Morgunblaðið - 03.04.2004, Qupperneq 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
KANNAÐ verður í nefnd, sem landbún-
aðarráðherra hefur skipað, með hvaða
hætti bændur geti selt afurðir sínar beint
frá búunum. Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra segir stranga matvælalög-
gjöf nauðsynlega en kveðst vilja kanna
hvort hægt sé að auka sveigjanleika svo
bændur geti selt heimagerðar landbún-
aðarafurðir beint til neytenda, en slíkt
þekkist víða í Evrópu.
Hann segir að skapa þurfi meiri fjöl-
breytni og leyfa þeirri sérþekkingu sem til
sé í sveitum landsins að njóta sín. „Sveita-
fólkið er mjög vel að sér í matvælagerð og
margir bændur hafa komið til mín og sýnt
mér ýmislegt sem þeir eru að búa til heima
fyrir sitt fólk,“ segir landbúnaðarráðherra.
Hann segist sjá fyrir sér að verði sala
beint frá búunum gerð möguleg styrki það
hlut sveitanna í þjóðfélaginu og geti skapað
nýja menningu.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Afurðir seld-
ar beint frá
búunum?
Kannað/4
EF tillögur nefndar um stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs ná fram að
ganga verður ákveðnum svæðum
Vatnajökuls lokað fyrir umferð
vélknúinna ökutækja í fyrsta
áfanga þjóðgarðsins. Hvannadals-
hnjúkur verður þannig lokaður allt
árið fyrir vélaumferð, Öræfajökull
sunnan Snæbreiðar og Eyjabakka-
jökull og Skeiðarárjökull tímabilið
1. apríl til 15. september. Á þennan
hátt á að marka svæðið fyrir þá
grein ferðaþjónustunnar sem er í
hvað örustum vexti; gönguferðir,
og skilgreina á leiðir sem eingöngu
verða fyrir göngufólk. Þá er lagt til
að opnaðar verði fimm nýjar upp-
lýsingamiðstöðvar umhverfis jök-
ulinn.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
sem nefndin hefur skilað af sér.
Árni Bragason, forstöðumaður
náttúruverndarsviðs Umhverfis-
stofnunar, hélt erindi um Vatna-
jökulsþjóðgarð á fundi Ferðamála-
samtaka Austurlands á Seyðisfirði
í vikunni þar sem hann skýrði frá
tillögum nefndarinnar. Sagði hann
að skýrslunni hefði verið skilað til
umhverfisráðherra sem mun hugs-
anlega kynna hana í ríkisstjórn
strax í næstu viku.
Í skýrslunni var nefndinni ætlað
að setja fram tillögur að mörkum
fyrsta áfanga þjóðgarðsins, starfs-
stöðvum, brýnustu verkefnum og
reglugerð fyrir þjóðgarðinn.
Heilsársvegur að Brúarjökli
Nefndin gerir ýmsar tillögur að
vegbótum við jökulinn og tekur
m.a. undir tillögur heimamanna
um að vegur inn Hábungu að Brú-
arjökli verði byggður upp sem
heilsársvegur.
Samkvæmt tillögunum yrði dag-
leg stjórn svæðanna áfram í hönd-
um sveitarstjórna og/eða Um-
hverfisstofnunar og lagt til að
opnaðar verði nýjar upplýsinga-
miðstöðvar eða gestastofur um-
hverfis jökulinn; á Kirkjubæjar-
klaustri, Höfn, Fljótsdalshéraði, í
Mývatnssveit og Ásahreppi eða
Rangárþingi. Þá er gert ráð fyrir
að sumarstarfsemi verði á þrettán
stöðum en á nokkrum þeirra er
þegar starfsemi.
Vélknúin ökutæki verði
bönnuð á Hvannadalshnjúk
Fimm/11
KAUPMANNAHÖFN, Brussel,
Amsterdam, var svarið við úr-
slitaspurningunni í Gettu betur,
spurningakeppni framhaldsskól-
anna, í gær og tryggði svarið
Verslunarskóla Íslands sigur í
keppninni með 23 stigum gegn 21
stigi Borgarholtsskóla. Sjaldan,
ef nokkru sinni, hefur spennan í
lokaviðureigninni verið meiri og
þurfti bráðabana til að skera úr
um sigurliðið. Sigurliðið hlaut að
launum farandverðlaunagripinn
Hljóðnemann.
Vinningslið Versló er skipað
þeim Hafsteini Viðari Hafsteins-
syni, Birni Braga Arnarssyni og
Steinari Erni Jónssyni.
Morgunblaðið/Golli
Versló: 23
Borgó: 21
HLUTAFÉ Eddu útgáfu verður aukið um allt að
400 milljónir fáist samþykki hluthafafundar fyrir
því í lok mánaðarins. Einnig stendur til að hluta-
féð verði niðurfært um allt að 212 milljónir
króna. 200 milljóna króna hlutafé sem komið hef-
ur inn í félagið síðan Ólafsfell ehf., sem er í eigu
Björgólfs Guðmundssonar, keypti meirihluta í
því fyrir tveimur árum er uppurið. Félagið hefur
róið lífróður undanfarin misseri en Páll Bragi
Kristjónsson, forstjóri Eddu útgáfu, segir rekst-
ur félagsins nú kominn í rétt horf enda hafi verið
unnið hörðum höndum að endurskipulagningu í
rekstrinum.
Páll Bragi segir að upplýsingum, sem lágu til
grundvallar kaupum Ólafsfells á félaginu fyrir
tveimur árum, hafi verið verulega ábótavant.
Hann segir fyrri eigendur hafa ofmetið eignir fé-
lagsins um 300 milljónir króna og hefur stjórn
þess nú ákveðið að fá óháðan endurskoðanda til
að fara yfir fjárhagsupplýsingar sem fyrrverandi
eigendur lögðu fram þegar hluturinn var seldur.
Athugun endurskoðanda félagsins hefur leitt í
ljós að bráðabirgðauppgjör fyrir árið 2001, sem
lá til grundvallar kaupunum, hafi verið í litlu
samræmi við sanna fjárhagsstöðu félagsins, að
sögn Páls Braga. Ofmat eigna hafi valdið því að
efnahagsreikningur félagsins sýndi 150–200
milljóna króna betri eignarstöðu en raunin var.
Auk þess hafi matsreglur birgða félagsins leitt til
100–150 milljóna króna niðurfærslu. Þetta þýði
að fjárhagsstaðan hafi verið 250–300 milljónum
króna verri en gert var ráð fyrir. Páll Bragi segir
ljóst að fyrrverandi stjórnendum og stjórn
félagsins hafi verið kunnugt um óreiðu í bók-
haldinu.
„Menn geta ekki fríað sig ábyrgð“
„Við viljum að óháður endurskoðandi fari í
þetta mál, þetta eru bara orðnir það miklir fjár-
munir sem er um að tefla,“ segir Páll Bragi. „Það
er grafalvarlegt mál. En það liggur fyrir að við
fengum ekki réttar upplýsingar.“
Hann segir að leiði athugun endurskoðanda í
ljós eitthvað sem ekki var vitað fyrir, verði tekin
ákvörðun um framhaldið. „Auðvitað er það ekki
vilji neins að fara í málaferli. En menn geta ekki
fríað sig ábyrgð.“
Edda útgáfa fær óháð mat á fjárhagsupplýsingum frá fyrri eigendum
Hlutafé aukið um 400 millj.
Rekstur félagsins
kominn í rétt horf
Eiga við/6
ERLEND kolmunnaskip hafa
landað umtalsverðum kol-
munnaafla hérlendis síðustu
daga. Mjög góð kolmunna-
veiði hefur verið á Rockall-
svæðinu að undanförnu og
hefur myndast mikil löndun-
arbið í höfnum á Hjaltlands-
eyjum og í Færeyjum. Því
hafa færeysk, skosk og írsk
kolmunnaskip siglt til Íslands
með afla sinn. Forsvarsmenn
íslenskra fiskimjölsverk-
smiðja segjast auk þess vera
vel samkeppnisfærir í verði.
Hafa landað
14.500 tonnum
Íslensk kolmunnaskip hafa
að undanförnu leitað að kol-
munna innan íslensku land-
helginnar en hafa lítinn afla
fengið. Þó varð vart við tölu-
vert af kolmunna suðaustur af
landinu en hann var dreifður
og ekki í veiðanlegu ástandi.
Gera sjómenn sér vonir um
góða kolmunnaveiði eftir
páska.
Íslensk kolmunnaskip hafa
einnig verið við veiðar á Rock-
all-svæðinu og er afli þeirra
nú orðinn um 4.325 tonn á
árinu en heildarkvóti Íslands
er tæp 492 þúsund tonn. Aftur
á móti hafa erlend skip landað
hér nærri 14.500 tonnum á
árinu.
Sigla langt
með kol-
munnann
Sáu talsvert/17
FJÖLDI skráðra campylobactersýkinga á
Íslandi var í fyrra 91 og hefur ekki verið
lægri frá árinu 1996 eða frá því sala á
ófrystu kjúklingakjöti var fyrst leyfð. Árið á
undan voru skráð tilfelli 39 talsins. Þetta
kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofn-
unar fyrir árið 2003.
Tilfellum hélt áfram að fjölga allt fram til
ársins 1999 þegar 435 tilfelli voru skráð. Í
skýrslunni segir að ástæðan hafi einkum
verið stóraukin sala á alifuglakjöti og leyfð
sala á ófrystu kjúklingakjöti.
Vakið athygli út fyrir landsteinana
Frá 1999–2003 fækkaði hins vegar tilfell-
um um 80% og segir í skýrslunni að það sé
fyrst og fremst því að þakka að dregið var
úr smiti í alifuglum með auknum smitvörn-
um við framleiðslu og mengaðir kjúklingar
voru frystir. Þá hafa fræðsla fyrir neytend-
ur, útgáfa fræðsluefnis og varnaðarmerk-
ingar á umbúðum átt sinn þátt í góðum ár-
angri, að mati skýrsluhöfunda. Hefur
árangurinn vakið athygli á alþjóðlegum
vettvangi og aðrar þjóðir farið að dæmi Ís-
lendinga og m.a. sett „frystiskyldu“ á meng-
aða kjúklinga, segir í skýrslunni.
Að sögn Elínar Guðmundsdóttur, for-
stöðumanns matvælasviðs Umhverfisstofn-
unar, hefur góður árangur náðst fyrir til-
stilli öflugs samstarfs yfirvalda,
framleiðenda og vísindamanna við að draga
úr tíðni matarsýkinga. Markaðseftirlit með
matvöru hafi jafnframt staðfest það.
91 tilfelli
campylo-
bactersýk-
inga í fyrra
Ekki verið færri frá 1996
þegar sala á ófrystu
kjúklingakjöti var leyfð
♦♦♦