Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 38

Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 38
LISTIR 38 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 m tímarit um mat og vín kemur út átta sinnum á ári og er dreift án endurgjalds til allra áskrifenda Morgunblaðsins - fæst einnig í öllum helstu bókaverslunum GraskersfræolíaJarðhnetuolíaÓlífuolía Pumpkinseed Oil Organic Certified Product Erdnuss Öl Nativ Crespi, Ramoscello Olio Extra Vergine Di Oliva ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M BL 23 62 8 03 /2 00 4 Kemur næst 7. apríl M arg fald a›u punktana flína Punkta›u fla› hjá flér! 5x20W x 1x40W hátalarar Spilar: DVD, CD, CD-R, CD-RW, MP3, JPEG og HDCD Dolby digital Útvarp me› 50 stö›va minni FRÁ ACE ELECTRONICS HEIMABÍÓ Ver› mi›a› vi› 1000 punkta: 14.990 kr. Smásöluver›: 29.900 kr. Ver›gildi punkta: x15 H ám ark 1000 punktar á hvert tilbo› F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 7 2 TENÓRSÖNGVARINN Hlöðver Sigurðsson heldur einsöngstónleika í Neskirkju við Hagatorg kl. 20 annað kvöld, mánudagskvöld. Undirleikari á píanó er Antonía Hevesi. Antonía og Hlöðver hafa haldið fjölmarga tónleika saman m.a. á Siglufirði, Akureyri, Húsavík, í Skagafirði, Reykjavík, Hafnarfirði og Ungverjalandi. Einnig söng Hlöð- ver einsöng á Hátíðartónleikum þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði, með Sinfóníuhljómsveit hátíðarinnar í júlí 2003. Á dagskrá tónleikanna eru íslensk sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Karl Ó. Runólfsson, Sigurð Þórar- insson, Sigfús Einarsson, Markús Kristjánsson, Þórarin Guðmundsson og Eyþór Stefánsson og óperuaríur eftir G. Donizetti, W. A. Mozart, C. Guonod og F. Lehár. Á undanförnum vikum hefur Hlöðver verið að syngja fyrir um- boðsskrifstofur í Austurríki og Þýskalandi og mun fljótlega eftir páska syngja í óperuhúsum í Þýska- landi og Austurríki. Hann stefnir á að komast að í óperuhúsi á megin- landi Evrópu næsta vetur. Hlöðver hefur sl. tvö ár stundað nám við ljóða- og óratóríudeild Mozarteum tónlistarháskólans í Salzburg í Aust- urríki. Aðalkennarar hans þar eru Martha Sharp og Wolfgang Holzma- ir. Hlöðver hefur auk þess æft með óperudeild skólans og tekið þátt í óp- eruuppfærslum. Hann hefur auk þess stundað nám við Guildhall School of Music and Drama í London, þar var aðalkenn- ari hans Rudolf Piearnay. Einsöngstónleikar við Hagatorg Antonía Hevesi Hlöðver Sigurðsson Sendu mér sólskin heitir nýr geisladiskur Lillukórins. Lillukór- inn er kvennakór, skipaður 30 konum víðs vegar úr Húna- þingi vestra. Geisla- diskurinn er gefinn út til minningar um Pétur Aðalsteinsson frá Stóru-Borg, en hann lést vorið 2003. Öll lögin eru eftir hann og einn- ig ljóðin. Hann hefur samið fjölda laga og ljóð við þau og hefur kórinn á seinni árum sungið mörg þeirra. Kórstjóri og raddkennari er Ingi- björg Pálsdóttir. Undirleikarar eru Guðjón Pálsson á píanó og er hann jafnframt stjórnandi, Björn Pétursson á harmonikku og Gunnhildur Vil- hjálmsdóttir er leikur á trompet og harmonikku. Þess má geta að Björn er sonur Péturs og Gunnhildur son- ardóttir hans. Efni disksins er því að öllu leyti úr Húnaþingi. Þetta er annar geisladiskur Lillu- kórsins, hinn fyrri Ég hylli þig Húna- þing kom út árið 1999. Útgefandi er Lillukórinn. Hljóðritun fór fram í Félagsheimilinu á Hvamms- tanga 28. og 29. nóvember sl. Hljóð- upptaka: Stúdíó Stemma – upptök- umaður Sigurður Rúnar Jónsson. Framleiðandi: Tocano, Danmörku. Kórsöngur Fimm mílur frá Ytri-Von nefnist skáldsaga Nicolu Barker í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þor- steinsdóttur. Sagan gerist sumarið 1981. Söguhetjan er unglingsstúlkan Medve sem býr ásamt fjölskyldu sinni á hálfhrundu art-déco-hóteli á eyju rétt fyrir utan Devon. Foreldrar Medve hafa af ein- hverjum ástæðum kosið að skíra flest börnin sín hundanöfnum. Þau eru líka hvert öðru einkennilegra en sérstaða Medve felst í því að hún er risi í samanburði við dvergvaxna ætt- ingja sína. Svo rennur upp 5. júní og pilturinn La Roux kemur inn á sögu- sviðið. Nicola Barker er í hópi þeirra ungu rithöfunda sem bókmenntatímaritið Granta kynnti nýlega sem björtustu vonirnar í breskum bókmenntum. Stíll hennar er sagður ærslafullur og djarfur og til þess fallinn að koma lesandanum í það tilvistarlega upp- nám sem einkennir skrautlegar per- sónur bókarinnar. Þetta er 25. bókin sem út kemur í neon-flokki Bjarts en hann er helg- aður nýjum og nýlegum þýddum skáldverkum sem vakið hafa athygli á erlendri grund. Útgefandi er Bókaforlagið Bjartur. Bókin er 176 bls., prentuð í Odda hf. Verð: 1.980 kr. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.