Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 52

Morgunblaðið - 04.04.2004, Page 52
FRÉTTIR 52 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁNING stendur yfir hjá Sumarbúðunum Ævintýralandi sem eru að hefja sjöunda starfsár sitt. Þær eru fjölmenningarlegar og hlutlausar í trúmálum. Starf- semin fer fram í átta vikur í ald- ursskiptum tímabilum frá 9. júní – 3. ágúst fyrir börn á aldrinum 7– 14 ára. Sumarbúðirnar eru komn- ar á nýjan stað í aðstöðu í heima- vistarhúsi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri í Borgarfirði. Starfsemin verður með óbreyttu sniði, ásamt nýjungum eins og hellisskoðun, fjósaferð, búvélasafni, umhverfisvernd í sér- stökum umhverfishópi o.fl. Boðið verður upp á námskeið í kvik- myndagerð, leiklist, listaverka- gerð, grímugerð, tónlist/dansi, og íþróttum. Sundlaug og íþróttahús eru á staðnum. Um verslunarmannahelgina er aukalega boðið upp á námskeið fyrir 12–14 ára, í umhirðu húðar og í forvörnum. Öll námskeið eru innifalin í dvalargjaldi nema reið- námskeið. Sumarbúðirnar Ævin- týraland á Hvanneyri FJARKENNSLA ehf. hefur gefið út nýtt kennsluefni í margmiðlunar- formi sem er tölvukennsla fyrir fag- fólk. Þetta er beint framhald af Word-, Excel- og Outlook-kennslu- diskum sem fjarkennsla hefur áður gefið út. Kennsluefnið er sérstaklega hannað til að auka þekkingu þeirra sem eru langt komnir í tölvum en vilja læra meira. Kosturinn við þetta efni er sá að nemandinn getur notað kennsludiskinn hvenær sem er og farið í gegnum þetta á sínum hraða. Kennari á Word og Excel er Jó- hann Áki Björnsson sem hefur starf- að í tölvugeiranum síðan 1986. Fyrst hjá IBM-samstarfsaðilum s.s. Skrif- stofuvélum, Gísla J. Johnsen og Sameind. Á þessum tíma hefur hann fengist við margt s.s. kennslu, upp- setningu og þjónustu ásamt sölu- störfum. Jóhann Áki er búinn að vera „Microsoft Certified Profess- ional“ síðan 1995 með 11 próf. Und- anfarin 10 ár hefur hann sérstaklega unnið að Microsoft-málum hér heima og erlendis eins og ráðgjöf, kynning- um og kennslu, meðal annars hjá EJS hf., Rafiðnaðarskólanum og Tölvudreifingu hf. Nýtt kennsluefni í margmiðlunarformi VALNEFND Hofsóss- og Hólaprestakalls hefur valið Gunnar Jóhannesson guð- fræðing í sóknarprestsemb- ætti í Hofsóss- og Hóla- prestakalli. Frestur til að sækja um embættið rann út 22. mars sl. og voru umsækjendur níu talsins. Starfið er veitt frá 1. júní n.k. Prestur val- inn í Hofs- óss- og Hóla- prestakall

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.