Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ F áar hljómsveitir hafa haft önnur eins áhrif og þýska raftónlistar- sveitin Kraftwerk sem er ekki bara brautryðjandi í tónlist þar sem unnið er með tilbúin hljóð, heldur kemur hún einnig við sögu í svo ólíkri tónlist sem nýrómantík og hipphoppi. Kraftwerk hefur starfað í rúma þrjá áratugi og er enn að, enn að senda frá sér tónlist sem tekið er eftir. Það sætir því eðlilega tíðindum að Kraftwerk sé á leið hingað til lands til tónleikahalds, en hljóm- sveitin heldur tónleika í íþróttahúsinu í Kaplakrika 3. maí næstkomandi. Ralf Hütter og Florian Schneider-Esleben voru báðir í klassísku tónlistarnámi er þeir kynntust, Hütter að læra á píanó og Florian á flautu. Að því Hütter segir voru þeir báðir búnir að gefast upp á takmörkunum sem fel- ist í því að læra tónlistarfhefð sem byggist á því að gera allt sem líkast því sem áður hefur verið gert. „Mestur tími okkar fór í fingraæf- ingar, að reyna að spila sem hraðast og lipr- ast á píanóið. Það er vitanlega úrelt hugsun, óþarfi, því tölvur geta gert þetta allt. Þegar ég get notað tölvuna til að spila eins og hvaða píanómeistari sögunnar sem er, er búinn að leysa það hvernig á að flytja tónlistina, þarf ég ekki lengur að eyða tíma í það og get snú- ið mér að tónlistinni sjálfri.“ Hann tekur þó undir það að tónlistarnámið hafi eflaust reynst þeim félögum gagnlegt, bæði hvað varðaði aga og nákvæmni í vinnubrögðum en ekki síst að þekking á fortíðinni sé gagnleg þegar skapa eigi eitthvað nýtt. Fyrstu hljómsveitina stofnuðu þeir Hütter og Schneider 1968 og kölluðu hana Die Org- anisation, en upp úr henni stofnuðu þeir síð- an Kraftwerk. Byrjuðum á núlli Þessi ár voru góður tími í þýskri tónlist- arsögu því hver merkishljómsveitin kom fram af annarri, hljómsveitir sem hljómuðu ólíkt öllu sem menn höfðu höfðu áður heyrt í rokkinu, tónlistin tilraunakenndari og ævintýralegri, tónlist fyrir heila en ekki hjarta, tónlist sem var ekki endilega ætluð til hlustunar, frekar að áheyrendur áttu að upp- lifa hana, helst á líkamlegan hátt. Tónlist þessa tíma hafa menn kallað Krautrock, og vísa þá til þess að Þjóðverja uppnefndu enskumælandi menn Krauts eftir súrkáli. Krautrokkið varð til í sérstöku þjóðfélags- legu umhverfi; ungir Þjóðverjar á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar glímdu við sekt- arkennd án þess þó að hafa gert neitt, sekt yfir atburðum sem þeir áttu engan þátt að en fundu þó fyrir. Allir áttu ættingja sem tekið höfðu þátt í geggjuninni, frænda eða frænku sem voru nasistar eða afa eða ömmu eða for- eldra eða þá fórnarlömb nasista. Eftirstríðs- kynslóðin vildi hafna öllu gömlu, vildi slá striki yfir fortíðina og skapa eitthvað nýtt sem ekki væri litað af minningum um hörm- ungartíma og illvirki. „Við byrjuðum á núlli,“ segir Hütter. „Við spurðum okkur hvernig hljómar sambands- ríkið, hvernig hljómar hið nýja Þýskaland. Við vorum fyrsta Bundesrepublik-kynslóðin og spurðum okkur hvaða tungumál talar hið nýja Þýskaland.“ Annað sem einkenndi hljómsveitir þessa tíma í Þýskalandi var hve algengt var að liðs- menn þeirra væru klassískt menntaðir og margir voru í nánu sambandi við nútíma- tónskáld, sumir lærisveinar manna eins og Karlheinz Stockhausen og aðrir samstarf- menn tónskálda eins og Tony Conrad. Hütter segir að menntunin sem menn höfðu hafi vit- anlega skipt máli en ekki megi svo gleyma því að hljómsveitirnar komu hver frá sínu héraðinu. „Ókunnugir átta sig oft ekki á því að Þýskaland er sambandsríki, ríki ólíkra þjóða með ólíka menningu og ólíkar mál- lýskur þó fleira sameini okkur en sundri.“ Helstu hljómsveitir og tónlistarmenn þessa tíma voru Faust, Neu!, sem stofnuð var upp úr Kraftwerk, Can, Tangerine Dream / Klaus Schulze, Amon Düül II (Amon Düül I & II voru hippahljómsveitir, en I eiginlega of miklir hippar), Popol Vuh og Ash Ra Tempel / Manuel Göttsching. Kraftwerk var hluti af þessari hreyfingu en stendur þó fyrir utan hana að vissu leyti, ekki eins miklar hippa- sveitir og Amon Düül II, ekki eins mikil reiði og eyðilegging og Faust, ekki eins mikil til- raunamennska og Can og svo má telja. Kraftwerk hafði agann fram yfir margar af þessum sveitum en líka skýra hugmynda- fræði, stefndi ótrauð á naumhyggjuna, að gera hlutina á eins einfaldan og skýran hátt og unnt væri og fyrst og fremst: allt átti að vera nákvæmlega eins og það átti að vera. Kling Klang Þeir Hütter og Schneider komu sér upp hljóðveri í gömlu verksmiðjuhúsi skammt frá lestarstöðinni í Düsseldorf, Kling Klang stúd- íóinu, og eru þar enn með höfuðstöðvar sínar. Sagan segir að ekki sé að sjá á húsinu hvaða starfsemi þar fer fram og reyndar erfitt að komast inn í það, en þar varð tónlistin til að mestu leyti, oft með hljóðfærum / raf- eindatækjum, sem þeir smíðuðu sjálfir því það var eina leiðin til að fá þá til að hljóma nákvæmlega eins og þeir áttu að hljóma. Hugmyndirnar segir Hütter að hafi komið úr daglega lífinu, úr því að fylgjast með, hlusta og horfa, „og fyrir okkur eru þær ekki sérkennilegar eða nýstárlegar, það geta allir séð það sem við sjáum og heyrt það sem við heyrum“. Á þessum frumbýlingsárum voru þeir með tvo trommara, Andreas Hohman og Klaus Dinger, og þannig skipuð gerði Kraft- werk fyrstu plötuna, Kraftwerk, sem kom út 1971. Hohman hætti fljótlega eftir það og í hans stað komu tveir menn, bassaleikarinn Eber- hardt Krahnemann og gítarleikarinn Michael Rother. Ekki var allt með felldu innan hljóm- sveitarinnar, Hütter óánægður með hvert stefndi, og um tíma hætti hann í hljómsveit- inni og Krahnemann reyndar líka. Hütter sneri þó aftur í sveitina og í kjölfarið hættu þeir Dinger og Rother og stofnuðu Neu! í framhaldi af því. Næsta plata Kraftwerk, Kraftwerk 2, sem kom út 1972, var því gerð af þeim Hütter og Schneider einum og hefur svo verið meira og minna upp frá því, þ.e. Kraftwerk hefur verið dúett þeirra tveggja með ýmsum aðstoðar- mönnum eftir því sem þeim hefur þótt þurfa. Verður því ekki getið frekar um aðra liðs- menn í þessari samantekt. Þessar fyrstu tvær plötur eru ill- eða ófá- anlegar í dag, hafa aldrei verið endur- útgefnar og voru reyndar gefnar út í tak- mörkuðu upplagi á sínum tíma. Þegar þeir Hütter og Schneider tóku sig til fyrir áratug eða svo og tóku að færa allar plöturnar í staf- rænan búning, sem betur verður vikið að síð- ar, slepptu þeir þessum tveimur plötum og engar líkur á að þær verði nokkurn tímann gefnar út aftur. Á þeim, sérstaklega þó seinni plötunni, má heyra að Kraftwerk er að fæð- ast, en varast verður að draga of miklar ályktanir af þeim eintökum sem ég hef heyrt því það eru ólöglegar útgáfur og hljómur á þeim afleitur. Eftir mannabreytingar og tilrauna- mennsku voru þeir félagar búnir að móta hvert þeir vildu stefna, komu sér upp frum- stæðum trommuheilum, sem var eina gerð trommuheila sem til var á þeim tíma, og byrjuðu að púsla saman lögum á þriðju breið- skífuna, Ralf und Florian, sem ekki hefur verið endurútgefin frekar en þær sem á und- an er getið. Rómantískt raunsæi Vinna við fjórðu breiðskífuna, Autobahn, sem átti eftir að verða lykilplata í sögu sveit- arinnar, hófst 1973. Meðal þess sem þeir gerðu var að keyra um Düsseldorf og á hrað- brautunum þýsku, autobahn, og taka upp hljóð sem síðan voru gljáfægð og pússuð í stúdíóinu og notuð sem einingar í lög. Slík vinnubrögð hafa sumir kallað rómantískt raunsæi, þar sem hið almenna og algenga er notað til að skapa list, frumhljóð færð í nýjan búning og Hütter segir að það sé ekki svo galin lýsing. „Það er tónlist allt í kringum okkur, tónlist í bílum og vélum. Við notum líka orð í tónlist okkar og veljum þau eftir hljóm þeirra en ekki endilega eftir því hvað þau þýða, notum tungumál sem tónlist,“ segir Hütter og minnir mig á lagið Boing Boom Tschak á Technopop. Titillag Autobahn varð gríðarlega vinsælt um heim allan. Tónlistin var framandleg og kunnugleg í senn, laglínurnar heillandi ein- faldar og grípandi, og hljóðin sem notuð voru eins og úr útsendingu utan úr geimnum. Ég Maður vél maður Þýska rafhljómsveitin Kraftwerk, sem menn segja álíka áhrifamikla og Bítlana, heldur tónleika í Kaplakrika í næsta mánuði. Árni Matthíasson segir frá sveitinni og rekur spjall við annan stofnanda hennar, Ralf Hütter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.