Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 44

Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Albert Beck Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 20. desember 1930. Hann lést á heimili sínu 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Guðrún Ólafsdóttir og Guð- mundur Beck Björns- son. Albert var alinn upp hjá móðurbróður sínum Hafliða Ólafs- syni í Neðri-Tungu í Örlygshöfn. Systkini Alberts sammæðra eru Sigrún, f. 1935, Guðmundur, f. 1937, og Bjarni, f. 1939, Kjartansbörn. Albert kvæntist 30. júlí 1952 Þorgerði Halldórsdóttur, f. 29. desember 1929, dóttir hjónanna Halldórs Kr. Júlíussonar sýslu- manns í Strandasýslu og konu hans Láru Valgerðar Helgadótt- ur. Börn þeirra eru: 1) Ólöf Guð- rún, f. 5. september 1952, ekkja eftir Halldór Jósepsson og eiga þau 4 dætur og 6 barnabörn. 2) Guð- mundur Beck, f. 8. júní 1955, kvæntur Unni Melsted og eiga þau þrjár dætur og fjögur barnabörn. 3) Hafdís, f. 10. septem- ber 1959, gift Birni O.P. Mork og eiga þau tvo syni. Fyrir átti Hafdís eina dótt- ur með Hrafni Inga Brynjólfssyni. 4) Lára Valgerður, f. 7. júlí 1964, gift Bjarna Eiríkssyni og eiga þau eina dóttur. Albert var á sjó frá 14 ára aldri, fyrst á fiskiskipum og togurum, en seinna hjá Landhelgisgæslunni og á millilandaskipum þar til hann kom í land 1964 og fór til starfa hjá Slökkviliðinu á Reykjavíkur- flugvelli, þar sem hann var þar til hann lét af störfum 1993. Útför Alberts var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 1. apríl. Það hvarflaði aldrei að mér að ég myndi fá svona slæmar fréttir stuttu eftir að ég fór út í nám, en sú er nú staðreyndin samt. Ég fékk miður skemmtilegt símtal sunnudags- kvöldið 21. mars hér í Ástralíu. Mamma hringdi og sagði mér að Alli afi hefði dáið stuttu áður. Ég er kannski ekki alveg búin að ná þess- ari staðreynd, en staðreynd er það víst samt. Ég hef eytt síðustu dögum í að hugsa heim til fjölskyldunnar og þá sérstaklega ömmu Dollu og pabba. Ég hugsa um Skúlagötuna en get ekki ímyndað mér hversu tóm- legt það er að koma þar inn núna og sjá ekki afa sitja á sófanum. Þegar ég hugsa þangað kemur minningin um hann svo ljóslifandi upp, hann situr á sófanum, kallar á ömmu og biður hana að laga kaffi eða koma með kók og eitthvað að narta í og alltaf kemur amma með það sem hann biður um. Afi gat virst mjög úrillur en undir niðri var þó stutt í grínið hjá honum. Hann var alltaf að spyrja hvernig gengi í skólanum hjá mér og hvernig Halldóra og Elín hefðu það, þó hann vildi nú ekki við- urkenna að hann hefði áhuga á því sem við vorum að gera. Hann reyndi að leyna því ef hann var stoltur af manni, hann var bara þannig. Eins og þegar ég kom í heimsókn til þeirra eftir að hafa fengið svarið frá háskólanum hér í Ástralíu, hann vildi ekkert tala um það og sagði það mestu vitleysu að fara svona langt til að afla sér menntunar. Stuttu eftir að við fórum talaði pabbi við Láru frænku og þá var afi búinn að hringja í hana og segja henni frétt- irnar af inngöngunni. Afi var ekki mjög góður í að tjá tilfinningar, en þeir sem þekktu hann vissu að þetta var allt á yfirborðinu, sem best kom fram þegar Páll, Sævar Ingi og Jón Albert komu í heimsókn, þá lifnaði hann allur við og grínaðist við þá all- an tímann. Ég efast um að ég gleymi því nokkurn tímann þegar ég var eitt sumar ein heima í viku, þar sem ég hafði ekki fengið frí í vinnunni og mamma og pabbi fóru í sumarfrí. Afi bauð mér í mat, það voru bjúgu með kartöflum og uppstúf í matinn. Ég var mjög ánægð að fá almennilegan mat en varð því miður veik á eftir, ekki af því að maturinn væri skemmdur, heldur af því að afi lét mig borða yfir mig og vel það. Afi var bara þannig að maður sagði ekki auðveldlega nei við hann ef hann ákvað eitthvað. Eins og þegar hann ákvað eitt sumarið að gefa mér af- mælisgjöfina mína í júlí því hann vildi ekki gleyma að gefa mér afmæl- isgjöf. Sama hvað við pabbi reyndum að segja honum að það væri dágóður tími í afmælið mitt þar sem ég á af- mæli í október, þá hafði hann tekið ákvörðun um að gefa mér afmælis- gjöfina á þessum tíma og þannig skyldi það vera. Enn ein minningin um hann eru símtölin sem gátu verið þó nokkur á dag. Yfirleitt hafði hann ekkert að segja og hringdi af því að honum leiddist eða eitthvað, en ef hann hafði eitthvað að segja þá gat símtalið orðið yfir klukkutíma langt, og skipti þá engu máli við hvern hann var að tala. Minningarnar eru margar og flestar mjög skondnar en ekki er hægt að koma þeim öllum á blað. Ég vona að guð sé með ömmu, pabba, Láru og Höbbu á þessum erf- iðu tímum hjá þeim og gefi þeim styrk til að finna sátt við þessa sorg- legu staðreynd. Ég vona, afi, að þér líði vel þar sem þú ert og vakir yfir okkur sem eftir erum. Ég horfði í gegnum gluggann á grafhljóðri vetraróttu og leit eina litla stjörnu þar lengst úti í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegnum gluggann, sem geisli í sorgartárum. En – samt á hún lönd og sædjúp líkt svarta hnettinum mínum. Og ef til vill lykur hún líka um lífið í örmum sínum. (Magnús Ásgeirsson) Ég mun geyma allar minningarn- ar um þig í hjartanu. Þín sonardóttir Jóhanna. ALBERT BECK GUÐMUNDSSON Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÚN VIGDÍS ÁSKELSDÓTTIR frá Bassastöðum, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 27. mars sl. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. apríl kl. 14.00. Halldór Karlsson, Svavar Karlsson, Unnur Jónsdóttir, Guðmundur Karlsson, Guðrún Halldórsdóttir, Kristmundur Karlsson, Inga Sigurðardóttir, Erla Karlsdóttir, Gylfi Karlsson, Guðfinna Magnúsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Leifur Þorvaldsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir sýnda virðingu, hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS INGIMUNDARSONAR kennara, Bárustíg 6, Sauðárkróki. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Jón Sigurðsson, Birgir Guðjónsson, Soffía S. Daníelsdóttir, Svanborg Guðjónsdóttir, Sigurjón Gestsson, Ingimundur Kr. Guðjónsson, Agnes Hulda Agnarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Guðjónsdóttir, Björn Sigurðsson, Sigurður Guðjónsson, Steinunn Sigurþórsdóttir, Hrönn Guðjónsdóttir, Sigurður Örn Ólafsson og afabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, ERLENDUR PÁLSSON, lést á heimili sínu, Móaflöt 20, Garðabæ, sunnudaginn 28. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd annarra vandamanna, Hamelý Bjarnason, Edda Erlendsdóttir, Sverrir Páll Erlendsson. Elskaður sonur okkar, bróðir og barnabarn, ÁSGEIR JÓNSTEINSSON, Haga, Selfossi, lést af slysförum mánudaginn 15. mars. Útförin fór fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 23. mars. Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjöl- mörgu, sem auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug og veitt okkur ómetanlegan styrk í sorginni. Guð blessi ykkur öll. Jónsteinn Jensson, Snædís Stefánsdóttir, Þórður Jónsteinsson, Hrefna Jónsteinsdóttir, Stefán Jóhannsson, Jens Varnek Nikulásson, Maríanna Sigurðardóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR HANNESDÓTTIR, Leifsgötu 19, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 1. apríl, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 13. apríl kl. 13.30. Ólafur Ólafsson, Hannes V. Ólafsson, Guðrún Sæmundsdóttir, Björg Ólafsdóttir, Valgerður B. Ólafsdóttir og barnabörn. Þökkum af alhug öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hjart- kærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, EYJÓLFS S. EINARSSONAR, Hæðargarði 35. Guð blessi ykkur öll. Gerður Sigfúsdóttir, María Auður Eyjólfsdóttir, Stefán Kjærnested, Gerður Björk Kjærnested, Eyjólfur Örn Kjærnested, Gunnhildur Ösp Kjærnested. Hjartkær sonur minn og bróðir okkar og mágur, BJÖRN HALLGRÍMUR GÍSLASON, sem andaðist miðvikudaginn 24. mars, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti líknar- félög njóta þess. Sigrún Einarsdóttir, Jóhann G. Gíslason, Guðlaug Ingibergsdóttir, Sigurhanna Erna Gísladóttir, Einar Jóhann Gíslason, Dyljá Erna Eyjólfdóttir, Halldór Gíslason, Anne May Sæmundsdóttir, Gísli Gunnar Sveinbjörnsson, Guðrún Bergmann. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát okkar ástkæra SIGURÐAR ÓSKARS HELGASONAR. Sérstakar þakkir færum við Eiríki Jónssyni lækni, starfsfólki Landspítalans við Hringbraut og hjúkrunarþjónustu Karítasar. Útförin fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 31. mars, að ósk hins látna. Kristín Guðmundsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Helgi Sigurðsson, Hafsteinn Sigurðsson, Margrét Sigurðardóttir, tengdabörn, barnabörn og langafabarn. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.