Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 48

Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 48
SKOÐUN 48 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. HLÍÐASMÁRI 4. hæð • 717 fm 3. hæð • 358 fm Fyrst flokks skrifstofuhúsnæði, skiptist upp í opin rými og góðar skrifstofur. Mjög góð staðsetning rétt við Smáralind. Á fjórðu hæð er mötuneyti. Allar innréttingar eru mjög vandaðar. Tölvulagnir eru í öllu rýminu. Húsnæðið er til leigu í heild eða í smærri einingum. TIL LEIGU SKÚLAGATA - REYKJAVÍK - 4RA HERB. Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra stað í miðbæ Reykjavíkur glæsileg 94 fermetra 4ra her- bergja íbúð á þriðju hæð í góðu lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi, þrjú herbergi, ásamt geymslu í kjall- ara. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Suðursvalir. Útsýni. Stutt í alla þjónustu. Eign sem vert er að skoða. Verð 18,9 millj. OPIÐ HÚS – Sóltún 9, 105 Reykjavík Afar falleg og velbúin íbúð á jarðhæð ásamt eigin garði og stæði í bílageymslu í nýlegu og vönduðu viðhalds litlu lyftuhúsi.Fallegt mahon- yparket á allri íbúðinni nema baðherbergi sem er með ljósum flísum. Mjög snyrtileg sameign, dyrasími með myndavél og öryggiskerfi. Íbúðin getur orðið laus fljótlega . frá Fasteignakaupum tekur á móti gestum milli kl.15 - 16 í dag. Erna Valsdóttir Lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sölufulltrúi: Páll Höskuldsson, gsm 864 0500, e-mail: pall@fasteignakaup.is Heimilisfang: Sóltún 9, Reykjavík Stærð eignar: 61,1 fm. Stæði í bílageymslu: Já Byggingarár: 2000 Brunab.mat: 11,2 millj. Afhending eignar: Fljótlega Verð: 13,5 millj. Ármúla 15 • sími 515 0500 fax 515 0509 • www.fasteignakaup.is fasteignakaup@fasteignakaup.is Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Til leigu ca 625 fm á jarðhæð Einstaklega glæsileg og vel staðsett skrifstofu- bygging við Laugardal. Séraðkoma inn á hæðina utan frá, beint frá bílastæðum, einnig er aðkoma að hinum umrædda eignahluta í gegnum glæsi- lega og mjög snyrtilega sameign sem er með lyftuhúsi. Sameiginlegt glæsilegt mötuneyti. Rýmið skiptist í móttöku, opin rými en einnig er búið að stúka af skrifstofur og fundarherbergi. Gólfefni eru parket og dúkur. Tölvulagnir eru í öllu rýminu með aðgengi að sérstaklega útbúnu tölvuherbergi í kjallara. Verð tilboð. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Til leigu - Laust nú þegar HAUSTIÐ 1996 tóku sveit- arfélögin yfir allan rekstur grunn- skólans úr höndum ríkisins. Und- irbúningur yfirfærslunnar var mikill og vandaður en nokk- urrar tortryggni gætti í garð sveitarfélaganna og margir voru fullir efasemda um að þau hefðu bolmagn til að taka við þessum mik- ilvæga málaflokki. Til að tryggja gæði og eft- irlit með skólastarfinu var meðal annars sett allítarleg aðalnámskrá auk þess sem sam- ræmdum prófum var fjölgað. Þá voru öll rétt- indi kennara og skóla- stjórnenda tryggð óbreytt með sérstökum lögum og ákvæðum í grunnskólalögum. Sögðu sumir að með því hefði skólinn verið fluttur frá ríki til sveitarfélaga í bóm- ull! Hverjir stjórna grunnskólanum? Þrátt fyrir yfirtökuna er vald sveitar- félaganna ýmsum takmörkunum háð. Markmiðin um inntak skólastarfsins eru sett af menntamálaráðuneyti í að- alnámskrá og samræmdu prófin í 4., 7. og 10. bekk setja skólastarfinu ákveðnar skorður. Mörgum svíður að sveitarfélögin hafi ekki einu sinni í hendi sinni hverjir starfi við skólana vegna lögverndunarlaga og und- anþágunefndar auk þess sem grunn- skólalögin stýra því nákvæmlega hve- nær t.d. ráða skuli aðstoðarskólastjóra. Þá er starfsum- hverfi skólanna enn talsvert frá því að líkjast því sem Ég tel mikilvægt að endurskoða grunnskólalögin með það að markmiði að skýra betur vald og ábyrgð sveitarstjórna og auka sjálf- stæði þeirra og skólanna. Ennfremur er kominn tími til að einfalda aðal- námskrána og þar með draga úr þeirri miðstýringu sem henni fylgir. Ég tel hins vegar ekki nauðsynlegt að fella niður samræmd próf. Samræmd lokapróf í 10. bekk eru nú þegar val- frjáls og hefur verið fjölgað í sex en hvers vegna ekki að gefa nemendum kost á að velja á milli samræmdra prófa í öllum námsgreinum? Þar með er jafnræði á milli nemenda enn bet- ur tryggt auk þess sem vægi á milli einstaka námsgreina verður jafnara. Skólastefna í hverju sveitarfélagi Ég held að óhætt sé að fullyrða að efasemd- araddirnar séu nú hljóðnaðar enda reka sveitarfélögin almennt grunnskólann af mynd- arbrag. Sveitarstjórnir hafa sett aukið fjár- magn til skólanna, bæði til skólabygginga og til reksturins. Samt er eins og þær hafi verið hik- andi í faglegri umræðu og látið skólafólkið og menntamálaráðuneytið að mestu um hana. Má vera að tortryggni í garð sveitarstjórnarmanna hafi þar líka áhrif. Ég tel að samhliða endur- skoðun aðalnámskrár og grunn- skólalaga eigi sveitarfélögin að efna til víðtækrar skólamálaumræðu og má segja að Samband íslenskra sveit- arfélaga hafi slegið tóninn með vel- heppnuðu grunnskólaþingi nú á dög- unum. Mikilvægt er að sveitarstjórnir setji sér skólastefnu með markmiðum og leiðum til að ná þeim. Hún verði unnin með fagfólk- inu, foreldrum og nemendum þannig að um hana myndist víðtæk sátt. Enn frekari dreifstýring Með auknu sjálfsforræði sveitarfélag- anna og skýrara valdi er komið að því að stíga næstu skrefin í yfirfærslunni og auka áhrif foreldra á skólastarfið. Áhersla hefur verið lögð á aukið upp- lýsingastreymi frá skólum en spurn- ing hve miklu heimilin geta tekið á móti. Mikilvægast er að upplýsingar séu aðgengilegar og að foreldrar þekki stjórnsýslu skólakerfisins. En það er ekki nóg. Á sama hátt og ég tel að sveitarstjórnirnar eigi að hella sér út í skólamálaumræðuna finnst mér að hleypa eigi foreldrum betur inn í skólastarfið. Þeir eiga að koma með skýrari hætti að stefnumótun og ákvarðanatöku innan sveitarfé- lagsins. Í Reykjavík er fyrirkomulag- ið t.d. allt of þungt í vöfum og mik- ilvægt að brjóta yfirstjórn fræðsluráðs upp og sameina það jafn- framt leikskólaráði. Aukið valfrelsi Allar skipulagsbreytingar eiga síðan að leiða til aukinnar samábyrgðar og valfrelsis um leiðir. Foreldrar eiga í ríkari mæli að hafa raunhæft val um skóla fyrir börnin sín, val á milli sveit- arfélaga rekinna skóla og val um einkarekna skóla. Athyglisvert er að skoða þá byltingu sem á sér stað í Garðabæ. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri er þar í forystusveit og greiðir Garðabær núna sömu upphæð með hverjum nemanda óháð því hvort hann gengur í skóla sem rekinn er af Garðabæ, einkaaðilum eða öðru sveitarfélagi. Samþætting skólastiga Áform um styttingu náms til stúd- entsprófs hafa leitt af sér spennandi umræðu um samspilið á milli skóla- tiga, þ.e.a.s. leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla og jafnvel háskóla. Ekki síður er mikilvægt að taka inn í þá umræðu starfsemi tónlistarskól- anna. Starfstími grunnskólans hefur lengst og endurskoðun námskráa fyr- ir öll skólastigin hlýtur að taka mið af því. Skilin á milli skólastiganna eiga að vera mýkri og grunnskólinn á hik- laust að bjóða fimm ára börn velkom- in. Nemendum grunnskólanna er nú gert kleift að taka framhalds- skólaáfanga og taka samræmd loka- próf í 9. eða jafnvel 8. bekk. Allt þetta leiðir til þeirrar niðurstöðu að 20 ár er ekki lengur raunhæft viðmið til að ljúka framhaldsskóla. Leiðir til að ljúka námi eiga að taka mið af nem- andanum, ekki kerfinu auk þess sem einstaklingurinn verður að eiga inn- komu í nám allt lífið. Brottfall í framhaldsskólum Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur gerði í Morgunblaðsgrein sinni, 27. mars sl., brottfall í framhaldsskólum að um- talsefni og skellir þar allri skuldinni á framhaldsskólana. Það er allt of mikil einföldun og formaðurinn gerir sér engan veginn ljóst að þarna er um að ræða stóran hóp ungs fólks sem ekki hefur heldur fundið sig innan grunn- skólans. Samkvæmt nýlegri rann- sókn á félagslegri stöðu ungmenna utan framhaldsskóla er áberandi hve lítinn tilgang þau telja grunn- skólanámið hafa haft. Vandamálið er að einhverju leyti falið en opinberast þegar skyldunáminu lýkur. Yfirfærslunni ekki lokið Sveitarfélögin hafa sýnt það og sann- að að þeim er treystandi til að taka meira af stjórnunar- og stefnumót- unarþætti grunnskólans til sín. Óhætt er að draga úr stýringu aðal- námskrárinnar án þess að minnka eftirlitið. Menntamálaráðherra hefur sagt að tími sé til kominn að endur- skoða námskrána og því ber að fagna. Sveitarstjórnirnar eiga að sama skapi að vera óhræddar, bjóða upp á aukna fjölbreytni í rekstri skólanna og færa foreldrum raunveruleg völd og áhrif innan skólakerfisins. Markmiðið með flutningi grunnskóla frá ríki til sveit- arfélaga var jú að færa skólann nær foreldrunum og nú þarf að finna raunhæfar leiðir til að ná því mark- miði. Aukið frelsi í mál- efnum grunnskólans Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur ’Sveitarfélögin hafasýnt það og sannað að þeim er treystandi til að taka meira af stjórnunar- og stefnu- mótunarþætti grunn- skólans til sín.‘ Guðrún Ebba Ólafsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.