Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á tröppunum fyrir utan Hæstarétt Danmerkur stendur sólbrenndur mið- aldra maður í hvítabjarn- arskinnsbuxum og sel- skinnsbomsum og ávarpar hóp óðamála blaðamanna sem spyrja frétta af stærsta dómsmáli í samskiptasögu Dana og Grænlendinga. Uusaqqak Qujaukisoq er ekki hingað kominn til að taka þátt í venjubundn- um Grænlandssýningum, heldur til að standa í skuldaskilum við ranglæti úr fortíðinni. Hann er fulltrúi heimamanna í Qaanaaq, nyrstu byggðar Grænlands, sem margir kannast betur við sem Thule. Hópurinn sem Uusaqqak er í forsvari fyrir, kallar sig Hingitaq 53, ,,hina brottreknu“ og vísar í ár- talið 1953, en þá um vorið voru heimamenn fluttir nauðungarflutningum af danska ríkinu til að rýma landsvæði fyrir varnarmannvirki bandaríska hersins. Deilan um Thule er ekkert einsdæmi í sögu frumbyggja á norðurslóðum eða frum- byggja yfirleitt. Norðurhjarinn er frá sjón- arhóli Evrópumanna einsleit auðn og því gildir það einu hvar innfæddum er komið fyr- ir svo lengi sem þeir eru í þessu sviplausa kjörlendi. Í flestum tilfellum hefur drifkraft- urinn að baki slíkum nauðungarflutningnum verið blanda af landvinningastefnu þjóðríkj- anna og vel meintum hugmyndum um menn- ingarlega endurhæfingu inúíta – að nauðin kenni naktri konu að spinna. Sambærileg dómsmál hafa verið rekin af inúítum í Kan- ada og hafa þau flest fallið heimamönnum í vil. Deilan kemur sér illa fyrir sjálfsmynd Dana og setur spurningarmerki við þá sögu- skoðun að Danir hafi verið fyrirmyndar ný- lenduherrar. Heimamenn krefja danska ríkið um miska- bætur vegna búsifja og vilja jafnframt fá leyfi til að snúa aftur til sinna fyrri heim- kynna við Uummannaq-fjallið. Frá 1953 og allt fram til byrjunar síðasta áratugar hafa Danir haldið því fram að heimamenn hafi sjálfir átt frumkvæðið að flutningunum en hin síðari ár hefur margt komið fram sem bendir til hins gagnstæða. Í greininni vil ég fjalla stuttlega um Inuguhuit-fólkið eða Thule-fólkið og rekja þróun Thule-deilunnar fram á okkar daga. Inughuit: Fyrstu pólfararnir Thule eða Ultíma Thule birtist í evrópsk- um sögnum og ljóðum sem framandlegur æv- intýrastaður í útnorðri sem fólk hefur lengi dundað sér við að staðsetja á landakorti hug- aróranna. Það er eins og nafnið hafi fylgt út- þenslu evrópskrar menningar og færst norð- ar og norðar frá Englandi til Skotlands, Íslands og Grænlands þar til að lokum að ár- ið 1930 tók Knud Rasmusen (1879–1933) að nota það yfir verslunarstöðina við Uumm- annaq-fjall sem er nyrsta mannabyggð á jarðkringlunni (liggur á 75. til 79. breidd- argráðu). Fyrsti Vesturlandabúinn er komst í sam- band við Thule-fólkið, var skoski landkönn- uðurinn John Ross (1777–1856) er kom til Thule árið 1818 í leit að norðvesturleiðinni til Asíu. Hann hitti fyrir heimamenn og vakti hjá þeim mikla furðu því þeir höfðu talið sig eina fólkið í heiminum. Þeir sáu Ross og fylgdarmenn hans í guðalíki. Hópurinn var afar fámennur, taldi aðeins um 200 manns og lifði á náttúrunnar gæðum og flutti sig um set eftir árstíðum og veiðidýrum. Ólíkt öðr- um inúítum hafði Thule-fólkið ekki báta af neinu tagi heldur reiddi sig algjörlega á hundasleðann. Á íslausa tímabilinu voru stundaðar fugla- veiðar og eggjataka en þegar ísa festi var ferðast um á hundasleðum og veiddir ísbirn- ir, selir, rostungar og náhveli. Um 1860 verð- ur svo mikil bylting á lífsháttum heima- manna þegar hópur kanadískra inúíta flytur frá Baffineyju til Thule og flytur með sér nýja tækni og hugmyndir inn í þetta einangr- aða samfélag. Kanadísku inúítarnir kynntu fyrir heimamönnum kajakinn, boga og örvar, snjóhúsið en síðast en ekki síst fluttu þeir með sér gríðarlega fjársjóði af sögnum og söngvum. Koma bandaríska landkönnuðarins Robert Peary (1856–1920) markaði tímamót í sam- skiptasögu heimamanna og Vesturlandabúa. Peary réð færustu veiðimenn og saumakonur í héraðinu til að koma sér og Henderson að- stoðarmanni sínum á Norðurpólinn. Peary var um tíma einskonar kóngur í Thule og fór sínu fram í samræmi við það, t.d. með því að taka með sér inúítafjölskyldu til sýningar á mannfræðisafn í New York-borg. Þrátt fyrir vaxandi tengsl við umheiminn fyrir tilstuðlan hvalveiðimanna og kaupahéðna, var nær eng- inn samgangur á milli fólksins í Thule og annarra íbúa Grænlands. Það er ekki fyrr en 1909, sama ár og Peary heldur aftur heim, að dönsk trúboðs- stöð er stofnuð á svæðinu og í kjölfar hennar opnar landkönnuðurinn Knud Rasmusen verslunarstöð þar sem hægt var að selja skinn í skiptum fyrir vestrænar vörur. Stað- urinn var þó ekki felldur undir danska ríkið í eiginlegum skilningi heldur var hann eign Knuds og danska stjórnin hélt að sér hönd- unum vegna þjóðréttarlegrar óvissu um svæðið gagnvart Kanada og Bandaríkjunum. Ólíkt öðrum nýlenduþjóðum á norðurhjar- anum voru Danir frá upphafi með skýra póli- tíska og efnahagslega stefnu í málefnum Grænlands og fram til ársins 1950 var allt kapp lagt á að viðhalda veiðimannasamfélag- inu og hamla gegn utanaðkomandi áhrifum. Knud stóð fyrir því að stofnað var héraðsráð með lagasetningu 1929, með helmingaskipti milli kosinna heimamanna og danskra emb- ættismanna á staðnum. Héraðsráðið var vísir að heimastjórnarfyrirkomulagi en ráðið setti sín eigin lög, dæmdi í deilumálum og skipu- lagði og stóð undir þjónustu við heimamenn. Tekjurnar frá Thule-versluninni runnu m. a. í að borga leiðangra Knuds Rasmusen um norðurslóðir og margir af leiðangursmönn- unum komu frá Thule og segja má að íbú- arnir, er lifðu áður við einangrun, hafi lagt sitt af mörkum við könnun norðurslóða. Eftir dauða Knuds keypti danska ríkið eigur hans í Thule og tók til við að reka verslun og þjón- ustu á staðnum. Verslunin stóð ríflega undir sér og skilaði góðum hagnaði þó aðallega af refaskinnum. Einangrunin, réttaróvissan og fjarlægðin frá öðrum byggðum á Grænlandi gerði það að verkum að Thule komst ekki í eiginlegt samband við aðra hluta Grænlands þar til eftir seinni heimsstyrjöldina. Peð í stórveldataflinu Á meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð var Grænland undir herstjórn Bandaríkjanna en samstarf var haft við danska embætt- ismenn á staðnum. Bandaríkin fengu leyfi til að nýta sér Grænland og reisa hernaðar- mannvirki í samræmi við varnarhagsmuni sína. Alls voru reistar 17 herstöðvar með- fram strönd landsins. Danskir embættismenn óttuðust áhrif hersetunnar á lífsviðurværi heimamanna og var samskiptum haldið í lág- marki þar sem því var við komið s.s. með banni við heimsóknum og viðskiptum af öllu tagi. Koma hersins var mikil umbylting því segja má að hún hafi hrist upp í hefðbund- inni haftastefnu Dana og opnað augu heima- manna fyrir alþjóðasamfélaginu. Eftir síðari heimsstyrjöldina og þar sem Bandaríkja- menn höfðu enn einhver hernaðarumsvif voru heimamönnum greiddar skaðabætur vegna búsifja sem hersetan hafði haft í för með sér s.s. vegna veiðitaps og búsetuhafta. Heimsstyrjöldin neyddi dönsk stjórnvöld til að endurskoða þjóðfélagsskipan á Græn- landi og flytja meira vald í hendur heima- mönnum og taka til við að breyta samfélag- inu í átt að vestrænni fyrirmynd. Dönum varð einnig ljóst að Grænland væri hluti af varnarhagsmunum Bandaríkjanna og tryggja þyrfti góða samvinnu við risaveldið. Aðeins fáeinum árum eftir að styrjöldinni lauk voru Bandaríkjamenn byrjaðir að grennslast fyrir um möguleika á veðurathugunarstöð og hernaðaraðstöðu á Thule-svæðinu án vitund- ar Dana. Danska stjórnin var í þeirri stöðu að þurfa að taka tillit til vilja bandarískra stjórnvalda og finna leiðir sem gætu komið vel út bæði fyrir Dani og Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir að unnið væri að aukinni þátttöku Grænlendinga í samfélagsþróun á Grænlandi voru og eru varnarmálin alfarið undir stjórn Dana og þess vegna höfðu heimamenn litlar eða engar hugmyndir um áætlanir þjóðanna. Upphafið að hernaðaruppbyggingu í Thule hófst 1943 þegar reist var lítil veðurstöð á Pituffik-sléttunni með bandarískum og dönskum starfsmönnum en stöðin var síðan stækkuð og lagður flugvöllur til birgðaflutn- inga. Stöðin lá í nokkurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni en á hefðbundnum refaveiði- slóðum íbúanna. Veðurathugunarstöðin var skálkaskjól því fljótlega kom á daginn að Bandaríkjamenn höfðu áætlanir um stórfelld- ar framkvæmdir á svæðinu. Danir og Banda- ríkjamenn stigu tangó þar sem Bandaríkja- mönnum tókst að ná vilja sínu fram með því að vera komnir í gang með uppbygginguna áður en Danir höfðu að fullu áttað sig á því að hverju var stefnt. Tengslin við Bandaríkin og hernaðarumsvifin á Grænlandi voru við- kvæmt mál í Danmörku og því lítill vilji hjá dönskum embættismönnum til að vekja at- hygli almennings eða fjölmiðla á málinu. Um vorið 1951, þegar Kóreustríðið var í al- gleymingi, átti sér stað innrás sem fáir fréttu af, en þá birtist skipalest með 120 skipum og 12.000 manna starfsliði úti á haffletinum við Thule. Á nokkrum vikum reis nútímaborg Deilan um Thule Nauðaflutningar inúíta frá landsvæðinu sem við þekktum best sem Thule og deilan sem fylgt hefur í kjölfarið er ekkert eins- dæmi í sögu frumbyggja á norðurslóðum. Hún kemur sér engu að síður illa fyrir sjálfsmynd Dana og setur spurningarmerki við þá söguskoðun að Danir hafi verið fyrirmyndar nýlenduherrar. Jónas G. Allansson rifjar hér upp forsögu þessa stærsta dóms- máls í samskiptasögu Dana og Grænlendinga. Ole Kristiansen var fluttur burt 4 ára gamall í nýtt þorp Qaanaaq (Thule). Veiðimenn frá Thule á náhvalsveiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.