Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 71

Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 71
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 71 FÓLK  EINAR Örn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Wallau-Massenheim sem lagði Eisenach að velli í þýsku 1. deildinni í gær, 27:21, en Eisenach lék á heimavelli. Staðan í hálfleik var 11:8, Wallau í vil en rúmlega 2000 áhorfendur voru á leiknum. Wallau er í áttunda sæti deildarinnar með 27 stig.  MAGDEBURG vann Kr. Östring- en, lið Guðmundar Hrafnkelssonar landsliðsmarkvarðar, 35:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær en Sig- fús Sigurðsson lék ekki með Magde- burg í gær vegna meiðsla en liðið er í þriðja sæti með 41 stig á eftir Lemgo og Flensborg sem eru með 44 og 46 stig.  TVEIR stigahæstu leikmenn NBA- deildarinnar í körfuknattleik hafa ákveðið að leika ekki fleiri leiki með liðum sínum vegna meiðsla. Tracy McGrady hjá Orlando sem er stiga- hæstur með 28 stig að meðaltali er frá vegna hnémeiðsla en lið hans á ekki möguleika á að ná sæti í úrslitakeppn- inni og það sama er að segja um Allen Iverson bakvörð Philadelphia 76’ers sem er meiddur á hné og ætlar ekki að leika fleiri leiki á þessum vetri.  ERIC Musselman, þjálfari NBA- liðsins Golden State Warriors, telur að miðherji liðsins, Erick Dampier leiki ekki fleiri leiki með liðinu vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Toronto. Dampier meiddist á ökkla en hann er fjórði frákastahæsti leik- maður deildarinnar, með 12 að með- altali en þar fyrir ofan eru Tim Dunc- an, Ben Wallace og Kevin Garnett sem er með 13,9 fráköst í leik.  EIGENDUR NBA-liðsins Toronto Raptors sögðu framkvæmdastjóra liðsins, Glen Grunwald, upp störfum í gær en liðið hefur tapað sl. fimm leikj- um og hafa stuðningsmenn liðsins lát- ið óánægju sína í ljós að undanförnu. Grunwald hefur ekki þótt takast vel upp á leikmannamarkaðinum á und- anförnum árum og þau leikmanna- skipti sem hann hefur staðið fyrir hafa ekki skilað árangri.  KYLFINGURINN Ian Woosnam frá Wales lék gríðarlega vel á öðrum keppnisdegi Opna portúgalska móts- ins sem haldið er á Algarve. Woos- nam fékk átta fugla í gær og endaði hringinn á 66 höggum eða sex undir pari. Hann er nú tveimur höggum á eftir Spánverjanum Miguel Angel Jimenez sem er alls 9 höggum undir pari. Woosnam sem er 46 ára gamall sagði að hann væri fullur sjálfstrausts þessa dagana og hyggur hann á að láta mikið að sér kveða á Masters- mótinu á Augusta vellinum sem hefst á skírdag.  JIMENEZ styrkti stöðu sína í bar- áttunni um sæti í Ryderliði Evrópu í síðasta mánuði er hann sigraði á Johnnie Walker Classic en hann er sem stendur í fjórða sæti á peninga- listanum á Evrópumótaröðinni og í þriðja sæti á Ryderlista Evrópu. ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu var í eldlínunni í Tirana í Albaníu á miðvikudagskvöldið. Úr- slitin eru öllum ljós, 2:1 ósigur, en með leiknum var stigið fyrsta skrefið í átt að besta undirbúningi landsliðsins fyrir stórmót frá upp- hafi. Landsliðið leikur fjóra vin- áttuleiki til viðbótar áður en lagt verður upp í riðlakeppni HM í haust og með þeim gefst landsliðs- þjálfurunum Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni kærkomið tæki- færi til að þreifa sig áfram með lið- ið, leikmenn og leikskipulag og finna réttu blönduna fyrir átökin á HM. Þeir Ásgeir og Logi hafa stýrt landsliðinu í tæpt ár með góðum árangri. Leikirnir eru orðnir sjö undir þeirra stjórn og uppskeran, tveir sigrar gegn Færeyingum, sigur gegn Litháum, jafntefli og tap við Þjóðverja, jafntefli við Mexíkó og nú tapleikur gegn Alb- önum. Landsliðsþjálfararnir fengu svör við nokkrum spurningum sem þeir lögðu upp með fyrir leikinn gegn Albönum. Eðlilega var á þessum tímapunkti ákveðin til- raunastarfsemi í gangi. Ýmist voru menn færðir til í stöðum, aðrir fengu tækifæri til að spila saman í stöðum og síðast en ekki síst fengu leikmenn tækifæri til að sýna sig og sanna með liðinu. Leikur ís- lenska landsliðsins gegn Albönum var ekki hátt skrifaður en þó ber þess að geta að albanska landsliðið hefur tekið stórstígum framförum og ég þori að fullyrða að hver ein- asta þjóð kemur til með að lenda í vandræðum gegn þessu vel skipu- lagða liði. Fyrri hálfleikurinn var slakur af hálfu Íslands en bata- merkin voru augljós í síðari hálf- leik þó svo að ýmsir vankantar hafi verið á leik liðsins. Það sem eftir situr, og fær þá Ásgeir og Loga til að brjóta heil- ann um og finna lausnir á, er að manna miðjustöðurnar með réttum mönnum. Liðið vantar tilfinnan- lega leikstjórnanda og miðjuspilið verður að bæta ef betri árangur á að nást í framtíðinni. Drjúgan hluta leiksins í Tirana var miðju- spilið slakt og taktlaust á allan hátt. Brynjar Björn Gunnarsson sinnti að vísu hlutverki sínu vel sem brimbrjótur á miðsvæðinu og sýndi að hann getur verið sá leik- maður sem þarf að vera til staðar í liðinu hverju sinni. – Besti leikur hans með liðinu í langan tíma. Í aðrar stöður á miðjunni, sem í þurfa að vera leikmenn sem geta tekið af skarið, haldið bolta og ver- ið útsjónarsamir, verður erfiðara að finna. Jóhannes Karl átti erfitt uppdráttar gegn Albönum og greinilegt er að hann skortir leik- æfingu. Vandséð er því að sjá að Jóhann- es, sem er hæfileikaríkur leikmað- ur, verði tilbúinn til að axla þá ábyrgð að bera uppi leik íslenska liðsins á miðjunni í haust meðan hann fær ekki tækifæri með liði sínu í Englandi. Þórður bróðir hans fékk að spreyta sig í stöðu framliggjandi miðjumanns og gerði það þokkalega og skoraði gott mark en ég tel þó að Þórður henti betur íslenska liðinu sem vængmaður. Ýmsir kostir eru í stöðunni og í vináttuleikjunum sem fram undan eru, gegn Lettum, Japönum, Englendingum og Ítöl- um, koma þeir Ásgeir og Logi örugglega til með að prófa sig áfram með leikmenn í miðjustöð- unum. Gaman væri að sjá fyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen í hlutverki framliggjandi miðjumanns fyrir aftan tvo framherja, Heiðar Helgu- son og svo annaðhvort Helga Sig- urðsson eða Veigar Pál Gunnars- son, sem átti afar sterka innkomu í Tirana og sýndi og sannaði að hann á verðskuldað heima í hópnum. Marel Baldvinsson fékk að spreyta sig við hlið Heiðars í Albaníuleikn- um en miðað við frammistöðu hans þar er hann ekki byrjunarliðsmað- ur í landsliðinu og þarf einfaldlega að bæta sig mikið ef hann ætlar að halda sér í hópnum. Arnar Þór Viðarsson er kostur á miðsvæðinu sem væri vert að líta til en hann kom eins og Veigar sterkt inn í leikinn á miðvikudagskvöld í síðari hálfleik. Spil myndaðist í kringum þá Veigar og Arnar og ef íslenska landsliðið ætlar sér að taka fram- förum þá verður það að hafa leik- menn innan sinna raða sem bæði þora og geta tekið við boltanum. Pétur Marteinsson hefur sýnt að hann getur leyst vel af hendi miðjustöðuna, leikmaður með góða tækni, er útsjónarsamur og hefur góðan skilning á leiknum. Þá er ógetið um leikmenn eins og Jóhann B. Guðmundsson og Tryggva Guð- mundsson, en báðir hafa sýnt hvað þeir kunna fyrir sér og gætu hæg- lega komið inn í myndina. Bjarni Guðjónsson og Indriði Sigurðsson ollu nokkrum vonbrigðum gegn Albaníu, sérstaklega Bjarni, en eft- ir góða frammistöðu með Coventry í vetur reiknaði maður með meira frá honum. Aftasta varnarlínan er vel sett að mínu mati. Ólafur Örn Bjarna- son, Pétur Marteinsson og Ívar Ingimarsson léku í fyrsta skipti saman í öftustu vörn gegn Albön- um og leystu það nokkuð vel af hendi og þar fyrir utan er Her- mann Hreiðarsson sem fyrsti kost- ur. Hér heima eru fleiri öflugir varnarmenn eins og Kristján Örn Sigurðsson, Gunnlaugur Jónsson og fleiri þannig að landsliðsþjálf- urunum ætti ekki að verða vandi á höndum að manna varnarstöðurn- ar. Vandinn liggur fyrst og fremst á miðsvæðinu og ég treysti þeim Ásgeiri og Loga fyllilega til að ráða fram úr honum. Ákveðin kynslóðaskipti hafa átt sér stað í landsliðinu á undanförn- um misserum. Jaxlar eins og Eyj- ólfur Sverrisson, Guðni Bergsson og Rúnar Kristinsson hafa kvatt og yngri leikmenn tekið við hlut- verkum þeirra. Fyrir utan þá leik- menn sem hér hafa verið nefndir að ofan banka margir á dyr lands- liðsins og er það vel. Árangur í síð- ustu stórkeppni gefur mönnum vonir um að hægt verði að byggja ofan á þann árangur sem náðist þar og miðað við metnað forystu- manna Knattspyrnusambands Ís- lands og fyrirtaks undirbúning, sem gerist vart betri hjá öðrum þjóðum, verður vonandi hægt að taka skefið fram á við eins og að er stefnt. Guðmundur Hilmarsson Vandinn liggur á miðsvæðinu ÓLAFUR Th. Árnason frá Ísafirði varð Íslandsmeistari í 10 km skíðagöngu með frjálsri aðferð í gær á skíðalandsmótinu sem hald- ið er á Ísafirði. Ólafur hafði nokkra yfirburði og kom í mark á 28 mínútum og 40 sekúndum. Ís- firðingurinn Jakob Einar Jak- obsson varð annar á 30.07 mín- útum og Ólafur H. Björnsson frá Akureyri varð þriðji á 31.26 mín- útum. Norðmaðurinn Thomas Alsgaard keppti sem gestur á mótinu og varð hann annar á eftir Ólafi á 28.58 mínútum, en Alsga- ard er einn þekktasti skíða- göngumaður síðari ára en hann varð m.a. ólympíumeistari í Lille- hammer árið 1992. Ólafsfirðingar fengu öll verð- launin í 5 km göngu kvenna, þar sem Elsa Guðrún Jónsdóttir kom fyrst í mark á 16,48 mínútum, Guðbjörg Helga Andrésdóttir kom þar á eftir á 21.46 mínútum, Hulda María Harðardóttir varð þriðja á 23,11 mínútum. Markús Þór Björnsson frá Ísa- firði sigraði í flokki 17–19 ára karla í 10 km göngu. Að mati skipuleggjanda mótsins á Ísafirði setti Thomas Alsgaard skemmtilegan svip á mótið en hann tók m.a. þátt í að leiðbeina yngri kynslóðinni um leyndardóma skíðagöngunnar en með honum í för var sjúkraþjálfari norska skíðagöngulandsliðsins. Ólafur hafði betur gegn Alsgaard á Ísafirði Ólafur Th. Árnason frá Ísafirði varð Íslandsmeistari í 10 km skíðagöngu með frjálsri aðferð í gær á skíðalandsmótinu sem haldið var á Ísafirði, en hann hafði nokkra yfirburði í keppnisgreininni. Ólafsfirðingar fengu öll verðlaunin í fimm km göngu kvenna, þar sem Elsa Guð- rún Jónsdóttir sigraði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.