Morgunblaðið - 04.04.2004, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.04.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN LESA MINNA Verulega hefur dregið úr lestri barna á bókum á síðustu árum. Í könnun sem Þorbjörn Broddason prófessor við HÍ framkvæmdi höfðu 33% barna á aldrinum 10–15 ára enga bók lesið, að skólabókunum undanskildum, síðustu þrjátíu daga fyrir könnunina. Árið 1997 var þetta hlutfall 27% og 18% árið 1991. Suu Kyi verður látin laus Herstjórnin í Búrma hyggst láta helsta stjórnarandstöðuleiðtogann í landinu, Nóbelsverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, lausa um miðjan næsta mánuð, en hún hefur setið í stofufangelsi síðan í maí í fyrra. Verður flokki hennar boðið að taka þátt í ráðstefnu um drög að stjórn- arskrá fyrir landið. Berjast gegn lömunarveiki Andstaða trúarleiðtoga í Norður- Nígeríu við bólusetningu gegn löm- unarveiki hefur valdið því að sjúk- dómurinn hefur borist til áður löm- unarveikisfrírra svæða innanlands og nágrannalanda í Afríku upp á síð- kastið. Barátta Rótarý-hreyfing- arinnar, ýmissa annarra fé- lagasamtaka og stofnana, hefur skilað því að sjúkdómurinn var að- eins landlægur í 6 löndum í heim- inum í fyrra. Kortleggja glæpastarfsemi Lögregla og tollgæsla eru í sam- einingu að vinna að skilgreiningu og tillögum til úrbóta varðandi skipu- lagða glæpastarfsemi hér á landi. Ríkislögreglustjóri skipaði fyrr á þessu ári stýrihóp til að starfa að málinu og stýrir hann þeirri vinnu. Kumaratunga hrósar sigri Allt útlit er fyrir að Chandrika Kumaratunga, forseti Sri Lanka, og flokkabandalag hennar, hafi hlotið 111 þingsæti í kosningunum er fram fóru á föstudag, og vanti aðeins tvö sæti til að hafa hreinan meirihluta. Ekkert samráð Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fékk frumvarp um stækkun hins friðhelga lands Þingvalla ekki til umfjöllunar eða umsagnar. Oddviti Bláskógabyggðar segir það óeðlilegt í ljósi þeirra samskipta sem þurfa að vera milli sveitarstjórnar, sem er skipulagsaðili á svæðinu og Þing- vallanefndar. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 56 Skissa 6 Myndasögur 58 Rispur 14 Bréf 58 Listir 31/39 Dagbók 60/61 Af listum 32 Kirkjustarf 61 Forystugrein 36 Auðlesið efni 62 Reykjavíkurbréf 36 Fólk 63/69 Hugvekja 40 Bíó 66/69 Minningar 40/45 Sjónvarp 70 Skoðun 46/51 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is OPINBER birting og framlagning álagningar- og skattskráa landsmanna verður lögð af ef frumvarp sem lagt verður fram af þingmönnum Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks á Alþingi eftir helgina nær fram að ganga. Birting álagningar- og skattskráa brýtur gegn friðhelgi einkalífs einstaklinganna, felur í sér hættu á að einstaklingar verði fyrir óverðskuldaðri áreitni vegna tekna sinna og grefur undan því trúnaðar- sambandi sem viðgengist hefur á vinnumarkaði, að því er segir í athugasemdum með frumvarpinu. Í dag er það skylda skattstjóra að leggja fram álagningarskrá og tilgreina þá skatta sem á hvern gjaldanda hafa verið lagðir, og verður sú skylda felld niður verði frumvarpið að lögum. Í athuga- semdum með frumvarpinu segir að tilgangur lag- anna virðist m.a. vera sá að tryggja að allir greiði þá skatta sem þeim beri með því að gefa samborgurum þeirra kost á að kynna sér álagningu þeirra. Kemur í veg fyrir undanskot Í áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis frá 1984 segir að birting þessara upplýs- inga skapi bæði gjaldendum og skattayfirvöldum virkt aðhald, og komi þannig í veg fyrir undanskot á skatti. Í athugasemdum með frumvarpinu er rakin staða mála á Norðurlöndunum. Í Danmörku er al- ger leynd um skattgreiðslur einstaklinga, í Noregi er málum háttað eins og hér á landi, og í Svíþjóð hafa skattayfirvöld víðtæka heimild til að birta upp- lýsingar um skattgreiðslur einstaklinga. Flutningsmenn frumvarpsins eru Sigurður Kári Kristjánsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Bene- diktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar I. Birgisson, Guðjón Hjörleifsson, Einar Oddur Krist- jánsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Guðmundur Hall- varðsson, Sólveig Pétursdóttir, Drífa Hjartardóttir, Páll Magnússon og Halldór Blöndal. Vilja banna birtingu upp- lýsinga úr álagningarskrám HUGMYNDIR um stofnun stjórnsýsludómstóls eru ekki nýjar af nálinni en þrátt fyrir umræðu um slíkan dómstól hefur ekki verið til upplýstur grundvöllur fyrir henni. Þetta segir Páll Hreinsson, varaforseti lagadeildar Háskóla Íslands. Hann bendir á að yfirgnæfandi meiri- hluti Evrópuþjóða hafi stjórnsýsludómstóla. „Röksemdirnar eru þær sem forsætisráðherra var að benda á að þetta eru flóknar reglur og sérhæfingin er talin réttlæta slíkan dómstól. En svo er auðvitað spurn- ingin um hagkvæmni hjá okkur. Ég veit ekki hvað það myndi kosta okkur að halda slíkum dómstóli. Forsætis- ráðherra kom inn á það atriði en það sem er áhugaverð- ast er að hann er að segja að það sé ástæða til að skoða þetta. Það höfum við aldrei gert. Við höfum aldrei farið í fræðilega greiningu á kostum stjórnlagadómstóls. Menn hafa varpað þessu fram án ýtarlegrar könnunar á því hvað menn myndu fá og án kostnaðargreiningar. Þannig að það hefur ekki verið upplýstur grundvöllur til svona umræðu. Ef farið verður í þá vinnu er það auðvit- að merkilegt framlag,“ segir Páll. Viðbrögð við hugmynd forsætisráð- herra um stjórnsýsludómstól Kanna þarf kostnað við dómstólinn ÍSLENDINGAR eru ekki með ein- hliða áform um reglur um að fingra- för og ljósmynd verði tekin af ferða- mönnum sem hingað koma, líkt og gert verður í Bandaríkjunum, segir Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra. „Við tökum þátt í umræðum og ákvörðunum á vettvangi Schengen- samstarfsins um ný ferðaskilríki en höldum uppi eftirliti á Keflavíkur- flugvelli, m.a. með myndavélum,“ segir Björn. Hann segir umræður um lífkenni í ferðaskilríkjum á borði ráðherra Schengen-svæðisins, en segir málið ekki hafa verið rætt á fundi ráðherraráðsins síðastliðinn þriðjudag. Björn segir lengi hafa verið unnið að þessu máli á evrópskum vettvangi og nefnt hafi verið að í árslok 2005 verði unnt að stíga skref til fram- kvæmda við ný ferðaskilríki. Banda- ríkjamenn hafi nú boðað frestun á kröfum um ný ferðaskilríki til ársins 2006. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær munu reglur um að taka verði fingraför og ljósmyndir af þeim sem koma til Bandaríkjanna hertar, og frá og með 30. september gilda þær einnig um ferðamenn frá helstu bandalagsríkjum Bandaríkjanna, Ís- landi þar á meðal. Björn segir að á Evrópuvettvangi hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvers konar lífkenni verði í ferðaskil- ríkjum en líklegast sé að þau verði tvenns konar andlitsgreining og mynd af fingraförum. Markmiðið sé að auka almannaöryggi og sporna gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Ekki tekin fingra- för við komuna Í AÐDRAGANDA páskanna taka margir föndurdótið fram og skreyta hýbýli sín með litfögru páskaskrauti. Egg, ungar og kanínur eru í hugum flestra nátengd páskunum og því skrauti sem þeim fylgja. Börn hlakka þó eflaust mest til að fá súkkulaðiegg til að narta í en þar til þau verða á boðstólum, á sjálfum páskadegi, er ekki úr vegi að fara að dæmi Hugrúnar Eglu Einarsdóttur, sem undirbýr páskana með því að mála hænuegg sem hún blés fyrst innan úr með því að setja pínulítið gat á endann á því. Og auðvitað valdi Hugrún að mála eggið gult, í anda komandi hátíðar. Morgunblaðið/Einar Falur Pínulítil páskaegg ♦♦♦ MAÐUR um tvítugt var stöðvaður við Varmahlíð á föstudagskvöld þar sem hann var á ferð í bíl á leið til Akureyrar. Hann reyndist vera með rúm 15 grömm af ætluðu kókaíni á sér, í 15 neyslueiningum. Áætlað söluverðmæti efnisins er allt að 225 þúsund krónur. Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Málið var unnið í samstarfi lögreglunnar á Akureyri og Sauðárkróki. Með kókaín í Varmahlíð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.