Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 42

Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Ólafs-dóttir húsmóðir fæddist 4. ágúst 1911. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 23. mars síðastliðinn. Sigríður fæddist á Landamót- um í Vestmannaeyj- um, dóttir hjónanna Geirlaugar Sigurðar- dóttur, f. 1891, d. 1963, og Ólafs Jóns- sonar sjómanns, f. 1883, d. 1916. Bræð- ur hennar voru þeir Guðjón Ólafsson, f. 1915, d. 1992, og Ólafur J. Er- lendsson, f. 1918, d. 1974. Sigríður giftist árið 1931 Sigursteini R. Árnasyni trésmíðameistara, f. 19.12. 1905, d. 30.7. 1998. Þau eignuðust tvær dætur, þaær eru: l) Áslaug, f. 25.9. 1932. Maki Sverrir Sch. Thorsteinsson jarð- fræðingur, f. 18.6. 1928. Þau skildu. Börn þeirra: a) Þor- steinn tannlæknir, f. 18.5. 1952, b) Bryn- hildur sálfræðingur, f. 2.1. 1954, og c) Árni læknir, f. 16.4. 1962. 2) Margrét Ósk, f. 5.3. 1945. Maki Kristján Egils- son flugstjóri, f. 31.12. 1942. Börn þeirra: a) Anna Sig- ríður viðskiptafræð- ingur, f. 20.9. 1967, og b) Ásta lögfræð- ingur, f. 21.5. 1971. Barnabarna- börn eru orðin 11. Eftir að Sigríður flutti til Reykjavíkur bjó hún lengst af á Hringbraut 61 ásamt manni sín- um. Útför Sigríðar fór fram í kyrr- þey miðvikudaginn 31. mars. Elsku amma mín. Alla tíð varst þú þakklát. Þakklát fyrir að eiga okkur öll og fyrir að fá að lifa og fylgjast með okkur. Það var í raun það eina sem þú baðst um og virtist skipta þig máli. Annað, svo sem veraldleg gæði, voru í þínum huga einskis verð nema til þess að veita þau öðrum. Þú og afi unnuð ötullega í mun fleiri ár en flestir fá að njóta en afrakstur þess fór ekki í að endurbæta heimili ykkar, skipta út gamla bílnum, hressa upp á fata- skápinn eða snæða sælkeramáltíðir. Nei, allt ykkar sparifé fór í okkur, börn og barnabörn. Og það var eins með ást þína og umhyggju, amma mín, hana fengum við alla, ómælda og skilyrðislausa. Í þínum augum vorum við öll fullkomin, hvert og eitt okkar. Ást þín horfði fram hjá smá- vægilegum göllum og yfirsjónum, rétt eins og breyskleiki væri ómiss- andi hluti styrkleika. Ég og börnin mín höfum verið heppin. Við bjuggum um tíma í hús- inu með ykkur og fengum notið mik- illar návistar við ykkur. Sá tími held ég hafi gert börnunum mínum óend- anlega gott. Eina list kunni amma betur en flestir sem ég þekki, hún kunni að njóta líðandi stundar. Það sást best þegar óvænta gesti bar að garði. Þótt hún væri í miðju kafi við eitthvert verk þá söðlaði hún um á svipstundu og stökk til að sinna gest- komandi. Mér eru minnisstæðar setningar eins og „Hva, ég held það geti beðið!“ þegar amma henti til hliðar saumaskapnum eða kippti straujárninu úr sambandi til að fara að finna til kaffi og með því. Þessi snöggu viðbrögð áttu ekki rætur í hefðbundinni gestrisni heldur ein- skærri ánægju við að fá fólk í heim- sókn. Í sumum málefnum tók amma enga áhættu. Öll sú áþreifanlega um- hyggja sem hún sýndi okkur krökk- unum virtist ekki nægja. Til að tryggja velferð okkar bætti hún um betur og bað fyrir okkur öllum á degi hverjum. Stundum hugsaði ég með mér að það væri nú líklega heilmikil romsa og tæki hana drjúga stund. Aldrei talaði amma um fyrirbænirn- ar sem langa romsu heldur sjálfsagð- an hlut. Ég held mér sé óhætt að segja að líklega hefur amma verið í nokkuð góðu sambandi við máttar- völdin því þokkalega hefur okkur gengið og gatan nokkuð greiðfær. Núna, þegar þú ert farin, amma, hver á þá að biðja fyrir okkur? Heyrðu annars, það var einmitt það sem þú kenndir okkur öllum, að biðja bænir. Takk fyrir það og takk fyrir allt. Brynhildur og börn. Elsku amma mín lést fyrir rúmri viku. Hugurinn reikar aftur í tímann og minningarnar um ömmu streyma fram. Oftast nær kalla þær fram bros því amma var svo skemmtileg. Hún spilaði stórt hlutverk í mínu lífi, var einn af föstu punktunum í tilverunni. Amma á Hring. Hjá henni gat maður alltaf gengið að ást, alúð, hlýju, vin- áttu, gleði og skemmtun. Hún hafði alltaf nægan tíma og með uppátækj- um sínum lét hún manni líða eins og maður væri efstur í huga hennar öll- um stundum. Þegar ég var í próf- lestri færði hún mér ís og vínber, bað fyrir mér fyrir hvert einasta próf. Þegar ég lá á sjúkrahúsi lítil stúlka braut hún allar reglur um heimsókn- artíma til að vera hjá mér þegar ég sofnaði á kvöldin. Þegar ég kom heim með Kristján Eld nýfæddan tók hún hann á hverjum morgni til að ég gæti hvílt mig eftir vökunætur. Ef við kíktum óvænt í heimsókn var ætíð eins og hún hefði setið og beðið eftir okkur því hún átti undantekninga- laust nýbakaða ömmuköku eða ann- að góðgæti. Alltaf ánægð að sjá okk- ur og hafði alltaf svigrúm til að dekra við okkur. Hvenær sem var og hvar sem var. Undir lokin var amma söm við sig. Alsæl þegar litla herbergið hennar á Grund fylltist af fólki. Mér finnst ég sérstaklega heppin að hafa átt ömmu á Hring og ég vona að ég og litla fjölskyldan mín hafi getað veitt henni gleði. Börnin eiga ljúfar minningar um langömmu og þá sérstaklega Kristján Eldur sem naut einstaks atlætis. Fyrir hann gerði gamla konan allt mögulegt og ómögulegt. Eva litla fékk ekki mik- inn tíma til að kynnast ömmu, enda bara rétt rúmlega eins árs þegar kallið kom. Okkar síðustu samveru- stundir með ömmu voru þó í afmæli litlunnar þann 13. mars síðastliðinn. Þá var amma hjá okkur, hress og kát að vanda – ánægð í faðmi fjölskyld- unnar. Amma mín var einstök kona, ein- stök fyrirmynd okkur sem áttum hana að. Ég sakna hennar sárt. Ásta. Minningarnar um Sillu mína eru hlýjar og góðar. Ég kynntist henni fyrst, þegar ég sjö ára gömul tók að venja komur mínar á heimili Möggu vinkonu minnar. Silla og Steini maðurinn hennar gáfu mér ómetanlega gjöf. Þau tóku mér eins og einum úr fjölskyldunni, leyfðu mér að vera á heimilinu eins og ég vildi og taka þátt í fjölskyldulífi þeirra. Faðir minn var með Parkin- son veiki sem óneitanlega setti sinn svip á heimili mitt. Heima hjá Möggu var gestkvæmt og oft glatt á hjalla. Þegar fjölskyld- an fór í sunnudagsbíltúra var mér boðið með. Á gamlárskvöld var farið niður á höfn til að skoða jólaljósin á skipunum og síðan var ekið að gömlu slökkviliðsstöðinni við Tjörnina. Þá var bílunum ekið út og þeir þeyttu hornin til að fagna nýju ári. Síðan var farið heim og spilað púkk upp á eins- eyringa. Ferðir voru einnig farnar til Þingvalla og fleiri staða. Silla var ákaflega myndarleg hús- móðir. Heimilið var fallegt og það var alltaf til kaka með kaffinu. Uppi á hillu í fatakompunni leyndist Mach- intosh dós sem hún gladdi okkur oft með mola úr. Sillu féll aldrei verk úr hendi. Hún saumaði mikið og prjónaði. Nutu ýmsir góðs af myndarskap hennar. Þar á meðal ég. Þar sem alltaf var verið að vinna eitthvað í höndunum á heimilinu gat ég ekki verið þekkt fyr- ir að sitja þar auðum höndum Það lýsir því vel hversu hjartahlý og hjálpsöm hún var að hún saumaði fal- lega kjóla handa mér og einnig saum- aði hún sparikjól handa bekkjarsyst- ur okkar sem lítið átti og sendi okkur Möggu með hann til hennar. Hún lét sér einnig annt um þá sem einmana voru og sjúkir. Hún bar hag fjöl- skyldunnar ávallt fyrir brjósti og vildi alls staðar leggja hönd á plóg- inn. Barnabörnum sínum kenndi hún að lesa. Þau fóru í skóla til ömmu Sillu og var þar ekki í kot vísað. Þau hjónin Silla og Steini voru samhent og hugsuðu vel um alla hluti. Garðurinn var þar engin und- antekning. Ég smitaðist af áhuga þeirra og fór að hugsa um garðinn heima. Silla sáði fyrir og kom til sum- arblómum á meðan heilsan leyfði. Hún hafði áhuga á lækningamætti ís- lenskra jurta og týndi ýmsar jurtir og sauð seyði sem gerðu henni gott. Eftir fráfall Steina hrakaði heilsu hennar smám saman þangað til ekki þótti rétt að hún byggi ein. Flutti hún þá á Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund. Elskuleg kona hefur kvatt. Ég þakka fyrir mig og mína. Guð blessi Sillu mína og leiði hana á æðri vegum. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín ástvinum henn- ar. Ása Kristín Oddsdóttir. SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Landamótum, Vestmannaeyjum, til heimilis á Hringbraut 50, Reykjavík, lést þriðjudaginn 23. mars. Jarðarförin hefur farið fram. Áslaug Sigursteinsdóttir, Margrét Ósk Sigursteinsdóttir, Kristján Egilsson og fjölskyldur. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GERÐUR SIGFÚSDÓTTIR, Austurbergi 34, Reykjavík, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans og líknardeildarinnar í Kópavogi. Karl Sesar Sigmundsson, Gunnrún Gunnarsdóttir, Friðrik M. Friðriksson, Sveinbjörg Sigurðardóttir, Magnús G. Helgason og barnabörn. Kæru vinir nær og fjær! Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför konunnar minnar, MAGNEU KRISTÍNAR FRIÐBJÖRNSDÓTTUR frá Vopnafirði, Háteigsvegi 13, Reykjavík. Daníel Gunnar Sigurðsson. Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, STELLA LYDIA NIELSEN, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 23. mars sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Sunnuhlíð fyrir góða umönnun. Dolly Nielsen, Pétur Sveinsson, Stella Leifsdóttir, Davíð Ingibjartsson, Snorri Jónsson, Aðalheiður, Berglind og Ingibjartur Davíðsbörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, (Deddna í Dal), er látin. Útförin verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi þriðjudaginn 6. apríl. kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Vigfússon. Ástkæra eiginkona mín og amma, KARLOTTA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR, andaðist á heimili sínu aðfaranótt laugardags- ins 27. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Öllum aðstandendum okkar og vinum er hér með flutt hjartanlegt þakklæti fyrir allan veittan stuðning og hjálp. Algóður Guð blessi ykkur öll og styrki. Hilmar Steinþórsson og barnabörn. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.