Morgunblaðið - 03.04.2004, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 03.04.2004, Qupperneq 64
64 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk VILTU TAKA ÞÁTT Í ÞESSU MEÐ MÉR? ÉG ER AÐ HUGLEIÐA LÍFIÐ HVAAAÐ? ÉG HELD AÐ ÞÚSJÁIR ALVEG UM ÞETTA SJÁLFUR Æ NEEII!! ÉG SÁ SANDALANA Í BÚÐARGLUGGA OG BAÐ PABBA UM ÞÁ HANN SAGÐI AÐ ÉG MÆTTI FÁ ÞÁ VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER SVO GÓÐ STELPA! NÚNA MÁ ÉG EKKI VERA Í ÞEIM Í SKÓLANU ÚT AF REGLUNUM. HVAÐ GET ÉG GERT... ÉG ELSKA SANDALANA MÍNA... ÉG KYSSTI TÁRIÐ! REGLURNAR BANNA SANDALANA.. ÉG MÁ EKKI LENGUR VERA Í SANDÖLUNUM MÍNUM Í SKÓLANUM.. ÞAÐ ER HRÆÐILEGT... OG SÍÐAN ER ÞESSI SKRÍTNI KRAKKI MEÐ STÓRA NEFIÐ ALLTAF AÐ KYSSA MIG! ÞAÐ ÞURFA ALLIR KOSS VIÐ OG VIÐ! Leonardó © LE LOMBARD KOMIÐ! ÉG ER UPPFINNINGAMAÐUR OG ER VERÐMÆTARI EN GULL!ÖÖÖ EÐLILEG VIÐBRÖGÐ ENGAR ÁHYGGJUR ÉG ER AÐ FINNA UPP HANN VÆRI GÓÐUR Í AÐ GRAFA SKURÐI! TRALLALA! HVAÐ ER ÞETTA “OROGENIE” EIGINLEGA? ÞETTA ER RAUNVÍSINDAHUGTAK OG LÝSIR ÞVÍ HVERNIG FJÖLLIN RÍSA HANN ER ÓTRÚLEGUR FÖRUM AÐ VINNA! SVONA BYRJA VANDRÆÐIN ALLTAF! EKKI VANDRÆÐI HELDUR HÖRMUNGAR! ÆI! SEINNA... ÞETTA ER FREKAR BRATT! VEL ORÐAÐ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. STÓRIÐJU- og virkjunarsinnar láta um þessar mundir ljós sitt skína. Helst þyrfti, ef vel ætti að vera, ein- hvern jafnoka þeirra til svara, ef til vill gamla kommúnista sem trúðu á stóriðju af gildum ástæðum. Þeir gerðu þessu skil. Virkjunarsinnar gera sér enga grein fyrir hvers virði ósnortnar víð- áttur og náttúra Íslands er, verður og mun verða komandi kynslóðum. Hefur þeim þar hrapallega skjöplast í sinni díalektísku efnishyggju. Í ný- legri grein er viðruð knýjandi nauð- syn þess að afla orku til álfram- leiðslu úr íslenskri náttúru og áhyggjum er lýst af útblæstri koltví- ildis og gróðurhúsaáhrifum vítt um heim. Ísland gæti aldrei útvegað raf- magn nema sem svarar til sólar- hringseyðslu einnar meðalstórrar borgar í útlöndum. Að teknu tilliti til þess er ljóst að skyldur okkar hvað varðar mengunarvarnir heimsins væru örugglega dyggilegar ræktar með eitthvað hóflegri framkvæmda- gleði hér innanlands í þágu orku- freks iðnaðar. Það er ærið að verja. Jarðsögulega séð lifum við á einu af fáum heldur skammæjum hlý- skeiðum ísaldar, hlýskeiði, sem hófst fyrir u.þ.b. 10.000 árum. Þrátt fyrir hitasveiflur hefur að jafnaði loftslag farið kólnandi, og stefnir í nýtt jök- ulskeið. Hvar var Vatnajökullinn okkar um Krists burð, Klofajökull um landnám? Gróðurhúsaáhrifin svokölluðu eru langt í frá nokkurs staðar örugg í hendi, ekki fremur en flugið fyrir daga Wright-bræðra. Allir færustu vísindamenn höfðu sannað, að ekki væri hægt að fljúga en samt var flogið. Samkvæmt öllum tiltækum útreikningum getur býflugan ekki flogið þó svo hún fljúgi. Allt það vetni sem losnar við olíu- vinnslu fær óhindrað að stíga út í bláinn en jarðgasið sem líka leggst til við olíuvinnsluna er nýtt til raf- orkuframleiðslu. Það væri langtum nærtækari orkugjafi til að knýja áfram stóriðjuver en árnar íslensku, ætti a.m.k. að vera það í hugum Ís- lendinga. Nema menn hyggist ganga leiðina á enda hér á landi. Hversu langt hyggjast menn ganga í virkjunarefnum, ríkisvaldið í gróðavoninni og tækjasalnum á fjöl- menningarlullinu? Áður en svar fæst við því fyrir fullt og fast: Er ekki örugglega einhver haldbær saman- burður til á mengandi útblæstri eld- gosa, hverasvæðanna íslensku, alls vélaflota heimsins, kyntra kolaelda og kýrrassa? Ætli Sankti Helena hafi ekki spúð meira af gróðurhúsa- lofttegundum út í gufuhvolfið hér um árið en allir mengunarvaldar jarðar samanlagt þann tíma sem gosið stóð og ívið betur. Frá því að ísöld hófst, fyrir meira en tveimur milljónum ára, hafa skipst á hlýskeið, ærið skammæ, og langvarandi jökulskeið. Betur væri látið ógert að réttlæta mjög svo hæpna sóðavæðingu landsins sem knúin er fram þessi misserin af djöf- ulmóði, studd ódýrum rökum á kostnað hrífandi náttúru okkar unga, fagra og viðkvæma lands. JÓN BERGSTEINSSON, Snorrabraut 30, 105 Reykjavík. Tröllin í fjöllunum Frá Jóni Bergsteinssyni: AÐ níðast á þroskaheftum og fjöl- fötluðum hefur fylgt íslensku mann- lífi frá því land byggðist og fram á vora daga. Menntun og hástemmdar yfirlýsingar hafa litlu þar um breytt. Þó hefur meirihluti íslensku þjóðar- innar alltaf fordæmt slíka meðferð á þessum einstaklingum. Aldrei hefur þó verið tekin skelegg afstaða gegn þessum valdníðingum til verndar þolendunum. Mun þar mestu hafa ráðið ótti fólks við aðför níðinganna, því þeir eru fljótir að koma með harðorðar yfirlýsingar um að allt sé lygi sem á þá er borið og oft með hót- anir, því veigra hinir friðsamari borgarar sér við því að verða sjálfir þolendur valdníðinganna. Þarna veldur miklu afstaða stjórnvalda sem vilja helst að sem minnst sé vak- in athygli á þjóðfélagslegri aðstöðu þessara aðila af ótta við að það kosti sveitarfélög eða ríkissjóð fjárútlát. Miðvikudagskvöldið 17. mars sat Illugi Jökulsson fyrir svörum í sjón- varpi vegna skrifa í Dagblaðinu um aðbúnað og meinta aðför að þroska- heftum manni í Þorlákshöfn. Í þess- um þætti kom vel í ljós hver aðstaða þeirra er sem vekja athygli á slæmri samfélagsstöðu þroskahefts manns. Einnig kom vel í ljós með hversu miklu offorsi menn andmæla slíkum ásökunum og afstaða þeirra til þroskaheftra. Andmælandinn vildi gera þann þroskahefta stóreigna- mann og benti á að hann væri á góð- um launum. Við nánari athugun kom í ljós að eignastaðan var ekki sú sem hann vildi vera láta og launin náðu tæplega lægsta launataxta verka- manns þrátt fyrir að hann væri bú- inn að vinna hjá sama atvinnurek- anda í fjölda ára og hafði ekki fengið þær starfsaldurshækkanir sem kjarasamningar segja til um og hann átti rétt til. Andmælandinn virtist einnig telja það einstakt að þroska- heftur maður fengi laun fyrir vinnu sína og það sýna hversu vel atvinnu- rekandinn færi með hann. Afstöðu andmælandans til þroska- heftra er að finna í mörgum sveit- arfélögum og einnig hjá ríkisvaldinu þó að hún sé ekki jafnöfgakennd og hjá andmælandanum, en hindrar að almenningur treysti sér til að styðja þroskahefta með afgerandi hætti. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Hafa þroskaheftir sömu mannréttindi og aðrir? Frá Guðvarði Jónssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.