Morgunblaðið - 04.04.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.04.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Glasgow 14.490 kr. London 16.900 kr. Kaupmhöfn 16.900 kr. Hamborg 16.900 kr. Berlín 16.900 kr. Nýr netsmellur SVEINN Sæland, oddviti Bláskóga- byggðar, segir að sveitarstjórnin hafi ekki verið höfð með í ráðum við undirbúning frumvarps forsætisráð- herra um stækkun hins friðhelga lands Þingvalla. Hann segir Þing- vallanefnd ekki hafa enn tekið form- lega afstöðu til lagningar Gjábakka- vegar um Gjábakkaland, sem er samkvæmt frumvarpinu innan þjóð- garðsins þrátt fyrir ítrekaðar áskor- anir. Sveitarstjórnin var ekki heldur höfð með í ráðum við gerð umsókn- ar ríkisstjórnarinnar til UNESCO um upptöku Þingvalla á heims- minjaskrá. „Það er skýlaus krafa okkar að fá aðgang að nefndinni til að forðast svona uppákomur,“ segir Sveinn. „Þarna er um hálfgert skipulags- klúður að ræða. Menn eru að vinna í sitt hvoru horninu og tala ekki nógu vel saman.“ Í skýrslu, sem fylgdi umsókninni, voru sett fram ný hnit- sett þjóðgarðsmörk, þar sem allt land Gjábakka er innan garðsins. Þessi nýju mörk hafa ekki enn verið kynnt sveitarstjórn Bláskógabyggð- ar og ekki heldur frumvarp for- sætisráðherra, sem gengur enn lengra og innlimar Brúsastaðaland og Kárastaðaland líka í þjóðgarð- inn. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mun á fundi nk. þriðjudag fjalla um málið. Gjábakkavegurinn umdeildur Ágreiningur hefur verið uppi milli Þingvallanefndar og sveitar- stjórnarinnar um vegstæði Gjá- bakkavegar sem liggur yfir Lyng- dalsheiði. Gjábakkaland er eign ríkisins og er á áhrifasvæði þjóð- garðsins. Það er því háð samþykki Þingvallanefndar að vegur verði lagður þar um. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar segir í greinargerð um málið, sem finna má á vefsíðu sveitarfélagsins, að ekki sé hægt að skilja skýrslu sem fylgdi umsókninni til UNESCO öðruvísi en svo að núverandi Gjá- bakkavegur verði endurbyggður þrátt fyrir að það hafi legið fyrir um nokkurn tíma, m.a. í aðalskipulagi Laugardalshrepps, að vegurinn myndi í framtíðinni að öllum lík- indum ekki liggja í vegstæði núver- andi vegar. Oddviti Bláskógabyggðar segir það gagnrýnivert að sveitarfélagið, sem fer með skipulagsvald á svæð- inu, sé ekki haft með í ráðum þegar taka á ákvarðanir um stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum. Í grein- argerð, sem hann vann ásamt fleir- um fyrir sveitarstjórnina vegna málsins, segir: „Það verður að telj- ast óheppilegt þar sem taka stórs svæðis á heimsminjaskrá með öllum þeim kvöðum og skyldum sem því fylgja mun tvímælalaust hafa mikil inngrip í yfirstjórn vestasta hluta sveitarfélagsins.“ Leið tólf eða átta? Sveitarstjórnin hefur viljað fara með Gjábakkaveg svokallaða leið 12, sem hún telur hagkvæmustu og öruggustu akstursleiðina og er þremur km styttri en sú leið sem síst er að mati sveitarstjórnar, þ.e. suður fyrir Gjábakkalandið. Leið 12 liggur frá Gjábakka að suðurenda Reyðarbarms og sveigir suður fyrir bæjarstæði Gjábakka sem og ýmsar sérstæðar hraunmyndanir. Sveinn segir að eins og komi fram í greinargerðinni séu þarna gríð- arlegir hagsmunir sveitarfélagsins í húfi. „Heildarhagsmunir eru fyrir borð bornir og ímyndaðir hagsmun- ir þjóðgarðsins teknir fram yfir sem mér finnst byggjast á ákveðnum mistökum varðandi umsóknina til UNESCO. Þar byrjar vandamálið sem hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir ef við hefðum haft aðkomu að þessu máli.“ Í aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000–2012, sem staðfest var í ágúst 2001, segir að forgangsverkefni skuli vera bygging heilsársvegar norðan Lyngdalsheiðar, með end- urbótum og breyttri legu núverandi Gjábakkavegar. Í maímánuði á síð- asta ári kynnti Vegagerðin svo til- lögu að matsáætlun Gjábakkavegar. Síðan þá hefur verið unnið að skýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og er stefnt að því að leggja hana fram á næstunni. Einnig er unnið að aðalskipulagi Þingvallasveitar á vegum Bláskóga- byggðar sem verður fyrsta aðal- skipulag svæðisins. Vegagerðin hefur nú kynnt enn eina tillögu að vegstæði Gjábakka- vegar. Sú leið hefur verið kölluð leið 8 og gerir ráð fyrir að vegurinn taki sveig suður fyrir odda Gjábakka- landsins og tengist Þingvallavegi við norðurenda Miðfells. Jarðamörk Gjábakkalands ganga í 4 km löngum geira suður í Karhraun sem vegurinn verður að sveigja í kring- um. Leiðin myndi lengja heildar- vegalengd Gjábakkavegar um 3,3 km og núverandi veg um 5 km. Slæm brekka er í þessum kafla suð- vestur frá Gjábakka sem sveitar- stjórnin telur draga úr umferðarör- yggi. Þessi tillaga kom sveitarstjórn Bláskógabyggðar í opna skjöldu enda skammt síðan leið 12 hafði verið kynnt á samráðsfundi. „Ástæðan fyrir þessari nýju tillögu um vegstæði mun vera þrýstingur frá Þingvallanefnd enda hefur það komið í ljós að innan nefndarinnar er andstaða við legu nýs vegar „inn- an þjóðgarðsins“,“ segir í greina- gerð sveitarstjórnarinnar. Bent á aðra staði Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur bent á að í stað þess að inn- lima Gjábakkalandið í þjóðgarðinn, væri mun æskilegra, út frá verndar- og náttúrufræðilegu sjónarmiði, að horfa til svæða austan og norðan núverandi þjóðgarðsmarka. „Þjóð- garður sem hefur innan sinna marka einstakar jarðmyndanir eins og Hrafnabjörg, Tindaskaga og jafnvel Skjaldbreið hlýtur að vera umsókn um upptöku í heimsminja- skrá UNESCO til framdráttar,“ segir í greinargerð stjórnarinnar. Sveitarstjórnin segir í niðurlagi greinargerðarinnar að mikilvægt sé að ekki verði frekari tafir á málinu og þess vegna skorar sveitarstjórn Bláskógabyggðar á Þingvallanefnd að taka formlega ákvörðun um lagn- ingu Gjábakkavegar sem fyrst. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar óskar eftir skýrum svörum frá Þingvallanefnd Heildarhags- munir fyrir borð bornir Kort/Bláskógabyggð Leið 12, sem sveitarstjórn Bláskógabyggðar vill fara með Gjábakkaveg, liggur í gegnum Gjábakkaland, en nýjasta tillaga Vegagerðarinnar (leið 8) sneiðir hjá Gjábakkalandi sem skv. nýju frumvarpi er innan þjóðgarðsins. „ÞETTA eru góð tíðindi fyrir nátt- úruvernd. Það er afar mikilvægt í náttúruvernd að ná utan um heild- stæð vistkerfi og þessi stækkun þjóðgarðsins og boðuð vatnsvernd er liður í því að ná heildstæðari verndun fyrir Þingvelli og Þing- vallavatn,“ segir Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar um frumvarp sem forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi um stækkun friðlandsins á Þingvöllum úr 90 km² í 237 km². Sigurður Oddsson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum og fram- kvæmdastjóri Þingvallanefndar, fagnar því að frumvarpið, sem var unnið undir forsjár Þingvallanefnd- ar, hafi verið lagt fram. Hann segir að unnið hafi verið að málinu frá árinu 1987, frumvarpið sé frá árinu 1998 en vegna þjóðlendumála hafi verið beðið með afgreiðslu þess þar til nú. Miklar kröfur verði gerðar til búskapar á svæðinu Sigurður segir að verði frum- varpið samþykkt verði þjóðgarð- urinn heildstæðari. Fjallahring- urinn á Þingvöllum verði þá meira og minna allur innan svæðisins. „Raunverulegur þjóðgarður, eins og hann er í dag, er bara upp að efri brún Almannagjár. Hann fylgir efri brún Almannagjár upp í Ármanns- fell og þaðan niður í Hrafnabjörg,“ segir Sigurður. Eftir stækkun muni þjóðgarðurinn ná að Háusúlu í Botnssúlum, að mörkum Borg- arfjarðarsýslu og Hrafnabjörgum. Í dag er stundaður búskapur inn- an þess svæðis, sem bætist við þjóð- garðinn, og segir Sigurður að gert sé ráð fyrir því að svo verði áfram. Tryggvi segir mikilvægt að gera miklar kröfur til búskapar innan þjóðgarðs, t.d. þannig að hann sé sjálfbær og stundaður með vistvæn- um hætti. Hann telur að vel verði hægt að leysa þetta atriði í skipu- lagsvinnu fyrir svæðið. Frumvarpinu sem byrjað var að vinna árið 1987 var síðar skipt upp í þjóðgarðsfrumvarp og vatnsvernd- arfrumvarp. Í þjóðgarðsfrumvarp- inu segir að umhverfisráðherra muni leggja fram frumvarp um verndun Þingvallavatns. „Það er ljóst af þessu, nátt- úruverndaráætlun og umræðu um Vatnajökulsþjóðgarð að það er mik- il umfjöllun um náttúruvernd og það er gleðilegt,“ segir Tryggvi og minnir á að á Þingvöllum sé mjög sérstakt lífríki. Þjóðgarð- urinn verð- ur heild- stæðari SAMHEITALYF eru í mörgum tilvikum eftirlíkingar sem ná ekki frumlyfjum að gæðum og virkni og framleiðsla á slíkum lyfjum er ekk- ert annað en „nútíma sjóræningja- starfsemi“, að mati Árna Þórs Árnasonar, forstjóra Austurbakka. Árni Þór hefur lýst því yfir að það sé nýtt af nálinni „ef menn ætla að haga málum á þann veg að þeir efnuðu geti verið á betri lyfjum en hinir“. Fólk syfjað af þunglyndislyfi „Við vitum mörg dæmi þess, til dæmis í sambandi við geðlyf eins og lyfið cipramil frá Danmörku, að hermilyfin sem hafa komið á eftir hafa ekki virkað og fólk verður bara syfjaðra.“ Cipramil er notað- við þunglyndi. „Ég fullyrði það að mikið af þessum samheitalyfjum stenst ekki samkeppni.“ Árni segir að læknar veigri sér oft á tíðum við að setjast niður og skrifa formlegar skýrslur þar sem kvartað er yfir einstökum lyfjum. Vinnan við það sé slík og biðstofur jafnan fullar af sjúklingum sem þurfi að sinna. „Það er svo mikil vinna í kring- um það að þeir hreinlega skipta bara aftur yfir í lyfið sem fólkið var á.“ Árni segir nokkuð algengt með geðlyf að prófuð séu nokkur lyf þar til lyf finnst sem hentar einstak- lingnum. Spurður af hverju ekki sé meiri samkeppni á samheitalyfjamark- aðnum og af hverju ekki sé flutt inn meira af samheitalyfjum segir Árni Þór að innflutningur og sala standi ekki undir kostnaði þegar búið sé að skrá lyfið, greiða skráningargjöld og vinna þá markaðsvinnu sem til þarf. Gæði lyfjanna ekki þau sömu Samheitalyf „nútíma sjóræn- ingjastarfsemi“ RAGNAR Björnsson, húsgagnabólstrari í Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Foss- vogi fimmtudaginn 1. apríl á áttugasta og átt- unda aldursári. Ragnar var fæddur á bænum Straumi á Skógarströnd 30. ágúst 1916, sonur hjónanna Björns Kristjánssonar, bónda þar, og konu hans, Katrínar Daða- dóttur. Hann fluttist barn að aldri til Stykkishólms þar sem hann lauk skyldunámi og fór síðan norður á Akureyri þar sem hann stundaði nám í tvö ár við Menntaskólann á Akureyri. Eftir það lá leiðin suður til Reykjavíkur þar sem hann nam húsgagnabólstr- un, meðal annars hjá móðurbróður sínum, Ólafi Daðasyni. Að námi loknu setti hann hús- gagnabólstrunarfyrir- tæki á laggirnar í Hafnarfirði árið 1943 sem hann rak allar göt- ur síðan undir eigin nafni. Fyrirtækið varð sextíu ára 1. desember síðastliðinn og er þekktast fyrir fram- leiðslu á landsþekktum fjaðurdýnum, hin síð- ari ár undir heitinu RB rúm. Ragnar var virkur meðlimur í Rótarý- hreyfingunni áratug- um saman og hafði einnig mikið yndi af veiðiskap. Ragnar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóna Halldórsdóttir og eignuðust þau eina dóttur, sem nú er látin. Síðari kona Ragnars er Ólafía Helgadóttir og eignuðust þau tvær dætur. Andlát RAGNAR BJÖRNSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.