Morgunblaðið - 04.04.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.04.2004, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ 6. apríl 1994: „Athyglisverð skoðanaskipti hafa farið fram á milli sérfræðinga um mögu- leika á frekari vaxtalækkun. Formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands dregur í efa, að um frekari vaxtalækk- un geti orðið að ræða en for- stjóri Þjóðhagsstofnunar tel- ur ekki tímabært að kveða upp úr með það. Í ræðu á ársfundi Seðla- banka Íslands fyrir tæpum tveimur vikum sagði Jón Sig- urðsson m.a.: „Samanburður við önnur lönd er mikilvægur því að hann sýnir okkur m.a. að vextir hér á landi muni tæplega lækka almennt meira en orðið er nema sam- fara frekari vaxtalækkun í umheiminum, einkum í Evr- ópu, því að engar forsendur eru til þess að vextir geti al- mennt verið lægri hér á landi en annars staðar. Raunvaxta- stigið hér á landi, sem og víða í Evrópu, er þó enn allhátt. Hins vegar virðist nær úti- lokað að þrýsta lang- tímaraunvöxtum neðar nú með peningaaðgerðum ein- göngu eins og mikil kaup Seðlabankans á verðbréfum að undanförnu sýna. Lykill- inn að því að ná raunvöxtum niður á stig, sem samrým- anlegt er eðlilegu langtíma- jafnvægi, er þess vegna sá, að ríkissjóður dragi úr lánsfjár- eftirspurn sinni á komandi árum, eins og ég hef þegar vikið að.“ Þórður Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, lýsti nokkuð öðrum sjón- armiðum í samtali við við- skiptablað Morgunblaðsins á skírdag. Hann sagði m.a.: „Mér finnst ekki tímabært að kveða upp úr með það, að vextir á Íslandi geti ekki lækkað meira. Raunávöxtun ríkisverðbréfa til langs tíma er um 5% um þessar mundir. Til samanburðar eru raun- vextir hliðstæðra bréfa víða á bilinu 3-4% í öðrum löndum. Við þetta má svo bæta, að í áætlunum alþjóðaefnahags- stofnana til lengri tíma er gjarnan miðað við að slíkir vextir séu nálægt 3% ... Með þessum orðum er ég ekki að fullyrða, að vextir geti lækk- að nú þegar, heldur benda á, að vaxtalækkun á Íslandi er ekki afgreitt mál. Ríki hins vegar jafnvægi áfram í þjóð- arbúskapnum og verði að- haldi fylgt í opinberum fjár- málum er síður en svo sjálfgefið, að vextir geti ekki lækkað frekar á næstu miss- erum.““ . . . . . . . . . . 4. apríl 1984: „Í dag, 4. apríl, eru þrjátíu og fimm ár liðin frá því að Íslendingar gerð- ust stofnaðilar Atlantshafs- bandalagsins. Í ræðu sem Bjarni Benediktsson, þáver- andi utanríkisráðherra, flutti þegar tillaga um aðildina var lögð fram á Alþingi sagði hann meðal annars: „Norður-Atlantshafs- bandalaginu er einungis ætl- að að halda uppi friði og reglu í heiminum, og þá fyrst og fremst á því landssvæði, sem það tekur yfir. Ég sagði áðan, og endurtek, að þó að skilj- anlegt sé að allar þjóðir hafi áhuga á slíku bandalagi, þá verður þó að ætla, að engin þjóð hefði þar ríkari hags- muna að gæta heldur en Ís- lendingar, sem byggja land, sem vitað er að hefur úrslita hernaðarþýðingu á þessum slóðum, og þar sem við erum þjóð, sem ekki getur varið sig sjálf, hvað sem í skerst, og eigum þess vegna allt undir því, að aðrir en við haldi uppi friði og reglu í þessum heims- hluta. Allir aðrir geta að einhverju leyti varið sig sjálfir. Við einir eigum allt undir öðrum í þessu efni og eigum þess vegna meira en allir aðrir undir því, að þau samtök, sem gerð eru, séu gerð með okkar hagsmuni fyrir augum og tekið réttmætt tillit til óska okkar og þarfa við ákvarðanir þær, sem gerðar eru innan þessara samtaka.“ Þessi orð standa óhögguð nú þrjátíu og fimm árum síðar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LYFJAMARKAÐUR OG SAMHEITALYF Meginniðurstaða Ríkisendurskoð-unar í nýrri skýrslu um lyfja-markaðinn er sú, að minni notk- un svonefndra samheitalyfja hér en á öðrum Norðurlöndum valdi því, að lyfja- kostnaður okkar Íslendinga er hærri en nágranna okkar. Þar kemur fram, að hlutur samheitalyfja í heildarkostnaði lyfja hér á landi hefur minnkað frá árinu 2000, er hann var 22%, í 20% á árinu 2003. Í Danmörku var þessi hlutfallstala 28% á árinu 2002. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er nefnt athyglisvert og nánast ótrúlegt dæmi um verðmun á samheitalyfi á Íslandi annars vegar og í Danmörku og Svíþjóð hins vegar. Þar kemur fram, að sami skammt- ur af sama blóðfitulækkandi lyfi kostar 13 þúsund krónur á Íslandi en 1500-1600 krónur í Svíþjóð og Danmörku. Það væri með miklum ólíkindum ef hægt væri að sýna fram á eðlilegar skýringar á þessum mikla verðmun. Í skýrslunni kemur líka fram, að lyfja- verzlanir eru hlutfallslega mun fleiri á Ís- landi en á öðrum Norðurlöndum. Eins og við má búast útskýra lyfsölukeðjurnar tvær, sem hér hafa orðið til þann mun með tilvísun til dreifðrar byggðar. Það er hins vegar hæpið að sú röksemd dugi vegna þess, að svo stór hluti þjóðarinnar hefur safnazt saman á suðvesturhorni landsins og við Eyjafjörð að sú röksemd, sem áratugum saman hefur verið notuð til þess að útskýra verðmun á milli okkar og annarra Norðurlanda ásamt flutn- ingskostnaði til landsins stenzt tæpast lengur til þess að skýra óhagræði af þessu tagi. Fram kemur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar, að innlend framleiðsla sam- heitalyfja sé öll á einni hendi þ.e. hjá Pharmaco eða dótturfyrirtækjum þess fyrirtækis. Þar kemur fram, að þessi samþjöppun hefur leitt til þess, að lyfjum á lyfjaskrá frá þessum fyrirtækjum hefur fækkað verulega. Í skýrslunni segir: „Hins vegar er því ekki að neita að fækk- un sjálfstæðra lyfjaframleiðenda er talin hafa dregið úr samkeppni á markaði.“ Nú er auðvitað ljóst að hægt er að flytja inn samheitalyf og auka þannig samkeppni á þessum markaði en sjálfsagt hafa inn- flytjendur lyfja sínar skýringar á því, að það er ekki gert í ríkara mæli en raun ber vitni. Ríkisendurskoðun hefur áreiðanlega komizt að kjarna málsins í þessari skýrslu og bent á hver meginvandinn er, þ.e. samheitalyfjamarkaðurinn. Næsta skref hlýtur að vera að skoða þann mark- að hér á landi rækilega. Hvernig stendur á því, að sala frumlyfja er mun meiri á Ís- landi en á öðrum Norðurlöndum? Hvaða áhrif hefur að því er virðist allt að því ein- okun eins fyrirtækis á samheitalyfja- markaðnum á þessa stöðu? Hvað veldur þeim óheyrilega verðmun á því samheita- lyfi, sem bent er á í skýrslu Ríkisend- urskoðunar? Eru fleiri dæmi um mikinn verðmun á samheitalyfjum hér og á öðr- um Norðurlöndum? Hvert er samspil lyfsölukeðja og sölu- aðila á lyfjum? Fá lyfjakeðjurnar mikla afslætti frá söluaðilum? Er sá afsláttur látinn ganga til þeirra, sem greiða lyfin, sem er aðallega hið opinbera? Ef svo er ekki hvað veldur? Það er ástæða til að líta á þessa skýrslu, sem fyrsta skref en ekki loka- skref. Ríkisendurskoðun færir rök að því að hægt væri að ná fram 3 milljarða sparnaði í lyfjakaupum á ári með því að mynztrið á lyfjamarkaðnum hér yrði svipað og hjá nágrönnum okkar. Það munar um minna. F lest bendir nú til þess að einkavæðingarferli Lands- síma Íslands hf. hefjist bráð- lega á ný. Davíð Oddsson for- sætisráðherra greindi frá því í stefnuræðu sinni á Alþingi síðastliðið haust að vonir stæðu til að Síminn yrði seld- ur á þessu kjörtímabili. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að frestun á sölu fyrirtækisins haustið 2001 hefði verið skynsamleg. „Aðstæður fjar- skiptafyrirtækja á fjármálamarkaði hafa nú breyst til betri vegar og standa vonir til að Landssíminn hf. verði seldur á þessu kjörtíma- bili,“ sagði forsætisráðherra. Á aðalfundi Símans í síðustu viku sagði Rann- veig Rist, stjórnarformaður fyrirtækisins, frá því að undirbúningur fyrir einkavæðingu væri hafinn á ný. Liður í undirbúningsvinnu fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu hefði verið að fela fyrirtækjunum PWC hf. og Landwell lög- mannsstofu að gera svokallaða áreiðanleika- könnun á Símanum vegna sölunnar. Einkavæð- ingarnefnd gerði jafnframt ráð fyrir að ráðgjöf vegna einkavæðingar Símans yrði boðin út á al- þjóðlegum vettvangi á næstunni. Áfallið 2001 Það skiptir auðvitað miklu að vel takist til með sölu Símans að þessu sinni. Að fyrsta atrennan að einkavæðingu skyldi fara út um þúfur haustið 2001 var talsvert áfall fyrir ríkisstjórnina og alla aðra, sem að þeirri tilraun stóðu. Þá voru boðin út 16% hluta- fjár í fyrirtækinu til starfsmanna og almennings og 8% til viðbótar í tilboðssölu, samtals 24%. Að þeirri sölu lokinni átti að selja 25% kjölfestufjár- festi, sem ríkisvaldið lofaði að tryggja meirihluta í stjórn fyrirtækisins. Þar með hefðu 49% fyr- irtækisins verið seld, en kjölfestufjárfestirinn átti að auki að fá kauprétt að 10% hlutafjár á sama verði um ári síðar. Við útboð á 24% hlutnum seldust aðeins um 5% hlutafjár í fyrirtækinu. Ekki gekk betur með söluna á kjölfestuhlutnum; eftir talsverðar samningaviðræður við erlenda fjárfesta, undir lokin aðallega við TDC (Tele Danmark) í Dan- mörku, var hætt við þá sölu. Niðurstaðan varð sú að ríkið á nú ennþá um 99% í Símanum, þar sem sumir þeirra, sem skráðu sig fyrir hlutafé greiddu það aldrei og ríkissjóður keypti aftur bréf af allmörgum öðrum. Ýmsir samverkandi þættir útskýra vafalaust hvernig fór. Gagnrýnt hefur verið – var raunar gagnrýnt áður en salan fór fram – að verðið á fyrirtækinu hafi verið of hátt. Salan gat aukinheldur varla farið fram á verri tíma þar sem hryðjuverkaárásin á New York og Washington var gerð aðeins um viku áð- ur en reynt var að selja 24% hlutinn. Net- og fjarskiptabólan var að hjaðna einmitt á þessum tíma og gengi hlutabréfa í fjarskiptafyrirtækj- um, sem náð hafði áður óþekktum hæðum, dalaði hratt. Ástandið á fjármála- og hlutabréfamörk- uðum einkenndist almennt af óvissu. Útboð annarra fjarskiptafyr- irtækja Það er fyrst nú, sem hlutabréfamarkaðir eru að ná sér á strik á nýjan leik. Frá því að netbólan sprakk árið 2001 hefur t.d. verið einkar lítið um frumútboð hlutabréfa á evrópska markaðnum. Á meðal þeirra útboða, sem athygli manna hefur beinzt að undanfarið, eru hins veg- ar nokkur útboð fjarskiptafyrirtækja á allra síð- ustu vikum. Í fyrsta lagi er þar um að ræða belgíska síma- fyrirtækið Belgacom, en útboð þess í síðustu viku er stærsta frumútboð í Vestur-Evrópu frá ársbyrjun 2001, er France Telecom seldi 13% hlut sinn í Orange-símafyrirtækinu. Um er að ræða 46,9% hlut þriggja erlendra símafélaga í Belgacom, Baby Bell SBC Communications í Bandaríkjunum, TDC í Danmörku og Singapore Telecommunications, en belgíska ríkið á áfram meirihluta í fyrirtækinu. Fram hefur komið í fréttum að þrisvar sinnum fleiri stofnanafjár- festar hafi skráð sig fyrir bréfum en gátu fengið og tvisvar og hálfu sinni fleiri einstaklingar; en 140.000 einstaklingar skráðu sig fyrir bréfum. Belgacom-bréfin hækkuðu líka nokkuð í við- skiptum í upphafi, en engu að síður hafa margir sérfræðingar lýst vonbrigðum með verðið á bréf- unum og bréf TDC í Danmörku lækkuðu af þeim sökum, þrátt fyrir ágætan söluhagnað fyrirtæk- isins. Í öðru lagi er útboð Eircom, helzta símafyr- irtækisins á Írlandi, sem er fyrsta almenna hlutafjárútboðið þar í landi í þrjú ár. Bréf Eir- com lækkuðu frá útboðsgenginu í lok þarsíðustu viku. Í þriðja lagi er svo sala norska ríkisins á 9,4% hlut í ríkissímafélaginu Telenor, sem Goldman Sachs-bankinn keypti til endursölu. Lítil eftir- spurn knúði bankann til að lækka verðið og halda sjálfur eftir hluta af bréfunum. Sala hlutabréfa í símafélögum er þannig að taka við sér þessa dagana, en mönnum ber ekki saman um hversu björt framtíðin sé á mark- aðnum fyrir hlutabréf fjarskiptafyrirtækjanna. Þannig var þeirri spurningu velt upp í hinum virta Lex-dálki Financial Times sl. miðvikudag hvort Telenor-salan hefði opnað frekar gluggann fyrir hlutafjárútboð símafyrirtækja eða hvort hún hefði rétt sloppið inn um rifuna áður en glugginn lokaðist aftur. Í Lex er bent á að í marzmánuði hafi fjarskiptageirinn staðið að baki um 36% allrar hlutabréfaútgáfu í Evrópu og jafnvel þótt Telenor-salan sé ekki tekin með, hafi mánuðurinn verið sá annar líflegasti í hluta- bréfaútgáfu geirans frá því í árslok 2001. Í sögu- legu samhengi virðist uppsveiflan hins vegar ekki mjög mikil. „Telenor, dræmar viðtökur við Eircom og lágt verð á Belgacom benda til að áhugi fjárfesta sé ekki mjög mikill,“ segir þar. Höfundur Lex bendir á að þetta kunni að koma á óvart, þar sem fjarskiptageirinn virðist munu skila ágætum arði til hluthafa á þessu ári. Hins vegar séu horfur til lengri tíma enn nokkuð óvissar og óvíst að fjárfestar vilji taka mikla áhættu á fjarskiptamarkaðnum miðað við núver- andi mat á verði fjarskiptafyrirtækja. Er tíminn kominn? Þegar þetta er haft í huga hljóta menn að velta fyrir sér hvort tíminn sé kominn til að selja hlutabréf í Símanum, ekki sízt þar sem það virðist nokkuð ljóst að verðið á fyrirtækinu, hvort sem miðað er við útboðsgengið 5,75 árið 2001 eða núverandi gengi þess litla hluta bréfa Símans sem er á markaði, 7,5, er hátt miðað við verð annarra símafélaga í Evrópu. Hér er að ýmsu að hyggja. Í fyrsta lagi hljóta menn að vilja að ríkissjóður fái sem mest fyrir sinn snúð þegar þar að kemur. Í öðru lagi vill hins vegar líklega enginn endurtaka mistökin frá 2001, þegar verð- ið var svo hátt að fáir vildu kaupa. Í þriðja lagi ber þó að líta á það, eins og Morgunblaðið hefur áður bent á, að þeir sem standa að sölu fyrirtæk- isins vilja heldur ekki standa frammi fyrir þeim ásökunum að hafa selt eitt mikilvægasta og arð- bærasta fyrirtæki þjóðarinnar á útsöluverði eða fært nýjum eigendum það á silfurfati. Í fjórða lagi vilja stjórnvöld væntanlega leggja á það áherzlu við sölu Símans að einstaklingar geti eignazt hlut í fyrirtækinu, eins og við einkavæð- ingu flestra símafyrirtækja í Evrópu. Það er ekki til þess fallið að skapa traust þessara sömu einstaklinga á hlutabréfamarkaðnum ef bréfin falla í verði eftir útboð. Í fimmta lagi skiptir máli, hvort lögð verður áherzla á að nota tækifærið og laða að erlenda fjárfestingu – segja má að fá tækifæri séu betri til þess en sala hlutabréfa í Símanum. Undanfarið hefur ítrekað verið bent á að verð hlutabréfa hér á landi sé almennt of hátt og endurspegli ekki raunverulegar væntingar um vöxt og hagnað. Við slíkar aðstæður eru er- lendir fjárfestar ekki líklegir til að vilja láta að sér kveða á íslenzkum hlutabréfamarkaði. Það er af þessum sökum ástæða til að fylgjast mjög rækilega með því hvernig kaupin gerast á eyrinni í fjarskiptageiranum í löndunum í kring- um okkur á næstunni og hvort verðþróun fjar- skiptafyrirtækja verður með þeim hætti að lík- legt sé að bæði fái ríkið gott verð fyrir Símann og þróun hlutabréfaverðsins verði áfram hagstæð fyrir fjárfesta. Aðstæður á íslenzka markaðnum Sala Símans mun að líkindum hafa jákvæð áhrif á íslenzkan hlutabréfamarkað ef rétt er að henni stað- ið. Þannig sagði í Veg- vísi greiningardeildar Landsbankans í síðustu viku, eftir að aðalfundur Símans hafði verið hald- inn: „Greiningardeild telur aðstæður til sölu fyr- irtækisins nú hinar ákjósanlegustu, mikið fjár- magn er í umferð og eftirspurn eftir áhugaverðum fjárfestingarkostum. Sala Símans er því jákvæð fyrir íslenska hlutabréfamark- aðinn. Síminn ætti að auka breidd markaðarins, enda hefur skráðum félögum fækkað nokkuð og tekjur sumra af stærstu félögunum innan Kaup- hallarinnar koma nú að miklu leyti erlendis frá. Mikilvægt er að dreifð eignaraðild verði tryggð til að lífleg viðskipti verði með bréf Símans og verðmyndun ásættanleg.“ Það þarf líka að taka inn í myndina fleiri þætti, sem gera einkavæðingu Símans sennilega væn- legri kost nú en fyrir þremur árum. Þegar einka-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.