Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það verður ekki létt fyrir Stúf litla að toppa „Sjá roðann í austri“ með því gamla góða „Jólasveinar ganga um gólf með gylltann staf í hendi“. Launamunur karla og kvenna Skilgreiningar í brennidepli Nýlega kom út bókinEqual pay andgender main- streaming in the Europ- ean Employment Strategy sem ritstýrt er af Lilju Mósesdóttur, prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst, Lars Magnusson, prófessor við Uppsala há- skóla, og Amparo Serrano Pascual, fræðimanns við Rannsóknarstofnun evr- ópsku verkalýðshreyfing- arinnar (ETUI). Morgun- blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Lilju í vikunni sem leið. – Hver gefur þessa bók út Lilja? „Bókin er gefin út af ETUI og samstarfsnefnd sænskrar verkalýðshreyf- ingar um Evrópumál (SALTSA). Nánari upplýsingar um bókina er að finna á slóðinni http:// www.etuc.org/ETUI/New/ Equalpay.cfm.“ – Hvert er efni hennar og helstu áherslur? „Í bókinni leggja fjölmargir evrópskir sérfræðingar mat á mismunandi skilgreiningar á launamuni karla og kvenna ann- ars vegar og aðgerðir stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að draga úr kynbundnum launamuni í Evrópu hins vegar. Meðal aðild- arlanda ESB er umtalsverður launamunur karla og kvenna orð- inn að nokkurs konar „náttúru- lögmáli“, þrátt fyrir aukna at- vinnuþátttöku og menntun kvenna ásamt víðtækri löggjöf sem koma á í veg fyrir að fólki sé mismunað á grundvelli kynferðis. Meginniðurstaða bókarinnar er að stjórnvöld og aðilar vinnu- markaðarins eigi að hætta að ein- blína einungis á óskýrðan kyn- bundinn launamun og taka upp heildræna stefnu sem tekur á flóknu samspili fjölmargra þátta eins og staðalmyndum um t.d. karlfyrirvinnuna, kynskiptingu vinnumarkaðarins og kerfis- bundnu vanmati á störfum kvenna. Mikilvægt er að slík stefna verði samþætt atvinnu- stefnu ESB sem felur í sér mark- miðssetningu til nokkurra ára, töluleg markmið, t.d. helmings- minnkun launamunarins á 10 ár- um, árlegar framkvæmdaáætlan- ir stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir til að draga úr kynbundnum launa- muni og árlegt mat óháðra aðila á framkvæmdinni til að tryggja ár- angur.“ – Hvernig kemur þú að þessari bók? „Ég hef m.a. skrifað doktors- ritgerð um þetta efni og tekið þátt í nokkrum evrópskum rann- sóknarverkefnum um atvinnu- stefnu ESB. Auk þess að ritstýra bókinni var ég beðin um að skrifa kafla um fræðilegar skýringar og rannsóknir á launamuni karla og kvenna í Evrópu.“ – Hvernig gagnast bókin Ís- lendingum ... eða gerir hún það? „Í bókinni er ekki sérstaklega fjallað um Ísland, þar sem ekki fengust peningar í út- tekt á landi sem ekki hefur sótt um beina aðild að ESB. Bókin mun þó gagnast okk- ur, þar sem umræðan hér á landi er föst í deilum um hversu þröngt eigi að skilgreina kynbundinn launamun. Í nýlegum könnunum hér á landi er kynbundinn launa- munur yfirleitt leiðréttur fyrir mismunandi stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði eins og t.d. ólíkan starfsvettvang til að finna þann mun sem ekki er hægt að skýra með öðru en mismunun á grundvelli kynferðis. Femínist- ar hafa gagnrýnt þessa þröngu skilgreiningu á kynbundnum launamuni, þar sem hún réttlætir að karlar fái launahækkun velji þeir störf þar sem karlar eru í meirihluta á meðan konum er refsað í launum fyrir að velja hefðbundin kvennastörf. ESB hefur tekið tillit til þessarar gagnrýni og mælir með að aðild- arlöndin noti þann mun sem er á heildartekjum karla og kvenna á hverja unna klukkustund þegar þau mæla kynbundinn launamun, þ.e. leiðrétti aðeins fyrir mismun- andi vinnutíma. Þröng skilgrein- ing á kynbundnum launamuni hjálpar okkur auk þess ekki að finna raunhæfar leiðir til að eyða launamuni karla og kvenna, þar sem hann er afleiðing fjölmargra þátta.“ – Er eitthvað í bókinni sem tví- mælalaust má taka mið af hér heima eða vekur alveg sérstaka athygli? „Ísland er ekki skuldbundið til að taka upp atvinnustefnu ESB sem felur í sér ákveðna aðferða- fræði til að tryggja að allir aðilar sem koma að atvinnu- og jafn- réttismálum vinni að sömu mark- miðunum. Á Íslandi eru margir aðilar að vinna að því að bæta stöðu þeirra sem lakast eru settir á vinnumarkaði. Margir eru að gera góða hluti en aðgerðir þeirra eru sjaldan samhæfð- ar, þannig að þær skarast eða eru í inn- byrðis samkeppni. Auk þess er lítið samstarf milli ráðuneyta sem fara t.d. með byggða-, mennta-, og atvinnumál en at- vinnuleysi er mest á ákveðnum svæðum á landsbyggðinni og meðal þeirra sem minnsta mennt- un hafa. Samkvæmt nýlegri út- tekt á atvinnustefnu ESB hefur hún m.a. leitt til aukinnar sam- vinnu aðila innan og utan stjórn- kerfisins á sviði félags-, atvinnu-, mennta- og efnahagsmála.“ Lilja Mósesdóttir  Dr. Lilja Mósesdóttir er fædd í nóvember 1961 og ólst upp í Grundarfirði. Hún lauk stúdents- prófi frá VÍ og stundaði síðan há- skólanám í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi. Und- anfarin ár hefur Lilja starfað fyrir framkvæmdastjórn ESB og verið háskólakennari í Svíþjóð og á Íslandi. Lilja er nú prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst og er stjórnarmaður í sjáv- arútvegsfyrirtækinu Guðmundi Runólfssyni hf. Hún er gift dr. Ív- ari Jónssyni, prófessor. Sonur þeirra er Jón Reginbaldur. Auk þess er lítið samstarf milli ráðu- neyta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.