Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 47

Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 47
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 47 HVER sem í alvöru tekur að kynna sér íslenzka kirkjusögu mun festa sjónir á 4. apríl 1964. Því veld- ur, að þann dag settist á orgelbekk Langholtssafnaðar í Reykjavík 17 ára unglingur, sem nú í 40 ár hefir reynst slíkur brautryðjandi, að sönn saga hlýtur ætíð að telja hann meðal merkustu grónála á boðunarakri kirkj- unnar. Langholtssöfnuður var aðeins 11 ára gam- all, fjörmikill, með drauma í brjósti um starf er marka myndi spor framtíð þjóðar til heilla. Kannske voru draumarnir hlýrri og bjartari, því þeir sem musterið reistu voru í óða önn að gera sér og sínum skjól hér inn við sundin. Nýkomið í ann- an hluta safnaðarheim- ilisins, stóð fólk frammi fyrir því að velja sér organista í þriðja sinn. Leitað var ráða til söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, dr. Róberts Abrahams Ottóssonar. Hann taldi sig geta leyst mál meðan söfnuður ákvæði, hvern ráða skyldi. Meðal nemenda sinna væri Mývetningur, Jón sonur Stefáns og Jónu í Vogum, tónelskur eldhugi. Í bænum var og organistinn og fræðaþulurinn Sigfús afi, og hann hafði þjálfað strákinn til slíkrar leikni á orgel, að fær var hann talinn 12 ára til að leysa gamla manninn af í kirkju, ef þurfti með. Þetta þótti gott ráð, og forlagadísin brosti við okkur hið fyrsta sinn. Umsvif safnaðarins voru orðin mikil, búið að bæta við presti, og frumherjinn sra Árelíus gekk til starfa sinna mótaður af hugsjónum Ungmennahreyfingarinnar og kenn- arastéttarinnar fremur en gömlum hefðum embættisstéttar. Organist- ans biðu því mikil störf, miklar kröf- ur. Undirrituðum og Torfa heitnum Magnússyni var falið að leita manns til starfans. Eitt gleymdist að segja okkur, að aldrei hefði sú skikkan komizt á, að organistar á Íslandi fengju greidd há laun, nei, af hug- sjón bæri þeim að þjóna kirkjunni og afla kóða og grjóna í pott með því að teygja úr dögum sínum við önnur störf. Til að stytta frásögn af þrauta- göngu okkar Torfa, þá skal aðeins sagt, að starf okkar bar engan ár- angur, við taldir angurgapar að hugsa um kórskóla við kirkju og org- anista ráðinn í fullt starf. Jón var kominn norður, Helgi Þorláksson, fyrsti organisti safnaðarins, og nú formaður safnaðarstjórnar, tekinn við starfi kórstjóra til bráðabirgða á ný. Það var kvöld og safnaðarstjórn á fundi. Illa tamið skap mitt varð til að snjall for- maður sagði: „Felum þá sra Sigurði að leysa málið, fyrst hann telur, að við höfum ekki stað- ið okkur.“ Tillagan samþykkt, og í bræði þaut eg á dyr. Þar beið forlagadís þessa máls mín annað sinni. Hún benti mér á, að enn væri síma ekki lokað út á land, og kona mín á vakt. Eg hringdi og bað um Jón í Vogum. Hann reyndist heima þetta örlagaríka kvöld, gaf strax jáyrði við starfsboði og var þegar ráðinn. Eins og montinn hani gekk eg til fundarins á ný, og undr- unin var mikil, er eg sagði málið leyst. Jón kom suður, tók við fána metn- aðarfulls frumherja, Helga, og hélt honum hátt á loft. Hann gekk af eld- legum áhuga til starfsins. Breytti kór. Laðaði að sér ungt og söngelskt fólk; gerði kröfur meiri en þekkzt höfðu áður við kirkjusöng. Kannske var það happ, að orgelið var lasburða garmur, svo hljóðfærið hans Jóns urðu raddirnar ungu. Fljótt var lið hans orðið svo fjölmennt, – orðið svo agað í flutningi tónmáls, að ráðizt var í hin erfiðari verk tónbók- menntanna, af slíkum krafti og fimi, að fólk varð allt að eyrum. Ekki að- eins hér heima, heldur um lönd og álfur. Lofið og gullið borið heim. Er- lendir kórar tóku nú að biðja Jón um aðstoð og ráð, ár eftir ár. Brautryðj- andi var hann orðinn, og nú tóku aðrir organistar að þræða sporaslóð, svo íslenzk kirkjutónlist lyftist öll og verður aldrei söm eftir. Víst er þetta gleðilegt. Margir sporgenglanna vinna frábærlega vel. Mér finnst þó öfund og ættartengsl við lofgjörð- arstjóra oft hafa hampað lærlingi fremur en kennara. Það er bara einn Jón og ein kirkja sem hefir 7 kóra sem sprottið hafa af starfi eins og sama manns. Eg þekki engan sem getur stært sig af slíku afreki. Skilji mig samt enginn svo, að Jón vinni kórstörfin öll einn, nei slíkt væri rangt. Samband hans við Söngskól- ann og Íslenzku óperuna hafa laðað kunnáttufólk að honum, laðað það til að taka þátt í ævintýrinu með hon- um, gefa jafnvel, eins og kórinn, á stundum list sína og laun, svo hraða mætti musterisbyggingunni. En hér eru tengslin gagnkvæm, því hversu margur, sem hóf tónlistarnám í kór- um Langholtskirkju hefir ekki gert söng eða hljóðfæraleik að ævistarfi? Nú brosir forlagadís þessa máls enn við mér. Í kórnum sem Jón tók við forðum var ung stúlka, Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Þau felldu hugi saman og giftust. Ólöf Kolbrún þroskaðist til einnar af okkar færustu óp- erusöngkvenna, og hún gerðist raddþjálfari kóra Jóns. Síðar gekk Harpa systir hennar til starfa með Krúttakórinn, svo kirkjan á þeim systrum mikið að þakka, og ráð þætti mér, við þessi tímamót, að kór- arnir mætu það við Hörð bónda, og minning konu hans, hversu þau og heimili þeirra hafa alla tíð stutt við kirkjustarfið hér á holtinu. Skilji mig enginn svo, að brautin sem eg hefi verið að lýsa hafi verið organistanum auðunnin. Nei, vinna, þrotlaus vinna beið hins unga manns. Hann hélt til framhaldsnáms til Vínarborgar. Hann kenndi við Vogaskóla, Árbæjarskóla, og um tíma við Háskóla Íslands. Já, hann varð firnafróður i kennimannlegri guðfræði, svo fáa veit eg fróðari þó hnakkakertir sprangi um með titla- tog og orður, því varð undrun okkar, er til þekktum, mikil, er staðan við guðfræðideildina var auglýst og ann- ar, vissulega líka frábær kostur, ráð- inn. Enn brosti forlagadísin. Við Stefán Guðjohnsen bárum fram þá tillögu í sóknarnefnd, að Jón hlyti fulla greiðslu fyrir organistastarfið við söfnuðinn. Slík urðu viðbrögð nefndarfólks, að tillöguna þyrfti ekki að ræða, svo sjálfsagt væri málið, og allar hendur á lofti. Þá var eg, sem svo oft, stoltur af sóknarnefndinni, kjarki hennar og framsýni. Vona eg sannarlega að öðrum organistum hafi auðveldari orðið eftirleikurinn. 40 ár og nú frumbýlingsbragurinn af flestu horfinn. Jón kominn með frábært hljóðfæri í hendur í ein- hverri hljómfegurstu kirkju lands- ins, og við hlið hans starfar metn- aðarfullt hæfileikafólk, eins og Guðbrandskirkju sæmir. En það er rétt, þessi pistill er að- eins leið að þakkarorðum fyrir sam- starf okkar í 28 ár, skuggalausum og mér lærdómsríkum. Af gagnkvæmri virðingu gengum við til helgihalds- ins, reyndum að gera eins og við höfðum bezt vit á. Aldrei valdi eg til dæmis sálma, taldi það verk org- anista, sannfærður um, að slík skip- an væri kirkjugestum ljúfust, eftir að hafa setið í guðsþjónustu, þar sem presti nokkrum hafði tekizt að hrúga saman 33 versum undir eitt og sama lagið. Jón leysti mig líka undan tóni, því undarlega væli sem urðarkettir töldu sitt mál, eg hlyti að vera að ræða við þá en ekki kirkjugesti. Mál er að linni. Eg hefi lengi beðið þess að sjá, hvar guðfræðideild og yfirstjórn kirkjumála ætla Jóni sæti meðal sinna verkmestu sona og dætra. En það er satt, enn er tími til ákvörðunar, aðeins 40 starfsár að baki og vonandi nokkur í ellilaunin. En meðan eg bíð, hafðu þökk okkar prestshjónanna gömlu, vinur kær, ekki aðeins okkar, heldur íslenzkrar kirkju og þjóðarinnar allrar. Þökk til þín, kæri Jón Eftir Sigurð Hauk Guðjónsson ’Það er bara einn Jónog ein kirkja sem hefir 7 kóra sem sprottið hafa af starfi eins og sama manns.‘ Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur er prestur. Jón Stefánsson við orgelið árið 1964. Fyrsta tríóið. Jón Stefánsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Helgi Einarsson. Stiklur úr sögu Kórs Langholtskirkju 1953 Hinn 23. mars er Kirkjukór Langholtssafnaðar stofnaður af Helga Þorlákssyni 1964 Jón Stefánsson ráðinn organisti við Langholtskirkju 1965 Fyrstu tónleikar Jóns Stefánssonar 1968 Flutt kantatan „Wachet auf“ eftir Bach 1971 Missa Brevis í F eftir Haydn 1973 Starfsháttum breytt. Kórinn fær nafnið Kór Langholtskirkju. Þóknun til kór- félaga lögð í sjóð til eflingar tónleikahaldi. Æfingum fjölgað í tvær í viku. Tekinn upp einraddaður safnaðarsöngur og messuálag félaga minnkað. Kórfélögum fjölgaði í yfir 40 manns 1974 Fyrsta utanlandsferð á Norræna kirkjutónlistarmótið í Lundi 1974 Fyrsta hljómplata: „Mín sál, þinn söngur hljómi“ 1975 „Krýningarmessan“ eftir Mozart 1978 Fulltrúi Íslands á Norræna kirkjutónlistarmótinu í Finnlandi. Einnig sjálf- stæðir tónleikar í ferðinni í Helsinki, Lahti, Jyváskylá og Turku 1978 Fyrstu „Jólasöngvar“ í Landakotskirkju 1979 „Stóra messan“ í c-moll eftir Mozart 1980 Fyrstu Jólasöngvar í Langholtskirkju „Vettlingatónleikar“ 1981 Fyrsta „stóra“ verkið: „Messías" eftir Handel 1981 Hljómplatan „Land míns föður“ – Tónleikaferð til Kanada og Bandaríkjanna 1981 Jólaóratorían flutt í fyrsta skipti 1982 Jólaóratorían flutt í fyrsta sinn í heild á Íslandi 1983 Hljómplatan „An Anthology of Icelandic Choir Music“ fyrir BIS 1984 Langholtskirkja vígð – Jóhannesarpassían flutt í fyrsta skipti 1985 Tónleikaferð um Austurríki, Þýskaland og Ítalíu 1987 Jóhannesarpassían kemur út á geisladiski. Fyrsti klassíski geisladiskur á Ís- landi 1987 Tónleikaferð til Færeyja 1989 Tónleikaferð til Ísrael. Messías fluttur fimm sinnum með Rehovot kammersveit- inni 1990 Ferð til Finnlands ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í tilefni vígslu Tampere Talo. Einnig sjálfstæðir tónleikar í ferðinni í Helsinki og Borgá. H-moll messan flutt í fyrsta sinn af Kór Langholtskirkju 1991 Geisladiskurinn „Barn er oss fætt“ 1992 Geisladiskurinn „Það var lagið“ ásamt Kammersveit Langholtskirkju. Mattheusarpassían í fyrsta sinn 1994 Geisladiskurinn „Ísland er lýðveldi“ . 1994 Tónleikaferð til Bretlands. M.a. flutt H-moll messan í Barbican Centre með English Chamber Orchestra 1995 Jóhannesarpassían sviðsett. Fyrsta sinn í heiminum (svo vitað sé) 1996 „Petite Messe Solenelle“ eftir Rossini - „Ein Deutsches Requiem“ eftir Brahms 1997 „Requiem“ eftir Nils Lindberg 1998 Tónleikaferð til Færeyja. Flutt „Requiem“ eftir Verdi í Norðurlandahúsinu, einnig tónleikar með verkum Þorkels Sigurbjörnssonar 1999 Orgel Langholtskirkju vígt. Jólaóratorían flutt í messum frá jóladegi til þrettánda. Fyrsta sinn á Íslandi 2000 Tónleikaferðir til Danmerkur/Noregs og Finnlands/Svíþjóðar 2001 Tónleikaferð til Færeyja. Frumflutt „Ferðin“ eftir Sunnleif Rasmussen ásamt færeyskum kórum 2002 Tónleikar á Listahátíð: Darius Milhaud: „La Mort d’un Tyran“, I. Stravinsky: „Les noces" 2003 Kór Langholtskirkju 50 ára. Hildigunnur Rúnarsdóttir semur messu fyrir kór, einsöngvara og sinfóníuhljómsveit Hljómplötur og geisladiskar 1974 Mín sál þinn söngur hljómi (nú fáanleg á geisladiski) 1981 Land míns föður (nú fáanleg á geisladiski) 1983 An Anthology of Icelandic Choir Music (nú fáanleg á geisladiski) 1987 Jóhannesarpassían eftir J. S. Bach 1991 Barn er oss fætt 1992 Það var lagið 1994 Ísland er lýðveldi Þórðarsveigur 32-36 er nýtt 33ja íbúða fjölbýlishús, vel staðsett í fögru umhverfi Reynisvatns. Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru fullbúnar innréttingum og tækjum. Sérinngangur er í allar íbúðir. Suðurgarður hússins nýtur skjóls af stórum gamalgrónum trjál- undi, sem umlykur garðinn og gerir hann að afar fjölskylduvænu útivist- arsvæði. Allar nánari upplýsingar eru á vefnum okkar www.heimkynni.is Nýtt á leigumarkaði! Heimkynni ehf bjóða nýjar og glæsilegar íbúðir við Þórðarsveig til útleigu á almennum leigumarkaði Til leigu - Bæjarhraun Þorbjörn Pálsson sölufulltrúi Sími 520 9555 898 1233 thorbjorn@remax.is RE/MAX Heimilisfang: Bæjarhraun 2 Stærð: 150 fm Til leigu gott skrifstofuhúsnæði, um 15o fm, í Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði. Salerni/eldhús/geymslur. Allt mjög snyrtilegt og bjart. Leigist með skrifstofuhúsgögnum ef vill. Laust nú þegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.