Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 37

Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 37 væðingarnefnd skilaði skýrslu sinni um sölu fyr- irtækisins á sínum tíma, lagði hún áherzlu á að tvö skilyrði yrðu uppfyllt áður en ríkið léti af hendi meirihluta í fyrirtækinu; annars vegar að sam- keppni á fjarskiptamarkaðnum yrði tryggð og hins vegar að aðgangur allra landsmanna að fjar- skiptaþjónustu á sanngjörnu verði yrði tryggður. Um fyrra atriðið er það að segja að lífleg sam- keppni virðist ríkja á fjarskiptamarkaðnum. Þegar farið var af stað með sölu Símans árið 2001 átti hann marga fremur litla keppinauta. Nú hafa þrír þeirra, þ.e. Íslandssími, Tal og Halló fjarskipti, sameinast í Og fjarskiptum eða Og Vodafone, eins og fyrirtækið er kallað í dag- legu tali. Og Vodafone hefur náð umtalsverðri markaðshlutdeild á fjarskiptamarkaðnum og veitir Símanum harða samkeppni. Það er til marks um samkeppnina að Síminn náði nýlega aftur heildarviðskiptum við stórfyrirtækið Ís- landsbanka, sem fyrir rétt um tveimur árum flutti fjarskipti sín frá Símanum til Tals. Á sama tíma nær Og Vodafone stórum viðskiptavinum af Símanum. Þannig skipta stór fyrirtæki jafnt sem einstaklingar um þjónustuaðila í fjarskiptum, eftir því hver býður bezt. Hvað varðar síðara skilyrði einkavæðingar- nefndar standa bæði Síminn og keppinauturinn, Og Vodafone, nær því en áður að bjóða lands- mönnum öllum góða þjónustu á sanngjörnu verði, þótt enn megi gera mun betur. Farsíma- þjónusta beggja fyrirtækja nær til stórs hluta landsins, þ.m.t. allra helztu þéttbýlisstaða, eftir gerð reikisamninga þeirra á milli. Það skref, sem Síminn steig í fyrradag, fimmtudag, að bjóða há- hraðagagnaflutningsþjónustu á sama verði á fjörutíu stöðum um allt land og lækka verðið um- talsvert, kemur til móts við þá gagnrýni að gagnaflutningskostnaður á landsbyggðinni standi atvinnulífi þar fyrir þrifum. Að þessu leyti eru aðstæður fyrir einkavæðingu Símans betri en þegar fyrst var lagt upp með hana. Kjölfestufjár- festar og hæst- bjóðendur Ekkert hefur komið fram af hálfu ríkis- stjórnarinnar um það hvernig sölu hluta- bréfa í Símanum verði háttað í annarri til- raun. Haustið 2001 var það m.a. gagnrýnt að ekki hefði verið samið fyrst við kjölfestufjárfesti og svo farið í útboð meðal einstaklinga og smærri stofnanafjárfesta, þannig að markaður- inn gæti lagt mat á stefnu og framtíðarsýn nýja kjölfestufjárfestisins. Ýmsir hafa þess vegna spáð því eða talið æskilegt að í þetta sinn verði kjölfestuhlutur seldur fyrst og þá jafnvel ekki verðlagður fyrirfram, heldur einfaldlega seldur hæstbjóðanda. Í framhaldinu verði selt til dreifð- ari hóps kaupenda. Það er ekki sjálfgefið að selja eigi stóran hlut í Símanum til kjölfestufjárfestis. Og því síður er sjálfgefið að selja eigi kjölfestuhlut til hæstbjóð- anda án tillits til þess hver hann kann að vera. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Morgunblaðið hefur haft ýmislegar efasemdir um ágæti þess að selja ríkisfyrirtæki til kjölfestufjárfesta, sem fyrir vikið verða þar allsráðandi. Einkum hefur blaðið sett fram þessa gagnrýni sína vegna sölu á ríkisbönkunum, en í tengslum við einkavæðingu Símans hefur Morgunblaðið einnig bent á að vegna afls fyrirtækisins á fjarskiptamarkaðnum gæti slíkur kjölfestufjárfestir orðið mikilsráð- andi ef ekki allsráðandi í öllum fjarskiptamálum Íslendinga. Tvenn rök eru þó með því að selja hlut í fyr- irtækinu til kjölfestufjárfestis. Annars vegar getur það verið bæði Símanum og viðskiptavin- um hans í hag að erlent fjarskiptafyrirtæki eða fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjárfestingum í fjar- skiptageiranum verði ráðandi hluthafi í fyrir- tækinu. Með því móti fengi Síminn ekki sízt að- gang að tækniþekkingu, rannsóknum og þróunarvinnu, sem tæplega stendur til boða á okkar litla markaði og gæti þannig áfram boðið upp á fjarskiptaþjónustu í fremstu röð. Hins veg- ar eru það rök í málinu að eigi að nýta tækifærið við sölu Símans til að laða að erlenda fjárfestingu og vekja almennt athygli á Íslandi sem fjárfest- ingarkosti, getur verið nauðsynlegt að bjóða upp á raunveruleg áhrif í fyrirtækinu fyrir erlendan fjárfesti. Rökin fyrir því að erlend fjárfesting í Síman- um sé æskileg eru sterk og vega raunar enn þyngra en fyrir þremur árum í ljósi þróunar ís- lenzks viðskiptalífs á þeim tíma, sem liðinn er frá fyrstu tilrauninni til einkavæðingar. Fyrir rúm- um áratug, þegar gerð samningsins um Evr- ópskt efnahagssvæði var til umræðu, létu margir í ljós áhyggjur af því að erlend stórfyrirtæki kæmu hér inn á markaðinn og gleyptu íslenzkt atvinnulíf. Nú tapa fáir svefni vegna þeirrar hættu, hins vegar er svo komið að nokkrar við- skiptasamsteypur eru orðnar svo frekar til fjörs- ins á Íslandi að margir hafa vaxandi áhyggjur af því að þær gleypi íslenzkt atvinnulíf og vilja gjarnan sjá erlend stórfyrirtæki, sem ekki hafa önnur markmið en hagnað, fjárfesta hér á landi til að skapa nauðsynlegt mótvægi við hinar inn- lendu viðskiptasamsteypur og baráttu þeirra um völd og áhrif. Það er raunar deginum ljósara að við það yrði ekki unað að ein af hinum innlendu viðskipta- samsteypum eignaðist ráðandi hlut í Landssíma Íslands hf. Slík eru áhrif fyrirtækisins á mikinn meirihluta fyrirtækja og heimila á Íslandi, ekki sízt í ljósi sívaxandi mikilvægis nútímafjarskipta og upplýsingatækni, jafnt fyrir fyrirtækja- og heimilisrekstur. Jafnframt blasir það við að sá, sem réði Símanum, réði jafnframt yfir dreifikerfi fyrir sjónvarps-, útvarps- og margmiðlunarefni og gæti þar með skapað sér lykilstöðu á fjöl- miðlamarkaðnum, en margir fjölmiðlar dreifa efni sínu um kerfi Símans. Þessa dagana eru að störfum tvær nefndir, önnur á vegum Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur menntamálaráðherra og hin á vegum Val- gerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. Sú fyrrnefnda á að skoða hvort tilefni sé til að setja lög um eignarhald á fjölmiðlamark- aðnum, í ljósi aukinnar samþjöppunar. Sú síð- arnefnda á að taka fyrir hvernig bregðast megi við aukinni samþjöppun í atvinnulífinu almennt og með hvaða hætti skuli þróa reglur þannig, að viðskiptalífið sé skilvirkt og njóti trausts. Líklegt má telja að niðurstaðan af starfi beggja nefnda verði ný löggjöf, sem hefur að markmiði að draga úr samþjöppun og hringamyndun í at- vinnulífinu. Það er skynsamlegt að bíða eftir niðurstöðu þessara tveggja nefnda og þeirri lagasetningu, sem kann að fylgja í kjölfarið, áður en menn taka ákvörðun um að selja ráðandi hlut í Símanum til hæstbjóðanda. Það væri mikið slys ef einkavæð- ing Símans yrði til að auka enn á samþjöppun í íslenzku atvinnulífi. Einkavæðing Landssíma Íslands hf. er mik- ilvægt markmið. Af ýmsum ástæðum virðist hins vegar full ástæða til að menn hrapi ekki að ákvörðunum varðandi einkavæðingu Símans og velji tíma sölunnar af kostgæfni. Morgunblaðið/RAX Það er raunar deginum ljósara að við það yrði ekki unað að ein af hinum innlendu viðskiptasam- steypum eignaðist ráðandi hlut í Landssíma Íslands hf. Laugardagur 3. apríl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.