Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 12

Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 12
12 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ arsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, ásamt 7 öðrum fulltrúum fyrir hönd Evr- ópu, þ.e. allt frá Atlantshafi til hafnarborgar- innar Vladivostok í austri. Framkvæmdastjórnin sendi frá sér sérstakt minnisblað í tengslum við útrýmingu lömunar- veiki í lok ársins 2003. Eins og fram kemur í minnisblaðinu var lömunarveiki landlæg í 125 löndum í 5 heimsálfum og olli lömun hjá um 350.000 börnum árið 1988. Nú er lömunarveiki aðeins landlæg í 6 löndum (Níger, Nígería, Egyptaland, Afganistan, Pakistan og Indland) og greindust 508 tilfelli í þessum löndum í fyrra. Framkvæmdastjórnin hefur sett stofnuninni fjögur markmið í baráttunni gegn lömunarveiki til ársins 2008. Markmiðin eru eftirfarandi: að útrýma lömunarveikismiti í síðustu 6 löndun- um, útrýma lömunarveikiveirunni á rannsókn- arstofum út um allan heim, vinna að stefnumót- um fyrir lömunarveikifrí lönd og byggja varnir gegn lömunarveiki inn í heilbrigðiseftirlit land- anna eftir að tekist hefur að útrýma sjúkdómn- um. Baráttan gegn lömunarveiki hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig að undanförnu. Nýj- ustu fregnir Smitsjúkdóma- og vánets herma að lömunarveiki hafi í fyrsta sinn um nokkurt skeið greinst í borgunum Anambra og Imo í Suðaustur-Nígeríu fyrr í mánuðinum. Sömu heimildir herma að íslamskir trúarleiðtogar í borginni Kano nyrst í Nígeríu hafi hafnað bólu- setningu á þeim forsendum að bóluefnið ylli ófrjósemi. Þessi viðbrögð hafa valdið því að lömunarveikismit hafa borist frá Norður-Níg- eríu yfir til áður lömunarveikifrírra nágranna- landa eins og Chad, Burkina Faso, Ghana, Toga og Niger á síðasta ári. Ekki er heldur langt um liðið frá því íslamskir trúarleiðtogar á afmörk- uðu svæði í Kenýa höfnuðu bólusetningu á sömu forsendum og í Kano. Alla jafna hafa þó leiðtogar þjóðanna tekið bólusetningunni vel og eru dæmi um að stríðsherrar í Angóla og Kongó hafi lagt niður vopn á meðan bólusetning fór fram meðal beggja fylkinga. Samtök músl- ímskra ríkja (Organization of the Islamic Conference) lögðu blessun sína yfir útrýming- aráætlun lömunarveiki á fundi sínum í Putraja- ya í Malasíu í október í fyrra. Fresta þurfti í fyrsta skipti frá því skipulögð barátta gegn lömunarveiki hófst skipulegri bólusetningar- herferð á ákveðnum svæðum vegna skorts á fjármagni árið 2003. Leitað á tilraunastofum -En er raunhæft að ætla að útrýma algjör- lega smitsjúkdómi eins og lömunarveiki? „Já, ég tel raunhæft að ætla að hægt verði að útrýma lömunarveikinni,“ svarar Haraldur. „Heilbrigðisyfirvöldum tókst með samstilltu átaki að útrýma bólusótt fyrir nokkrum áratug- um. Dýr bera hvorki bólusóttar- né lömunar- veikismit og því ætti að vera raunhæft að út- rýma lömunarveiki eins og bólusótt,“ heldur hann áfram og viðurkennir að sýnishorn séu reyndar til af bólusóttarveirunni. „Eftir að tókst að útrýma veikinni var ákveðið að varð- veita tvö sýnishorn af veirunni, þ.e. ef á þyrfti að halda í tengslum við framleiðslu á bóluefni einhvern tíma í framtíðinni. Öðru sýnishorninu var komið fyrir í CDC, þ.e. faraldsfræðistofnun Bandaríkjanna í Atlanta. Hinu var komið fyrir á Vector-rannsóknastofunni í Rússlandi og þar var hún geymd á meðan Sovétríkin voru og hétu. Ég veit að margir hafa verið uggandi yfir þeirri staðsetningu.“ Einn þáttur í útrýmingu lömunarveiki felst í því að eyða sýnishornum veirunnar á tilrauna- stofum úti um allan heim. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin ýtti úr vör átaki í þeim tilgangi árið 2001. Haraldur hefur sjálfur yfirumsjón með átakinu hér á landi. „Umfangið á Íslandi er afar takmarkað því aðeins tvær rannsóknar- stofur voru starfræktar í landinu fyrir 40 árum sem mögulega gætu hafa rannsakað veiruna, þ.e. Rannsóknastofnun tilraunastofnunar Há- skóla Íslands á Keldum og Rannsóknarstofa Landspítalans. Engu að síður þarf samkvæmt tilskipun frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni að leita að sýnishornum á rannsóknarstof- um í landinu. Við höfum haft samband við 11 þeirra og spurst fyrir um hvort lömunarveik- isveiru gæti verið að finna þar og ætlum fljót- lega að óska eftir því með formlegum hætti að lokaleit fari fram svo hægt verði að senda stað- festingu um að veiran finnist ekki í landinu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í apríl,“ segir Haraldur. - Hvað gerist ef veiran finnst? „Ef lömunarveikisveiran finnst á rannsókn- arstofu er óskað eftir því að henni sé eytt. Ef því er hafnað er hægt að óska eftir því að fá að geyma veiruna áfram við ströng öryggisskilyrði eða helst að senda sýnishornið til geymslu í sér- stakri rannsóknarstofu undir eftirliti Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar. Eins og gert var með bólusóttina verða svo líklega sýnishorn geymd sérstaklega ef á þarf að halda í tengslum við framleiðslu bóluefnis í framtíðinni.“ - Veistu hvar sýnishornið verður geymt? „Nei. Á jafn afstæðum tímum og við lifum á verður örugglega að vanda vel til geymslustaða sem allir geta orðið sammála um.“ ago@mbl.is „Ég man alltaf eftir því hvað mér fannst erfitt að fara frá Haraldi litla á meðan hann lá á Heilsu- verndarstöðinni. Þó að börnin grétu máttu foreldr- arnir ekki vera lengur hjá þeim en eina klukku- stund yfir hábjartan daginn. Pabbi Haralds bjó hann yfirleitt undir svefninn í hálftíma heimsókn- artíma á kvöldin,“ segir Unnur Haraldsdóttir. Har- aldur, sonur Unnar, veiktist af lömunarveiki 6 ára gamall og lést, líklega af eftirköstum hennar, 19 ára gamall. Unnur segist hafa frétt af því að von væri á löm- unarveikifaraldri snemma ársins 1955. „Ég var með Harald í æfingum vestur á Grund af því að hann steig aldrei almennilega í fæt- urna. Einu sinni sagði þjálfarinn mér að stefnt væri að því að opna mænuveikideild á Heilsuvernd- arstöðinni um haustið. Mænuveiki kæmi venjulega upp á 10 ára fresti og myndi líklega stinga sér niður um haustið. Kristján, yngri bróðir Har- alds, var fyrri til að veikjast. Lækn- arnir sögðu að eftir þrjá daga kæmi í ljós hvort honum myndi batna eða versna. Kristján var farinn að leika sér aðeins úti þegar Haraldur smit- aðist. Við bjuggum okkur undir svip- að ferli og með Kristján, fluttum öll rúmin niður í stofu og sinntum Har- aldi til skiptis á nóttunni. Sjúkdóm- urinn tók aðra stefnu hjá Haraldi en Kristjáni. Honum hélt áfram að versna þar til hann lamaðist upp að hálsi. Haraldur var fyrsti eða annar sjúklingurinn til að leggjast inn á mænuveikideildina á Heilsuverndarstöðinni.“ Unnur segir að Haraldur hafi með hléum verið í öndunarvél fyrstu 9 mánuðina á Heilsuvernd- arstöðinni. „Haraldur lá milli heims og helju á mænudeildinni í marga mánuði. Þessi tími var blátt áfram hræðilegur. Einu svörin frá læknunum voru að kollurinn væri í lagi. Að öðru leyti lifðum við í algjörri óvissu. Ég er ekki viss hvernig farið hefði ef á mænudeildina hefði ekki komið danskt hjúkrunarlið að aðstoða íslenska hjúkrunarfólkið. Danirnir höfðu langa reynslu af því að annast mænuveikisjúklinga í Danmörku. Eftir að Haraldur losnaði úr öndunarvélinni var farið að setja hann í hjólastól öðru hverju. Hann var alla tíð ólaður niður í stólinn því að hann gat ekki haldið sér uppi. Hins vegar skiluðu æfingarnar á Heilsuverndarstöðinni því að hann fékk svolítinn mátt í hendurnar.“ Haraldur var fluttur heim eftir eins og hálfs árs legu á mænudeildinni. „Við fengum með honum sjúkrarúm og komum því fyrir í stofunni. Á þess- um tíma var enga heimaaðstoð að fá. Við Þórður hjálpuðumst að við að sinna daglegum þörfum hans og hinir krakkarnir vöndust því að umönnun hans væri hluti af daglegu lífi fjölskyldunnar,“ segir Unnur og vísar þar til þriggja yngri systkina Har- alds – þeirra Kristjáns, Helgu og Unnar. Fimmta og langyngsta barnið, Þórður Már, lést af slysförum fyrir nokkrum árum. Unnur segir að sér hafi sárnað að Haraldi skyldi hvorki vera boðnar æfingar né kennsla eins og öðrum börnum. „Rétt fyrir jól þurfti ég að fá heim- ilislækninn heim af því að Helga var með mislinga og notaði tækifærið til að segja honum frá áhyggj- um mínum. Hann brást afskaplega vel við og kom okkur í samband við bæklunarsérfræðing. Lækn- irinn skoðaði Harald og kom því til leiðar að ég fór með hann í uppskurð til Danmerkur þann 11. janúar árið eftir. Ég man vel eftir því hvað ég var kvíðin þar sem ég sat á hattöskju í flugvélinni hliðin á sjúkrabörunum með Haraldi. Ég talaði ekki dönsku, hafði aldrei komið til útlanda og vissi raun- verulega ekkert út í hvað ég var að fara.“ Vann hugi og hjörtu allra Áhyggjur Unnar reyndust þó ástæðulausar. „Haraldur var fluttur á hersjúkrahúsið í Kaup- mannahöfn þar sem æxli við mænuna var fjarlægt af hinum þekkta danska skurðlækni dr. Bush skömmu síðar. Skemmst er frá því að segja að Haraldur vann hugi og hjörtu danska hjúkr- unarfólksins á sjúkrahúsinu. Hann babblaði heil- mikla dönsku því í veikindum sínum hafði hann stytt sér stundir með því að lesa Andrésar Andar blöð á dönsku,“ segir Unnur og bætir við að eftir þriggja mánaða dvöl í Danmörku hafi hún þurft að fara aftur til Íslands. „Haraldur kom seinna því að hann átti eftir að fara í aðra aðgerð á bakinu. Ég man ekki nákvæmlega hvað hann var lengi úti. Sá tími er í minningunni heil eilífð. Loksins kom hann svo himinlifandi glaður með fuglabúr með tveimur páfagaukum með sér til Íslands. Danska hjúkr- unarfólkið hafði reynst honum ákaflega vel á með- an hann var einn úti, t.d. hafði einn læknirinn farið með hann og 4ra ára dóttur sína í Tívolí.“ Eftir komuna til Íslands hóf Haraldur nám í Vogaskóla. „Honum sóttist námið vel þótt hann ætti í erfiðleikum með ýmislegt, t.d. þurfti hann að treysta á aðstoð bekkjarfélaga sinna við að fletta bókum. Hann hafði heldur ekki nægan mátt í höndunum til að skrifa. Eftir langa baráttu fékk hann ritvél og gat eitthvað hamrað á hana með hnúunum. Hann var ákaflega félagslyndur, tók þátt Skátafélagi fatlaðra með aðstoð Kristjáns bróður síns og var alltaf umkringdur krökkum. Ég vildi frekar hafa opið hús hjá mér heldur en að hann sæti einhvers staðar einn út í horni,“ segir Unnur ákveðinni röddu og tekur fram að með aðstoð frá ungri skátastúlku hafi Haraldur tvisvar farið til skemmri dvalar á heilsuhæli í Danmörku. Haraldur átti sér framtíðardrauma, eins og önn- ur börn. „Hann sagði mér einhvern tíma frá því í trúnaði að hann ætlaði að verða barnalæknir þeg- ar hann yrði stór. Þess vegna kom heldur ekki ann- að til greina heldur en að hann færi í menntaskóla. Við foreldrar hans vorum reyndar dálítið efins því að á þessum tíma var Menntaskólinn í Reykjavík eini menntaskólinn og þar voru húsakynnin afar óhentug fyrir fatlaðan mann í hjólastól,“ segir Unnur og segist þó hafa farið með umsókn í skól- ann að beiðni Haralds. „Okkur til mikillar ánægju fengum við svar til baka um að verið væri að byggja nýjan og hentugri menntaskóla og þar myndi Haraldur fá inngöngu um haustið. Haraldur hóf því nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð þarna um haustið.“ Unnur segir að Haraldur hafi verið ákaflega ánægður í menntaskólanum. „Hann hafði gaman af náminu og eignaðist góða vini í skólanum. Þeir töldu ekki eftir sér að bera hjólastólinn niður og upp aftur í hverjum einustu frímínútum. Ég man að einu sinni kom Haraldur alveg sérstaklega glað- ur heim. Ég spurði hann hvað hefði gerst. Hann sagði mér að þeir strákarnir hefðu verið að hlusta á svo skemmtilegt lag í frímínútunum að þeir hefðu komið of seint í tíma. Örnólfur Thorlacius, þáverandi kennari, gekk á röðina og spurði þá alla, að Haraldi meðtöldum, af hverju þeir kæmi svona seint. Haraldur var svona ánægður með að vera spurður líka af því að þar með var hann einn af hinum.“ Hjartað gefur sig Ský dró fyrir sólu eftir annað námsár Haraldar í MH. „Hann var að vinna á símanum í Heilsuvernd- arstöðinni og hringdi í mig heim til að spyrja mig hvort ég skildi ekki alveg hvað hann væri að segja. Einhver hafði kvartað yfir því að maðurinn á sím- anum talaði ekki nógu skýrt. Hann var orðinn veik- ur og þurfti að hætta að vinna. Aðeins nokkrum vikum seinna, þegar pabbi hans var að ná í hann inn í rúm til að setja hann í bað, var hann dáinn. Ég held að hjartað hafi gefið sig. Ekki þolað meir,“ segir Unnur alvarleg á svip. Eftir stutta þögn segist hún vilja taka sér- staklega fram hversu þakklát hún sé fyrir hve ynd- islegu fólki fjölskyldan hafi kynnst í gegnum Harald og hversu boðnir og búnir allir hafi verið til að að- stoða hann í gegnum tíðina, t.d. vinir hans í skól- anum. Þessi hjálp hafi verið honum og fjölskyld- unni allri ómetanleg. Synir Unnar Þórðardóttur smituðust af lömunarveiki Lamaðist 6 ára gamall upp að hálsi Haraldur Þórðarson, 6 ára gamall, enn með rör í hálsinum eftir að hafa verið tengdur öndurvél á mænudeild Heilsuverndarstöðvarinnar. Unnur segir að Haraldur hafi legið marga mán- uði milli heims og helju eftir að hann smitaðist af lömunarveikinni 6 ára gamall. Morgunblaðið/Ásdís ’ Arafat hefur enga tryggingu ... allir vitanú þegar að Arafat stendur í vegi framþró- unar.‘Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gaf til kynna í viðtali sem birtist í dagblaðinu Maariv á föstudag að Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, kynni að verða rutt úr vegi. ’ Of mörg tækifæri hafa áður farið for-görðum. Ég hvet ykkur til að gera ekki sömu mistökin aftur.‘Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti á miðvikudag að SÞ myndi leggja áætlun um sameiningu gríska og tyrkneska hluta Kýpur fyrir íbúa eyjarinnar í atkvæðagreiðslu 24. apríl. ’ Við vonum að þessu verði fylgt eftirmeð raunverulegum aðgerðum.“ Abdullah Abdullah, utanríkisráðherra Afganistans, eftir að hafa á þriðjudag und- irritað samkomulag við sex nágrannaríki um að stemma stigu við eiturlyfjasmygli. Á alþjóðlegri ráðstefnu um þróunaraðstoð við Afganistan í vikunni var varað við því að landið gæti orðið algjörlega háð eitur- lyfjaviðskiptum. „Hafandi orðið vitni að einhverjum mestu glæpum síðustu aldar, geta hinir nýju meðlimir fært bandalaginu skýrari sið- ferðisleg markmið.‘George W. Bush Bandaríkjaforseti bauð sjö ný aðild- arríki velkomin í Atlantshafsbandalagið við athöfn í Hvíta húsinu á mánudag. Þau eru Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Búlgaría, Slóvenía og Slóvakía. ’ Umbótum verður að halda áfram, ein-faldlega vegna þess að þær eru nauðsyn- legar.‘Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, eftir að flokkur hans og Jacques Chiracs forseta, UMP, laut í lægra haldi fyrir Sósíalistaflokknum í héraðs- kosningum á sunnudag. ’ Við erum reiðubúnir til viðræðna umallar hliðar á varnarsamstarfinu í þeim góða anda sem verið hefur á milli landanna í rúma hálfa öld, en allir hljóta að skilja að við mundum ekki hafa áhuga á að halda því áfram, stæði það ekki undir mikilvæg- ustu skuldbindingunni um að tryggja ör- yggi Íslands, með lágmarksviðbúnaði í landinu sjálfu.‘Davíð Odsson forsætisráðherra lét þessi ummæli falla í ávarpi í veislu forseta Íslands fyrir erlenda stjórnarer- indreka á dögunum. ’ Þetta er ákveðið kerfi hjá Háskóla Ís-lands til að hafa áhrif á ferlið þrátt fyrir allt. Að ráða skoðanabræður og alikálfa, af hræðslu við allt sem kemur að utan og er nýtt.‘Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem vann meiðyrðamál á hendur dómnefnd sem meta átti hæfi umsækjenda um kennarastöðu í fornleifafræði við HÍ. Hann er ósáttur við val á umsækjendum um stöður við skólann sem hann segir að byggist á hlutdrægu mati. ’ Ég var hálfdregin upp á svið.‘Álfheiður Hanna Friðriksdóttir fékk það óvænta hlut- verk að leysa af hólmi eina skærustu stjörnu Scala- óperunnar, Danielu Dessi, á opnunartónleikum Pucc- inihátíðarinnar í Monza á Ítalíu. Álfheiður söng nokkr- ar aríur við mikinn fögnuð viðstaddra. ’ Innyflin fóru af stað‘VÍS kynnti í vikunni bílbeltasleða þar sem fólk getur upplifað þá óþægindatilfinningu sem fylgir því að aka á vegg á 20 km hraða. Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn í Reykjavík var einn þeirra sem prófuðu sleðann og fannst höggið meira en hann átti von á. ’ Við höfum verið að sjá unglinga semfæddir eru ’88 og ’87 með krabbamein í húð, sortuæxli, sem er alvarlegasta tegund húðkrabbameina. Þessar öru breytingar eru nánast óþekktar annars staðar í heim- inum.‘Bárður Sigurgeirsson húðlæknir segir tíðni húð- krabbameins hjá konum á aldrinum 20-29 hafa sexfald- ast sé tímabilið 1982-92 borið saman við 1993-2002. ’ Í Vetrargarðinum er hins vegar fín að-staða til að taka lagið.‘Árni Johnsen tekur fram gítarinn og syngur „brekku- söng“ í Vetrargarði Smáralindar í kvöld. Í gær opnaði hann sýninguna Grjótið í Grundarfirði í Smáralind. Morgunblaðið/RAX Ummæli vikunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.