Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 25 EITTHVERT mesta átvagl Íslands- sögunnar var afhjúpað á bökkum Litluár í Kelduhverfi fyrir skemmstu. Áin er aðeins fluguveidd og nánast öllum fiski sleppt, en yfir stendur þó um þessar mundir rann- sóknarvinna sem miðar m.a. að því að kanna fæðuvenjur urriða og bleikju í ánni. Þess vegna eru nokkr- ir fiskar slegnir af og skoðað inní þá. Að sögn Jóhannesar Sturlaugs- sonar, fiskifræðings hjá Laxfiskum ehf., varð honum starsýnt á óvenju „væna“ bleikju sem þótti bera af öll- um öðrum fiskum að frjálslegu holdafari er hann athugaði nokkra fiska sem hann tók í netstubb í lok mars. Var því bleikjan digra slegin af og skoðaði Jóhannes „innihaldið.“ „Ég get sagt ykkur það, að þessi bleikja, sem var ekki nema um það bil 3 pund, var að springa og þegar rist var á kviðinn bara vall fæðan út, langar leiðir. Gumsinu var síðan safnað saman á bretti, flokkað og raðað. Þessi fiskur hafði sýnilega mikið dálæti á hornsílum, því alls taldi ég 403 hornsíli úr belg þessa fisks,“ sagði Jóhannes. Ekki að undra að lítil númer af straumflug- unni Black Ghost voru að gefa veiði- mönnum vel í vikulokin, því flugan sú þykir einmitt góð eftirlíking af hornsíli. Lífríki Litluár er einstakt, enda hærra hitastig á vatninu þar miðað við norðlæga legu heldur en þekkist og fer nú fram rannsókn á lífríkinu og samspili þess. Jóhannes Stur- laugsson heldur utanum þá rann- sókn. Áin er mikil veiðiá og finnast ýmsar gerðir fisks í henni, þ.e.a.s. hin ýmsu form. Er þá átt við að urr- iði og bleikja eru bæði með stað- bundna og sjógöngustofna og lax finnst einnig þótt lítið sé af honum. Þeim mun meira af silungi, sér- staklega urriðanum í báðum út- færslunum. Lífríki Litluár er svo ríkt, að sjóbirtingur er spikfeitur að vori eftir vetrardvöl í ánni, gagn- stætt því sem þekkist á aðalslóðum sjóbirtingsins á suðurströndinni, en þar er venjan sú að hrygning- arfiskur frá árinu áður sé mjög hor- aður eftir vetrarvistina í ánum. Svipuð laxveiði? Eins og vant er, reifaði Guðni Guðbergsson fiskifræðingur horfur fyrir komandi vertíð á ársfundi Veiðimálastofnunar sem haldinn var fyrir skemmstu. Guðni gat þess að eitt og annað sem notað var sem við- mið hér á árum áður hefði sýnilega breyst og því væru menn ekki jafnspámannlega vaxnir þessa dag- ana og fyrrum…ekki að spárnar hefðu alltaf gengið eftir! En, eins og Guðni komst að orði, „byggt á mati og tilfinningu ásamt því að litið er til þeirrar þróunar sem verið hefur í veiði á undanförnum árum,“ þá væri útlit fyrir svipaða laxgengd og síðasta sumar. Notaði Guðni orðið „laxgengd“, en ekki „veiði“, því aðstæður og ástundum geta haft mikil áhrif á hvað veiðist úr göngunum hverju sinni. Lax- veiðin var nálægt meðalveiði síðustu ára í fyrra, en eins og veiðimenn muna var gæðunum afar misskipt. Mjög góð veiði á Suðvestur- og Vest- urlandi, einnig á Vopnafirði, en yf- irleitt slök veiði á Norðurlandi. Þá hefur mikil veiði í Rangánum breytt nokkuð meðaltalstölum, því þær hafa komið inn með háar tölur síð- asta áratuginn, en laxgengd í þær er ekki af villtum uppruna. SVFR með nýja heimasíðu Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur tekið í notkun nýja heimasíðu og er slóðin www.svfr.is. Um er að ræða mikla bót frá þeirri gömlu, en eftir sem áður eru áherslur mikið til þær sömu, s.s. sala veiðileyfa, tilboð, tilkynningar og fréttaflutningur, en þó er ljóst að SVFR hefur hug á að efla síðuna því ráðinn hefur verið sérstakur ritstjóri heimasíðunnar, en áður var síðan nánast í hjáverk- um störfum hlaðinna starfsmanna SVFR. Ritstjóri er Ólafur E. Jó- hannsson sem hefur áralanga reynslu af fjölmiðlum, m.a. á Stöð 2, Morgunblaðinu og víðar. Veiðimaður landar 7–8 punda birtingi í „Holunni“ í Tungulæk. Morgunblaðið/Einar Falur Spænskur veiðimaður við Stöðvarhyl í Minnivallalæk sl. fimmtudag. Mesta átvagl sögunnar? ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.