Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 32

Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 32
LISTIR 32 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ M arg fald a›u punktana flína Punkta›u fla› hjá flér! 2M díla sem gefur 6,0 milljónir díla 4x digital a›dráttur 1,6” TFT litaskjár 16 MB skyndiminni Myndbandsupptaka án hljó›s AR220 FRÁ AOSTA STAFRÆN MYNDAVÉL Ver› mi›a› vi› 1000 punkta: 11.900 kr. Smásöluver›: 21.900 kr. Ver›gildi punkta: x10 H ám ark 1000 punktar á hvert tilbo› F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 7 2 B jartur efnir til vorbókaflóðs að þessu sinni og má segja að frá honum sé á ýmsu von. Það er reyndar athyglisvert þegar bókaforlög fara ekki hefð- bundnar leiðir. Í fyrra hóf Bjartur svokall- aða Svörtu línu sem einkennist af bókum sem eru á mörkum ólíkra bókmenntagreina. Þetta var góð byrjun. Tveir ungir íslenskir höfundar senda frá sér bækur í Svörtu línunni nú í apríl: Oddný Eir Ævarsdóttir og Eiríkur Guðmundsson. Bók Oddnýjar nefnist Opnun kryppunnar, bók Eiríks 39 þrep á leið til glötunar. Í Svörtu línunni eru komnar út að auki tvær þýddar bækur, önn- ur eftir bandaríska rit- höfundinn Paul Auster, hin eftir Finnann Jaakko Heinimäki. Tvær neon-bækur eru enn fremur í vor- bókaflóðinu, eftir umtalaða höfunda, þá Ammaniti og Barker og mun sá fyrrnefndi væntanlega koma hingað í tilefni Viku bók- arinnar. Vera má að eitthvað sé ótalið hér en út- gáfan er athyglisverð, einkum vekja ís- lensku verkin áhuga þótt segja megi að er- lendar metsölubækur eigi líka erindi á íslensku. Dagur bókarinnar er 23. apríl ogþann dag og í kringum hann hef-ur verið töluverð bókaútgáfa aðundanförnu. Félag íslenskra bókaútgefenda efnir til Viku bókarinnar og hefur af því tilefni sent frá sér gjafabækur: Líf í ljóðum og Skáld um skáld. Þetta er vel til fundið og leggst vonandi ekki niður. Ástæða er til að ætla að fólk vilji lesa bækur á vorin og gefa bækur eins og tíðkast á jólum. Fjölmiðlar þurfa að gefa þessu gaum og taka sig á í kynningu bóka og í skrifum um bækur og höfunda. Stóru bókaforlögin bregðast ekki þeirri skyldu sinni að gefa út bækur á vorin. Jafn- framt eru höfundar sjálfir að gefa út og hafa jafnvel stofnað smáútgáfur. Nýleg dæmi eru Lafleur útgáfan með bækur eftir ýmsa höfunda, nú síðast ljóðabók eftir Gunnar Randversson: Hvítasta skyrtan mín. Kristian Guttesen er líka með útgáfu, Deus, nýjasta bókin er eftir hann sjálfan, ljóðabókin Ígull. Erlendar bókaútgáfur gefa út allt árið með góðum árangri. Heimsviðburður er ný ljóðabók eftir Sví- ann Tomas Tranströmer sem Bonniers gaf út í mars. Bókin nefnist Den stora gåtan og í henni eru hækur og ljóð eftir þetta fremsta skáld Norðurlanda og tilvonandi nóbelsverðlaunahafa. Tranströmer hefur átt við veikindi að stríða og er lamaður að hluta eftir heilaáfall. En hann yrkir og yrkir vel. Í nýju bókinni eru mörg feigðarljóð, eitt þeirra lýsir því hve dauðinn verður æ heimtufrekari gestur. Tranströmer líkir því við að aka inn í borg. Skyndilega sjást fleiri og fleiri skilti sem maður kannast við. Vinirnir týna tölunni. Á pólitískustu tímunum í bókmenntum Svía var Tranströmer ásakaður fyrir að vera ekki nógu pólitískur. Nú er lofið um hann nær einróma en einn og einn gagnrýn- andi minnir á að skáldið sé ekki alveg eins og það eigi að vera, myndhverfingarnar í ljóðunum séu orðnar úreltar. Nauðsynlegt sé að yrkja öðruvísi og bent á yngri sænsk skáld til samanburðar. Það er alltaf erfitt að gera öllum til hæfis. Hugsa má sér að Tranströmer hafigripið til hækuformsins vegnaþess að hann ræður betur við þaðvegna veikinda sinna. Hækurnar hafa sumar hverjar birst áður í bókum og hefur verið sérstakur áhugi á þeim í Dan- mörku. Þetta er kannski spurning um spá- mennskuna og föðurlandið. Tímarit eru ekki síður nauðsynleg en bækur. Getið hefur verið um vorhefti Skírn- is. En fleira er á seyði. Silja Aðalsteins- dóttir hefur endurvakið Tímarit Máls og menningar og verður ekki annað ráðið af fyrsta heftinu en þörf sé á slíku riti. Á Súfistanum er að venju lesið úr nýjum bókum. Nú hefur bæst við nýr staður, Jón forseti í Aðalstræti, en þar er á hverju þriðjudagskvöldi lesið upp, einkum verk ungra og óþekktra höfunda en einn og einn þekktur höfundur er á meðal. Ung skáld stjórna þessu með viðunandi árangri. Að minnsta kosti er aðsókn góð. Stóru forlögin eru ekki ginnkeypt fyrirljóðabókum, allra síst yngri skálda.Og ljóðabækur hreyfast lítið í versl-unum. Skáldin eru einfarar eins og Gunnar Randversson lýsir þeim í Hvítustu skyrtunni sinni: Ég er einfari á ferð um undraheim orðanna Það eru til aðrir heimar en ég þekki þá ekki Ég er einfari á ferð um undraheim orðanna Hugsa má sér að stofnaður verði sjóður til að styrkja útgáfu ljóða og annarra skáld- verka ungra höfunda. Í Noregi kaupir ríkið ákveðinn eintakafjölda fagurbókmennta og dreifir þeim m.a. á bókasöfn. Þessa hug- mynd gætum við nýtt okkur. Það er misskilningur að vorið og sumarið sé sá tími sem fólk liggur á meltunni, sleikir sólina og forpokast við lestur glæpasagna. Ein og ein er þó góð. Alvarlegar bókmenntir henta ekki síður til lestrar og það eru til fleiri bækur en met- sölubækur þótt stundum hafi maður á til- finningunni að fólk líti ekki við öðru. Met- sölubækurnar eru orðnar matreiðsla sem krefst þess að vera söluhæst og margir láta glepjast. Við eigum að minnsta kosti einn höfund sem gerir út á þetta við vinsældir heima og heiman. En fjöldaframleiðsla á bókum er alltaf varasöm og einhvern tíma er vísan of oft kveðin. Það vantar lesendaflóð sem er sólgið í vandaðar bókmenntir, undraheim orðanna. Þá stjórna metsölulistar blaðanna ekki lengur hvaða bækur fólk kaupir og les. Fólk gefur sér tíma til að velja bækur sem eru meira en stundargaman og uppskeran verð- ur eftirminnilegri. Bókaflóð á vori AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is MARGLEIÐSLA á Nýlistasafn- inu er sýning þar sem myndlistin er sett í – og setur sig í samhengi við umhverfið, neysluþjóðfélagið, at- vinnulífið og jafnvel alþjóðavæð- inguna. Þetta er sýning þar sem listamenn spyrja spurninga, velta upp dæmum og skoða umhverfi sitt, án þess endilega að setja fram skoð- anir eða beina ádeilu. Sýningin er afrakstur samvinnu átta listamanna sem kynntust í námi við Listaakademíuna í Malmö í Sví- þjóð, þar á meðal er einn Íslendingur Hanna Styrmisdóttir. Með þeim taka þátt átta listamenn aðrir. Á neðri hæð safnsins er, ef það má orða það þannig, hefðbundnari myndlist á ferðinni. Myndbands- verk, ljósmyndir og innsetningar, en á efri hæð meira um upplýsinga- og viðburðatengd verk sem einhvern- veginn flæða saman á hæðinni. Af einstökum verkum var ég mjög hrifinn af myndbandsverki Kajsa Dahlberg. Þar sitja tvær konur úti á miðju gólfi í kjarnmiklum samræð- um þar sem tekin eru fyrir alvarleg málefni og á sama tíma ferðast myndavélin rólega í hringi í kringum þær, hverfur á bakvið þil og veggi og sýnir konurnar þess á milli. Þarna nær listamaðurinn að búa til tvær sögur úr raunveruleikanum. Maður er með athyglina óskipta á samræð- um kvennanna en um leið lyftir hreyfing myndavélarinnar verkinu á eitthvað allt annað plan, gefur því spennu og ankannaleika þannig að úr verður einhverskonar skáldverk fyrir utan sjálft verkið! Byungjun Kwon segir okkur í verki sínu frá samkrulli kóreskrar tónlistar og evrópskrar raftónlistar og leikin eru tóndæmi, sem því miður heyrast ekki alltaf nógu vel. Verkið er eins og fleiri verk sýningarinnar um mót tveggja menningarheima, eða mót andstæðna. Verk Haessen Chung, Flag 0, er hvítur fáni með svartri skárönd, staðsett fyrir framan Há- skóla Íslands. Eins og sagt er frá í texta sem fylgir verkinu, þýðir 0 allt í senn núll, hring og punkt og vís- ar til alheimsins og hins al- þjóðlega og sammeningar- lega. Þá er verkið til tákns um kerfi án stigskiptingar. Ég hef áður séð svipuð verk þar sem flöggum er umbreytt, eða þá að búin eru til ný flögg sem tákn fyrir ákveðna þjóðfélags- hópa. Má þar nefna verk eftir listamenn eins og David Hammons, African American Flag, og Matt Mullican. Verk Chung fjallar um fordómaleysi, opið samfélag og samstöðu og er því af bestu sort. Þekkingarormur Christ- ine Wolfe er skemmtilegur og gefur sýningunni nauð- synlegan léttleika. Hug- myndafræðin í verkinu er hrein og klár en samt alls ekki léttvæg. Útgangs- punkturinn í sýningunni er að því er aðstandendur hafa sagt þekkingar- myndun eða þekkingarsköpun í list- um og er ormurinn og eplið sem hann étur sig í gegnum táknmynd þess. Sýningin er nokkuð fræðileg en um leið kraftmikil og vel uppsett. Gestir ættu að eyða góðum tíma á sýningunni, hlusta á tal og tónlist hér og þar og kynna sér ítarefni til að fá sem mest út úr heimsókninni. Hér er á ferðinni hugsandi fólk sem á í virkri samræðu við nútímaumhverfið. Samræður MYNDLIST Nýlistasafnið Opið frá kl. 14–18 miðvikudaga til sunnudags. Til 4. apríl. ÝMSIR LISTAMENN Þóroddur Bjarnason Morgunblaðið/Sverrir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.