Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 14

Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 14
14 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Innkoman: Nemendur Grunnskólans í Sandgerði ganga í sal íþróttahússins, þar sem dansararnir eru enn að undirbúa dagskrána. Morgunblaðið/Sverrir Stökk: Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður í listdansi. Verkið: Nemendur byggja upp dansverkið, með aðstoð Peter Anderson. Hver lagði til hreyfingu, og svo var samræmt. Dansað: Dansarar úr Íslenska dansflokknum með tilþrif á græna gólfinu. Fræðsla: Dansararnir standa fyrir framan yngri nemendurna í Sandgerði og fræða þá um lögmál danslistarinnar. Fengu þeir að sjá dæmi um klassískan dans og nútímadans. Mixað: Tónlistarmennirnir Helgi S. Helgason og Davíð Þór við tölvurnar. Gagnrýnandinn: Verkin vöktu mismikla hrifningu. „Það er mikilvægt að gefa börnum og unglingum færi á að kynnast list- dansi, þannig að þau geti sjálf, þegar fram líða stundir, ákveðið hvort þau vilji sækja danssýningar,“ segir Peter Anderson, dansari Íslenska dansflokksins. Síðustu tvær vikurnar leiddi hann verkefni undir yfirskriftinni Tónlist fyrir alla, þar sem fimm dans- arar og tveir tónlistarmenn heimsóttu grunnskólana á Suðurnesjum. Nemendurnir fengu að kynnast hvað fælist í danslistinni og hvernig dansverk eru smíðuð. Nemend- urnir sömdu dansverk með dönsurunum, þar sem dans- spor og hreyfingar voru sett saman á mismunandi vegu, og síðan voru dansarnir fluttir af atvinnudönsurunum. „Yfirleitt voru viðbrögð nemandanna mjög góð,“ segir Peter. „Við reyndum að sýna þeim hvað við gerum sem listamenn, og láta þá skilja hvernig við vinnum með líkam- ann, virkni hans og kraft. Þetta gekk svo vel á Suðurnesj- unum að við erum strax farin að ræða framhald, við erum spennt fyrir því að gera meira.“ Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari fylgdist með döns- urunum og tónlistarmönnunum þegar þeir heimsóttu Grunnskólann í Sandgerði, þar sem dagskráin mæltist vel fyrir. Rispur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.