir með Gesti og Elsu. Okkur finnst tilveran stundum mis- kunnarlaus og svo er nú. Við fráfall Gests hefur myndast tómarúm hjá hans fjölskyldu sem enginn getur fyllt. Elsku Elsa, Sigurður, Eyrún, Gestur og Draupnir og fjölskyldur ykkar. Orð mega sín lítils en af alhug biðjum við þess að Guð almáttugur sé ykkur nálægur og gefi ykkur styrk um alla framtíð. Guð varðveiti og blessi fallega minningu okkar vinar og velgjörðar- manns Gests Breiðfjörðs Sigurðsson- ar. Níels Árni og Kristjana. Í örfáum orðum vil ég minnast Gests skipstjóra eins og hann var jafnan kallaður af þeim sem þekktu hann og þakka fyrir áralanga vináttu. Á unga aldri fluttist ég í Hafnar- fjörð og áður en langt um leið kynnt- ist ég jafnaldra mínum í næsta húsi. Það var Gestur yngri, sonur skip- stjórans. Heimili Gests og Elsu stóð okkur strákunum í hverfinu alltaf op- ið og þangað var og hefur alltaf verið gott að koma. Á þessum tíma sigldu íslensk skip með aflann sinn á mark- að í Evrópu. Í eina slíka ferð bauð Gestur mér að fara með syni sínum. Fyrir 11 ára strák var það ekki lítil ævintýraferð og er mér ógleymanleg. Bara þetta sýnir betur en nokkur orð hve mér var vel tekið af Gesti og hans fjölskyldu. Alltaf tók Gestur mér sem einum af sínum strákum og var heim- ili þeirra hjóna sem mitt annað heim- ili og var samgangur á milli fjöl- skyldnanna mikill. Litli bróðir minn Helgi Þór fylgdi mér oft sem strákur og fyrr en varði var hann líka orðinn sem einn af strákunum hans Gests. Helgi Þór þakkar Gesti alla tryggð og vináttu. Þegar ég hóf nám við sjávarút- vegsfræði fannst mér nauðsynlegt að kynnast sjómennskunni af eigin raun. Eins og við mátti búast leitaði ég til Gests sem auðvitað sagðist skyldu kom mér um borð hjá sér og var ég eitt sumar hjá honum sem há- seti. Þar fékk ég innsýn í líf sjó- mannsins, sem einkennist af miklum fjarverum frá fjölskyldu við erfið störf, og kynntist Gesti sem stjórn- anda. Sú reynsla færði mér sönnur á hve duglegur og góður skipstjóri Gestur var. Á þessum erfiðu stundum bið ég Guð að blessa og vaka yfir Elsu og fjölskyldu hennar sem hefur verið mér og systkinum mínum svo mikils virði að eiga að. Með söknuði og virðingu kveð ég föður vina minna og einstakan mann. Guð blessi minningu hans. Elvar Árni Lund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.