Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 26

Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 26
Sameindalíffræðin er afar„heit“ um þessar mundirog hún var að stíga sínfyrstu spor þegar Guð-mundur Eggertsson, fyrr- um prófessor við Háskóla Íslands, hóf nám í líffræði 1952 í Kaup- mannahöfn. „Árið eftir sendu þeir Watson og Crick frá sér líkan sitt af DNA- sameindinni og það olli straum- hvörfum. Áður voru erfðafræðing- ar einkum að rannsaka hvernig gen erfast, án þess að vita úr hvaða efnum genin væru sett sam- an,“ segir Guðmundur. Sameindalíffræði í nútíð og framtíð er yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin var í gær í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, til heiðurs Guðmundi en hann lét af embætti sem prófessor við líffræðiskor HÍ á síðasta ári en starfar nú sem prófessor emeritus að rannsóknum. Á ráðstefnunni var fjallað um stöðu og framtíð sameindalíffræði- rannsókna á alþjóða- og landsvísu. Guðmundur var okkar fyrsti pró- fessor í líffræði, enda er hann stundum nefndur „faðir sameinda- líffræði á Íslandi“. Upphaf erfðafræði 1900 – En hvers vegna fékk hann áhuga á þessu fagi? „Ég hóf nám í náttúrufræði, þegar ég kom 19 ára til Kaup- mannahafnar haustið 1952. Ég hafði lengi haft áhuga á grasafræði en áhuginn á henni minnkaði, þá fór ég að hugsa um jarðfræði en ákvað svo að læra erfðafræði. Ég lauk magistersnámi í Kaupmanna- höfn 1958 í þeim fræðum.“ Rekja má erfðafræðitilraunir til Mendels sem á 19. öld gerði til- raunir á plöntum en rannsóknir hans féllu í gleymsku. „Upphaf nútímaerfðafræði er ár- ið 1900. Í 40 til 50 ár höfðu menn stundað erfðafræðirannsóknir af miklum krafti og komist að mörgu merkilegu, án þess þó að þekkja efnasamsetningu erfðaefnisins. Með niðurstöðum Watsons og Crick var því endanlega slegið föstu hvert erfðaefnið væri. Þá var einnig ljóst hvernig DNA-sameind- in eftirmyndast við hverja frumu- kynslóð. Nákvæmlega samskonar sameind kemur í hlut beggja dótt- urfrumnanna við frumuskiptingu. Ljóst varð hvernig erfðaefnið erf- ist á milli kynslóða. Þetta opnaði alveg ný rannsókn- arsvið og tímabil sameindalíffræð- innar hófst. Margar merkar upp- götvanir voru gerðar á næstu árum. Mikilvægast var að menn komust að því hvernig prótein- myndun fer fram. Próteinin eru þær sameindir sem sjá um flest störf frumunnar og eru óendanlega mikilvæg í frumustarfseminni. Hlutverk gena er að ákvarða gerð próteina. Myndun próteina er mjög flókið ferli. Í megindráttum er það þannig að tekið er afrit af genunum. Genin eru úr kjarnsýrunni DNA en afrit- ið er úr annarri kjarnsýru sem heitir RNA og er mjög lík hinni en síðan er afrit gensins notað sem mót við gerð próteinsameindar. Þrjár einingar í kjarnsýrunni sam- svara einni einingu í próteinsam- eindinni. Genin ákvarða þannig röð amínósýra í próteinum. Þetta er líklega merkilegasta ferlið í frum- unum. Þegar farið er að huga að uppruna lífsins er próteinmyndun- arkerfið það sem einna erfiðast er að skýra. Það er erfitt að hugsa sér líf án próteina en þó er talið að áður en próteinmyndun kom til sögunnar hafi verið til líf sem byggðist að miklu leyti á starfsemi RNA-sameinda. Fyrir tíma sameindalíffræðinnar var fruman eins og svartur kassi. Það hefur verið mjög spennandi að taka þátt í að rannsaka hvað er í þessum kassa. Danir voru mjög framarlega í rannsóknum í erfðafræði, örveru- fræði og lífefnafræði á þessum tíma, bæði við háskólann og við Carlsbergstofunina voru góðar rannsóknarstofur og góður mann- skapur. Bakteríur notaðar í grundvallarrannsóknum En svo ákvað ég að fara og læra meira um bakteríuerfðafræði, en Lífið er Sameindalíffræði í nútíð og framtíð er yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin er til heiðurs Guðmundi Eggertssyni, fyrrverandi prófessor við líffræðiskor HÍ. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Guðmund sem stundum er nefndur „faðir sameindalíffræði á Íslandi“. 26 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 32 sími 561 0075 Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Páskaeggjamót Verð 495 og 895 • 5 stærðir Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Silkitré og silkiblóm Expresso- bollar Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Páskaeggjamót Verð 495 og 895 • 5 stærðir www.thumalina.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.