Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 40
HUGVEKJA 40 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er kominnpálmasunnu-dagur, sembyrjar helgustuviku krist- indómsins, dymbilviku. Önnur nöfn hennar eru m.a. efsta vika og kyrra- vika. Og framundan eru bænadagarnir eða lág- helgarnar, skírdagur og föstudagurinn langi. „Í hugskotinu fylgja kristnir menn frelsara sínum frá því er hann ríður inn í Jerúsalem á pálmasunnu- dag þar til upprisusólin skín yfir tóma gröf hans sjö nóttum síðar. Dýpstu leyndardómar fagnaðar- erindisins eru reiddir fram í kyrruviku,“ ritaði séra Heimir Steinsson í þennan dálk 5. apríl 1998. Þar komst hann vel að orði, eins og svo oft. Sú hugmynd fannst víða með þjóðum á öldum áður, m.a. í Egyptalandi, Fönikíu, Grikklandi, Indlandi, Kína, Japan, Mið- Ameríku, Pólynesíu og Finnlandi, að veröldin hefði orðið til úr risa- vöxnu eggi. Og einhvern tíma í framhaldi af því tóku Egyptar að setja egg í grafir hinna látnu, sem tákn um eilíft líf. Sama var á bak við þann sið Grikkja að leggja egg á grafir sinna. Og í Róm varð til ortðtakið „Omne vivum ex ovo“; það merkir „Allt líf kemur úr eggi“. Keltar fögnuðu jafndægri að vori með því að gefa hver öðr- um rauðmáluð egg. Eins gerðu Persar. Þau voru etin, en skurnin brotin eða mulin, til að hrekja vet- urinn í burtu. Kristnin tók þetta upp, þegar farið var að minnast og halda upp á upprisuna, á 2. öld. Eggjaskurn- in varð tákn grafarinnar, sem Jes- ús hafði verið lagður í á föstudag- inn langa, en braust svo út úr á páskadegi. Unginn, sem trónir efst á súkkulaðieggjum nútímans, er sjálfur hann, meistarinn, sig- urvegarinn. Með þetta í huga verður kristn- um manni óneitanlega dálítið bylt við, og er þá vægt til orða tekið, þegar óásjálegur púki er látinn taka umrætt hásæti, eins og reyndin er því miður í ákveðnum eggjum frá Nóa-Síríusi, og mun þetta fyrst hafa gerst árið 2003, eftir því sem ég best veit. Sú að- gerð er út úr öllu korti, á skjön við allt, sem eðlilegt getur talist. Um páskaleytið í fyrra hafði ungur maður, guðfræðimennt- aður, samband við Nóa-Síríus og krafðist skýringa á þessum púka- eggjum. Markaðsstjórinn ritaði til baka: Rétt er að byrja á því að taka fram, að í mörg ár hefur tíðkast að setja fígúrur eða strumpa ofan á páskaegg. Þetta var fyrst gert í tilraunaskyni en svo vel gekk salan á þessum eggjum að þetta hefur haldist allt til þessa dags. Núna var ákveðið að koma með nýjung, eða Púkaegg, en Nói hefur í nokkur ár framleitt öskjur með mismunandi púkanammi. Búnar voru til sex fígúrur sem hafa öll sín sérkenni og tengjast daglegu lífi barnanna. Á markaðnum fást einnig marsbúaegg þar sem ung- anum er skipt út fyrir geimveru, prakk- araegg með dýrum og fleira af þessu tagi. Það er því ofsögum sagt að það sé einhver sérstök nýjung að skipta út unganum. Líklega eru þau páskaegg sem eru með annað en unga um 30% af heildarsölu í páskaeggjum. Börnin eru greinilega hrifin af því að fá lítið leik- fang (fígúruna) á páskaeggið sitt. Varðandi Púkana sjálfa. Orðið púki hef- ur allt aðra merkingu í dag heldur en áður var. Þegar við köllum börnin okkar stríðnispúka þá erum við ekki með neitt illt í huga heldur er þetta góðlátleg at- hugasemd. Auglýsingin og allt efni sem tengist þessum fígúrum hefur vinalegt og saklaust yfirbragð. Púkarnir eru lit- ríkir og eru annaðhvort með leikföng sem börnin kannast vel við eða líkjast þekktum fígúrum. Þeir eru ekkert ólíkir t.d. strumpum eða múmínálfum eða fleiri slíkum fígúrum sem börnin halda upp á. Viðbrögðin hafa líka verið mjög jákvæð. Börnin hafa lært lagið í auglýs- ingunni og sum hver þekkja þegar nöfn- in á púkunum s.s. Gretti brettapúka (hann er á hjólabretti) eða Markúsi boltapúka (hann er með fótbolta). Þegar páskaeggin verða kláruð, þá eru þessar vinalegu fígúrur eftir og börnin geta notið þess að leika sér með þær. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru páskaegg líklega í langflestum tilvikum ekki keypt í trúarlegum tilgangi heldur fyrst og fremst til að gleðja og kæta. Raunar má halda því fram að páskaegg séu jafnvel frekar tákn um vorkomuna heldur en að í þeim felist trúarleg til- vísun. Fyrirspyrjandanum þótti svarið merkilegt, sem það óneitanlega er, og dró það saman í eftirfarandi þætti: 1) Þetta selur betur en ung- ar, 2) púkar hafa aðra merkingu í dag en áður fyrr, og 3) páskarnir eru ekki trúarhátíð, heldur vorhá- tíð. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, aukin og endurbætt (Edda 2002), segir raunar að orðið púki merki „ári, smádjöfull“ og í yfirfærðri merkingu „larfur, púkalegur, durtslegur maður, nurlari“. Eng- an vitring þarf til að sjá, að allt er þetta neikvætt. Og ekki er stríðn- ispúki beint lofsyrði. Því er nokkuð ljóst, að þessi um- skipti, að fella ungann af stalli og troða þar einhverjum sölulegri varningi, eru ekkert annað en gróf móðgun við kristna trú og menn- ingu og jafnframt alla sögu þessa forna tákns, eggsins, sem alltaf hefur verið búið jákvæðum straumum. Og ástæðan er annars vegar, að því er sýnist, aukin gróðavon umrædds fyrirtækis og hins vegar algjört þekkingarleysi á heimi táknfræðinnar. Kristin foreldri hljóta að snið- ganga þessi púkaegg með öllu og kaupa í stað þeirra fyrir ung börn sín aðrar gerðir, með hollari boð- skap. Púkaegg? Græðgi sumra fyrirtækja virðast engin takmörk sett. Um það ber vitni nýleg afurð einnar súkkulaðiverk- smiðju landsins. Eða er þetta hugsunarleysi? Sigurður Ægisson lítur á það mál í dag, í tengslum við að nú er skammt í upprisuhátíð kristindómsins. sigurdur.aegisson@kirkjan.is MINNINGAR ✝ Sigurður ÓskarHelgason fædd- ist í Reykjavík 4. sept. 1921. Hann lést á heimili sínu Álf- hólsvegi 98 24. mars síðastliðinn. Sigurð- ur var sonur hjónanna Helga Snjólfssonar, f. 6. okt. 1891, d. 31. des. 1930, og Guðrúnar Helgadóttur, f. 2. ág. 1890, d. 24. apr.1977. Bræður Sigurðar voru Helgi Helga- son, f. 23. júlí 1917, d. 25. des. 1972, eiginkona hans Ósk Jónsdóttir, f. 26. feb. 1920; Kristinn Hafsteinn Helgason, f. 22. jan. 1928, d. 15. ág. 2000, eig- inkona hans Svava Samúelsdótt- ir, f. 6. sept. 1921, d. 6. jan. 2001. Hinn 5. júní 1948 kvæntist Sig- urður eftirlifandi eiginkonu sinni Kristínu Guðmundsdóttur, f. 3. nóv. 1925. Foreldrar hennar voru Jóhanna V. Þorsteinsdóttir, f. 19. feb. 1896, d. 30. des. 1969, og Guðmundur Auðunsson, f. 31. júlí 1895, d. 18. maí 1966. Börn Sig- urðar og Kristínar eru: 1) Guð- rún, f. 27. maí 1955, sambýlis- maður hennar er Þórólfur Jónsson, f. 3. okt. 1954. Börn Guð- rúnar eru: A) Kristín Harðardótt- ir, f. 30. apríl 1976, faðir hennar er Hörður Harðarson, f. 27. maí 1955, sam- býlismaður Kristín- ar er Wayne Glast- onbury, f. 16. ág. 1962, barn þeirra er Samúel Óskar, f. 18. mars 2004. B) Sig- rún Þuríður Run- ólfsdóttir, f. 18. maí 1981. C) Lilja Björk Runólfsdóttir, f. 10. feb. 1988. Faðir Sig- rúnar og Lilju er Runólfur Birgir Leifsson, f. 28. sept. 1958. 2) Helgi, f. 19. des. 1959, eiginkona hans er Anna Marín Kristjáns- dóttir, f. 20. júlí 1961. Börn þeirra eru Herdís Ósk, f. 8. nóv. 1985, Sonja Björk, f. 28. júní 1989, og Sigurður Óskar, f. 9. nóv. 1990. 3) Hafsteinn, f. 4. okt. 1961, eigin- kona hans er Ólöf Kristjánsdótt- ir, f. 20. júlí 1961. Börn þeirra eru Kristján Már, f. 7. des. 1981, og Selma f. 23. maí 1986. 4) Margrét, f. 25. sept. 1965, eiginkona henn- ar er Herdís Eiríksdóttir, f. 15. ágúst. 1973. Barn þeirra er Ey- rún, f. 20. júní 2003. Útför Sigurðar var gerð frá Fossvogskapellu 31. mars í kyrr- þey að ósk hins látna. Faðir okkar, Sigurður Óskar Helgason, ólst upp í foreldrahúsum ásamt bræðrum sínum Helga og Kristni Hafsteini. Þegar þeir bræð- ur voru ungir að árum lést faðir þeirra eftir erfið veikindi. Hófst þá erfitt tímabil fyrir ekkjuna ungu með drengina sína litlu. Fjölskyld- an bjó við kröpp kjör og þurftu þau oft að flytja sig um set og bjuggu þau á mörgum stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur. Kom sér þá vel að eiga góða að. Ardís systir Guðrúnar og hennar fjölskylda reyndust henni og drengjunum mikill stuðn- ingur á þessum erfiðu tímum. Faðir okkar gekk í hefðbundinn grunnskóla eins og þá tíðkaðist og lauk honum, en þar með lauk hans skólagöngu. Hann var námsfús og átti auðvelt með nám og hafði mikla löngun til að ganga menntaveginn. En aðstæður á þessum tíma leyfðu það ekki. Hann fór því að vinna strax eftir grunnskólann 14 ára gamall. Hann vann m.a. sendla- vinnu og í verslun þangað til hann fékk vinnu hjá Tollstjóraembættinu þegar hann var 17 ára gamall. Vann hann þar alla tíð síðan, lengst af sem gjaldkeri og síðan sem deild- arstjóri. Menntunarskortinn reyndi hann að bæta sér upp eftir megni og var víðlesinn, ágætur málamaður og af- ar talnaglöggur. Pabbi var hag- mæltur en flíkaði því ekki. Við systkinin nutum vel þessa náms- áhuga hans því hann hafði unun af því að aðstoða okkur við heimanám- ið þegar við þurftum á að halda. Pabbi var alla tíð ötull baráttu- maður fyrir bættum kjörum þeirra lægstlaunuðu og lét til sín taka í kjarabaráttu S.F.R. í áratugi. Sat hann í samninganefnd fyrir félagið og einnig sem gjaldkeri í stjórn þess til fjölda ára. Hann var afskap- lega ósérhlífinn maður, tilbúinn að rétta hjálparhönd hvar og hvenær sem þörf var á. Hann var þeim eig- inleika gæddur að dæma ekki nokk- urn mann og sá alltaf hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Voru því margir sem leituðu til hans með hin ýmsu mál. Pabbi og mamma kynntust árið 1946 í danstímum hjá Rigmor Han- sen og giftu sig 5. júní 1948. Þau bjuggu fyrstu búskaparárin á Klapparstíg 11 í Reykjavík en byggðu svo hús við Álfhólsveg 98 í Kópavogi og fluttu þangað 1960. Heimili pabba og mömmu er ákaf- lega kærleiksríkt og hefur fjöl- skyldan og vinir átt margar góðar samverustundir þar í gegnum árin. Pabbi og mamma voru mjög sam- hent og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Þau studdu hvort annað með ráðum og dáð í rúmlega hálfa öld, og því er missir móður okkar mikill við fráhvarf yndislegs lífs- förunautar, og biðjum við að hún megi öðlast styrk á þessum erfiðu tímamótum. Minningar okkar systkinanna um pabba eru einstaklega bjartar og fagrar. Alltaf var hann hvetjandi og jákvæður á það sem við tókum okk- ur fyrir hendur. Pabbi var einstaklega barngóður maður. Hann var fallegur, lífsglað- ur og hláturmildur. Mikill fjöl- skyldumaður og fengum við að njóta þess í ríkum mæli. Elsku pabbi, við kveðjum þig að sinni með bæninni sem Guðrún amma kenndi okkur: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Guðrún, Helgi, Hafsteinn og Margrét. Elsku Siggi. Margar góðar minn- ingar hafa streymt um huga okkar síðustu daga. Við systurnar vorum svo heppnar að koma inn í fjöl- skylduna á svipuðum tíma og feng- um þann heiður að kynnast þér og upplifa margar frábærar stundir með þér og fjölskyldunni á Álfhóls- veginum. Þær eru óteljandi stundirnar sem við vorum saman. Alltaf var gott að vera nálægt þér, alltaf varstu jákvæður og indæll svo allir sóttust eftir að vera nálægt þér, svo við tölum ekki um börnin. Þvílíkur afi, það er svo sannarlega dýrmætt fyrir börnin okkar að hafa átt eins góðan afa og félaga eins og þig. Við munum þær stundir þegar þú komst í heimsókn, þegar þú komst gangandi inn götuna þá fór það ekki milli mála hver var að koma. Þá var kallað „Siggi afi, Siggi afi“ og alltaf tókst þú fagnandi á móti þeim. Þá var sest niður, spjallað, spilað, eða leikið. Alltaf varstu tiltækur þegar á þurfti að halda hvort sem var við barnapössun, húsbyggingar eða þá bara að vera saman. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri trega tárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. ( V. Briem.) Elsku Siggi, minningar um þig munum við ávallt geyma í hjarta okkar. Anna og Ólöf. Miðvikudaginn 31. mars síðast- liðinn var borinn til grafar Sigurður Ó. Helgason. Hann andaðist á heimili sínu á Álfhólsvegi 98 í Kópa- vogi hinn 24. mars síðastliðinn. Sigurður fæddist í Reykjavík ár- ið 1921. Ég var lítill drengur þegar leiðir okkar lágu saman og kynntist ég þá einnig móður hans Guðrúnu sem er látin fyrir alllöngu og bræðrum hans Helga og Kristni, sem eru báðir látnir. Ég minnist þess að Sigurður starfaði hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík sem þá var staðsett við Lindargötu. Hóf hann þar störf sem sendisveinn 14 eða 15 ára gam- all og starfaði alla tíð hjá embætt- inu. Auk þess þjónaði hann ýmsum trúnaðarstörfum, m.a hjá BSRB og varðandi orlofshúsin í Munaðar- nesi. Sigurður var einstaklega trúr, traustur og mikill reglumaður og fór það ekki á milli mála hjá þeim sem þekktu til hans í leik og starfi. Var hann manna liprastur við að liðsinna og nutu margir góðs af. Sigurður kynntist Kristínu Guð- mundsdóttur árið 1946, þá 25 ára gamall, og hófu þau búskap á Klapparstíg 11 í Reykjavík en fluttu nokkrum árum síðar í sitt eigið hús sem þau byggðu við Álf- hólsveg í Kópavogi. Á því heimili ríkti mikill kærleikur og tryggð við fjölskyldu og vini sem þau Sigurður og Kristín höfðu í heiðri alla tíð. Sigurður átti hamingjusamt líf í faðmi stórrar fjölskyldu með eft- irlifandi eiginkonu og fjórum börn- um, þeim Guðrúnu, Helga, Haf- steini og Margréti ásamt barnabörnum og nú undir lokin langafabarni. Það var um morguninn 24. mars síðastliðinn að síminn hringdi og ég vissi um leið hvert erindið væri. Það var hún systir mín að tilkynna mér að hann Siggi, eins og hann var ávallt kallaður meðal fjölskyldu og vina, væri dáinn. Þá flaug strax upp í huga minn þessi vísa: Að gullinu karl minn vill keyra, kitlandi hjartað það lokkar. Samt eigum við helmingi meira, heima í garðinum okkar. Það var honum Sigga einum lagið að láta það nægja sem var í garð- inum heima. Þar undi hann hag sín- um vel ásamt konu og börnum og síðar barnabörnum í garðinum heima við Álfhólinn í Kópavogi. Hann var ötull við að hugsa um húsið og garðinn þegar frístundir gáfust, þar leið honum vel. Siggi kynntist móðursystur minni Stínu, en það var hún kölluð meðal vina, þegar ég var liðlega tveggja ára og var ég þess aðnjótandi að búa í sama húsi og þau fyrstu uppvaxt- arárin mín. Snemma beygðist krókurinn hjá þeim stutta og er mér sagt að ég hafi snúið Sigga að eigin geðþótta og þótti nokkuð snjall við þá iðju og mjög svo eigingjarn á þennan unga mann og mátti tilvonandi eiginkona hafa sig alla við til að ná athygli hans. Enda var Siggi með eindæm- um barngóður og veit ég fyrir víst að barnabörnin sem nú eru orðin stór hópur létu ekki á sér standa að stunda sömu iðju. Þegar ég fór að stálpast minnist ég þess þegar Siggi og Stína byrj- uðu að byggja í Kópavoginum þá fékk ég stundum að fara með Sigga að hjálpa honum að rífa og nagl- hreinsa spýtur, var þetta mikið ferðalag. Þá kom Siggi heim úr vinnuni að kveldi, skipti um föt og fór síðan í strætó í Kópavoginn kvöld eftir kvöld, viku eftir viku. Á Álfhólsveginum ríkti alltaf gleði og hamingja og væri útilokað að tíunda hér, en ég fyllist þakklæti SIGURÐUR ÓSKAR HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.