Morgunblaðið - 04.04.2004, Qupperneq 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 41
þegar mér verður hugsað til allra
þeirra gleðistunda sem ég hef átt
þar í tæp 50 ár. Þar var oft margt
um manninn, þangað var gott að
koma og þar var gott að vera. Þær
voru oft líflegar umræðurnar við
eldhúsborðið um lífið og tilveruna.
Auðvitað komu stundir sem voru
erfiðar en þau hjónin kunnu manna
best að standa vörðinn þegar á
reyndi, þau breyttu kvíða í gleði.
Oft leitaði ég til þín þegar ég var
í erfileikum og alltaf var höndin út-
rétt og naut ég góðs af þinni kunn-
áttu og þekkingu og þeim mikla
drengskap sem þú hafðir að geyma.
Þrátt fyrir þau veikindi sem herj-
uðu á þig misstir þú aldrei þann
andlega styrkleika sem einkenndi
allt þitt líf. Þakka þér fyrir árin
sem ég átti með þér.
Ég veit þú fórst sem biblían þér vísar
og gerðir það sem stendur skrifað er.
Því færð þú sæti í sölum paradísar
og sjálfan Guð við hliðina á þér.
Vertu sæll, vinur.
Stína, Guðrún, Helgi, Hafsteinn,
Margrét, tengdabörn, barnabörn
og langafabarn, innilegar samúðar-
kveðjur, Guð blessi ykkur.
Hörður Bjarnason.
Elsku afi. Það er svo skrýtið að
vita til þess að við eigum aldrei eftir
að sjá þig aftur né njóta fleiri
stunda með þér. En við getum
huggað okkur við það að þú átt allt-
af eftir að fylgjast með okkur. Þú
varst besti afi sem hægt var að
hugsa sér af því þú varst alltaf svo
góður og jákvæður, aldrei fúll né
reiður. Það fór aldrei milli mála
hvað var það mikilvægasta í lífi
þínu. Það var fjölskyldan.
Við eigum endalaust af minning-
um og hver einasta er góð, t.d. þeg-
ar við vorum lítil komum við alltaf
beint úr skólanum heim til þín og
ömmu og þið tókuð alltaf jafn vel á
móti okkur. Við fengum alltaf rist-
að normalbrauð og kakó og þó að
það sé skrýtið þá var það hvergi
jafn gott og hjá ykkur. Svo hjálp-
uðuð þið okkur með lærdóminn og
þegar það var búið fórum við alltaf
að spila, kubba eða perla. Þú varst
alltaf til í að lesa fyrir okkur bækur
og fara í göngutúra. Við eigum eftir
að sakna þess að spila við þig en við
vitum að þú ert núna á góðum stað.
Við erum svo stolt af því að vera af-
komendur þínir og ekkert í heim-
inum gæti komið í staðinn fyrir að
hafa fengið að njóta góðra stunda
með þér. Þú hefur náð að gera
heiminn að betri stað og þú ert fyr-
irmyndin okkar í lífinu.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá,
en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
En aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.
( Tómas Guðm.)
Þú átt alltaf stórt pláss í hjarta
okkar.
Herdís, Sonja og Sigurður.
Afi minn, Siggi afi, dó aðfaranótt
miðvikudags hins 24. mars vegna
veikinda sinna. Þrátt fyrir að ég
vissi að hann ætti ekki langt eftir
fannst mér eins og þetta væri allt
saman bara stór og vondur draum-
ur sem ég myndi vakna upp frá og
þá yrði allt eins og áður. En svo var
ekki, ég vaknaði aldrei frá vondu
martröðinni og nú er hann afi minn
búinn að kveðja hér á jörð.
Mér þótti alveg óskaplega vænt
um hann, hann var svona ekta afi,
draumaafi allra barna, gráhærður
með afabumbu og auk þess besti
vinur. Hann var alltaf í góðu skapi
og alltaf brosandi og grínið fór
aldrei langt frá honum. Hann var
alger spilakall, mætti halda að spil-
in væru gróin í hendi hans. Hann
kenndi mér flest öll þau spil og
kapla sem ég kann og hann spilaði
alltaf við mig þegar ég var lítil. Mér
fannst ég vera svo klár að spila því
ég vann alltaf! En þegar ég eltist þá
fór hann að hætta að láta mig
vinna.
Ég man svo vel þegar ég var lítil
þegar við öll fjölskyldan fórum í
sumarbústað upp í Munaðarnes. Ég
og afi fórum daglega í göngutúr og
alltaf á heimleiðinni kom hann við í
búðinni og keypti handa mér
nokkra af uppáhaldsbrjóstsykrin-
um mínum. Ég skýrði brjóstsykur-
inn afagöngubrjóstsykur.
Það vakna svo margar góðar
minningar þegar ég hugsa um þig.
Þegar við krakkarnir vorum að
kubba eða lita þá komst þú og lékst
með okkur, last fyrir okkur uppá-
haldsbækurnar okkar aftur og aft-
ur og mér þótti svo ótrúlega vænt
um það. Ég er svo heppin að hafa
haft þig í lífi mínu og ef þú bara
vissir hve mér þykir vænt um þig.
Ég mun aldrei gleyma þér, þú ert
gersemi gróin í hjarta mitt að eilífu.
Síðasta spilið lagðir þú,
elsku afi minn.
Hvíli þú hjá englum nú,
sem strjúka blítt um kinn.
Aldrei mun ég gleyma þér,
elsku afi minn.
Bestasti vinur,
ljúfasta sál,
ég kveð þig nú um sinn.
Elsku afi minn. Minningarnar
eru svo dýrmætar. Hvíl þú í friði,
elsku afi minn.
Þín
Selma.
Minn áskæri afi lést aðfaranótt
miðvikudagsins 24. mars og er hans
sárt saknað og erfitt verður að
gleyma hversu góð sál hann var. Ég
vil byrja á að þakka þér fyrir allar
þær yndislegu stundir sem við átt-
um saman og þá einna helst þegar
ég var barn. Minningarnar sem ég
á um þig eru svo margar að það
þyrfti að gefa út sér-tölublað af
Mogganum ef ég ætlaði að telja
þær allar upp hér, þannig að ég
ætla að hafa þetta stutt.
Þegar ég var barn þótti mér allt-
af spennandi að fara í heimsókn til
afa, og ekki að ástæðulausu því
hann var alltaf til í að gera allt það
sem börnin vildu og má með sanni
segja að hann hafi verið perla hvers
barns, t.d. í fjölskylduboðum vildi
hann frekar vera inni í herbergi
með krökkunum að kubba, lita,
spila eða lesa fyrir okkur þær sögur
sem við vildum, þvílík þolinmæði.
Ég minnist þess best þegar ég kom
í pössun til þín eftir skóla á daginn
þá sast þú við borðstofuborðið og
lagðir kapal eða varst að leysa
krossgátur, og þegar ég kom þá
tókstu alltaf vel á móti mér með
ristuðu normalbrauði með miklu
smjöri og osti og ef það var kalt úti
fékk ég heitt kakó. Síðan hjálpaðir
þú mér með heimanámið og að því
loknu gátum við farið að spila og
ekki leiddist manni að spila við afa
því hann sá til þess að maður ynni
svona yfirleitt. Og á góðviðrisdög-
um þegar ég var í heimsókn fórst
þú með mér í göngutúr og sagðir
mér frá hinu og þessu sem varð á
vegi okkar. Þetta var æðislegur
tími sem gleymist aldrei.
Alltaf var jafn gott að koma í
heimsókn á Álfhólsveginn og var
ávallt tekið vel á móti mér. Þú varst
alltaf hress og kátur og gafst þér
tíma til að spjalla við mig eins og
sannur vinur.
Börnum var hann góður,
allt þau fyrir gerði,
af bókalestri fróður,
og fylgjandi laganna verði.
Ég mun því aldrei gleyma,
hversu góður afi þú varst,
og ég ávallt mun þig dreyma,
hversu vel þig barst.
Nú hefur þú mig kvatt,
sé þig aldrei aftur.
Ég er að segja alveg satt,
að í mér er þinn kraftur.
Elsku afi minn, takk fyrir allar
yndislegu stundirnar sem við áttum
saman.
Þinn
Kristján Már.
Það er með sorg í hjarta sem við
kveðjum þig, elsku afi, við eigum
eftir að sakna þín svo mikið. Við
eigum eftir að sakna hlýlega faðm-
lagsins þíns og þeirrar innilegu
væntumþykju sem ávallt streymdi
frá þér. Þú lést okkur líða eins og
við værum gull í augum þínum. Þú
ert gull í augum okkar.
Söknuðurinn er sár en við hugg-
um okkur við allar þær dýrmætu
minningar sem við eigum um sam-
veruna við þig. Við geymum þessar
ljúfu minningar í hjörtum okkar og
erum eilíflega þakklátar fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og njóta
samvista við þig öll þessi ár.
Þú gafst þér alltaf nægan tíma til
að dekra við okkur barnabörnin.
Litlum höndum var oft lætt í lófa
þinn til að fá þig í hina ýmsu leiki
og aldrei hikaðirðu við að verða við
þeirri bón. Þessar stundir voru
okkur svo dýrmætar. Ýmislegt var
brallað. Það var alltaf skemmtilegt
að spila veiðimann, sérstaklega þar
sem við krakkarnir unnum oftast af
einhverjum óskiljanlegum ástæð-
um. Ekki var síðra þegar þú byggð-
ir með okkur hús og bíla úr legó-
kubbum og hrósaðir okkur óspart
fyrir furðuverkin sem úr þeim
mynduðust. Legóhúsin voru þó
ekki einu húsin sem við byggðum,
þau voru líka flott snjóhúsin sem
við byggðum úr snjósköflunum sem
mynduðust úti í garði. Það var mik-
ið sport að liggja inni í þeim í
rökkrinu með kertaljós og horfa á
skuggana sem af þeim mynduðust.
Þegar komið var aftur inn í hlýjuna
var notalegt að sitja í kjöltu þinni
og skoða með þér dönsku Andrés-
blöðin sem þú þýddir jafnóðum yfir
á íslensku.
Þú varst svo mikilvægur hluti í
lífi okkar, hlýjan sem stafaði frá
þér mun ávallt ylja okkur. Við eig-
um fallegar minningar um jákvæð-
an og skemmtilegan mann sem var
elskaður af svo mörgum og vildi öll-
um gott gera. Það hefur verið ómet-
anlegt að fá að umgangast þig, það
er ekki hægt að hugsa sér betri afa.
Elsku amma, þið áttuð svo ein-
stakt hjónaband. Það hefur gefið
okkur svo mikið að fá að upplifa
kærleikann á milli ykkar. Missir
þinn er mikill, en við vitum að afi
mun vaka yfir þér og við biðjum
góðan guð að veita þér styrk í sorg-
inni.
Sigrún og Kristín.
Elsku afi. Þú veist ekki hversu
sárt og erfitt það er að sætta sig við
að þú sért farinn. Við fáum aldrei
að eiga stund með þér aftur og get-
um aldrei séð þig hlæja aftur.
Elsku afi, þú sem varst alltaf svo
góður við alla og öllum þótti svo
vænt um þig. Þú lifir í hjörtum okk-
ar allra þangað til leiðir okkar
liggja saman í Himnaríki.
Ég veit þú ert fallegasti engillinn
á himnum og ég sé þig fyrir mér
horfa niður til okkar og brosa eins
og þú varst vanur að gera.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
átt þig fyrir afa og fyrir allar þær
góðu stundir sem ég hef átt með
þér. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir
okkur barnabörnin þín og allt það
góða sem þú brallaðir með okkur;
eins og þegar þú spilaðir við okkur,
last fyrir okkur, kubbaðir og perl-
aðir með okkur og fórst með okkur
í labbitúra. Það mun aldrei gleym-
ast.
Ég get ekki annað en brosað þeg-
ar ég hugsa til þess sem Kristín
systir sagði þegar hún var lítil og
fólk spurði hana hver væri bestur.
„Afi og Guð! hafði hún alltaf svarað
og hún hlýtur að hafa verið ótrú-
lega vel gefið barn því þetta var al-
veg rétt hjá henni.
Elsku afi, ég elska þig af öllu
mínu hjarta. Takk fyrir allt það
góða sem þú hefur skilið eftir þig.
Ég vona svo innilega að þegar ég
verð stór geti ég verið svona góð og
gert alla svona hamingjusama eins
og þú hefur alltaf gert.
Þú skilur eftir þig spor í hjörtum
allra. Þú varst alltaf uppáhaldið
mitt.
Guð blessi minningu þína.
Þín einlæg
Lilja Björk.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigur›ur
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.