Morgunblaðið - 03.04.2004, Page 67

Morgunblaðið - 03.04.2004, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 67 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert sjálfstæð/ur, hæf/ur og ástríðufull/ur og ert því oft í sviðsljósinu, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Leggðu hart að þér á þessu ári. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er einhver spenna í loft- inu. Þú ert óvenju forvitin/n og finnst þú verða að lifa líf- inu til hins ýtrasta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Íhugaðu málið vandlega áður en þú kaupir nokkuð. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Bæði Venus og Mars eru í merkinu þínu og því verður margt að gerast í kringum þig næstu tvo mánuðina. Þú ert viðræðugóð/ur og kraft- mikil/l og laðar því fólk að þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft á óvenju mikilli ein- veru að halda þar sem þú ert að velta því fyrir þér hvað þú viljir gera við líf þitt. Áhrifa- mikið fólk spyr þig stórra spurninga þessa dagana. Þú þarft að finna réttu svörin. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samskipti þín við aðra munu batna mikið á næstu tveimur mánuðum. Gefðu þér góðan tíma til að sinna félagslífinu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert, einhverra hluta vegna, litin/n öfundaraugum þessa dagana. Þetta má hugsanlega rekja til þess að þú sitjir ekki við sama borð og aðrir. Láttu þetta ekki á þig fá. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur vaxandi áhuga á ferðalögum og framhalds- menntun. Þú þarft að ákveða hvort þú ætlir að láta drauma þína rætast. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú leggur hart að þér þessa dagana og munt að öllum lík- indum uppskera árangur erf- iðis þíns. Ekki láta hófsemi þína verða til þess að þú hafn- ir góðu tilboði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur það í hendi þér að ná markmiðum þínum næstu sex vikurnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Settu markið hátt í vinnunni. Samvinna og hjálpsemi vinnufélaga þinna koma þér til góða þessa dagana. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það gæti færst meira líf í ástamálin hjá þér á næstunni. Þú átt þér hugsanlega leynd- an aðdáanda sem bíður þess að segja þér hug sinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er rétti tíminn til að leggja vinnu í að gera heimili þitt meira aðlaðandi. Þú ættir einnig að leggja rækt við samskiptin innan fjölskyld- unnar. Þú getur fengið heim- ilislífið til að blómstra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MEYJARMISSIR Björt mey og hrein mér unni ein á Ísa-köldu-landi. Sárt ber ég mein fyrir silkirein sviptur því tryggðabandi. Það eðla fljóð gekk aðra slóð en ætlað hafði ég lengi, daprast því hljóð, en dvínar móð, dottið er fyrra gengi. Stórt hryggðar kíf sem stála dríf stingur mig hverju sinni. Það eðla víf, meðan endist líf, aldrei fer mér úr minni. - - - Stefán Ólafsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 3. apr- íl, er fimmtugur Sverrir Sverrisson, hagfræðingur. Hann og fjölskyldan taka á móti gestum í Fróðasalnum, Seljavegi 2, í dag milli kl. 17 og 20. ÞAÐ eru fallegar þrautir í skák þar sem hver leikur kallar á eitt og aðeins eitt andsvar, en að lokum verður mát ekki umflúið. Spil dags- ins minnir svolítið á skák- þraut: Suður leikur og mát- ar í þrettán leikjum: Norður ♠G83 ♥432 ♦Á1065 ♣Á96 Vestur Austur ♠65 ♠K97 ♥K9 ♥DG76 ♦KDG2 ♦943 ♣108754 ♣DG2 Suður ♠ÁD1042 ♥Á1085 ♦87 ♣K3 Við erum stödd í þriðju umferð Íslandsmótsins. Suður verður sagnhafi í fjórum spöðum og fær út tígulkóng. Hvernig er best að spila og hver er besta vörnin? Frá sjónarhóli sagnhafa þarf spaðakóngurinn alla vega að liggja fyrir svín- ingu, en síðan gæti hann lent í vandræðum með fjórða hjartað. Til að byrja með er taktískt að dúkka tígulkónginn. Vestur spilar tígulgosa næst, sem sagn- hafi drepur og spilar litlu trompi á drottninguna. Þegar drottningin heldur er næsta verk að vinna í hjartalitnum. Best er að spila litlu hjarta að heiman. Nú þarf vörnin að vera á tánum. Vestur verður að taka slaginn og trompa út, því annars nær sagnhafi að stinga fjórða hjartað í blind- um. Vestur trompar sem sagt út. Sagnhafi lætur áttuna úr blindum og tekur níu aust- urs með tíu. Spilar svo hjartaás og hjarta. Svar austurs við því er þvingað: Hann spilar spaðakóng og kemur þannig í veg fyrir hjartatrompun í borði. En sagnhafi hefur síðasta orðið. Hann tekur öll tromp- in… Norður ♠-- ♥ ♦10 ♣Á96 Vestur Austur ♠-- ♠-- ♥-- ♥D ♦G ♦-- ♣1087 ♣DG2 Suður ♠4 ♥10 ♦-- ♣K3 …og nær sér í úrslitaslag- inn með tvöfaldri kastþröng. Spaðafjarkinn neyðir vestur til að henda laufi. Þá fer tíg- ultían úr borði og röðin er komin að austri að kveljast. Hann þarf að halda í hæsta hjarta og hendir því líka laufi. Sem þýðir bara eitt – þriðja laufið í blindum verð- ur slagur. Þetta spil er gullmoli. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. d3 d6 6. c3 g6 7. 0–0 Bg7 8. Rbd2 0–0 9. He1 Rh5 10. Rf1 f5 11. exf5 Bxf5 12. Rg5 Kh8 13. Bb3 d5 14. g4 Rf4 15. Bxf4 exf4 16. Rxh7 Kxh7 17. gxf5 Hxf5 18. d4 Dh4 19. Kh1 Dxf2 20. Dg4 Dxb2 21. Hac1 Haf8 22. Bc2 f3 23. Re3 f2 24. Bxf5 fxe1=D+ 25. Hxe1 Hf6 26. Hg1 Re7 Staðan kom upp á Amber-skákmótinu sem lauk fyrir skömmu. Alexander Morozevich (2.732) hafði í þessari blind- skák hvítt gegn Alexei Shirov (2736). 27. Rxd5! Rxd5 27. … Rxf5 hefði ekki gengið upp vegna 28. Rxf6+ Bxf6 29. Dxg6+ og hvítur vinnur. 28. Bxg6+ Kg8 29. Bh5! og svartur gafst upp. Áskorendaflokkur Íslands- mótsins í skák hefst í dag kl. 17.00 í höfuðstöðvum Orku- veitu Reykjavíkur. Öllum er velkomið að taka þátt. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.        Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. mars sl. í Áskirkju af sr. Karli V. Matthíassyni þau Stefanía Jónsdóttir og Magnús Sveinsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK spilaði tvímenn- ing á 13 borðum fimmtudaginn 1. apríl. Miðlungur 264. Efst voru: NS Guðjón Ottóss. – Guðmundur Guðv. 363 Jón Jóhannsson – Jón Bergþórsson 321 Leifur Jóhanness. – Aðalbjörn Bened. 306 Kristinn Guðm. – Guðmundur Magn. 300 AV Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 327 Oddur Jónsson – Stefán Ólafsson 318 Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 315 Sigurður Guðm – Sigurpáll Árnas. 306 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 29. mars var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 17 para. Efstu pörin tóku „gríðarskor“ þannig að lítill afgangur var af já- kvæðri skor fyrir önnur pör. Niður- staðan var eftirfarandi: N-S Örn Einarsson – Kristján Axelsson 66.9 Elín Þórisdóttir – Guðmundur Jónss. 54.5 Haraldur Jóhannss. – Sveinn Hallgr. 50.8 A-V Lárus Pétursson – Svanhildur Hall 66.4 Guðmundur og Þorsteinn Péturssynir 56.5 Eyjólfur Sigurjónss. – Jóhann Oddss. 49.4 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ 11:00-18:00 og Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ 13:00-18:00 LAUGARDAGSTILBOÐ á Laugarvegi og Auðbrekku Sófaborð verð áður kr 19.500 TILBOÐ kr 6.900 Kommóða verð áður kr 19.000 TILBOÐ kr 7.900 Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 4ra vikna vornámskeið hefst 17. apríl Upplagt til kynningar fyrir byrjendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.